Neisti - 25.07.1979, Qupperneq 2

Neisti - 25.07.1979, Qupperneq 2
7. tbl. 1979 -bls. 2 Hrnir lifandi eiga rétt til lifsins Nú í vor átti sér stað nokkur umræða um fóst- ureyðingar en hún hafði að mestu legið niðri í 5 ár, eða allt frá því nú- gildandi lög um fóstur- eyðingar og ófrjósemis- aðgerðir voru sett vorið 1975. Tilefni umræð- unnar að þessu sinni var frumvarp til laga frá íhaldsmanninum, Þor- valdi Garðari Kristjáns- syni, sem fól í sér að iöggjöfin um fóstureyð- ingar yrði þrengd til muna og ákvæðið um að fóstureyðingar séu heim- ilar vegna slæmra félags- legra aðstæðna yrði fellt úr lögunum. Frumvarp þetta gerði það að verk- um að krafan um að konur hefðu sjálfsákvörðunarrétt um það hvort þær létu eyða fóstri eða ekki, fékk aftur byr undir báða vængi og var sett á oddinn hjá kvenfrelsishreyfingunni hér á landi. Þetta er ein mikilvægasta krafa kvenfrelsisbaráttunnar því sjálfs- ákvörðunarréttur konunnar yfir eigin líkama og efnahagslegt sjálfstæði hennar er hvort tveggja liður í því að konan sé sjálfráða einstaklingur en ekki undirorpin duttlungum náttúr- unnar né forsjá karlmannsins. Hver er ábyrgur gerða sinna og hver ekki? öll opinber hugmyndafræði gerir ráð fyrir því að barneignir séu falleg ófrísk kona, hamingjusöm hjón og velkomið barn. Hinu er ekki hampað að barneignir geta einnig verið basl og umturnað lífi fólks. Þær valda röskun í lífi flestra kvenna sem gerir það að verkum að þær verða oft að breyta áætlunum sínum og skipuleggja líf sitt að nýju. í flestum tilfellum eru konur tilbúnar til að mæta þessari röskun en stundum getur hún haft slíkar afleið- ingar í för með sér að konan treystir sér alls ekki til að eignast barn. í slíkum tilfellum er það hennar að vega og meta aðstæður og afleiðingar og það á að vera í höndum hennar einnar að ákveða hvort hún iætur eyða fóstri eða ekki. Þótt sú löggjöf sem nú gildir um fóst- ureyðingar hafi verið til mikilla hags- bóta fyrir konur, þá gerir hún ekki ráð fyrir því að konan hafi síðasta orðið um það hvort fóstureyðing er fram- kvæmd eða ekki. Það eru læknar, félagsráðgjafar og lögskipuð nefnd á vegum landlæknisembættisins sem hafa endanlegt ákvörðunarvald í sínum höndum. Með þessu móti er konan í raun og veru gerð ómyndug og sjálfsforræðið er tekið af henni, þ.e.a.s. hún er ekki lengur talin ábyrg gerða sinna. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hægt sé að gera hana ábyrga fyrir barni sem henni sjálfri finnst hún hvorki hafa aðstæður né vilja til að eignast. Þeir menn sem lögum samkvæmt hafa neitunarvald I fóstureyðingarmálum þurfa ekki að heyja þann eftirleik sem ákvörðun þeirra hefur í för með sér og eru því í alla staði óábyrgir gerða sinna, en ekki konan sem gengurmeð fóstrið. Fóstureyðingar sem hagstjórnartæki Lögin um fóstureyðingar frá árinu 1975 leystu af hólmi eldri lög frá árinu 1938. Meðan þau lög voru I gildi var fóstureyðing einungis heimul ef kona hafði sannanlega fengið rauða hunda á meðgöngutímanum eða gekk með langvarandi alvarlegan sjúkdóm. Voru þess þá mýmörg dæmi að konurfengju ekki fóstureyðingu þó þær hefðu gengið með 10-12 börn, ættu drykk- fellda eiginmenn eða væru haldnar alvarlegri geðveilu. Frumvarp Þor- valdar Garðars hefði verið afturhvarf til þess tíma ef það hefði náð fram að ganga. Þetta afturhvarf til fyrri tíma rétt- lætir Þorvaldur Garðar á tvennan hátt í greinargerð sem fylgir frumvarpi hans. Annars vegar virðist hann óttast að fjölgun fóstureyðinga hafi 1 för með sér fólksfækkun og hins vegar leggur hann fóstureyðingu að jöfnu við manndráp. f greinargerðinni talar Þor- valdur um „... hið óbœtanlega tjón, sem blóðfórnir fóstureyðinganna valda nú hinni fámennu íslensku þjóð, sem þarfnast mest af öllu fleiri handa til að halda uppi sjálfstœðri tilveru jín«í."(undirstrikun greinarhöf.) Þessi rökstuðningur ber óneitanlega keim af viðleitni til að nota fóstureyðingar sem n.k. hagstjórnartæki og virðist helst byggja á því að nú þarfnist „iðslenska þjóðin“ vinnufúsra handa og því þurfi að framleiða börn. Þessumn- að framleiða börn. Þessum rök- stuðningi má eins snúa við, t.d. á Helgarverkfall sjómanna í Eyjum Eftir 1. maí í vor hófu bátasjó- menn í Vestmannaeyjum helgar- vinnuverkfall og neituðu að róa á helgum. Neisti hafði samband við Val Valsson, sjómann í Eyjum og spurði hann hvernig aðgerðin hefði tekist. Valur sagði, að samstaðan um aðgerðina hefði verið góð þrátt fyrir almenna andstöðu útgerðar- manna, sem auðvitað töldu að með þessu væru sjómenn að setja útgerðina endanlega á höfuðið. Af 50-60 bátum voru það aðeins 12-13, sem réru á helgum í þann mánuð sem aðgerðin stóð yfir. f samningum sjómanna er sagt, að þeir hafi 4 frídaga frá áramótum og fram að sjómannadeginum. Síðan eru ákvæði um helgarfrí yfir sumarið, frá sjómannadeginum og fram til 15. september. En eftir það eru engin helgarfrí fyrr en næsta 34 G. Húsm. Ðílstj. Vönun sumar. Valur sagði að sjómenn í Eyjum ætluðu að halda aðgerðum sínum áfram í haust eftir 15. september. Markmiðið er að sjómenn hafi 32 G. Húsfrú Fóstur- eyðing helgarfrí allt árið eins og venjulegt fólk. 37 G. Húsm. Fóstur- eyðing miklum atvinnuleysistímum, og hvetja konur til að halda barneignum niðri. Annað hvort með eða á móti Það væri hins vegar hin mesta illkvittni að ætla Þorvaldi Garðari þetta sjónarmið a.m.k. ef marka má orð hans sjálfs. f greinargerðinni gefur Þorvaldur það skýrt til kynna að fyrir honum séu fóstureyðingar „prinsipp- mál“. Það er boðorðið „þú skalt eigi mann deyða“ sem er í heiðri haft, loksins, loksins. En látum orð Þorvald- ar tala: „Frumvarp þetta varðar afstöðu til fóstureyðinga í grundvall- aratriðum. Hér er gengið út frá, að félagslegar ástœður geti aldrei réttlœtt fóstureyðingu. Þetta leiðir af því, að það er um mannslíf að tefla, þegar rœtt er um eyðingu fósturs. Það er grundvallaratriði, að þetta mannlega líf hefur rétt til að vera borið i þennan heim." (uyndirstrikun greinarhöf) En Þorvaldur er ekki sjálfum sér sam- kvæmur. Það er engin „prinsippaf- staða“ að vera ótfallinn fóstureyðing- um sem framkvæmdar eru vegna félagslegra aðstæðna en fylgjandi hinum sem framkvæmdar eru vegna þess að líf móðurinnar er í hættu. Fóstureyðing ætti vissulega alltaf að vera neyðarúrræði, en þegar til kast- anna kemur þá er ekki nema um tvennt að velja, annað hvort með eða á móti. Allt annað er spurning um ákvörð- unarvald, þ.e.a.s. í hverra höndum það á að vera að ákveða hvort fóstri skuli eytt eða ekki. Þeir sem eru alfarið á móti fóstureyðingum hljóta því að taka þá afstöðu að „guð“ eða lukkan eigi að ráða því hvort móðir lifir af barns- fæðingu eða ekki. Þetta er fissulega grimm afstaða, en afstaða þeirra sem eru á móti fóstur- eyðingum er á engan hátt mannúðleg þó hún sveipi sig þeirri blæju. Þeir slá um sig með því að þeir vilji koma í veg fyrir að „mannlegu lífi sé tortímt" og að „réttinn til lífsins verði að viður- kenna“. Undir þetta getum við sem erum fylgjandi fóstureyðingum vissu- lega tekið, en út frá allt öðrum forsend- um. þeir sem lifa eiga rétt til lífsins og þeir eiga rétt á að ráða sínu lífi sjálfir. Allt frá örófi alda hafa konur verið þrælar þess líffræðilega hæfileika að ganga með og ala börn. Þær hafa verið ofurseldar stöðugum barneignum en með fræðslu um kynferðismál, góðum getnaðarvörnum og frjálsum fóstur- eyðingum geta þær öðlast vald yfir framleiðslutæki sínu, líkamanum. Með óskertum yfirráðarétti yfir eigin lík- ama eykst réttur þeirra til lífsins. Sólrún Gísladóttir. Synjanir umsókna um vönun og/eða fóstureyingu skv. 1. nr. 16/1938 á árunum 1966 og 1965 Aldur Hjsk. Staða Aðgerð stétt hennar og sem fariö er eiginmanns fram á Tilefni 1966 37 G Húsfr. Bóndi 37 G. Húsm. Skr.st. maður 31 G. Húsm. Bílstj. 25. Smb. Sjúkl. Vkm. 32. G. Húsm. Iðnfr. Vönun Psychoneurosis. og fóstur- Exhaustio. eyðing. Fóstur- Rhesus-ósam- eyðing ræmi Félagslegar ástKður ómegð, getn.v. ófullnægjandi Hve Hve oft mörg þung- böm uð fætt Vönun og fóstur- eyðing Vönun og fóstur- eyðing Fóstur- eyðing 39 G. Húsm. Sjóm. 1965 36 G. Húsm. Vkm. Vönun og fóstur- eyðing Vönun Neurosis graviditas Mb. Cushing Schizophreni Depr.mentis m.gr. (v. hætta á erfðasjd. hæmophilia og slæms andl. á- stands) Ekki vit- að um þennan sjd. í ætt for. Þéttar fæð. erfiðar ástæð- ur, depr. mentis (ekki endogen) Getur ekki not- fært sér getn.v. pillan brugðist. Sj. oft verið á hælum. Verður svipt sjálfræði. Barnsfaðir geð- veikur. Hæmophilia í barni nr. 2 2 ekki í henn- ar for- sjá. 3 Barnamcrgð, þreyta 12 12 Slitin, síþreytt, Þreytt, slitin, haldin vægri heilsutæp, of taugaveiklun. mikið vinnuálag Borið á gastritis og colitis Ulcus duodeni Er mjög þreytt. 6 Maki magaveikur Áður fætt 2 börn 2 börn með með- 7 börn með mb. fæddan galla congen. variae. Status post stripping Rhesus sjúkd. Foetus- mortuus reiterata 8 Úr heilsufars- og sjúkrasögu Hvers vegna synjað leyfis Legsig, æðahnútaaðgerð cholecystect., obesitas. Nefndin ræddi við lækni og tjáði honum afstöðu sína. - Ath.semdir vantar. (Rh.-titer ekki hækkaður, en Blóð- bankanum Finnst fóstureyðing réttlætanleg, vegna áhættu að síðari börn verði með erythroblastosis) Slappleiki, taugaóstyrk. Skilyrði fyrir aðgerð virðast ekki vera fyrir hendi. Konan tíðum á Kleppi 1 og Sólheimum. Tíðir óreglul., svitnar mikið. 1 fósturlát. Skilyrði f. aðgerð ekki fyrir hendi skv. þeim vottorðum, sem fyrir liggja (illa skrifuð og konan fæst ekki til viðræðna). - Án athugasemda. Ásthmaveik. Tvíburafæð ing fyrir 6 mán. - Nægar ástæður til samþykktar liggja ekki fyrir. Tbc. 12 ára gömul, Án athugasemda. 2 andvana fædd börn. Á von á 10. barni. Magabólga á með- göngutíma. Án athugasemda. 1 barn með mb. cordis congen. septum defect. Annað barn með palatoschisis. Án athugasemda. 2 börn með erythroblastosis dóu. Blóðskipti í síðasta barni. Anæmisk, en hraust annars. Án athugasemda

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.