Neisti - 25.07.1979, Side 6
7. tbl. 1979, bls. 6
Þær skoðanakannanir, sem síðdeg-
isblöðin hafa látið gera benda ótvírætt
til þess að Sjálfst.fl. er í sókn atkvæða-
lega. Það eru vissulega margar ástæður
til að draga í efa þá niðurstöðu í síðustu
skoðanakönnun Dagblaðsins, að Sjálf-
st.fl. fengi hreinan meirihluta atkvæða.
En það er mjög sennilegt að fylgi hans
sé nú aftur orðið svipað því sem það var
í kosningunum 1974, en þá fékk flokk-
urinn stærra hlutfall atkvæða en
nokkru sinni síðan fyrir síðari heims-
styrjöldina. Þessa fylgisaukningu hefur
Sjálfst.fl. fengið fyrirhafnarlaust líkt og
um gjöf væri að ræða. Með sama
áframhaldi gæti svo farið að íhalds-
stefna vinstri stjórnarinnar og uppgjaf-
arstefna verkalýðsforystunnar væri
Sjálfst.fl. hreinan meirihluta atkvæða í
afmælisgjöf á hálfrar aldar afmæli
flokksins.
Hugmyndafræðileg sókn
Sjálfst.fl. hefur notað tímann að
undanförnu til að efla hugmyndafræði-
lega sókn hægri stefnu. Þessi hug-
myndafræðilega sókn þjónar þrem
markmiðum. Ifyrstalagiermarkmiðið
að ná til ungs fólks með nýja stefnu,
sem leggur áherslu á aðlaðandi hugtök
eins og frelsi og lýðræði og boðar
breytingar á núverandi ástandi. Það
var SUS, sem fyrst skynjaði þessa þörf
á að boða nýja stefnu gagnvart ungu
fólki. í öðru lagi felur hugmyndafræði
frjálshyggjunnar í sér réttlætingu á
markaðsskipulaginu. Þörfm á slíkri
réttlætingu er einmitt mikil í dag þegar
kreppa markaðsskipulagsins afhjúpar
sig meir og meir. í þriðja lagi er frjáls-
hyggjan hugmyndafræðilegt vopn í
höndum borgarastéttar, sem sér fram á
vaxandi efnahagserfiðleika. Frjáls-
Stöðvum
sókn
íhaldsins
Það hlakkar í íhaldinu
þessa dagana. Kjara-
skerðinga- og samdráttar-
stefna vinstri stjómarinn-
ar í dag er beint fram-hald
af stefnu hægri stjórnar-
innar. Þessi stefna þjónar
hagsmunum atvinnurek-
enda, sem flestir eru i
Sjálfst.fl. Samtímis nýtur
Sjálfst.fl. þess að vera í
stjórnarandstöðu. Hann
þarf þess vegna ekki að
bera ábyrgð á þeim kjara-
skerðingum, sem verið er
að framkvæma til að auka
gróða atvinnurekenda, en
getur snúið sér að því að
undirbúa enn frekari sókn
til hægri. Vinnuveitenda-
sambandið keppist við að
lýsa yfir samstöðu með
launastefnu vinstri stjórn-
arinnar, en Sjálfst.fl. reyn-
ir að efla samstöðu í eigin
röðum og heíja hug-
myndafræðilega sókn
undir merkjum s.k. frjáls-
hyggju.
hyggjan réttlætir niðurskurð á félags-
legri þjónustu ríkis og sveitarfélaga og
hún réttlætir skerðingar á réttindum
verkalýðshreyfingarinnar og eflingu
kúgunarstofnana ríkisvaldsins. Þessi
hugmyndafræðilegi undirbúningur
getur orðið notadrjúgur fyrir íhaldið
þegar það kemst í ríkisstjórn - einkum
ef kreppa auðvaldsins dýpkar enn
frekar á næstu árum eins og flest bendir
til.
Landsfundur Sjálfst.fl.
Það er nokkuð ljóst að átökin á
landsfundi Sjálfst.fl. fyrst í maí voru
ekki um frjálshyggjuna eða pólitíska
stefnu. Átökin milli Geirs Hallgríms-
sonar annars vegar og Gunnars Thor-
oddsen og Alberts Guðmundssonar
hins vegar snúast um persónuleg völd
og hagsmuni þeirra sem tengdir eru
þessum örmum flokksins. Helstu post-
ular frjálshyggjunnar skipuðu sér í
raðir Geirs. Þar var einnig að finna
ýmsa þá sem lítinn áhuga hafa á frjáls-
hyggjunni nema sem áróðurstæki.
Landsfundurinn fól þannig ekki í sér
neina meiriháttar stefnubreytingu af
hálfu Sjálfst.fl.
Það er einnig ljóst að margt í þeirri
efnahagsstefnu, sem Sjálfst.fl. sam-
þykkti fyrr í vor,' og gaf heitið
„Endurreisn í anda frjálshyggju“, getur
breyst mikið þegar að framkvæmd
kæmi. Smæð íslenska markaðarins,
þær stóru sveiflur, sem einkenna efna-
hagslífið og ójöfn þróun einstakra
greina gera inngrip ríkisins óhjákvæmi-
leg. Áframhaldandi kreppuþróun mun
gera þessi inngrip ennþá nauðsynlegri
eins og best sést þegar litið er til þróun-
arinnar í öðrum auðvaldsríkjum.
Það er í þessu samhengi rétt að
benda á fáránleika þeirrar kenningar,
að frjálshyggjan feli það í sér að borg-
arastéttin stefni í átt til afnáms íslenska
þjóðríkisins. íslenska borgarastéttin
þarf á ríkisvaldi að halda til að vernda
sérstaka efnahagslega hagsmuni sína.
Hún mun af þeirri ástæðu ríghalda í sitt
sérstaka ríkisvald.
Nærtækustu markmið
borgarastéttarinnar
Það er vissulega ástæða til að vera á
varðbergi gagnvart tilraunum Sjálf-
st.fl. til að selja ríkisfyrirtæki í hendur
einhverra braskara. Það er einnig
nauðsynlegt að vera á varðbergi gagn-
vart tilraunum Sjálfst.fl. til að auka
frelsi atvinnurekenda til að hækka verð
(og reyndar tilraunum vinstri stjórn-
arinnar einnig, en hún hefur lögfest
aukið frelsi atvinnurekenda í þessum
efnum.) Þessi atriði, sem mikið hefur
verið látið með í fjölmiðlum eru ekki
meginatriði í stefnu Sjálfst.fl. Það sem í
dag skiptir atvinnurekendur mestu er
áframhaldandi kjaraskerðing, efling
samtaka atvinnurekenda og vinnulög-
gjöf, sem styrkir stöðu atvinnurek-
enda í kjaradeilum.
Sú kjaraskerðing, sem íslenska auð-
valdið stefnir á í dag felur bæði í sér
áframhaldandi skerðingu á launum, en
þó enn frekar skerðingu á félagslegri
þjónustu. Jónas Harals lýsti þessu á
Frjálshyggjuvísindi
Frelsi vísindanna er mikilvæg grund-
vallarregla, sem byltingarsinnaðir
marxistar berjast fyrir. Gegn tilraun-
um borgarastéttarinnar til að gera vis-
indin að þjónustugrein við atvinnu-
vegina og ríkjandi hugmyndafræði
berjumst við fyrir rétti vísindamanna
til að leggja stund á þær rannsóknir,
sem þeir álíta mikilvægastar til að þróa
áfram hina vísindalegu þekkingu og
rétti þeirra til að boða þær vísindalegu
kenningar, sem þeir áh'ta réttastar. Við
álítum einnig að jafnframt því sem
vísindin þurfi að vera sem óháðust
peningavaldinu og ríkisvaldi borgara-
stéttarinnar, þá þurfi þau skilyrðis-
laust að beygja sig undir vald stað-
reyndanna. Við afneitum því frelsi,
sem felst í því að mega hagræða stað-
reyndum. Að því leyti erum við einnig
á öndverðum meiði við postula frjáls-
hyggjunnar, en frelsishugmynd þeirra
virðist einnig ná til frelsisins til að
hagræða staðreyndum.
Að undanförnu hafa nokkrar grein-
ar birst í dagblöðunum þar sem bent
hefur verið á rangfærslur frjálshyggju-
postula, einkum falsanir þeirra á
skoðunum annarra. Það hefur þó lítil
áhrif haft. í bók sinni „Frjálshyggja og
alræðishyggja" boðar Ólafur Björns-
son prófessor nánast frelsi til að
rangfæra skoðanir annarra. Á bls. 96 í
bókinni segir hann: „Vafalaust munu
og ýmsir gagnrýna túlkun þessarar
bókar á ritum Platós og Hegels, sem
byggð er á ritum Karls Poppers. En hér
á sama við og um Marx, að það er
túlkun kenninganna, sem máli skiptir
og þau áhrif, sem hún hefur haft, ekki
hitt, til hvaða niðurstöðu sagnfræðileg
textakönnun kynni að leiða í þessu
efni“! Áður hafði prófessorinn, sem að
eigin sögn hefur sannleiksleitina eina
að viðmiði í vísindum, fullyrt: „Þessi
túlkunaratriði skipta ákaflega litlu
máli fyrir efni þessarar bókar. Sá
nútímamaður mun tæpast til, að hann
telji það neinu máli skipta hverjar
skoðanir Plato eða aðrir Forn-Grikkir
raunverulega höfðu á þjóðfélagsmál-
um“ (bls. 19). Þessi skoðun hindrar
prófessorinn ekki í að túlka sögu
mannsandans frá Plató og fram á vora
daga sem baráttu milli frjálshyggju og
alræðishyggju, þar sem Plató er full-
trúi hins síðarnefnda.
Þessi makalaust ósvífna afstaða
gerir það auðvitað mjög auðvelt að
ráðast gegn öllum stefnum og kenn-
ingum. Bók prófessorsins ber heldur
ekki ummerki sérstaklega miklar and-
legrar áreynslu.
Hvað sagði Trotský?
Rauði þráðurinn í bók prófessors-
ins er frjálsleg túlkun hans á túlkunum
hinna ýmsu manna, sem kalla sig
marxista eða eitthvað annað. Það má
benda á urmul dæma um slíkt. Eitt
grófasta dæmið er þó tilvitnun í
Trotský, sem er í bók prófessorsins. Á
bls. 87 tiltekur hann innan gæsalappa
að Trotský hafi sagt árið 1937: „í rííci,
þar sem ríkið er eini atvinnurekand-
inn, leiðir stjórnarandstaða til hægs
hungursdauða. Gamla reglan: Sá sem
ekki vinnur á ekki mat að fá, víkur fyrir
reglunni: Sá sem ekki hlýðir, fær ekki
mat“. Trotský er þannig látinn vitna
um að þjóðnýtingar og ríkisrekstur
leiði til afnáms lýðræðisins, en það er
einmitt meginkenning von Hayeks og
annarra stóruspámanna frjálshyggj-
unnar. Þessi tilvitnun í Trotský hefur
notið mikilla vinsælda meðal minni
spámanna frjálshyggjunnar hér á landi,
sem notað hafa tilvitnunina óspart í
blaðagreinum.
Strax við fyrstu sýn er augljóst að
sitthvað er bogið við þessa tilvitnun.
Við nánari eftirgrennslan kom einnig í
ljós að Trotský hafði aldrei sagt þetta. í
bók sinni „Byltingin svikin“, sem út
kom árið 1936, segir Trotský um
hreinsanir hundraðaþúsunda félaga úr
Kommúnistaflokki Sovétríkjanna á
árunum 1935 og 1936: „Þeir sem voru
virkastir voru strax teknir höndum og
varpað í fangelsi eða fangabúðir. Hvað
afganginn snertir, þá ráðlagði Stalín, í
Prövdu, yfirvöldum í hverju héraði, að
útvega þeim ekki vinnu. í landi þar sem
ríkið er eini atvinnurekandinn þýðir
það hægfara hungurdauða. Það er
búið að skifta á gömlu reglunni: Sá sem
ekki vinnur á ekki mat að fá, og nýrri
reglu: Sá sem ekki hlýðir, fær ekki
mat“. (Sænsk útg. bls. 204) Berið
saman tilvitnunina í bók prófessorsins
og Trotský og athugið hvernig orðinu
„stjórnarandstaða“ hefur verið skotið
inn og þátíð breytt í nútíð í síðustu
málsgreininni til að breyta merkingu
tilvitnunarinnar algjörlega!
Óneitanlega þekkjum við trotský-
istar þessi vinnubrögð mæta vel. Þau
hafa um áratuga skeið verið notuð af
stalínistum gegn Trotský og marxism-
anum.
Og Marx?
í ritum og greinum eftir spámenn
frjálshyggjunnar er ógrynni falsana á
skoðunum Marx. Við höfum ekki
möguleika á að taka þessar falsanir
fyrir hér. Við látum því nægja að
benda á eitt dæmi, sem er grófara og
ekki jafn augljóst og mörg önnur. ^
í grein, sem.Hannes H. Gissurarson
skrifaði í Morgunblaðið 24. mars s.l.
eignar hann pólska heimsspekingnum
Kolakowski þá fullyrðingu: „að Marx
reyndi stundum að leyna óþægilegum
staðreyndum. Til dæmis má taka, að
Marx kenndi, að kjör öreiganna hlytu
að versna, en svo varð alls ekki á síðari
helmingi nítjándu aldar. í 1. útg.
Fjármagnsins 1867 ná flestar hagtölur
til um 1866, en tölur um kjör öreig-
anna (þ.e. launþega) til 1850 og í 2. útg.
þess 1873 ná þær til um 1872, en tölur
um kjör öreiganna ennaðeins til 1850!“
Við vitum ekki hvað Kolakowski á af
þessum fullyrðingum. Hitt er auðvelt
að sannfærast um, að þessar fullyrð-
ingar eru hvorki lýsing á skoðunum
Marx, né vinnubrögðum hans. í fyrsta
lagi var það ekki kenning Marx, að
kjör öreiganna hlytu að versna þegar
auðvaldsskipulagið þróaðist áfram. í
Auðmagningu bendir hann á að í landi
þar sem auðvaldsframleiðslan er þróuð
og í landi þar sem auðvaldsfram-
leiðslan er lítt þróuð „er oft hægt að sjá
að daglaun eða vikulaun o.s.frv. eru
hærri í fyrrnefnda landinu heldur en í
því síðarnefnda, á sama tíma og hlut-
fallslegt verð vinnunnar, þ.e. verð
hennar samanborið við gildisaukann
og við gildi framleiðslunnar, er hærra í
síðarnefnda landinu, en í því fyrr-
nefnda“. (Marx/Engels Werke, bd 23,
bls. 584).
í öðru lagi bætti Marx litlu við af 4
hagtölum þegar 2. útgáfa Auðmagns-
ins var gefin út 1873. í þriðja lagi var
strax í 1. útgáfunni mikið af upplýs-
ingum um kjör verkafólks, einkum 1
Bretlandi. Þessar upplýsingar voru
byggðar á opinberum skýrslum o.fl. og
eru frá mjög mismunandi tímum. í
fjórða lagi er hvergi í Auðmagninu
gerð tilraun til að búa til röð af hag-
tölum, sem sýna þróun hagstæðra yfir
lengra tímabil, eins og nú er algengt.
Því má síðan bæta við að almennt er
álitið, að kjör verkafólks í Bretlandi
hafi staðið í stað eða versnað fyrst eftir
iðnbyltinguna og fram undirárið 1820,
en eftir það fara kjör verkafólks í Bret-
landi hægfara batnandi. Það hefði því «
lítið gagnað fyrir Marx að fela tölur
um kjör verkafólks á tímabilinu
1850-72!
ÁD.