Neisti - 25.07.1979, Qupperneq 10

Neisti - 25.07.1979, Qupperneq 10
7. tbl. 1979, bls. 10 Nicaragua: Þjóðin gegn forseta lýðveldisins Somoza: hve lengi tekst honum að lafa á valdastóli með hjálp þjóðvarðlið- anna og heimsvaldastefnunnar. Þrátt fyrir að Somoza tækist með dyggum stuðningi þjóðvarðliða sinna og heimsvaldastefnunnar, að lifa af atlögu þá sem hreyfing Sandinista gerði að honum í september á síðasta ári, er ekki ólíklegt að dagar hans séu senn taldir. Kerfi hans er risavaxin blóðsuga á efnahagslífi landsins, sem stendur fyrir spillingu og glæpum á öllum sviðum þjóðfélagsins. Nú er svo komið að stjórn Somoza er orðin að óþolandi byrði jafnvel fyrir þá stéttar- hagsmuni sem hún þó ver, þ.e. stéttar- hagsmuni arðræningjanna. Smám saman hefur verið að mynd- ast borgaraleg andstaða gegn Somoza, sem leitt hefur til þess að Somoza klíkan hefur einangrast félagslega. Á hinn bóginn eru þau öfl sem stefna að því að brjóta veldi hans á bak aftur næsta sundurleit. Verkalýðurinn, smá- bændurnir, og millistéttin, sem komin er á vonarvöl, vonast til að fá úrlausn félagslegra vandamála sinna með því að ryðja Somoza úr vegi. Landeigend- urnir og kapítalistarnir vilja koma Somosa frá til að tryggja hagsmuni sína og forréttindi, til að losna undan kerfi sem rænir þá og keppir við þá, og sem umfram allt ertir óþarflega mikið þá óánægðu meðal hinna arðrændu. Ef borgarastétt Nicaragua mögulega gæti, myndi hún svo sannarlega breyta til, án þess að efna til fjöldauppreisna, sem þegar fram í sækir gætu reynst henni skeinuhættar. Barátta ársins 1978 afhjúpuðu greinilega pólitískt gjaldþrot hinna borgaralegu andstöðu- afla. Ósigur Fjöldahreyf- ingarinnar 1978 Þegar baráttan í landinu fór af stað af verulegri hörku í janúar 1978, eftir morðið á Pedro Joaquín Chamorro, tókst hinum borgaralegu andstöðuöfl- um að koma fram sem eina pólitíska valkostinum við stjórn Somoza. Þeim tókst þetta fyrst og fremst vegna þess að ekkert það afl var til í landinu sem tók skýra pólitíska afstöðu með hinum undirokuðu, gegn öllum formum borg- aralegra stjórnarhátta. Hernaðaráætlun Sandinista í sept- ember síðastliðnum fólst i því að draga her Sómóza til borganna, svo leiðin yrði greið fyrir herlið þeirra frá landamærum Costa Rica. Síðan var ætlunin að frelsa eitthvert pólitískt mikilvægt landsvæði og setja þar á stofn bráðabirgðastjóm, sem vonast var til að hlyti tafar- lausa viðurkenningu og hernaðar- aðstoð frá löndum eins og Panama, Colombíu, Venezuela og Mexico. í staðinn var mynduð svokölluð Breiðfylking Andstöðunnar (FAO - Frente Amplio Opositor) sem saman- stóð af hinni hefðbundnu borgaralegu andstöðu, klofningsbrotum úr flokki Somoza, Sósíalistaflokknum, Moskvu stalínistunum og skriffinnum verka- lýðsfélaganna. Sá pólitíski hrærigraut- ur sem úr þessu varð leiddi til nokkuð ruglingslegra átaka við Somoza- ein- ræðið, en stóð samt ekki í vegi fyrir því að barátta fjöldans magnaðist stig af stigi. Þann 24. ágúst lýsti FAO yfir alls- herjarverkfalli, sem þó var mjög dræm þátttaka í, til að byrja með. Fjórum dögum síðar hafði aðeins 60% efna- hagslífsins stöðvast, og það var ekki fyrr en 4. september að hlutfallið var komið upp í 80%. Hersveitir Sandinista skárust í leik- inn 29. ágúst. Ætlun þeirra var líkleg- ast sú að frelsa eitthvert pólitískt og hemaðarlega mikilvægt landsvæði og setja þar á stofn bráðabirgðastjórn, sem síðan hlyti tafarlaust viðurkenn- ingu og hernaðaraðstoð frá ýmsum grannríkjanna, svo sem Panama, Col- ombíu, Venezuela og Mexico. En aðgerðin mislukkaðist og hinn hernað- arlegi ósigur Sandinista markaði enda- lok uppreisnarinnar í bili. Somoza notaði tækifærið til að vinna á and- stæðingum sínum með slátúrhnífinn á lofti; þúsundir létust, og aðrar þúsund- ir flýðu land. Sandinistahreyfingin Á því er enginn vafi að tímasetning hernaðaríhlutunar Sandinista var kol- röng. Það var skýr mótsögn á milli skipulagningar fjöldans annarsvegar, sem var á mjög lágu stigi, og stuðnings hans við Sandinista-hreyfinguna hins vegar en hann er geysivíðtækur. Októ- berbyltingin hefur kennt okkur það, að þá fyrst ætti hinn byltingarsinnaði flokkur að hefja beinar aðgerðir, þegar fjöldahreyfingin er fær um að taka þátt í sókninni á sjálfstæðan og skipulagðan hátt. Því var ekki til að dreifa í Nicara- gua, og hinn tiltölulega fámenni kjarni sem var skipulagður í Sandinistahreyf- ^ingunni, stóð fyrir flestu því sem gert var; íjöldinn sýndi lítið sem ekkert frumkvæði. Sandinistahreyfmgin er mjög sund- urleit pólitískt og skiptist í þrjá skoð- anahópa. Þeir eru Terceristarnir, sem álíta sig í raun vera fulltrúa allrar hreyfingarinnar, en ekki bara skoðana- hóp; Áframhald Alþýðustríðsins - skoðanahópurinn, og öreiga - skoð- anahópurinn, sem er sá eini hinna þriggja sem hefur sýnt einhverjar til- hneigingar í þá átt að gera upp við borgarastéttina. Það sem sameinar skoðanahópana þrjá er hins vegar samkomulag um að sú þróun sem nú eigi sér stað sé þróun í átt að borgaralegu lýðræði, sem og ásjóna hreyfingarinnar gagnvart fjöld- anum sem ein heild. „Að virkja fjöldann til að kollvarpa alræðinu“. Varla var septembermánuður á enda liðinn, þegar FAO hóf samningamakk við Sómósapakkið um „hófsamari" stjórnarhætti. Persóna Sómósa skyldi Qarlægð og andstöðunni leyft að taka þátt í stjórnkerfinu á öllum stigum þess, að öðru leyti skyldi það látið óhreyft. Eftir nokkuð málaþóf kom þar, að Somoza neitaði að verða við úr- slitaskilyrðinu, þ.e. að láta sig hverfa, og afvopnaði þar með FAO gersam- lega. FAO átti nú ekkert tromp eftir á hendinni og gjörvöllum landslýðnum varð ljóst hve fullkomlega ófært það var um að vinna á Somoza-kerfinu. Við þessar aðstæður óx eins og gor- kúla, hreyfing á vinstri kantinum sem kallaði sig Sameinuðu Alþýðuhreyf- inguna, - MPU. Markmið hennarvoru eftirfarandi: ,,1. Að virkja fjöldarm til að kollvarpa alrœðinu. 2. Að auka á skipulagningu og einingu stórra hluta alþýðunnar. 3. Að ýta undir einingar- þróun meðal byltingaraflanna." En því miður er ekki allt gull sem glóir. Eftir hrakfarir FAO lét MPU í ljós einingarvilja sinn í desember síð- astliðnum með því að boða til stofnunar Þjóðlegu Föðurlandsfylk- ingarinnar, - FPN, sem síðan var formlega stofnuð þann fyrsta febrúar. í henni tóku þátt ýmist afdankaðir FAO flokkar eða pólitísk hræ, sem MPU forðaði frá frekari hrörnun með tiltæki sínu. FAO sýndi fyrirtækinu velvilja, og jafnvel þó það hlýddi ekki kallinu, féllst það á „einingu í aksjón“. Með stofnun Þjóðlegu Föðurlands- fylkingarinnar neitaði MPU að horfast í augu við þau vandamál sem fjölda- hreyfingin í Nicaragua stendur raun- verulega frammi fyrir. Þvert á móti hjálpaði hún til að hindra leið hinna arðrændu til pólitískra valda. Þjóð- lega Föðurlandsfylkingin kemur fram sem ríkisstjórnarvalkostur við Sómósa og kemur þannig í veg fyrir að fjöldinn taki upp kröfuna um stjórn verkalýðs og bænda, stjórn hinna kúguðu. Þaðer alveg á hreinu að slíka stjórn munu engin borgaraleg öfl styðja. Hvert stefnir Sandinistahreyfingin hefur lýst því yfir að að atlaga sú að Somoza- einræðinu, sem nú stendur yfir sé lokaárásin. Hinir þrír skoðanahópar hreyfingarinnar hafa í því augnamiði sameinast undir einni stjórn. Þrátt fyrir að vitað væri að Sandinistar nytu gífur- legrar virðingar meðal landsmanna hefur sá öflugi stuðningur sem þeir hljóta í aðgerðum sínum nú komið nokkuð á óvart. Sem dæmi má nefna að allsherjarverkfallið sem þeir boðuðu til þann 5. júní s.l. hefur algerlega lamað atvinnulíf landsins, og fregnir herma að æ fleiri óbreyttir borgarar gangi í lið með þeim. Dagar Somoza-einræðisins eru senn taldir. Hvort sem hann fellur í þessari atlögu eður ei, er það ljóst að kreppa hins pólitíska valds verður ekki leyst nema Somoza fari frá. Það er líka ljóst að fall Sómósa verður aðeins upphafið að hinum raunverulegu stéttaátökum í Nicaragua, átökunum milli arðræn- ingjanna og hinna arðrændu. Það þarf enginn að láta sér það til hugar koma að vopnaður fjöldinn í baráttuham, verði borgarastéttinni sérlega auð- veldur viðfangs. Til að fá áheyrendur til að hlusta á og ræða byltingarsinnuð stórnmál í Nicar- agua, er nauðsynlegt að tala skýrt. Það er í Sandinistahreyfingunni sjálfri sem bestu áheyrendurna er að finna. öðru vísi gæti það ekki verið. Á undan- gengnum árum hafa alþýðuöflin gert mörg mistök og orðið fyrir mörgum ósigrum. Þessi reynsla hefur kennt heiðarlegustu og greindustu fórystu- sveitunum að vera opnum fyrir gagn- rýni og keppast að því að finna pólitískan valkost sem getur komið í veg fyrir að lík píslarvottanna ryðji stéttaróvininum leið til valda. (Að mestu þýtt og endursagt úr Intercontinental Press/1 nprecor). 19/6 1979 gunnar

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.