Neisti - 18.12.1978, Qupperneq 8
Áskriftargjald seinni hluta ’78
- venjuleg áskrift kr. 1.700
- stuðningsáskrift ” 2.500
- til Evrópulanda ” 2.500
- utan Evrópu ” 2.800
Merktar greinar túlka ekki endi-
lega stefnu Fylkingarinnar.
Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra kommúnista
Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513
Ábm.: Birna Þórðardóttir
Gírónúmer Neista er 17513-7
Rætt við Erling Hansson,
vaktmann á Kleppspítala
,,Mjög mikilvœgt að
BSRB-félagar á sjúkra
húsum sýni fulla sam
stöðu með sóknar
félögum í baráttu þeirra
fyrir launajafnrétti“
Launamismunurinn sem ríkir á spft-
ulunum á milli ófaglærðs verkafólks -
fyrir utan launamismuninn á milii
ófaglærðra og „toppanna” sem er all-
svakalegur - kemur nokkuð fram ívið-
talinu við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur.
Neisti hafði tal af Erlingi Hanssyni,
vaktmanni á Kleppsspítala og innti
hann eftir því hvernig þessi mál horfðu
við BSRB-félögum.
E.H.: Frá því BSRB-samningarnir
’77 voru gerðir - eftir verkfallið - hafa
ófaglærðir opinberir starfsmenn á rík-
isspítulunum verið launahærri en
Sóknarkonur sem eru sambærilegur
starfskraftur.
Það hefur að öllum líkindum lengst
af verið svo, þó ekki á tímabilinu frá
sólstöðusamningum til BSRB-verk-
fallsins.
Ófaglærðir opinberir starfsmenn
eiga það sameiginlegt með öllum sem
vinna í heilbrigðisþjónustunni - að
læknum undanteknum - að hafa ekki
árum saman farið í löglega vinnustöðv-
un.
BSRB-verkfallið og samningarnir í
kjölfar þess urðu til þess að þeir sem
veitt var undanþága til að vinna vegna
öryggis- og heilbrigðisþjónustunnar,
hækkuðu ekki síður í launum en aðrir.
Ég er hinsvegar ekki í nokkrum vafa
um það að ríkisvaldið hefur - í krafti
þess að það veit að þessir aðilar fara
aldrei í verkfall þar sem það mundi
orsaka varanlegt heilsutjón hjá þeim
sem eru einna verst settir í þjóðfélag-
inu - reynir að halda launum þessa
starfsfólks eins langt niðri og það
mögulega getur, og hefur það komið
einna verst niður á Sóknarstarfsmönn-
um.
Þessa hefur samt einnig orðið vart
hjá opinberunL starfsmönnum sem
vinna á sjúkrahúsum og hafa þeir
gripið til margvíslegra aðgerða gegn
þessari viðleitni ríkisvaldsins. Það má
minna á hópuppsagnir meinatækna og
hjúkrunarfræðinga og hótanir um slíkt
hið sama frá sjúkraliðum. Þegar ríkis-
valdið hefur staðið frammi fyrir fram-
kvæmd slikra hótana, hefur það látið
undan fyrir einum starfshópnum á
fætur öðrum.
N.: Hvernig heldurðu að BSRB-fél-
agar á spítulunum muni bregðast við
hugsanlegum aðgerðum Sóknarfé-
laga?
E.H.: Ég tel mjög mikilvægt að
BSRB-félagar á sjúkrahúsunum sýni
fulla samstöðu með Sóknarfélögum í
baráttu þeirra fyrir launajafnrétti.
Frumskilyrðið er að þeir gangi ekki
inní störf Sóknarfélaga, hefjist vinnu-
stöðvun í einu eða öðru formi.
Ég tel líka bráðnauðsynlegt að Sókn
hafi frumkvæði að því að upplýsa ófag-
lærða BSRB-menn og aðra á spítulun-
um um, hvað þær hyggjast fyrir og
hvernig þær ætla að ná baráttumálum
sínum fram. Það mætti vel hugsa sér að
hægt væri að ná upp góðri samstöðu
hjá öðrum starfsgreinum ef baráttumál
Sóknar væru kynnt á spítulunum
tímanlega.
öruggt má telja að ríkisvaldið verði
mun harðskeyttara á móti t.d. fjölda-
uppsögnum Sóknarfélaga heldur en
samskonar aðgerðum faglærðra starfs-
hópa, ss. meinatækna, og þar mun
vinstristjórn ekki greina sig í neinu frá
hægri stjórn. Þessvegna er þeim mun
mikilvægara að hefja sem fyrst undir-
búning aðgerða - ekki bara Sóknar-
starfsmanna - fyrir því að láta slag
standa þegar á hólminn er komið. Ekki
síður er mikilvægt að hefja undirbún-
ing að því, að aðrir starfshópar sýni
pamstöðu, t.d. með fjárstuðningi, ef
ríkisvaldið vill fremur hafa Sóknar-
starfsmenn atvinnulausa cn borga
þeim sama kaup og karlmönnum er
vinna sömu vinnu.
-/bþ
Ástkœru áskrifendur
Rætt við
Byltingin er dýr í rekstri. Brimrót
fallinna víxla grefur undan Neista.
Verðbólgnum höndum fer ritnefnd
Neista oní pyngjur áskrifenda, og
missir seðlana jafnskjótt út í hvirfilbyl
dýrtíðarinnar.
Við höfum undanfarið verið að
rukka áskriftargjöld fyrir seinni hluta
1978, sums staðar gengið í hús, sent
póstávísanir annað, aðallega út fyrir
Reykjavík. Því miður koma þessir
aurar seint inn. Með síðasta tbl. Neista
sendum við áskrifendum utan Reykja-
víkur yfirlit yfir skuldir þeirra.
Áskriftargjald fyrir seinni hluta 1978
er 1700 kr., sumir skulda meir. Okkur er
það mikið í mun að fá þetta greitt sem
fyrst. Ef einhverjir sem skulda mikið
eiga erfitt með borgun geta þeir haft
samband við okkur um að borga hluta
skuldarinnar.
Heimilisfang Neista er Laugavegur
53A, Reykjavík. Skrifstofan er opin kl.
5-7 alia virka daga. Síminn er 17513.
Gírónúmer 17513-7.
Áskrifendur! Útgáfa Neista er mjög
erfið fjárhagslega. Áskriftargjaldið er
undirstaðan að íjárhag Neista. Við
höfum reynt að bæta útlit og efni
blaðsins. Nú síðast höfum við ráðist í
að láta tölvusetja blaðið, sem er tals-
verður kostnaðarauki. En það hefur
lengi verið draumur okkar að stækka
Neista og gefa hann út oftar. Efnisval
er fábreytt, margir segja að blaðið sé
leiðinlegt, en því miður eru litlir
möguleikar á að auka fjölbreytnina
meðan blaðið stækkar ekki. Betri skil á
áskriftargjöldum og minni fyrirhöfn
við rukkun eru skref í þá átt að þetta
takist. Mikilvægast er þó fjölgun
áskrifenda.
En áskrifendur eru ekki bara til að
plokka af þeim peninga. Við erum að
reyna að hafa samband við ykkur, og
gagnkvæmt samband er mikilvægara
en einhliða söngur okkar. Gagnrýni á
Neista, gagnrýni á Fylkinguna og álit
ykkar á hinum ýmsu málum yrðu vel
þegin. Þrátt fyrir plássleysi höfum við
reynt að opna blaðið fyrir utan
aðkomandi röddum. Sú viðleitni
stendur enn.
Ritnefnd.
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur
,, Sóknarfélagar geta ekki
gefið neitt eftir að sínu“
Nokkur aðildarfélög ASf hafa ekki
orðið við tilmælum sambandsins að
afturkalla uppsögn kaupgjaldsliða
kjarasamninganna. Lítið hefur farið
fyrir því f fjölmiðlum að ástæður fyrir
afstöðu þessara félaga væru kynntar
(nema þá helst Mogginn með Verslun-
armannafélagið, sem verða alltaf all
hjáróma þegar þeir nótar fara að láta
sér annt um afkomu verkalýðs).
Eitt af þessum félögum er starfs-
mannafélagið Sókn. Okkur þótti rétt
að skýra frá ástæðum fyrir afstöðu
Eitt af þessum félögum er starfs-
mannafélagið Sókn. Okkur þótti rétt
að skýra frá ástæðum fyrir afstöðu
Sóknar og spjölluðum lítillega við
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, formann.
Báðum við Aðalheiði fyrst að gera
okkur nokkra grein fyrir afstöðu
Sóknar.
A. Bj.: í febrúar sl., þegar febrúar-
lögin voru sett, var sagt upp kaupliðum
kjarasamninganna til að mótmæla
inngripum ríkisvaldsins inní gerða
samninga. Það er óþolandi að ekki sé
hægt að treysta á gerða samninga og
löggjafinn skuli alltaf blanda sér inní
þá. Auðvitað töpuðu allir í launum á
þessum ráðstöfunum og þótt maí-lögin
settu lægstu launaflokkana nálega í
gildi var um að ræða skerðingu á eftir-
vinnu- og vaktaálögum.
Alkunnugt er, að við settum okkur í
samningunum '11 að ná 100 þús. kr.
lágmarkslaunum - það tókst ekki. Við
hefðum álitið að það yrði tekið upp
þegar samningarnir rynnu út. Þá
skeður það, að þegar eftir er að upp-
fylla síðustu launahækkun samning-
ana '11, þá eru launin skert. Það sem
boðið er í staðinn kemur ekki á
nokkurn hátt til framkvæmda þetta ár
nema niðurgreiðslumar. Ég tel, að þar
sem ekki tókst að ná launum sem talist
geta lífvænleg, þá geti þeir launalægstu
amk. ekki gefið neitt eftir af sínu. Laun
Sóknarfélaga í dag eru frá 153 þús.
uppí 163 þús. í fastakaup, og það er
eicki kaup til að klippa eitthvað af.
Ég tel að verkalýðshreyfingin hafi
staðið alrangt að málum núna. Boða
hefði átt til ráðstefnu fólks af öllu
landinu. Síðan hefði átt að ræða málin
útí félögunum í stað þess að fáir menn
gefi út yflrlýsingar í nafni alls verka-
fólks.
Það er ekkert vafamál að ráðast
verður til atlögu við verðbólguna, en
það telur mér enginn trú um að fólk
sem fær svipuð laun og Sóknarfélagar
eigi sök á henni.
N.: Hvernig.líst þér á. loforðapakka
ríkisstjórnarinnar?
A.Bj.: Ég vil fá að sjá framkvæmd-
irnar fyrst. Ég er orðin langþreytt á lof-
orðalistum, sem hafa í raun aldrei verið
neitt annað en samningssvik.
N.: Hefur Sókn sett fram einhverjar
kröfur?
A.Bj .: Það hefur ekki verið sett fram
krafa af félaginu um grunnkaups-
hækkanir. Hinsvegar um lagfæringará
vaktaálögum og aukningu fræðslu-
námskeiða sem munu gefa kjarabætur.
Ég mun leggja fyrir félagsfund, hvort
rétt sé að staðnæmast þar eða halda
lengra áfram - félagarnir verða sjálfir
að skera úr um það.
N.: Töluvert hefur verið rætt um
launamismuninn sem ríkir á milli
opinberra starfsmanna og Sóknar-
félaga er vinna sömu störf, hvernig
standa þau mál núna?
A.Bj .: Við höfum mun lakari laun.
Grunnlaunin eru frá 10 uppí 30 þús. kr.
lakari. Við vinnum eingöngu með
BSRB-fólki - aldrei með ASÍ-fólki
sem er með áþekk laun. Þetta skapar
nokkuð erfitt ástand í félaginu.
Gæslumenn, sem vinna t.d. á
Kleppsspítala og Kópavogshæli ná-
kvæmlega sömu vinnu og Sóknarkon-
ur, hafa um 30 þús. kr. hærri laun. Þar
er um að ræða ófaglært vinnuafl, en
karlmenn.
Höfðað hefur verið mál út af þessu,
sem er einskonar prófmál; það verður
dæmt í því í undirrétti í janúar, að ég
held.
N.: Hafið þið rætt til hvaða aðgerða
þið munið grípa núna til að ná fram
kröfum ykkar, t.d. hvort þið munið
beita fjöldauppsögnum einsog ýmsir
starfshópar á spítulunum hafa notað?
A.Bj.: Það hefur aðeins borið á
góma. Ég tel ekkert vafamál, að
Sóknarfélagar geta ekki endalaust
unað því að hafa svo mjög lægri laun
en fólk í sambærilegum störfum. Hvort
uppúr sýður nú eða seinna er ekki hægt
að segja um á þessu áugnabliki, en
uppúr mun sjóða.
-/bþ