Neisti - 18.12.1978, Qupperneq 2

Neisti - 18.12.1978, Qupperneq 2
Neisti 13. bls. 1978 bls. 2 Fylkingin fertug Það hefur þótl rétt að rifja upp hér í blaðinu nokkra þœtti úr Ifshlaupi Fylkingarinnar í tilefni þess, að 40 ár eru liðin síðan Æskulýðsfylkingin var stofnuð. 111. tbl. Neista var sagt stuttlega frá stofnun ÆF. Hér mun ég drepa á nokkur atriði íþróun Fylkingarinnar frá þvíhún hœtti að vera œskulýðssamtök Sósíalistaflokksins - Alþýðubandalagsins. Frá „Þorláksmessuslagnum" 1968, þegar lögreglan réðist á mótmælagöngu 500-700 manna f Austurstræti. Tilefni göngunnar var ofbeldi Iögreglunnar eftir Víetnamfund tveim dögum fyrr, 5. jan. 1969 gengu síðan um 1500 manns í „Reykjavíkurgöngu" til að árétta enn kröfur um skoðana- og tjáningarfrelsi. Eftir „Þorláksmessuslaginn" var Ragnar Stefánsson dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista, eins og samtökin hétu, var dæmigerð æskulýðshreyfing stjórn- málaflokks. Reynt var að hafa sam- tökin félagslega aðlaðandi fyrir ungt róttækt fólk. Innan Fylkingarinnarvar reynt að efla með því nokkurn póli- tískan þroska, svo það yrði hlut- gengara í flokknum. Þetta síðasttalda var gert með leshringjum kringum eitt- hvert fræðirit hinnar sósíalisku hreyf- ingar svo og með þátttöku í ákveðnum pólitískum verkefnum innan verka- lýðshreyfingarinnar, meðal andstæð- inga herstöðvanna og víðar. Leshring- irnir takmörkuðust þó allmjög við menntaskólanema og háskólastúd- enta, alla vega hin síðari ár Sósíalista- flokksins. Fylkingin lagði flokknum til ungt vaskleikafólk, þegar á þurfti að halda, í kosningaslag, íjáröflunarher- ferðum og í ýmiss konar skipulags- starfi. Mér hefur stundum fundist menn ýkja hina neikvæðu hluti i starfi Fylk- ingarinnar og hinnar sósíalísku hreyf- ingar yfirleitt, þegar fjallað er um gamla tíð. Oft er fjallað um þetta á mjög yfirborðslegan hátt. Hent er að því gaman, að þarna hafi alist upp menn eins og Jónas Haralz eða Krist- inn Finnbogason o.fl., sem ekki hafa reynst neitt sérlega framfarasinnaðir. Hins vegar hættir mörgum til að gleyma því, að allur þorrinn, sem gekk til liðs við Fylkinguna og Sósíalista- flokkinn, gerði það i trássi við yfir- gnæfandi hatursáróður afturhaldsafl- anna og sérhagsmuni sína. Við höfum gagnrýnt og gert upp við veigamikil atriði í stefnu og starfsháttum Sós. flokksins og Æskulýðsfylkingarinnar. Það þýðir að sjálfsögðu ekki, að við teljum starf þessara samtaka einskis nýtt. Ekkert væri fjarri sanni. Það er á grunni þeirrar baráttu, baráttu verka- lýðsstéttarinnar yfirleitt, sem við stöndum, þótt við höfum reynt að lagfæra stoðirnar. Sjálfstæð sósíalísk baráttusamtök Fyrsta meðvitaða skrefið til að gera Fylkinguna að sjálfstæðum pólitískum baráttusamtökum, óháðum Sósíalista- fiokks- og Alþýðubandalagsforyst- unni var stigið 1966. Harðar deilur höfðu staðið um hríð um framtíð Sósialistaflokkslns og Alþýðubanda- lagsins, hvort Alþýðubandalagið ætti að vera kosningabandalag eða breyt- ast í flokk, sem kæmi í stað Sósíalista- flokksins. Sá meiri hluti, sem kosinn var til forystu á miklu átakaþingi í Fylkingunni haustið ’66 var andvígur þróun Alþýðubandalagsins yfir í flokk, sem kæmi í stað Sósíalistameirihluta, enda var hann alls ekki sammála um, hvernig að þeirri baráttu skyldi standa. Hinn nýi meirihluti leit á sig sem vinstri arm, byltingarsinnaðan arm í samtökunum. Mesta deilumál þingsins ’66 var um verkalýðsmálaályktun, sem félagar úr vinstra arminum báru fram. Þar kom fram viss gagnrýni á verkalýðsforystuna fyrir stéttasam- vinnustefnu, undanslátt og brot á lýðræði í verkalýðssamtökunum. Þeir sem við kölluðum hægri- og miðju- menn mæltu gegn ályktuninni einkan- lega á þeirri forsendu, að hún fæli í sér gagnrýni á eigin flokksbræður í verka- lýðsforystunni, væri sem sé innanfé- lagsmál, sem ekki ætti að koma fram í opinberri ályktun. Vinstri menn vildu láta sverfa til stáls. Nýi meirihlutinn setti sér það mark- mið, að Fylkingin tæki til óspilltra málanna að vinna sjálfstætt að þýðing- armiklum verkefnum sósíalísks flokks, verkefnum sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið hefðu lagt á hilluna. Samtökin hófu sjálfstætt að einbeita sér að starfi, sem annars vegar miðáði að nýsköpun og eflingu verka- lýðssamtakanna og hins vegar að baráttu gegn hemum og Nato í tengsl- um við stuðningsstarf við Þjóðfrelsis- fylkinguna í Víetnam. Hafin var útgáfa Víetnamdreifiritanna, hafinn undir- búningur Reykjavíkurgöngunnar ’67 gegn her og Nato og stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam, tímaritið Neisti hóf göngu sína á nýjan leik með viðamiklu blaði fyrir 1. maí ’67, helguðu gagnrýni okkar á verkalýðs- forystuna. Árekstrar við Alþýðubandalagið - Sósíalistaflokkinn fóru vaxandi. Reykjavikurgangan 67 varfarin ítrássi við tilmæli og kröfur þeirra. Annar harður árekstur var fyrir þingkosning- arnar 67, þegar Fylkingin neitaði að styðja sentristana í Flokknum gegn kröfum Hannibalista um fleiri sæti á framboðslistanum, nema sentristar samþykktu fyrst skipulagsbreytingar, sem fælu í sér, að Alþýðubandalagið yrði samfylking með félagsaðild. Haust- ið 1969 lokaði Þjóðviljinn fyrir síðu Fylkingarinnar í blaðinu (sem þó hafði verið rækilega ritskoðuð), en þá var hafinn mánaðarleg útgáfa Neista í því formi, sem hann er nú. Um svipað leyti náði Bandalagið húsnæðinu ofan af Fylkingunni. Einu tengslin, sem eftir voru var aðild margra Fylkingarfélaga að Bandalaginu, sem það lét viðgang- ast þar til eftir 1974. Sú gífurlega gróska, sem varð í starfi Fylkingarinnar út á við og samherja hennar á árunum eftir ’66, skipulagn- ing fjölda hópaðgerða, sem náðu jafnvel stigi fjöldaaðgerða og gerði Fylkinguna þekktari í þjóðfélaginu en hún hefur nokkru sinni verið fyrr eða síðar, var auðvitað nátengd þeirri grósku vítt um heimsbyggð í andkapí- talískri og andheimsvaldasinnaðri bar- áttu á þessum árum, sem stundum er kennd við stúdentauppreisnina. En sóknin var ekki óslitin. Þau langreyndu sannindi voru staðfest rétt einu sinni, að framsókn verkalýðsafl- anna er ekki eingöngu háð vilja og dug byltingarsinna, heldur og ekki síður hlutlægum skilyrðum hins þjóðfélags- lega umhverfis. Sóknarmöguleikarnir tóku enda. Aðgerðatímabilið íjaraði út eftir hápunkt sinn um áramótin ’68-’69 á einum til tveimur árum. Nú var að meta reynsluna, efla innsæið í framtíð- ina, móta heilsteypta baráttustefnu, sem tæki til allra þátta starfsins, búa sig undir að geta nýtt næsta pólitíska kreppuástand heimsauðvaldsins betur. Umræða um stefnumótun Pólitískar umræður í Fylkingunni og nágrenni hennar voru vissulega fjörugar á aðgerðatímabilinu. Menn höfðu vísað á bug leiðsögn Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalagsins, vís- að á bug leiðsögn Sovétflokksins og sú gagnrýni varð víðtækari er á leið aðgerðatímabilið. Umræðurnar voru undir áhrifum „hinnar nýju vinstri hreyfingar", anarkisma, kúbönsku byltingarinnar, menningarbyltingar- innar í Kína eins og fjölmargir bylt- ingarsinnar skynjuðu hana þá, og síðast en ekki síst undir áhrifum skoð- ana, sem ættaðar eru frá 4. Alþjóða- sambandinu og oft eru kallaðar trot- skyismi. En umræðan varð ekki til lykta leidd á aðgerðatímabilinu. Hug- urinn beindist fyrst og fremst að framkvæmd hinna nærtækustu verk- efna. Og svo fundu menn til skorts á marxískri þekkingu til að geta moðað úr öllum þeim spurningum og hug- myndum, sem á döfinni voru. Fræðslustarfsemi Eins og áður er getið var viss grund- vallar fræðslustarfsemi í gömlu æsku- lýðssamtökunum. Þar var nokkuð fjallað almennt um greiningu marx- ismans á auðvaldsþjóðfélaginu, heims- spekilegar rætur marxismans og um það þjóðfélag sósíalismans, sem skyldi leysa auðvaldsskipulagið af hólmi. Það sem á vantaði var baráttuleiðin. Hvernig heyjum við baráttuna í dag með tilliti til þess markmiðs okkar að koma á sósíalisma? Er það ekki líka svo, að margir þeirra, sem telja sig sósí- alista eru það helst í andanum, í draumnum, en í hinni daglegu reynd aðlaga þeir sig að leikreglum hins ríkjandi skipulags, en líta á sósíalism- ann sem verkefni framtíðarinnar? Menn gerðu sér grein fyrir göllum hins fyrra námsstarfs, hvað þetta snerti. Nú var stefnt að námsstarfi í leshringjum í tengslum við ákveðin meiri háttar póli- tísk verkefni, sem samtökin stóðu frammi fyrir. Þetta seig áfram hægt og tregt. Og nú var boðið upp á nýja aðferð og „fljótvirkari”. Maóískir leshringir tóku að streyma inn í landið einkum frá Svíþjóð og Noregi. Hlutverk þessara leshringja- rita var að gera menn hratt og kerfis- bundið að kjaftagleiðum „marxistum" (maóistum), sem ættu svör á reiðum höndum við hinum vanalegustu al- mennu spurningum, sem upp kæmu. Þetta var gert með ákveðnu kaflavali úr ritum, sem vísað var til, ákveðinni niðurröðun kafianna, með klausum í leshringnum sjálfum, sem innihéldu ákveðnar túlkanir á umræddum köfl- um, sem og með leiðandi spurnmgum. Þótt Fylkingarfélagar hefðu yfirleitt illan bifur á uppbyggingu og aðferð þessara leshringja, þá þótti þeim mörg- um rétt að nota þá, ef það væri gert á gagnrýninn hátt, og var byggður upp ítarlegur leshringur á árunum '10-12, sem vissulega innihélt ýmsa af göllum maóistaleshringanna, þótt langt væri frá, að hann væri eins pólitískt for- heimskandi og þeir. Um áhrif maóismans Fyrstu frumstæðu viðbrögðin við hinni andkapítalísku uppsveiflu kring- um ’68 voru víða stofnun og efling maóískra flokka, aðallega þó hér nyrst í Evrópu, þar sem hefð 4. Alþjóða- sambandsins og skyldra strauma var ekki fyrir hendi. Menn urðu að gera upp við rússneska flokkinn, og það var auðveldast með því að falla í faðm þeirra, sem háværast gagnrýndu hann, þ.e.a.s. Kínaflokksins. Menn þurftu ekki einu sinni að gera pólitískt upp við rússneska flokkinn, einungis að skipta um forysturíki. Maófrelsaðir stúdentar tóku að streyma inn í landið frá Skandinavíu um 1970. Litu sumir þeirra við hjá Fylkingunni, en fannst engin regla vera á meðvitundinni þar og stofnuðu þau samtök, sem nú heita KFÍml. f ljóma sólguðsins yfir Peking hlutu þeir skjótan frama í fyrstu. En skandínav- ískir maóistar tóku nú að klofna. Margir þeirra, sem hingað komu næstu eitt tvö árin voru úr öðrum armi en þeir sem fyrir voru og gátu ómögulega verið í sama flokki. Töldu þeir ekki von- laust að gera mætti Fylkinguna að Maóflokki og gengu í hana. Það var því sterkur þrýstingur á Fylkinguna, bæði að utan og innan í átt til maóisma á árunum '10-14, og oft hart deilt. Maóisminn hafði þó ekki stórvægileg áhrif á ytra starf Fylking- arinnar á þessum árum. Maóisminn hefur oft getað hrifið til sín einkum pólitískt reynslulaust fólk. Pólitísk reynsla þorra Fylkingarfélaga dugði til að standa gegn meiri háttar áhrifum hans. Ekki er þó að vita, hvað skeð hefði á lengri tíma, hefðu ört vaxandi áhrif 4. alþjóðasambandsins ekki náð til ís- lands á þessum árum. Það urðu smám saman einarðir stuðningsmenn 4. alþjóðasambandsins annars vegar og maóismans hins vegar, sem mynduðu hina tvo póla umræðunnar. í umræð- um á sumarráðstefnu Fylkingarinnar 1974 urðu maóistar undir. Og þrátt fyrir það, að þeir fengju tryggingu fyrir því að geta haldið áfram starfsemi sinni innan Fylkingarinnar, og komið skoð- unum sínum á framfæri í Neista, ákváðu þeir að yfirgefa Fylkinguna og stofnuðu EIKml. Inngangan í 4. alþjóðasambandið Árið 1976 samþykkti svo þing Fylk- ingarinnar einróma að sælria um aðild að 4. alþjóðasambandinu. Egheforðið var við það, að sumir telja þessa ákvörðun endurspegla skyndileg hug- hvörf eldri Fylkingarfélaga. Svo er þó alls ekki. Stefna 4. alþjóðasambands- ins veitti einfaldlega svör við mörgum mikilvægum spurningum, sem menn höðfðu spurt sig, svör, sem uppfylltu kröfur þeirrar pólitísku reynslu, sem menn höfðu gengið í gegnum. Enda er það svo, að langflestir virkir félagar Fylkingarinnar frá tímabilinu ’67-’71 eru nú annað hvort virkir félagar í Fylkingunni eða stuðningsmenn henn- ar, maóistarnir, sem út fóru 1974 höfðu komið inn sem sannfærðir maóistar eftir 1972. Þátttaka Fylkingarinnar í 4. Al- þjóðasambandinu þýðir auðvitað eng- an veginn að nú sé stefna hennar endanlega mótuð og leiðin vörðuð. Fylkingin er nú eftir því sem tök eru á þátttakandi í almennri stefnuumræðu 4. Alþjóðasambandsins, sem fram fer um allan heim. Segja má að stefnu- umræða i Fylkingunni og nánasta umhverfi hennar fyrir 1975 hafi mjög einkennst af því að taka afstöðu til almennra grundvallaratriða. Árin eftir 1975 hafa meir einkennst af greiningu á íslenska auðvaldsskipulaginu og mót- un stjórnlistar og verkefna byltingar- aflanna á íslandi í tengslum við starf í verkalýðshreyfingunni, hreyfingu her- stöðvaandstæðinga, kvenfrelsisbarátt- unni o.s.frv. Fylkingin í dag Það efast sjálfsagt einginn um, að Fylkingin er ósköp fáliðuð samtök. Sem æskulýðssamtök Sós. flokksins var hún örugglega miklu fjölmennari alla tíð. Þótt styrkur Fylkingarinnar verði mældur í þeim þjóðfélagslegu áhrifum, sem hún hefur á hverjum tíma fremur en í liðsfjölda, þá leggjum við samt mikla áherslu á það nú að félögum fjölgi í samtökunum og eygjum reyndar talsverða möguleika til þess. Okkur hefur gjarnan verið legið á hálsi fyrir, að við sinntum ekki nægi- lega skólunarstarfi til að gera inn- göngu nýrra félaga mögulega. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu. Valið milli þess, sem beinist að innri uppbyggingu samtakanna og þátttöku í öðrum pólitískum verkefnum í þjóðfélaginu er oft erfitt í fáliðuðum samtökum. Sem lið í að eíla grundvallarfræðslustarf hafa Fylkingarfélagar nú hafið viða- mikla bæklingaútgáfu. Mikilvægasta fræðslustarfið innan Fylkingarinnar fer fram í hópum innan samtakanna í tengslum við hin ýmsu pólitísku verkefni þessara hópa. Ég ætla ekki að leggja hér mat á póli- tíska stöðu Fylkingarinnar nú. Þó vil ég segja, að mér finnst greinilegt, að Fylkingin nýtur nú mjög vaxandi trausts meðal vinstri manna á þýðing- armiklum sviðum pólitískrar baráttu. Þetta á við meðal virkra baráttumanna innan verkalýðssamtakanna, meðal herstöðvaandstæðinga og í kvenfrelsis- hreyfingunni. Þetta á sér rætur í því, að mörgum hefur orðið ljósari kratismi og stéttasamvinnustefna Alþýðubanda- lagsins, sem og því að greining Fylk- ingarinnar á þjóðfélagsástandinu og stöðu stéttanna hefur reynst haldgóð og baráttulína Fylkingarinnar fengið aukna tiltrú í rás reynslunnar. Þetta hefur ekki komið fram í fjölgun Fylk- ingarfélaga enn þá, en er gífurlega mikilvægt samt. Ragnar Stefánsson. Frá œskulýðssamtökum Sósíalistqflokksms til Fylkingar byltingarshmaðra kommúnista ► S 4

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.