Neisti - 25.07.1979, Síða 11

Neisti - 25.07.1979, Síða 11
7. tbl. 1979, bls. 11 írland, er það eitthvað ofan á brauð ? Kíminn náungi sagði um nýafstaðn- ar kosningabaráttu á Englandi, „að þar hefði eingöngu verið fjallað um það sem ekki skipti máli.“ Þetta var hverju orði sannara því frambjóðendur minntust varla á þau mál sem þyngst lágu á herðum kjósenda svo sem at- vinnuleysi, léleg Iífskjör og stríðið í N.- Irlandi. Thatcher og Callaghan notuðu tímann til að gæla við Paddington, hrakfallabálkinn margfræga og kaupa kjöt í matvörubúðum. Pyntingar í fangelsum Þessi þögn stjórnmála foringjanna kom þó ekki til af því að N.-írland hefði verið neitt sérstaklega kyrrlátt meðan á kosningabaráttunni stóð. Rétt áður en kosningabaráttan hófst upplýsti fangelsislæknir á N.-írlandi að kaþólskir fangar hefðu verið beittir kerfisbundnum pyntingum. Þessar uppljóstranir urðu mikið blaðamál og þóttust ráðamenn koma af fjöllum, en herinn neitaði öllum ásökunum og sagði fangana hafa sært sjálfa sig til að rýra hið góða mannorð breska hersins. Athugulir rannsakendur tóku ekki mikið mark á þessu því jafnvel þraut- þjálfaðir skæruliðar eiga í mestu erfið- leikum með að öskra svo hátt í eyrað á sjálfum sér að hljóðhimnan spryngi, það kvu jafnvel erfiðara en að bíta sjálfan sig í hnakkann. Þetta mál var eitt af þeim málum sem urðu stjóm Gallaghans að falli, en eftir að stjórnin féll hættu blöðin skyndilega að fjalla um pyntingar í norður-írskum fangelsum. Menn geta svo velt því fyrir sér hvers vegna þetta mál var blásið út einmitt þegar verst stóð á fyrir Callaghan, þótt hvert mannsbarn í raun vissi að breski herinn á N.-írlandi beitti kaþólska menn kerfisbundnum pyntingum. ...og Skugga-Baldur sprakk Næsta sprenging í frlandsmálum var rétt fyrir kosningarnar þegar Airey Neave talsmaður íhaldsfloHksins í málefnum N.-írlands og ráðherra í skuggaráðuneyti Thatchers, og lík- legur kandidat sem írlandsmála ráð- herra sprakk í loft upp í bílageymslu Neðri Málstofunnar. Litt þekktur skæruliðahópur lýsti ábyrgð sinni á tilræðinu og gaf það Thatcher og co gott tækifæri til að héíja á loft kröfur um dauðarefsingu a la Komeni. Einnig komu fram kröfur meðal íhaldsmanna um aukið eftirlit með fólki af írskum ættum, en samkvæmt breskurrt kyn- þáttakenningum eru keltar óæðri kynþáttur eins og blökkumenn og annað litað fólk. Engum stjórnmála- manna datt í hug að ræða málefni írlands útfrá þessum atburði, en nokkuð bar á umræðum um öryggi þingmanna. Breski herinn í vanda Meðan á kosningabaráttunni stóð varð breski herinn á N.-írlandi, sem nú mun telja milli 15 og20 þúsund manns, fyrir hverju skakkafallinu á fætur öðru. Alls féllu 7 breskir hermenn fyrir byssukúlum skæruliða og 4 særðust og hefur mannfall ekki verið jafn mikið í langan tíma. En eftir kosningarn'ar lenti herinn í lítið eitt annars konar vandræðum. Blað Sinn Fein provisionals, An Phoblcht, komst yfir og birti leyni- skýrslu frá breska hernum, þar sem fjallað var um þjóðfrelsisbaráttuna á N.-írlandi, og starfsemi ÍRA. í skýrslu þessari kemur fram að breski herinn lítur á samtök lýðjveldis- sinna sem „samtök að mestu byggð upp af verkalýð fátækrahverfanna“ og að ,-,ekkert bendi til þess að sú kenning sé rétt að „hryðjuverkamennirnir“ (les skæruliðarnir) séu hópar „glæpa- manna“. Einnig kemur fram í skýrsl- unni að skæruliðasveitirnar saman- standi að mestu af mönnum með allt að 10 ára reynslu í skæruhernaði. Fyrsta spurningin sem vaknar hjá lesanda skýrslunnar er án efa sú hvaða fólk það sé sem fylli öll fangelsi á Norður-írlandi ef skæruliða hóparnir eru að mestu mannaðir sama fólkinu og fyrir 10 árum síðan. En það eru ekki spurningar af þessari tegund sem bresku blöðin spyrja þessa dagana. Heldur velta „rannsóknarblaðamennirnir" sér upp- úr því hvernig An Phoblacht komst yfir skýrsluna en almenningur á Engr landi hefur enn ekki fengið að vita hvert innihald hennar er. Breski herinn hefur gefið þá skýringu að lýðveldis- sinnar hafi fundið skýrsluna hjá venju- legum þjóf, en flestir sem eitthvað þekkja til mála í N.-írlandi vita að 1R A virðist vaða í leyniskýrslur breska hers- ins eftir „smag og behag“. Þetta mál varpar nokkuð skýru ljósi á afstöðu bresku yfirstéttanna til málefna írlands, hún er hin sama og afstaða þessara sömu stétta til svefn- herbergja og hjónarúma á tímum Victoríu drottningar, menn vilja helst ekki vita neitt um það og alls ekki viðurkenna að þeir viti neitt. Blöðin þegja sem fastast um þá atburði sem gerast og fréttamenn hljóðvarps, sjónvarps og blaða rit- skoða sjálfa sig eftir bestu getu. Þar gildir hin gullna regla breskra stjórn- mála að fjalla aðeins um það sem ekki skiptir máli. Stjórnarskipti og framtíðarhorfur Nú hafa orðið stjórnarskipti á Eng- landi og eins og „rannsóknarblaða- menn“ segja „Kaflaskipti í sögu þjóð- arinnar". Þótt ýmsar breytingar verði án efa til hins verra fyrir breska alþýðu er ótrúlegt að veruleg breyting verði á gangi mála á N.-írlandi. Stefna íhalds- stjórnar Thatcher er í grundvallar atriðum sú sama og Callaghans, þ.e.a.s. að reyna að halda kaþólskum mönnum á N.-írlandi niðri með ofbeldi, og viðhalda óbreyttu ástandi í von um að þeir gefist upp. Ráðherrann í málefnum N.-frlands hefur að vísu lýst því yfir að komið verði í veg fyrir pyntingar í fangelsum á N.-írlandi, en ráðastéttirnar þurfa ekki að örvænta því kannski kemur dauða- refsing í staðinn. Líklegt er að stjórn Thatcher verði enn illskeyttari í garð kaþólskra manna á N.-írlandi en stjórn Callaghans, en þar verður þó ekki eðl- ismunur á heldur megindarmunur. Kaþólskir menn á N.-írlandi þurfa því á allri þeirri aðstoð að halda sem vinstri menn og mannréttindavinir geta veitt þeim í náinni framtíð. JAKI ► Bretland nndir íhalds stj óm Hægri öfl út um allan heim fögnuðu kosningasigri íhaldsflokksins í Bret- landi. Franskir fasistar, íslenskir Sjálfstæðismenn og aðrir hægri menn sáu réttilega að sigur Thatchers þýddi sókn fyrir ómengaða hægri stefnu. f skrifum íslenskra íhaldsmanna upp á síðkastið er margt, sem sýnir, að þeir fylgjast með þróun mála í Bretlandi og hafa áhuga á að notfæra sér reynsluna af stefnu Thatchers. Þessa stefnu hafa m.a.s. hægri blöð kallað allsherjarárás á velferðarríkið, tryggingar, tekju- stefnu og félagslega þjónustu. Fyrstu verk hinnar nýju ríkisstjórn- ar Thatchers voru að hækka laun dómara, forstjóra ríkisfyrirtækja og hærra settra hermanna um 25%. Lögreglan og hermenn fengu einnig hækkun og framundan eru hækkanir til þurfalinga á borð við lækna, tannlækna, þingmenn og ráðherra. (Forsætisráðherralaunin munu hækka um nær helming!) Samtímis boðaði Thatcher breytingar á hegningarlög- unum, sem fela í sér að hegningar gegn afbrotum verða hertar. Þannig á að efla kúgunartæki ríkisvaldsins til að tryggja að breskur verkalýður misnoti ekki það „frelsi" markaðarins og sérhagsmuna hinna ríku, sem Thatcher boðar. í kjölfarið á þessum ráðstöfunum komu nýju fjárlög íhaldsstjórnarinnar. Sötrandi á gini boðaði fjármálaráð- herrann Geoffrey Howe stefnu íhalds- stjórnarinnar: Tekjuskattar lækka um 4,5 milljarð punda. Stærsta skattþrep- ið, sem flestir ná upp í, á að lækka úr 33% í 30%. Hæsta skattþrepið á hins vegar að lækka úr 83% i 60%. í staðinn á að hækka virðisaukaskatt (eins konar söluskattur) úr 8-12,5% og í 15%. Til að greiða fyrir lækkun tekju- skatts á hátekjufólk á enn fremur að skera niður útgjöld ríkisins til félags- mála, til húsbygginga, til menntamála, stöðva ráðningar opinberra stofnana, hækka greiðslur sjúklinga fyrir heilsu- gæslu o.s.frv. Samkvæmt fjárlögunum á að selja eignir ríkisins í iðnaðarfyrirtækjum fyrir 1 milljarð punda. Álitið er að meðal þess, sem selja á, sé 51%eignar- hlutur breska ríkisins í olíufélaginu BP, sem væntanlega er all arðbær eign þessa dagana. Fjárlagafrumvarp íhaldsstjórnar- innar var afturhaldssamara en jafnvel stuðningsmenn Íhaldsílokksins bjugg- ust við. Það er því ekki laust við að ótta gæti meðal forsvarsmanna borgara- stéttarinnar þegar þeir íhuga þau stéttaátök, sem stefna íhaldsstjórnar- innar mun leiða til. Hjarta borgara- stéttarinnar, kauphöllin í London,sem tók kipp upp á við eftir kosningasigur Thatchers, tók kipp niður á við eftir fjárlagaræðu G. Howe. Það hefur ekki dregið úr ótta borgarastéttarinnar, að samtímis og þetta fjárlagafrumvarp kemur fram, benda flestar spár til þess að efnahagslífið í auðvaldsheiminum sé á leið niður í öldudal. Fjárlagafrumvarpið mun beinlínis leiða til þess að verðbólgan mun aukast úr 10 og upp í 17% i haust. Þar með þurrkast út það sem almennt verka- fólk hagnast á skattalækkuninni peningalega - og reyndar vel það. Niðurskurðurinn á ríkisútgjöldunum mun auka við hið mikla atvinnuleysi. Það er því ekki að ástæðulausu, sem borgarastéttin óttast gagnaðgerðir verkalýðshreyfingarinnar strax næsta haust og vetur. Frammi fyrir þeirri stefnu, sem Thatcher boðar, verður erfitt fyrir hægri arminn í forystu verkalýðssambandsins, að halda aftur af baráttuvilja verkafólks. Það verður erfitt fyrir Thatcher að byggja á banda- lagi við þennan hægri arm og stuðning frá þeim með áróðri fyrir hlýðni við löglega ríkisstjórn, en slíkt bandalag er liður í stefnu Thatchers til að forðast þau örlög sem biðu ríkissjórn Heath árið 1974. Þær ráðstafanir, sem fjárlagafrum- varpið felur í sér, eru „aðeins fyrsta skrefið í átt að meiriháttar lækkun beinna skatta, sem við ætlum að fram- kvæma" sagði G. Howe í fjárlagaræðu sinni. Það er enginn vafi að íhalds- stjórnin mun halda áfram á þeirri braut, sem hún hefur markað, ef verka- lýðshreyfmgunni tekst ekki að veita öfluga mótspyrnu gegn þessari alls- herjaratlögu gegn kjörum verkafólks. ÁD.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.