Neisti - 18.12.1978, Page 7

Neisti - 18.12.1978, Page 7
Neisti 13. bls. 1978 bls. 7 Goðgá í Kina Ferðamenn sem heimsótt hafa Kína að undanförnu segja gjarnan merki- legar sögur af ólíkindalegu hátterni alþýðu þar í landi. Ein sagan segir frá því að leiðsögumenn eigi það nú til að svara spurningum um hina alræmdu klíku fjórmenninganna með því að lyfta upp fimm fingrum. Með þessu hljóðláta tákni vilji þeir segja að rétt- ara sé að tala um klíku fimmmenning- anna. Sá fimmti er Maó tse-tung. Gagnrýni á Maó fer nú mjög í vöxt í Kína. Svo langt gengur hún að sumir eru farnir að ræða það í alvöru að brag- inn forni verði afíirópaður sem hug- myndafræðilegur vegvísir. Ljóst er að veggspjaldaherferð er hafin honum til höfuðs, veggspjaldaherferð sem jafn- framt speglar átök í höfuðbúðum Kommúnistaflokksins. Gagnrýnin er raunar ekki bundin við veggspjöldin ein, heldur hefur kín- verska pressan tekið þátt í herferðinni auk þess sem maóhollir forystumenn hafa fengið að fjúka. í fyrstu var ein- ungis óbeinlínis vikið að Maó, en hægt og hægt hafa spjótalögin nálgast hans guðlegu persónu. Mestu púðri hefur verið eytt á menningarbyltinguna og að sjálfsögðu helstu fulltrúa hennar „klíku fjórmenninganna". Þann 15. nóv. síðastliðinn gerðist það svo að blaðið Kwangming Jih Pao í Peking réðist á grein þá eftir Yao Wen-yuan, serh talin er hafa verið kveikjan að menningarbyltungunni, og nefndi greinarkornið „afturhaldssamt merki um að koma á fót fasisku einræði“. Þegar haft er í huga að Maó hefur lýst því yfir að hann hafi staðið á bak við grein Yaos má ljóst vera að hérervikið að forsöngvaranum sjálfum. Enda hver ætti hin „fasíska einræðisstjórn" að vera önnur en stjórn Maó tse-tung? V eggspjaldaherferðin Undarlegra grasa kennir á vegg- spjöldum. Bifvélavirki einn lét frá sér fara þann 17. nóv. eftirfarandi hug- vekju um atburðina á Torgi hins himn- eska friðar í apríl 1976: „ Veghaþess að hugsun Maós formanns var háspekileg orðih á gamalsaldri og vegna margra annarra hluta studdi hann kliku fjór- menninganna við að lyfta höndum þeirra til höggs gegn félaga Teng Hsiaó-ping." Og síðar: „Fyrst notuðu þeir (fjórmenningarnir) hönd Maós til að slá niður fulltrúa hinnar kínversku öreigabyltingar, félaga Teng Hsiaó- ping. Þelta kemur skýrt fram í ályktun miðstjórnar flokksins sem borin var fram af Maó og gerð lýðum Ijós þá fljótlega. Að þessu loknu hófu þeir öflugar kúgunaraðgerðir sem beindust gegn byltingarsinnuðum framverði hinnar byltingarsinnuðu alþýðu alls landsins. “ Þann 20. nóv. birtist svo veggspjald þar sem sagði m.a. að Maó hefði veríð slitinn úr tengslum við raunveruleik- ann seinasta stjórnarár sitt oe stjórnað landinu með , fjölskyldubundnu fas- isku einrœði". Sama dag var Hua Kou- feng gagnrýndur í fyrsta skipti á vegg- spjaldi. Og þann 21. nóv. er sett upp veggspjald þar sem krafist er rann- sóknar á kúgunaraðgerðunum á Torgi hins himneska friðar 1976. Þar er þess og krafist að „þeir sem bera ábyrgð á kúgunaraðgerðunum og yfirhilming- unum í sambandi við þœr . . . verði dregnir fyrir dómstóla". Einn hinna ábyrgu er Hua Kuo-feng. Torg hins himneska friðar Af veggspjaldaherferð þessari virð- ist mega draga mjög ákveðnar álykt- anir um stefnu kínverskra stjórnmála þessa dagana. Það er ljóst að atburð- irnir á Torgi hins himneska friðar 1976 eru enn þungamiðja umræðnanna. At- burðirnir þar voru í meginatriðum þeir að hópur manna, sennilega fylgismenn Tengs, safnaðist saman á torginu undir því yfirskini að þeir væru að syrgja Sjú En-læ. Ljóst er að fleiri aðilar, þ.á m. andstæðingar Kommúnistaflokksins, komu einnig á vettvang og settu m.a. fram kröfur um aukin lýðréttindi. Her- Wang Li-shan. Hvassir á brún við hefjum sverðin úr slíðrum Við syrgjum við undirleik ýlfrandi djöfla. Er við grátum, heyrum við varganna hlátra. En blóð okkar rennur í minningu fallinnar hetju. Hvassir á brún við hefjum sverðin úr slíðrum. Kína er ei lengur það forneskju Kína. Alþýðan kastaði af sér heimskunnar oki. Til góðs að eilifu fallið er Chin Shih Huangs lénsveldið. Við trúum á stórbrotnar kenningar Marx og Lenins. Þeir frœðimenn fari til dárans sem draga úr þeim mátt. Vegna hins eina og hins sanna Marxisma-Lenínisma óttumst við hvergi um líf okkar né okkar hjartablóð. Og þegar hinn nýi dagur Kina úr öskunni rís, komum við aftur hingað dreypifórnir að fcera. Kvæði þetta sem er eftir rafvirkjann Wang Li-shan var skrifað á Torgi hins himneska friðar í apríl 1976. Tvennt þarf skýringar við. Talað er um fallna hetju. Þar er átt við Sjú En-læ. Mikilvægt til skilnings á kvæði þessu er að nafn fyrsta einvaldskeisara Kínaveldis Chin Shih Huangs hefur oft verið notað sem heiti á Maó af áróðursmeisturum hans. Kvæðið þótti á sínum tíma mjög róttækt og var að sjálfsögðu bannað en barst neðanjarðar um gjörvalt Kína. Það var fyrst birt opinberlega 11. nóv. 1978. inn var sendur á staðinn til að stöðva allar aðgerðir og margir voru hand- teknir. Það er einnig ljóst að þessir atburðir urðu til þess að Teng var sviptur öllum metorðum um tíma og í framhaldi af því var Hua gerður að forsætisráðherra. Það er því óneitan- leg staðreynd að Hua er sá maður sem mest hefur hagnast á hinum títtnefndu kúgunaraðgerðum, og þetta nota Teng og fylgismenn hans sér til framdráttar í baráttunni um völdin. Viðkvæmni Hua og flestra annarra forystumanna í Kína gagnvart atburð- unum á Torgi hins himneska friðar sjást best af því að það tók þá hátt á annað ár að láta hina handteknu lausa (raunar voru þeir ekki látnir lausir fyrr en fimm mánuðum eftir að Hua varð formaður Kommúnistaflokksins. Þeg- ar nú kröfur koma fram um að þeir sem áttu þátt að kúgunaraðgerðunum sæti ábyrgðar gerða sinna, er vegið að stöðu Hua. Ljóð og lýðréttindi Hin nýja æskulýðsfylking Komm- únistaflokksins hefur tekið að beita sér mjög í málefnum þessum. Nýlega hélt hún sitt fyrsta þing og hyllti þar mjög fyrrverandi fanga sem teknir höfðu verið fastir á Torgi hins himneska frið- ar. Þeim var einkum talið það til gildis að þeir höfðu neitað að gagnrýna Teng og höfðu að eigin sögn komið á torgið til að afhrópa ríkisstjórnina undir forystu fjórmenninganna. Þá hafa kínverskir fjölmiðlar tekið að birta ljóð þau sem skrifuð voru upp á hinu margumrædda torgi og heiðrað þannig höfundana. Róttæk gagnrýni þeirra á skriffinnskuveldið gengur lengra en flest annað sem ritað hefur verið í Kína. Kunnast þessara ljóða er vafalaust Hvassir á brún við hcfjum sverðin úr slíðrum. En það er frægast fyrir þessar ljóðlínur: Kína er ei lengur það gamla forneskju Kina. Alþýðan kastaði af sér heimskunnar oki. Til góðs að eilífu fallið er Chin Shih Huangs lénsveldið. Á yfirborðinu má kvæðisbrot þetta virðast sakleysislegt. En í reynd eru mjög mikilvægir punktar í því. Hér er nafn hins forna einvalds Chin Shih Huangs afar mikilvægt til skilnings á kvæðinu. Það vill nefnilega svo til að áróðursmeistarar Maós notuðu oft nafn þessa fyrsta einvaldskeisara sem heiti á Maó. Gagnrýninni er því ekki einungis beint að öllu valdi heldur einnig sérstaklega að Maó. Það er engin tilviljun að hetjunum frá Torgi hins himneska friðar er sýndur slíkur sómi nú. Veggspjalda- herferðin sem í gangi hefur verið í Kína er ekki á sama hátt miðstýrð að ofan og svo margar herferðir liðinna ára. Hún er að vísu upphaflega hluti af ætlun Tengs til að efla völd sín í skrifræðinu. En margar kröfurnar sem birtast eru greinileg tjáning á dýpstu þrám fjöld- ans og ganga mun lengra en Teng hefur ætlað. Hér er um að ræða kröfur um einföldustu mannréttindi, en eins og Amnesty International hefur bent á eru þau fótum troðinn í Kína. Að sögn samtakanna hafa þau vitneskju um að slíkur fjöldi pólitískra fanga sé þar í landi að ómögulegt sé að koma á þá tölu. Ýmis atriði sem þykja sjálfsögð réttindi í vestrænum auðvaldsríkjum finnast ekki í kínverskum lögum. Rit- skoðun hefur verið þar og er enn, þótt eitthvað haíi verið slakað á, og almenn skoðanakúgun fer fram í skjóli lag- anna. Kröfurnar sem birst hafa á Lýðréttindaveggnum svonefnda við Hsi Tan stræti í Peking benda eindreg- ið til þessa lýðræðisskorts. En þar var m.a. að finna þessa yfirlýsingu: „ Við getum ekki þolað að mannrétt- indi og lýðræði séu slagorð vestrænna burgeisa einna á meðan öreigar austur- landa eiga einungis að láta sér nœgja einræði. “ Vestrænir fréttamenn segja fjöldann ræða óskir sínar opinberlega: „Hvern- ig stendur á því að á vinnustöðum okkar hefur fólkið leyfi til að velja sér leiðtoga, en hefur ekkert um val for- ystumanna þjóðarinnar að segja?" Jafn vel æskulýðurinn í Kommúnistaflokkn- um hefur dirfst að birta ákveðnar lýðræðiskröfur í málgagni sínu, Æsku ÍCína: „ Öll lýðréttindi ættu að vera séti nákvœmlega og skiljanlega fram í lögum sem fylgt væri eftir. Rétturfólks til að kjósa, reka og hafa eftirlit með opinberum embœttismönnum ogstjórn- endum œtti að vera tryggður. Full- trúar fólksins ættu að vera kosnir leynilegum kosningum, og mál er að breyta því ástandi þarsem fjöldinn veit ekki einu sinni hverjir fulltrúar þeirra eru, hvað þá að hann haft hugmynd um gjörðir þeirra eða sjcoðanir." Teng bremsar Ekki verður betur séð en að hreyf- ing sé í burðaliðnum í kínversku samfélagi, hreyfing sem krefst aukinna lýðréttinda. Á slíkri frelsisöldu hyggst Teng Hsiaó-ping fleyta sér. Hann og fylgismenn hans innan skrifræðisins voru andstæðingar ofríkisstjórnar Maós og fórnarlömb hennar. Þess begna getur hann búist við stuðningi fjöldans enda hefur hann stillt sér upp sem verjanda lýðréttinda. En þetta er honum nauðsynlegt til að fá lýðinn til að standa með sér í hinum nýju efnahagsaðgerðum. Á hinn bóginn kennir sagan okkur að hætta er á því að veldi skriffinn- anna sé í hættu þegar lýðræðiskröfur gerast háværar. Þetta veit Teng ósköp vel og hefur því þegar gripið til ráðstafana svo að lýðurinn standi ekki úpp í hárinu á skriffinnunum. Þann 1. des. birtist hann opinberlega við hlið- ina á Hua, um sama leyti voru sett upp veggspjöld þar sem krafist er að árás- umjá Maó verði hætt. Með þessu vill Teng greinilega segja að nú sé komið nóg. JÞannig er hann í þeirri einkenni- legu aðstöðu að vera í senn verjandi Maós og jafnframt sá sem kom vegg- spjaldaherferðinni af stað. Vinsældir Tengs eru miklar um þessar mundir svo að líkindi eru til þess að mjögdragi úr mátti þeirra sem harð- astir hafa verið í kröfugerð sinni. En þagna þeir? Það hlýtur að teljast ósennilegt. Þegar hefur Teng verið gagnrýndur á veggspjaldi fyrir athæfi sitt: „Þú getur neytt fjöldann á ný til þagnar, en þdð mun ekki leysa neitt." Hvernig sem á málin er litið er víst að mikill hluti kínverks háskrifræðis skelfur um þessar mundir. Margir í for- ystu Kommúnistaflokksins bera á- byrgð á margumræddum frelsisskerð- ingum. Á tímabili því sem nú fer í hönd má búast við að fjöldinn láti ekki staðar numið við kröfugerðina eina. SÞH. Breskir verka menn sprengja launastefnu stjórnarinnar Nýverið lauk verkfalli því í Ford- verksmiðjunum í Bretlandi, sem sagt var frá í 11. tbl. Neista. Vannst fullur sigur verkamanna í því. Þeir sendu launastefnu ríkisstjórnarinnar lengst út í hafsauga, en hún er m.a. fólgin í því, að laun hækki ekki um meira en sem svarar 5%. Sú krafa verkamanna sem fram náði að ganga hljóðaði upp á 12-15% launahækkun með meiru. Þessi sigur hefur rutt brautina fyrir samskonar kröfur meðal verkamanna annars staðar í breska bllaiðnaðinum t.d. hjá Leyland og Chrysler. En rikisstjórn Verkamannaflokks- ins er ekkert yfir sig hrifin af þessum hamagangi „umbjóðenda“ sinna. Hún hefur ákveðið að grípa til refsiaðgerða gegn Ford fyrir slaka frammistöðu, með þvíað stöðva öllopinberviðskipti við fyrirtækið og hætta hvers kyns fyrirgreiðslu til þess. Mun það koma sem hvatning til annarra fyrirtækja í Bretlandi að standa sig beturíslagnum við verkamenn. Ríkisstjórnin mun þó ekki eiga sjö dagana sæla á næstu mánuðum er hún gengur erinda borgarastéttarinnar og reynir að bæla virkni þessara eitil- hörðu baráttumanna. Þar munu ítök flokksins í verkalýðshreyfingunni ekki koma að neinu gagni því að allar aðgerðir verkamannanna eru óháðar skriffinnunum. Það er ein forsendan fyrir sigri verkamanna og þeir gera sér ábyggilega grein fyrir því. Molli. Morðingi Trotskýs dauður Morðingi Trotskýs Ramón Mercad- er (öðru nafni Jacques Mornad eða Frank Jacson) lést úr krabbameini í Havana á Kúbu 18. október síðastl. Enginn vafi er á því að Mercader starfaði á vegum sovésku leyniþjónust- unnar GPU (nú KGB) og framdi morðið samkvæmt fyrirmælum Stal- íns, guðföðurs sjálfs. Mercader var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Mexikó fyrir morðið og var látinn laus 6. maí 1960. Tékkóslóvakíska stjórnin lét honum þá í té diplómatavegabréf og dvaldist hann síðan í Prag fram undir 1968 en eftir það i Moskvu, þangað til hann fór til Kúbu fyrir u.þ.b. fimm árum. Mercader var fæddur í Barcelona á Spáni árið 1914. Hann barðist með kommúnistum í spænska borgarastrið- inu. Árið 1936 er talið að hann hafi verið genginn í þjónustu GPU og árið eftir fer hann til Moskvu, þar sem hann var þjálfaður í njósnum og hryðju- verkum. Árið 1940 kom hann svo til Mexikó, þar sem honum tókst, með því að þykjast vera stuðningsmaður Trotskýs, að koma sér í kynni við hann með alkunnum afleiðingum. Eftir að Mercader safnaðist til feðra sinna nú í haust hafa allskonar sögur komist á kreik. Má þar nefna að þýska vikuritið der Spiegel fullyrðir þann 6. nóvember síðastl. að Mercader hafi verið að rita sjálfsævisögu sína sem hann hugðist koma til útgáfu á Vestur- löndum, áður en hann fluttist til Kúbu. Þá fullyrðir blaðið að hann hafi stutt umbótaviðleitni Dubceks svo og sovéska andófsmenn. Manuel Aguiler Mora, leiðtogi Byltingarsinnaða verkamannaflokks- ins í Mexikó sem er deild IV. Alþjóða- sambandsins, sagði við andlát Merc- aders: „Mercader var einn af þorpur- um Staltns, launmorðingi sem þegar hafði vakiðgrunsemdir Trotskýs. Dvöl Mercaders i Sovétrikjunum og Tékkó- slóvakiu sýnir að Trotský hafði rétt fyrir sér, erhann héltþvifram að Stalin sœktist eftir lift sinu. “ Heimildir: Trotsky a Documentary Interc. press/Inprecor S.Hj.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.