Neisti - 26.08.1979, Page 3
8. tbl. 1979, bls. 3
K
Að ??forða alþýðu frá því
sem verra er“ - og
undirbúa það versta
Kjaraskerðingar
vinstri stjómar
Þegar júlíhefti fréttabréfs Kjara-
rannsóknarnefndar kom út, birtu
stuðningsblöð rikisstjórnarinnar áber-
andi fréttir um að kaupmáttur launa
verkafólks hefði aldrei verið hœrri en á
tímum núverandi ríkisstjórnar. Þessar
upplýsingar voru síðan notaðar í
pólitísk skrif þar sem lagt var út frá
textanum um að núverandi ríkisstjórn
væri þrátt fyrir allt góð, því hún
forðaði verkafólki frá enn meiri kjara-
skerðingu sem annars hefðu orðið.
ÖUum þessum skrifum var sameigin-
legt, að þar var meðvitað litið fram hjá
öllum þeim mörgu atriðum sem snúa
að því að túlka tölur sem þessar og
meta áhrif hinna ýmsu atriða, þ.m.t.
pólitísk áhrif. Það er í sjálfu sér ekki
markvert þótt kaupmáttur fari hækk-
andi og sé hærri í dag en í fyrra. Það er
það sem venjulega skeður í þjóðfélagi
þar sem einhverjar efnahagslegar fram-
farir hafa átt sér stað. Það er þess vegna
sem tölur um þróun kaupmáttar einar
sér segja svo ákaflega lítið - einkum um
áhrif pólitískra þátta.
Tölur kjararann-
sóknarnefndar
Áður en við reynum að meta kaup-
máttinn í dag á raunhæfan hátt, þá er
rétt að benda á nokkur atriði sem
hvergi var að finna í fréttum stuðn-
ingsblaða ríkisstjórnarinnar og - alla
vega í orði kveðnu - verkalýðshreyf-
ingarinnar.
í fyrsta lagi er ekkert minnst á þá
kaupmáttaraukningu sem samning-
arnir frá 1977 gerðu ráð fyrir að kæmu
til framkvæmda í fyrra. Þegar t.d. er
vitnað til Kjararannsóknarnefndar um
að kaupmáttur tímakaups hafi verið
aðeins hærri á fyrstu þrem mánuðum
þessa árs en hann var júlí-sept. 1977
(munurinn er tæpt 1% hjá verkamönn-
um!), þá er litið fram hjá því að
samningarnir gerðu ráð fyrir 5000 kr.
grunnkaupshækkun 1. des 1977, 5000
kr. hækkun 1. júní 1978 og 4000 kr.
hækkun 1. sept. 1978. Þótt íhalds-
stjórninni og vinstri stjórninni til
samans hefði ekki tekist að gera meir
en skerða kaupmáttinn um þessi 10%,
sem þarna er um að ræða, þá er það all
nokkuð.
f öðru lagi þá var í fréttum blaðanna
hvergi rætt um að þegar þessar fréttir
voru skrifaðar þá hafði vinstri stjórnin
enn skert kaupmátt launa um 5% 1.
júní (Á móti komu síðar 3% þegar VSÍ
skipti við ríkisstjórnina ogfékk bráða-
birgðalöginn i staðinn). Sá kaupmátt-
ur sem verið var að hreykja sér af var
sem sagt kaupmáttur, sem vinstri
stjórnin áleit að væri „of hár“, en hafði
ekki unnist tími til að skerða.
í þriðja lagi var þess ekki getið að
tölur um kaupmátt í því tímabili sem
vinstri stjórnin hefur verið við völd eru
ekki beint sambærilegar við tölur um
kaupmátt þar á undan vegna þess að
niðurgreiðslur vinstri stjórnarinnar
hafa áhrif á vísitöluna. Ef tekið er tillit
til þessa atriðis kemur í ljós að tölur
Kjararannsóknarnefndar sýna að
kaupmáttur bæði verkamanna og
verkakvenna var hærri á tímabilinu
júlí-sept. í fyrra, heldur en hann varð
síðar. (Vegna áhrifa yfirborgana
kemur þetta öðru vísi út hjá iðnaðar-
mönnum). Munurinn er að vísu lítill en
gæti sjálfsagt orðið upphaf að rifrildi
um það, að hve miklu leyti kaupmátt-
urinn á þessu tímabili væri „að þakka"
íhaldsstjórninni og hve mikið vinstri
stjórninni. Við, fyrir okkar leyti, erum
þeirrar skoðunar að þessi kaupmáttur
sé því að þakka að báðar ríkisstjórnir
voru hræddar við verkalýðshreyfing-
una.
Hlutdeild verkafólks
í þjóðartekjunum
Til þess að reyna að fá raunhæfan
mælikvarða á kjaraþróun undanfar-
inna ára gripum við til þess ráðs að
miða kaupmátt launa við þjóðartekjur
á mann. Með því að deila með þjóðar-
tekjum á mann fyrir ákveðið ár, upp í
kaupmátt launa á sama ári fáum við
mælikvarða á hlutdeild verkafólks í
þjóðartekjum ársins. Með því að skoða
tölurnar í meðfylgjandi töffu má sjá
hvernig þessi hlutdeild verkafólks í
þjóðartekjunum hefur breyst frá ári til
árs. Þeim mun hærra sem þetta hlutfall
er, þeim mun hagstæðari ertekjuskipt-
ingin fyrir verkafólk.
Taflan byggir í einu og öllu á tölum
úr Fréttabréfi Kjararannsóknarnefnd-
ar. Við höfum valið kaupmátt launa
miðað við vísitölu vöru og þjónustu, en
ekki vísitölu framfærslukostnaðar,
vegna þess að sú fyrrnefnda gefur að
okkar dómi betri mynd af verðþróun-
inni (ef við hefðum valið vísitölu fram-
færslukostnaðar hefði taflan ekki
breyst mikið, nema hvað tölurnar fyrir
1971 og 1972 hefðu lækkað). Við
höfum ekkert reynt að spá í áhrif
niðurgreiðslanna á vísitöluna, en þar
munar væntanlega því, að aftasti
dálkurinn í töflunni ætti að vera 3-4
lægri, ef tekið væri tillit til þess.
Þegar taflan er skoðuð þá sést að
kaupmáttur verkamanna og iðnaðar-
manna miðað við þjóðartekjur á mann
var á 1. ársfjórðungi í ár svipaður því
sem hann var 1971 og 1973, en bæði
þessi ár voru tiltölulega hagstæð
auðvaldinu, þótt þau jafnist ekki á við
árið 1976. Aftur á móti er kaupmáttur
beggja mun óhagstæðari á 1. ársfjórð-
ungi í ár heldur en hann var árin 1972
og 1974 sem voru verkafólki mjög
hagstæð.
Á töflunni sést einnig að þróun
kaupmáttar verkakvenna hefur verið
tiltölulega hagstæður miðað við verka-
menn. Þar gætir
áhrifa frá krónutölureglunni í samn-
ingunum frá 1977 og sýnir ótvírætt
mikilvægi þeirrar reglu.
Auðvitað eru þessar tölur ekki óað-
finnanlegur mælikvarði á tekjuskipt-
inguna. Við höfum ekki tekið tillit til
áhrifa vinnutímans, né heldur skatta
og félagslegrar þjónustu. Þær upplýs-
ingar sem fyrir liggja um þessa þætti
benda þó ekki til þess að „varnarsigr-
ar“ vinstri stjórnarráðherranna verði
glæstir ef tillit er tekið til þeirra.
Við höfum heldur ekki reynt að meta
áhrif hagsveiflunnar á þróun hlut-
deildar verkafólks í þjóðartekjum. Það
er vel þekkt að í byrjun kreppu hækkar
þetta hlutfall venjulega. Þetta sést á
tölunum fyrir árin 1974 og 1975. Þótt
kreppan í ár sé enn ekki jafn djúpstæð
og sú sem hófst 1974, þá mætti ætla að
hreint hagfræðilega væri eðlilegast að
bera tölurnar fyrir 1. ársfjórðung 1979
saman við tölurnar fyrir 1975, þegar
búið er að eyða öllum áhrifum hinna
mjög svo hagstæðu kjarasamninga sem
gerðir voru vorið 1974.
Það er að lokum ástæða til að leggja
áherslu á að það sem hér hefur verið
sagt miðar einungis við afrek vinstri
stjórnarinnar fram til 1. apríl í ár, þ.e.
við höfum ekki athugað hér kjara-
skerðingar sem framkvæmdar voru 1.
júní eða 4% kjaraskerðinguna sem
framkvæma á 1. sept. Jafnvel þótt sú
kreppa sem framundan er verði all
verulega meiri en spáin um þjóðar-
tekjur á mann gefur til kynna, þá er það
ljóst að kjaraskerðingar vinstri stjórn-
arinnar í dag stefna í þá átt, að
hlutdeild verkafólks í þjóðartekjunum
verði ámóta og 1976 þegar það var
auðvaldinu hagstæðast! Það er einnig
ljóst að ef við hefðum ársfjórðungtölur
um þjóðartekju, þá væri aftasti dálkur
töflunnar mun lægri, þar eð efnahags-
þensla var ríkjandi vegna góðs afla og
þjóðartekjur því mun hærri en þær
væntanlega verða fyrir árið í heild.
Reynslan frá Bretlandi
Röksemdafærsla „varnarsigranna"
er ekki einungis notuð hér á landi,
heldur er hér gömul varnarræða krata
af ýmsum tegundum fyrir samvinnu
sinni við auðvaldið. Þessi röksemda-
færsla hefur t.d. mikið verið notuð af
foringjum um breska Verkamanna-
flokksins. Það sem gerir breska tilfellið
sérstaklega áhugavert er að þar í landi
hefur nýlega verið gerð ítarleg könnum
á þróun tekjuskiptingar á tímum ríkis-
stjórna íhaldsflokksins annarsvegar
og ríkisstjórna Verkamannaflokksins
hins vegar. Þessi könnun leiddi það í
ljós að á tímum ríkisstjórna íhalds-
flokksins var tekjuskiptingin (tekjur
atvinnurekenda meðtaldar) jafnarí en
á þeim tímum þegar forysta Verka-
mannaflokksins var að vinna „varnar-
sigrana". Ástæðan fyrir þessu er vita-
skuld ekki sú að ríkisstjórnir fhalds-
flokksins séu hliðhollari verkafólki en
rikisstjórnir Verkamannaflokksins. Á-
stæðan er þvert á móti sú að ríkis-
stjórnum Verkamannaflokksins hefur
tekist betur að halda aftur af fjölda-
hreyfingunni og aðgerðum verka-
lýðshreyfingarinnar, því afli sem eitt
getur fært verkafólki sigra í baráttunni
gegn auðvaldinu.
Við ætlum ekki að fullyrða hér að
samsvarandi athugun hér á landi
mundi leiða það sama í ljós. Það er
aftur á móti ljóst að fátt bendir til þess
að þessu sé öfugt farið hér á landi.
Þvert á móti eru öll megineinkennin
þau sömu. Eftir að íjöldahreyfingin
hefur unnið sigra á auðvaldinu, náð
fram verulegum launahækkunum, og
komið til valda vinstri stjórn þá reyna
forystumenn verkalýðsflokkanna og
verkalýðshreyfingarinnar að halda
aftur af fjöldahreyfingunni og draga
allan mátt úr henni á sama tíma og
stjórnin neyðist til að gefa eftir
gagnvart markaðslögmálunum og
þrýstingsaðgerðum atvinnurekenda.
Þegar vinstri stjórnir hafa þannig
breytt styrkleikahlutföllunum auð-
valdinu í hag getur ný íhaldsstjórn
tekið völdin. Þetta er megin hlutverk
ríkisstjórna af þessu tagi og væri senni-
lega réttast kallað: „Að forða auðvald-
inu frá því sem verra er“. Þennan
lærdóm hafa forystumenn VSÍ lært og
á því byggja þeir það, að þeir vilja að
núverandi vinstri stjórn haldi áfram
verki sitt til fullnustu.
ÁD
Hlutdeild verkafólks í þjóðartekju. - Vísitölur.
1. ársij.
Ár: 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979
Verkamenn: 100 109 101 110 104 97 97 99 103
Verkakonur: 100 111 99 105 101 96 98 105 110
Iðnaðarmenn: 100 107 99 112 103 96 96 96 100
Þjóðartekjur á mann: 100 104 112 112 104 109 117 120 119