Neisti - 30.01.1979, Blaðsíða 9

Neisti - 30.01.1979, Blaðsíða 9
1. tbl. Neista 1979, bls. 9 Iran: Alþýðan hefur hrakið morðingjann af höndum sér! Eitt af síðustu verkum Reza Pahlavi sem keisara var að skipa Shaphur Baktiar forsætisráðherra landsins. Baktiar bar síðan ráðherralista sinn undir einræðisherrann og bað um blessun. Eftir að hafa veitt hana með sínu guðdómlega umboði var keisarinn á förum úr landi sér til hvíldar og endurnæringar, að því er hann sjálfur sagði. Almenningur í landinu var þó ekki á þeim brókunum að yfirgefa landið og leita á vit heilsuhæla og stol- ins auðs erlendis. Baráttan heldur því áfram í fran og nú stendur hún við þjón keisarahirðarinnar, Baktiar. Burtu með Baktiar! Óvissan ein ríkir Hvað verður er ógott að segja fyrir um. Bandaríkin hafa greinilega engin áhrif í landinu lengur. Ólíkt Kinverj- um, ákalla íranir ekki Carter og biðja hann að beina fránum réttlætissjónum sýnum að þeim mannréttindabrotum sem verið er að fremja á þeim. Þeir vita að heimsvaldastefna USA er ein af höfuðorsökum mannréttindaskerðing- arinnar. Carter Bandaríkjaforseti hélt hverja grátkonuræðuna á fætur annarri í haust um það leyti er uppsveiflan ágerðist og bað menn að gæta stillingar og hætta að hvekkja keisarann. Annars gæti farið illa. Lýðræði, lögum og reglu yrði stefnt í voða og mannfrekt borg- arastríð skylli á. Hann lét þó undir höfuð leggjast að eyða orðum í hversu mannfrekt „lýðræðið" hefði verið í framkvæmd í íran í haust. Carter talaði þarna með því umboði sem hann héfur sem forseti Bandaríkjanna, f. hönd ríkjandi stéttar sem hefur hagsmuna að gæta í íran. Mat hans á baráttuhug og -getu írana var mjög óraunsætt. Þegar kom í ljós að aðgerðir keisarans höfðu aðeins þau áhrif að egna almúgann æ meir fór að breytast hljóðið í amrísku auðvaldi. Afstaðan fór að svipa til afstöðunnar til Somoza s.l. sumar, þegar sókn skæruliða í Nicaragua var hvað beitt- ust. Carter sá fram á að fólk tæki völdin ef ekki væri að vissu marki gengið að óskum þess. Einnig stungu í augu hans kröfur íranskrar alþýðu er beindust gegn amerísku auðmagni og heimsvaldastefnu. Það er viðtekin taktík að drepa uppsveiflu sem þessa í dróma með sýndartilstök- unum. Þess vegna var Carter farinn að gauka því að keisaranum síðustu vik- urnar, að það væri e.t.v. eins gott fyrir hann að hypja sig. Nú er Bandaríkja- mönnum mest í mun að styrkja íranska borgarastétt í sessi, þótt það kosti lítils- háttar aukin lýðréttindi, kauphækkun o.s.frv. Aðalatriðið er að hagsmunir bandarísks auðmagns séu tryggðir. Hlusta íranir á þennan Carter-bjálfa? Þótt stjórn Shaphurs Baktiars hafi hlotið samþykki beggja þingdeilda íranska þingsins hefur hún ekki hlotið samþykki þjóðarinnar. Margar fjöl- mennar mótmælagöngur hafa vetið farnar og virðast engu smærri nú en fyrr. Ljóst er, að áeggjan Khomeinis hefur haft mikil áhrif, en hann hefur lýst stjórnina ólöglega og sagt að skipa beri bráðabirgðastjórn til þess að taka við völdum uns þing- og forsetakosn- ingar hafa farið fram. Það er því greini- legt að mannvinurinn Carter nýtur lít- illar virðingar í íran. Skipun borgara- legs ráðuneytis kom á tólftu stundu og hvert mannsbarn sér, að það var ein- „Keisanm grét“, sagði í fréttaauka útvarþs ungis vegna þess að keisaradæmið hafði sungið svanasöng sinn. Ástandið í íran er undirorpið mikilli óvissu. Herlög eru enn ríkjandi og herforingjar því sjálfráðir um ýmsar pólitískar ákvarðanir. Víða er herinn þó algjörlega valdalaus t.d. í borginni Mashad. Hún er á valdi íbúana, og herinn hefur fullt í fangi með að verja herbúðir sínar. Annars staðar ríkir sama óvissa meðal hermanna, þeir hafa hlaupist á brott, lagt niður vopn, beint þeim gegn eigin yfirmönnum o.s.frv. Þeir vita vart í hvorn fótinn á að stíga. Eiga þeir að verja Baktíar og stjórn hans, íranska borgarastétt, her- foringjana ef þeir reyna að brjótast til valda eða eiga þeir að styðja við bakið á eigin fólki - alþýðunni? Hvað hyggst Baktiar fyrir? Þegar Baktiar hafði verið útnefndur forsætisráðherra kom hann fram í sjónvarpi og gerði opinskátt um hugðarefni sín. Hann kvaðst vilja láta pólitíska fanga lausa, en „aðeins þá, sem sannanlega eru pólitískir fangar“. f íran sitja nú um 100.000 manns inni af pólitískum orsökum. Hann vildi afnema ritskoðun á dagblöðum, en ekki útvarpi og sjónvarpi. Starfsmenn tveggja síðastnefndu fjölmiðlanna eru í verkfalli um þessar mundir til þess að mótmæla ritskoðuninni. Baktiar lof- aði að stjórnmálaÁokkar yrðu lög- leiddir, en aðeins að svo miklu leyti sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Hún bannar m.a. starfsemi flokka er að- hyllast þjóðnýtingu einkaeignar. Her- lög skyldu afnumin í áföngum. Baktiar vill áfram stuðla að sam- skiptum við Bandaríkin, en þessi „samskipti" felast í meiriháttar arðráni heimsvaldastefnunnar á íranskri al- þýðu. Hann vill halda erlendum „ráðgjöfum" í landinu. Hins vegar hafa íranir mjög sett sig upp á móti þessu og mótmæla kröftuglega. Bakti- ar segist „vona, halda og biðja“ að keisarinn verði áfram einvaldur. Þar með er fokið í flest skjól fyrir vesalings manninn og hann á ekki eftir að eiga sjö dagana sæla við að reyna að sannfæra milljónirnar um ágæti þess- arar stefnu sinnar. Alla vega má full- yrða, að hann fari villur vega þegar hann heldur fram að hans hlutverk sé í því fólgið aðf leysa einhvern „mis- skilning" milli keisara og þjóðarinnar. Þjóðfélagsbylting írans samanstendur af miklu meiru en misskilningi. Hugo Blanco - „Maður ársins" í Perú Það má vel vera að skákin eigi hug íslendinga um þessar mundir, en fjöldabaráttan blívur í P'erú. Dagana 9, -11. janúar var perúanskur verkalýð- ur í verkfalli til þess að krefjast hærri launa og mótmæla gífurlegum hækk- unum á sykri (18%), brauði (33%), mjólk (35%) og eidsneyti (20%). Reyndar merktu menn af þátttökunni í verkfallinu að bakslag væri komið í baráttuna eftir alla þá róttækniþróun er átti sér stað í Perú síðasta sumar. Aðeins um 30-40% þátttaka náðist og liggja tii þess margar ástæður. Herinn hafði búið sig vel undir „átökin“, sýndi sig á götum úti dagana næst á undan og var grár fyrir járnum. Um 800 verka- lýðssinnar og baráttufólk var hand- tekið og hvers kyns óþokkabragða neytt. Verkalýðssamtökin CGTP bjuggu sig lítt eða ekki undir aðgerð- irnar, höfðu í frammi lítinn áróður og reyndu frekar að gera áhrif aðgerð- anna sem minnst. Verkfallsnefndin, er hafði umsjón með aðgerðunum, var ekki skipuð meðlimum verkalýðsfél- aga sem CGTP-forystan „viðurkenn- ir“ ekki, og er að finna meðal þeirra. hörðustu baráttumennina sem stóðu í broddi fylkingar í hinum hörðu þjóöfélagsátökum síðasta sumar. Einn- ig voru fulltrúar úr fátækrahverfum Linta útilokaðir. Þetta hafði þau áhrif að mikill hluti verkfalismanna hafði eng;a yfirstjórn. Þegar danska blaðið Klassekamp- en, málgagn danskra trotskista, hafði sarnband við félaga Hugo Blanco í Lima eftir verkfallið var hann óhress yfir þessum atburðum. Kvað hann samtök sín hafa skipulagt fundi í fát.ækrahverfunum til þess að reka áróður fyrir verkfallinu og reyna að brúa sambandsleysið við forystuna. Ói.taðist hann að eftir þessar síðustu aögerðir myndi Morales Bermudes st.yrkja stöðu sína og geta hafið ofsókn- ir sínar gegn pólitískum andstæðing- um sínum, þ.á m. Blanco sjálfum. Blanco var kjörinn „maður ársins“ 1978 af vikublaðinu Amauta, sem er víðlesnasta vinstrisinnaða blaðið í Perú. Kvað blaðið valið vera komið til af því, að Blanco væri tákn hinnar hetjulegu og fórnfreku baráttu er perúönsk alþýða hefði háð á síðasta ári, tákn þeirra vona og hetjulundarer þyrfti til að berjast fyrir nýju skipulagi. Klassekampen. Nicaragua: Sandinistar ekki á því að gefast upp Ekki virðast skæruliðar íNicaragua, svokallaðir Sandinistar, dauðir úr öll- um æðum. Árið hófst vei hjá þeim að þessu sinni, því að þeir hafa hafið bar- áttuna á ný með endurnýjuðum styrk. Skærur hafa orðið í höfuðborginni Managua svo og í Leon og Granada. Jafnframt þessu hafa verið farnar fjöl- mennar mótmælagöngur í Managua gegn Somoza einræðisherra. í hita baráttunnar hafa hinir þrír „skoðanahópar“ FSLN nálgast hvern annan. Tomas Borge, sem er talsmaður fyrir hóp er leggur áherslu á úthald til langs alþýðustríðs gegn Somoza, sagði nýlega að hann hefði áhuga á að sam- einast hinum hópunum tveimur. Annar þeirra leggur áherslu á skamm- vinnt skærustríð á hendur stjórninni, en hinn er e.k. verkalýðs„tendens“. Somoza hefur ekki setið auðum höndum því að hann hefur leitað út fyrir landsteinana til Hondúras, E1 Salvador og Guatemala eftir hernaðar- legum stuðningi. Útlit er því fyrir framhald þeirrar baráttu er stóð í blóma síðasta sumar. Fattinna verkamanna minnst í Póttandi { desember fóru 4000 manns í mót- mælagöngu um götur í Gdansk í Póllandi til þess að minnast verka- manna í skipasmíðastöðvum er féllu í verkfallinu mikla 1970. Gangan var farin að undirlagi með- lima og stuðningsmanna KSS/KOR (Nefndarinnar til stuðnings félags- legum sjálfsvarnarrétti og ROPCIO (Hreyfingarinnar til varnar mannrétt- indum) og frjálsra verkalýðsfélaga. Gangan var rækilega auglýst. Fjölmenni tók þátt í þessum mót- Jón og séra Jón Á sama tíma og Bandaríkin hafa veitt viðtöku þúsundum „flóttamanna“ frá Vietnam eru þau að búa sig undir að reka úr landi aðrar þúsundir flótta- manna frá Haiti sem hafa komið að undanförnu á smábátum til Florida. Innfiytjendastofnun Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að reka úr landi um mælum þrátt fyrir að lögreglan hefði handtekið fjölda stjórnarandstæðinga dagana fyrir gönguna. Safnast var saman á torgi nokkru, lagður blómsveigur á torgið til minn- ingar um verkamennina er féllu. Mínútuþögn fjöldans heiðraði minn- ingu þeirra enn frekar. Þá var sunginn Alþjóðasöngur verkalýðsins. Þessu næst hófust ræðuhöld. Nokkur eftirmál urðu af mótmæla- göngunni og fundarhöldunum, en ekki teljandi að því er segir í heimildum. 9000 Haitibúa, sem hafa komið til Bandaríkjanna frá árinu 1972. Þing- maður einn, Walter Fauntroy að nafni sagði fyrir skömmu að Haitibúarnir hefðu augsýnilega verið gerðir aftur- reka vegna þess að þeir væru svartir, fátækir og væru að flýja hægrisinnaða, andkommúníska stjórn. IP/I ógk.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.