Neisti - 30.01.1979, Blaðsíða 5
1. tbl. Neista 1979, bls. 5
Vfeitalan og viðskiptakjörin
Einn af mikilvægustu ávinningum
kjarasamninganna 1977 var það vísi-
tölukerfi sem þá náðist í gegn. Þetta er
besta vísitölukerfi sem íslensk verka-
lýðshreyfing hefur náð fram og senni-
lega það besta sem nokkur verkalýðs-
hreyfing í heiminum hefur haft.
Það var ekki að ástæðulausu að
verkalýðshreyfingin lagði mikla á-
herslu á vísitöluna í samningunum
1977. Reynsla undanfarinna ára hafði
kennt þá lexíu að atvinnurekendur og
ríkisvaldið nýttu öll „göt“ í vísitölu-
kerfinu. í kjölfar vísitöluskerðinganna
1974 og 1975 kom 50% verðbólga.
Áætlanirnar í sambandi við rauðu
strikin svo nefndu, sem voru í
samningunum 1976, stóðust ekki. At-
vinnurekendur gátu lækkað kaupmátt
launa. Athugun á verðhækkunum
sýndi einnig að ríkisvaldið notaði lögin
um verðstöðvun til að hleypa verð-
hækkunum í gegn strax eftir útreikning
vísitölunnar, en hægði á þeim þegar
næsti útreikningur nálgaðist. Það var
til að fyrirbyggja þennan vísitöluleik
ríkisvaldsins sem ákvæðin um verð-
bótaaukann voru sett. (Þessi hegðun-
armáti ríkisvaldsins hefur reyndar
ekkert breyst síðar.)
Því miður lítur út fyrir að margir
hafi gleymt þessum lexíum sem þeir
kunnu utanbókar árið 1977. Alþ.fl. og
Abl. telja að „þörf' sé á breytingu á
vísitölukerfinu. Alþ.fl. hefur ákveðnar
skoðanir í þeim efnum, en Abl. er
óákveðið. Markmiðið er augljóslega
að hafa frjálsar hendur til að aðlaga sig
þrýstingi frá Alþ.fl. og Framsóknarfl.
Einnig sambandsstjórn ASÍ taldi
ástæðu til að segja í ályktun sinni um
störf vísitölunefndarinnar: „Sam-
bandsstjórn telur sjálfsagt að umræður
(!) fari fram um einstaka þætti vísitölu-
málsins og þá sérstaklega fyrirkomulag
skatta í vísitölukerfinu og hugsanlegt
tillit til breyttra viðskiptakjara."
Tillögur um breytingar
S.l. haust sendi hluti vísitölunefnd-
arinnar frá sér margvíslegustu hug-
myndir um breytingar á vísitölukerf-
inu. Þær miðuðu allar að því að skerða
kaupmátt launa. Afnema átti verð-
bótaaukann og lengja tímabilið milli
vísitöluhækkana launa upp í 6 mánuði,
skerða átti vísitölubætur almennt um
10% í hvert skipti, tengja vísitöluna við
viðskiptakjör, láta skattahækkanir
ekki hafa áhrif á vísitöluna o.fl. Þessar
hugmyndir og reyndar fleiri hafa síðar
komið fram í ýmsum myndum.
Eins og fram kemur í tilvitnuninni í
ályktun sambandsstjórnar ASÍ hér
fyrir framan, þá virðast tvær hug-
myndir um breytingu á vísitölukerfinu
hafa nokkurn hljómgrunn meðal
forystumanna ASÍ. Sú hugmynd um
breytt fyrirkomulag ásköttum í vísitöl-
unni, sem mest hefur verið rædd, er að
allir skattar og allar niðurgreiðslur
verði teknar út úr vísitölunni. Slík
breyting er tvímælalaust til hins verra
miðað við núverandi kerfi, þótt hún sé
ekki jafn slæm og sú hugmynd að
skattar yrðu áfram í vísitölunni, en
hækkun á þeim leiddi ekki til
hækkunar vísitölunnar eins og fyrsta
útgáfan frá vísitölunefndinni hljóðaði
upp á. Ríkisvaldið fengi með því móti
frjálsar hendur til að færa tekjur frá
launafólki og til atvinnurekenda með
hækkun skatta sem notaðir yrðu til að
styrkja atvinnurekendur með ýmsu
móti (þó ekki með niðurgreiðslum.)
Markmið verkalýðshreyfingarinnar á
að vera að takmarka þá möguleika,
sem eru í núverandi vísitölukerfi til að
hækka beina skatta og nota tekjurnar
til að niðurgreiða kostnaðarliði at-
vinnurekenda, t.d. laun eins og nú er
gert. Markmið verkalýðshreyfingar-
innar verður að vera að auka áhrif sín á
þann mikilvæga þátt i lífsafkomu
verkafólks, sem skattar og ráðstöfun
þeirra er. Markmið ríkisvaldsins með
því að taka skatta og niðurgreiðslur út
úr vísitölunni er að fá „frjálsar hendur“
til að ráða þessum þáttum án þess að
verkalýðshreyfingin hafi þar áhrif á.
Hvað eru viðskiptakjör?
Orðin viðskiptakjör og vísitala við-
skiptakjara urðu skyndilega tískuorð á
síðasta ári. En hvað merkja þessi orð?
Þessi orð eru notuð í sambandi við
verðlag á þeim vörum sem fluttar eru
út og þeim sem fluttar eru inn. Ef
verðlag á þeim vörum sem fluttar eru
út, er hátt miðað við verð á þeim
vörum sem fluttar eru inn, þá eru
viðskiptakjörin talin góð, - og öfugt.
Vísitala viðskiptakjara er síðan notuð
til að mæla breytingar á viðskiptakjör-
unum. Ef við t.d. hugsum okkur að
verð á útfluttum vörum hækkaði um
20%, en verð á innfluttum vörum stæði
í stað, þá hefðu viðskiptakjörin batnað
um 20% og vísitala viðskiptakjara
hækkar þá um 20%. Það væri jú hægt
að kaupa 20% meir af innfluttum
vörum, án þess að auka útflutning. Á
sama hátt leiðir 10% hækkun á verði
útfluttra vara og 20% hækkun á verði
innfluttra vara til þess að viðskipta-
kjörin versna um 8%. Hlutfallið á milli
verðlags á útfluttum vörum og
verðlags á innfluttum vörum (110/120
í okkar dæmi) hefur jú lækkað um 8%.
Á undanförnum árum hefur hag-
stæð þróun viðskiptakjaranna verið
einn af hornsteinum efnahagsþensl-
unnar. íslenska auðvaldið hefur lifað á
því að geta fengið stöðugt meir af inn-
flutningi án þess að útflutningurinn hafi
aukist að sama skapi. Undanfarin tvö
ár hafa viðskiptakjörin t.d. verið
35-37% hagstæðari en þau voru árið
1969. Þegar viðskiptakjörin voru hag-
stæðust fyrir íslenska auðvaldið, árið
1973, þá var hægt að kaupa 46% meir
af innfluttum vörum fyrir sama magn
af útfluttum vörum, heldur en hægt var
árið 1969.
í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið
1979 er gert ráð fyrir því að viðskipta-
kjörin verði svipuð á þessu ári og í
fyrra. Þessi staðreynd útskýrir þá
áherslu sem í upphafi var lögð á að
breyting á viðskiptakjörunum til hins
verra, leiddi til lækkunar á verðbótum,
en breytingu til batnaðar fengju
atvinnurekendur að njóta einir. Þannig
hefði, með því fyrirkomulagi sem var í
fyrstu skýrslunni frá verðbólgunefnd-
inni, sú skammtímabreyting á við-
skiptakjörunum um 4-5%, sem um var
rætt s.l. haust, átt að leiða til skerð-
ingar á verðbótum um 2%. (Breyting á
viðskiptakjörunum um 5% leiðir til
lækkunar þjóðartekna um 2% vegna
þess að útflutningur er um 40% af þjóð-
artekjunum.) Aftur á móti hefði hækk-
unin á fiskverðinu í Bandaríkjunum
um s.l. áramót, átt að koma atvinnu-
rekendum einum til góða. Hugmynd-
in um að tengja verðbætur við vísitölu
viðskiptakjara er þannig ekkert annað
en tilraun til að koma á sjálfvirku kerfi
til launalækkana undir yfirskyni þess
að „allir“ þurfi að bera afleiðingar
„ytri áfalla þjóðarbúsins".
Gallar á vísitölu
viðskiptakjara
1 umræðunni um vísitölu viðskipta-
kjara, þá hefur mest borið á ábend-
ingum um „tæknilega" vankanta þess
að tengja verðbætur á laun við vísitölu
viðskiptakjara. Hér er um að ræða
atriði eins og að vísitala viðskiptakjara
mælir einungis breytingar á verði hluta
útflutnings (vörum, 70% alls útflutn-
ings) og hluta innflutnings (flestar
vörur, 60% alls innflutnings) og að
nokkru munar frá því að verðbreyt-
ingar eiga sér stað og þar til það kemur
fram í afkomu fyrirtækjanna. Aug-
ljósasti gallinn á því að tengja vísitölu
launa við vísitölu viðskiptakjara er
hæpinn mælikvarði á það hvernig
skipta eigi þjóðarkökunni „bróður-
lega“ á milli stéttanna. Af hverju á að
lækka launin þótt útflutningsverð
lækki, ef afkoma fyrirtækjanna hefur
batnað vegna meiri framleiðslu (t.d.
meiri afla)? Af hverju á að lækka
launin hjá verkafólki í byggingariðn-
aði þótt verð á þorskblokk hafi lækkað
á Bandaríkjamarkaði eða olían til
fiskiskipanna hafi orðið dýrari? Með
þessu fyrirkomulagi þá högnuðust
sumir atvinnurekendur á því að
viðskiptakjörin versnuðu. Eða svo
grófasta dæmið sé tekið: ef verð á
innfluttum neysluvörum hækkar, þa
versna viðskiptakjörin, en álagning og
þar með tekjur verslunarinnar hækka.
Af hverju á að auka gróða verslunar-
eiganda enn meir með því að láta
hækkunina á innfluttum neysluvörum
valda lækkun á kaupi?
Meira að segja fulltrúar stéttasam-
vinnunnar velta spurningum af þessu
tagi fyrir sér. Þótt þeir muni sjálfsagt
aldrei hætta að velta vöngum yfir því
ómögulega: kerfi, sem tryggði bróður-
leg samskipti stéttanna í auðvaldsþjóð-
félaginu, þá rekast þeir fyrr eða síðar á
takmarkanir þeirra hugmynda sem
fram hafa komið.
Verjum vfeitölu-
tryggingu launa
Það sem hér hefur verið sagt um vísi-
tölu viðskiptakjara sýnir að tilraunir til
að tengja vísitölu launa við hana eru
ekkert annað en tilraunir til að lækka
launin. Það er einnig augljóst að at-
vinnurekendur munu ekki fallast á
neinar breytingar í þessa átt, nema það
sé tryggt að þetta fyrirkomulag leiði til
launalækkana, en ekki til launahækk-
ana. Markmið þeirra er ekki að finna
upp fyrirkomulag, sem tryggi „rétt-
láta“ skiptingu þjóðarteknanna. Mark-
mið þeirra er að lækka kaupmátt
launa. Þeir leita nú þeirra leiða sem
best henta til að ná þessu markmiði.
Að tengja vísitölu launa við viðskipta-
kjör hefur þann kostinn að fyrirkomu-
lagið hefur á sér yfirbragð stéttasam-
vinnunnar, - og kannski fást stétta-
samvinnupáfarnir til að samþykkja
þetta fyrirkomulag.
Verkalýðshreyfingin náði í kjara-
samningunum árið 1977, fram vísitölu-
kerfi, sem við verðum að verja. Við
bönnum vitaskuld engum að ræða
breytingar á þessu fyrirkomulagi. En
við verðum að setja fram þá kröfu að
þessu vísitölukerfi verði ekki breytt til
hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Við
verðum að undirbúa okkur undir að
fylgja þeirri kröfu eftir.
Stjórnmál
með stríðsletri
„Ef ekki er skroppin skynjun
hans,
þá sefur hans skilningur.“
Jafnvel einlægustu aðdáendur þess
góða blaðs Þjóðviljans fá trauðla
neitað því, að uppsláttur hans var með
séikennilegasta móti um miðjan janú-
ar. En í þessu efni er sjálfsagt við
ramman reip að draga, þar sem
markaðslögmálin eru: Eftirspurn eftir
hneykslisfréttum á forsíðu hefur efalít-
ið knúið Þjóðviljann til að „gelta með
hinum hundunum".
Við lesendur verðum að láta okkur
nægja að vona, að sósíalísk samviska
blaðamanna Þjóðviljans forði þeim frá
versta soranum. Því miður er sú von
ekki „á bjargi traust“, einsog forsíðu-
frétt blaðsins þriðjudaginn 9. janúar
sannaði þeim sem ekki vissu það áður.
Þrjár leturgerðir þurfti í fyrirsögnina:
Frystihúsin ráða ástralskar og ný-
sjálenskar konur:
7-800 útlendingar i fiskvinnslunni
1088 á atvinnuleysisskrá um áramót
Þessi samröðun hefur sjálfsagt átt að
vera táknræn, fyrirsagnirnar skulu tala
sínu máli, enda fylgir þeim lesmálshali
svo stuttur að Dagblaðið hefði verið
stolt af. Þar er upplýst að ekki séu þess-
ar tölur öldungis áreiðanlegar, og
klykkt út með þessari málsgrein: ,,Ekki
tókst blaðinu að fá nánari staðfest-
ingu á þessum tölum, en þær hljóta að
vekja ýmsar spurningar ekki síst í Ijósi
þess að um áramót voru tœplega 1100
manns skráðir atvinnulausir í kaup-
stöðum og kauptúnum landsins.". Nú
vita það allir sem á annað borð vita
haus eða sporð á fiskvinnslu, að það er
langt um liðið síðan frystihúsin tóku
upp á því að fá hingað ungt fólk úr
þessum fjarlæga heimshluta til vinnu.
Það var gert einfaldlega vegna þess að
vinnuafl skorti, þrátt fyrir dæmalitla
eftir-, nætur- og helgidagavinnu í
flestum sjávarplássum úti á landi.
Þróaðri auðvaldslönd tóku upp ekki
óskylda háttu á mestu uppgangstímum
sínum, sóttust eftir farandverkafólki úr
öðrum löndum. Á samdráttartímum
hefur auðvaldið losað sig við þetta
fólk, ef ekki með góðu þá með illu;
„Varalið iðnaðarins" kallaði Engels á
sínum tíma það verkafólk sem ýmist
var ráðið eða rekið eftir því hvernig
stóð í bólið hjá kapítalismanum hverju
sinni.
Á núverandi krepputímum Vestur-
landa hefur það verið ein helsta iðja
afturhaldsins að gera atlögu að erlendu
verkafólki (einkum ef það er hörunds-
dökkt), segja það taka atvinnu frá
innfæddum og með því sá þessir áróðurs-
menn hatri og misklíð meðal vinnandi
fólks og veikja samstöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar og möguleika hennar
til baráttu gegn atvinnuleysi og sam-
drætti. Sósíalistum er ekki sæmandi að
taka þátt í slíkum áróðri, þvert á móti
ber þeim skylda til að bérjast gegn
honum. Þessi forsíðufrétt virðist þó
beinlínis í anda þessara afturhalds-
kenninga, það er gefið í skyn að útlend-
ingar taki atvinnuna frá „okkur“. Það
kom svo í ljós að frétt Þjóðviljans var
út í loftið í alla staði. Leiðréttingin kom
næsta dag, að vísu ekki á forsíðu:
,,170-200 útlendingar starfa í fiskiðn-
aði nú", og það á stöðum þar sem
skortur er á vinnuafli. Þar rann sem
betur fer sú herferð út í sandinn.
Hrafnkell Jónsson hjá verkalýðsfél-
aginu á Eskifirði veitti Þjóðviljanum
raunar þarfa áminningu í þessu
sambandi. Hann sagði ,,að það mœtti
ekki gleymast i sambandi við þetta
erlenda verkafólk að það vœri nœr
algjörlega réttindalaust hérlendis m.a.
vegna þess að það vinnur hér of stutt til
þess að öðlast rétt á slysabótum,
greiðslum fyrir veikindadaga o.Jl. þess
háttar. “,, Þetta er málsem ASIœtti að
gefa meiri gaum“ sagði Hrafnkell" (10.
jan.)
En því var þetta rakið hér að það er
tímanna tákn að frétt sem þessi skuli
birtast á forsíðu Þjóðviljans. Hún var
undirrituð af sgt, sem hingað til hefur
talið sig sósíalista - ,,Ef ekki er
skroppin skynjun hans, þá sefur hans
skilningur." (Lér konungur) og það á
einnig við þann ritstjórnarmann sem
setti þetta á forsíðu.
Botnlaus þjóðernisstefna og stuðn-
ingur við íslenskst útgerðarauðvald
hafa að vísu oft áður leitt Þjóðviljann á
glapstigu, og viðbrögðin við nýgerð-
um fiskveiðisamning við Færeyjar eru
óvenjuskýrt dæmi um það. Með
samningnum var loðnuveiði Færey-
inga hér við land skorin niður um
hvorki meira né minna en helming og
leyfilegur hámarksafli þeirra af þorski
um 1/7. Föstudaginn 12. jan. dugir
Þjóðviljanum ekki minna en stríðslet-
ur: „Ávísun á atvinnuleysi" segir þar
um samninginn og margar innsíður eru
lagðar undir þennan skilning. Daginn
eftir er þetta enn ítrekað í leiðara og
„Klippt og skorið“. En í viðtali við Gils
Guðmundsson á baksíðu kemur fram
að um þetta er Alþýðubandalagið klof-
ið. Og enn veitir Þjóðviljanum ekki af
áminningu: ,,Menn skulu minnast þess
að fyrir örfáum árum þurftu Fœrey-
ingar að sœkja þrjá fjórðu eða fjóra
fimmtu heildarafla sins,á önnur mið en
heimamið sín. Við notuðum þau rök
óspart að við vœrum fámenn þjóð sem
lifði á fiskveiðum í okkar stríði og við
œttum að minnast þeirra í samskiptum
okkar við Fœreyinga." Það er svo
athugunarefni útaf fyrir sig að sá
maður sem kominn er til Alþýðu-
bandalagsins vegna þjóðernisinnaðrar
afstöðu sinnar (Gils var þjóðvamar-
maður) skuli þurfa að veita Þjóðviljan-
urn áminninguna. - Alþingi á eftir að
„framselja ávísunina", og verður
forvitnilegt að sjá hvort Færeyingar fá
þá aftur að kenna á stríðsletri Þjóðvilj-
ans.
23.1.
HG.