Neisti - 26.08.1979, Blaðsíða 6
8. tbl. 1979, bls. 6
Olíukreppan og
offramleiðslu -
kreppan
Hér fyrr á árum orsökuðust hagsveiflurnar af sveiflum í
fjárfestingum og heimsverslun. Nú virðist sem þær
orsakist af sveiflum í hráefnaverðum sérstaklega olíu.
Þetta er þó blekking eins og kemur fram í þessari grein. í
greininni munum við sýna fram á að hráefnaverðið
ákvarðast af þróun kapítalismans og sveiflur í hráefna
verði eru alls ekkert nýtt fyrirbrigði. Einnig bendum við
á að OPEC er alls ekki allsrátt varðandi verð á olíu, þar
koma lengri tíma ákvarðanir olíuhringanna og efnahags-
ástandið í þróuðu auðvaldsríkjunum einnig til. Nýr
samdráttur er nú á næstu grösum.
r
.
.
4
Hráefni
Verð á olíu hefur yfírleitt þróast á
svipaðan hátt og verð á öðrum hrá-
efnum a.m.k. fram til 1973. Lengri
tíma sveiflur í hráefnaverði hafa
markast af þeirri ójöfnu og rykkjóttu
þróun milli geira og landa, sem ein-
kennir kapítalismann. Frá iðnbylt-
ingunni og fram til 1873 fór verð á hrá-
efnum hækkandi vegna vaxandi eftir-
spurnar samfara lítilli sem engri aukn-
ingu í framleiðni við vinnslu hráefna.
Þessi verðhækkun miðað við iðn-
varning gerði fjárfestingu í vinnslu
hráefna gróðavænlega og þar kom að
auðmagnið streymdi til nýlendanna og
inn í þessar greinar. Framleiðslutækn-
inni var umbylt og verð á hráefnum féll
og hélst lágt fram að fyrri heimsstyrj-
öldinni.
Þar sem framleiðni vinnunnar
þróast yfirleitt hraðar í þróuðu
auðvaldsrikjunum en í nýlendu og hálf-
nýlendum, m.a. vegna þess hve vinnu-
aflið er ódýrara í hálfnýlendunum, þá
hlaut að koma að því að hráefnaverð
hækkaði. Þar með erum við komin í
hring og sveiflan getur hafist á ný.
Frá fyrri heimsstyrjöldinni og fram
til 1929-32 fór verð á hráefnum hækk-
andi miðað við iðnvarning, en fór
síðan lækkandi vegna kreppunnar.
Eftir seinni heimstyrjöldina og fram
yfír Kóreukreppuna fór verðið hækk-
andi. Er aukin fjárfesting og þær
tækninýjungar sem henni fylgdi fór að
segja til sín, fór verðið lækkandi á ný.
Einnig átti sér stað tilfærsla á fram-
leiðslu hráefna frá hálfnýlendunum til
þróuðu auðvaldsríkjanna.
Þannig sjáum við hvernig verð á hrá-
efnum hefur sveiflast vegna framboðs
og eftirspurnar, sem stjórnast ekki
óháð þróun kapítalismans heldur af
honum. Minni sveiflur í hráefnaverði
hafa líklega flestar orsakast af breyt-
ingum í eftirspurn. Lengri tíma sveiflur
ákvarðast aftur á móti af framboðs-
hliðinni. Þegar verðið er lágt miðað við
iðnvarning, telja kapítalistarnir gróða-
hlutfallið ekki nægilegt og halda aftur
af fjárfestingum í þessum geira, og
öfugt þegar verðið er hátt. Þannig hafa
viðbrögðin alltaf tilhneigingu til að
ýkjast í hvora áttina sem er.
Verðið á hráefnum hefur síðan aftur
áhrif á gróðahlutfallið í heimsvalda-
löndum, en hið lága hráefnaverð eftir
Kóreukreppuna var einmitt einn af
grundvöllum eftirstríðsþenslunnar. Sú
ójafna og rykkjótta þróun sem þetta
skapar er því sérstök fyrir kapítalism-
ann og væri hægt að komast hjá henni
með áætlunarbúskap, þar sem fjár-
festingar í vinnslu hráefna væru skipu-
lagðar með þarfir fullvinnslunnar í
huga og út frá langtímasjónarmiði.
Olíukreppur og
olíufélögin
Olían hefur að mestu leyti fylgt því
munstri sem við lýstum hér að framan,
enda hefur hún fylgt almennu hrá-
efnaverði á undanförnum árum. Verð
á olíu var lágt fram til 1972 en snar-
hækkaði síðan eins og annað hrá-
efnaverð 1972-74. Þessi hækkun
stafaði af samspili 3ja þátta. í fyrsta
lagi jók sú almenna uppsveifla sem átti
sér stað á þessum árum eftirspurn eftir
hráefnum. f öðru lagi rakst þessi aukna
eftirspurn á takmarkað framboð, ekki
vegna algilds skorts, heldur vegna þess
að lítið hafði verið fjárfest í aukinni
framleiðslugetu á árunum á undan
vegna hins lága verðs. Þetta átti sér-
staklega við í olíuiðnaðinum, þar sem
olíufélögin drógu mjög úr fjárfestingu í
olíuborun og hreinsun vegna verðsins.
Átti þetta að nokkru leyti við í Mið-
Austurlqndum, en þó sérstaklega
annars staðar, t.d. í Bandaríkjunum,
þar sem olíulindum var hreinlega
lokað.
í þriðja lagi átti sér stað gífurleg spá-
kaupmennska á þessu tímabili vegna
verðbólgunnar og rýrnunar gjald-
miðla, sem leiddi til flótta frá þeim yfir
í „raunveruleg verðmæti", svo sem
gull, listaverk og hráefni. Þessi
spákaupmennska átti sér einnig stað í
olíunni og voru það risaolíufélögin sem
að henni stóðu. Auk ofangreindra
ástæðna kemur þar til, að olíufélögin
væntu þess að verðið hækkaði enn
frekar og héldu því í birgðir sínar í von
um enn meiri gróða. Á þennan hátt
sköpuðu þeu hreinlega olíuskort. Hið
skammvinna olíusölubann, gerði því
ekki annað en að flýta þróun sem var
að eiga sér stað.
Opec
Þáttur OPEC í þessu máli hefur
v ■y * J - >'
vafist fyrir mörgum. Kemur það t.d.
glöggt fram í skýrslu Olíunefndar sem
viðskiptaráðherra skipaði. Þar er því
haldið fram að olíuhækkunin 1973 hafi
einungis verið verk OPEC og að það
hafi verið stofnað um líkt leyti. Hið
rétta er að OPEC var stofnað 1960 til
þess að verjast tilraunum olíuhring-
anna til að lækka verðið til olíufram-
leiðslulandanna. Því verði má ekki
rugla saman við verðið á unnum
olíuvörum á markaðnum, en það atriði
virðist ganga erfiðlega að komast inn í
kollinn á sumum, sbr. umræður í fjöl-
miðlum um þessi mál.
Verðið til olíuframleiðslulandanna
var til að byrja með ekkert raunveru-
legt verð, heldur grundvöllur skatt-
lagningu olíuframleiðslulandanna á
olíuvinnslu hringanna. Þetta hefur síð-
an verið að breytast þar sem OPEC
ríkin vinna nú í ríkari mæli olíulindir
sínar sjálf og hafa verið að teygja
klærnar yfir á svið olíuhreinsunar, sbr.
Aramco. OPEC verðið er nú verð á
hráolíu, en það olíuverð sem skiptir
máli upp á framleiðslukostnað í iðnaði
og vöruskiptajöfnuð landa sem hafa
ekki eigin olíuhreinsunarstöðvar, er
verðið á fullunnum olíuvörum. Þessi
tvö verð þurfa ekki nauðsynlega að
þróast á sama hátt, sbr. tímabilið fyrir
1960, þegar hráolíuverðið var lágt en
verðið á unninni olíu hátt. Sama hefur
komið fram nú, þegar verð á unnum
olíuvörum hefur rokið upp úr öllu
valdi á frjálsum markaði, án þess að
OPEC-verðið hafi hækkað sem
nokkru nemi. T.d. hefur komið fram
hjá COWPS (Ráð um launa- og verð-
stöðugleika) í Bandaríkjunum, að verð
á bensíni hefur hækkað tvisvar sinnum
hraðar en verð á hráolíu. Þegar slíkt
gerist, kemur mismunurinn fram í
gífurlegum gróða risa-olíuhringanna.
Það var fyrst og fremst til að ná í
hluta af þessum gróða, sem OPEC
hækkaði verðið 1974 og aftur nú.
OPEC var ekki driffjöðurin heldur elti
það áður orðnar hækkanir. Ástæðan
fyrir því að OPEC var þetta kleift 1973
voru breytt pólitísk og hernaðarleg
kraftahlutföll í heiminum heilsvalda-
stefnunni í óhag. Það hefur gert
borgarastéttum vissra hálfnýlenda
kleift að næla sér í stærri hluta þess
gildisauka sem er framleiddur í
löndum þeirra, án þess að óttast
hermdaraðgerðir eða hernaðaríhlutun
heimsvaldalandanna og án þess að
rjúfa böndin við þau.
Hvorki OPEC né risaolíuhringarnir
eru almáttug og geta ekki komist
undan áhrifum kreppu kapítalismans.
Þetta sést best á því, að raunverð á olíu,
sem og öðrum hráefnum, féll fljótlega
eftir efnahagssamdráttinn 1974/75.
Viðskiptakjör OPEC landanna hafa
farið stöðugt versnandi síðan 1974 og
náðu lágmarki á síðasta ári. Meðal
annars af þessum sögum hefur lítið
verið gert til að auka framleiðslu-
getuna, hvorki af hálfu OPEC né olíu-
hringanna, ef undan er skilin Norður-
sjávar- og Mexikóolían, sem eru í
rauninni smámunir á heimsmæli-
kvarða.
OPEC getur þó haft viss bremsu-
áhrif sem sést á því að raunverð olíu féll
ekki nærri eins mikið og verð á öðrum
hráefnum. Raunverðið getur hins
vegar ekki fallið niður í það sem það
var fyrir 1972, án þess að ýmsar olíu-
lindir sem nýttar eru í dag (Norður-
sjórinn etc, og í rauninni aðrir orku-
gjafar verði óhagkvæmar. Það eru því
sterkir hagsmunir gegn því að olíu-
verðið falli (t.d. breska auðvaldið) og
olíuhringarnir munu gera allt til að
koma í veg fyrir það. Hins vegar virðist
OPEC ekki geta hækkað raunverðið,.
nema að áður hafi átt sér stað hækkun
á því verði sem olíufélögin fá og af-
stæður eftirspurnar og framboðs sé
olíuframleiðendum hagstætt. Eins og
við höfum sýnt fram á hér að framan,
þá ráðast þessir þættir annars vegar af
ástandi efnahagslífs auðvaldslandanna
og fjárfestingarvilja olíufélaganna.
Þróun olíuverðsins er því enginn ytri
breytingavaldur í kapítalismanum,
heldur ræðst það alfarið af þróun hans.
Núverandi hækkun fellur að öllu
leyti inn í þessa mynd og á margt
sameiginlegt með hækkuninni 1973.
Jafnvel ýmisleg borgaraleg tímarit
viðurkenna þetta: „Skaðinn er líklega
þegar skeður varðandi verðið. Verðið
var 30% hærra en í árslok 1978, jafnvel
fyrir fund OPEC í júní. Þetta er varla
vegna þrýstings frá OPEC, heldur er
ástæðan eftirspurnarþensla. Lítið á
gróða alþjóðlegu olíufélaganna á
fyrsta ársfjórðungi. Það er ekki undir
nokkrum kringumstæðum hægt að
útskýra aukninguna með birgðagróða
vegna hækkandi verðs á hráolíu.
OPEC hefur aðeins siglt í kjölfarið."
(Euromoney, júlí 1979). Ef við lítum á
nýlegar tölur um gróða nokkurra af
„systrunum sjö“, þ.e. stærstu olíu-
félaganna, kemur eftirfarandi í ljós:
Gróði á öðrum ársfjórðungi:
aukning frá 1978
Texaco Gulf OIL Mobil Exxon
132% 65% 38% 21%
(Heimild: Newsweek).
Hækkunin nú stafar því að aukinni
eftirspurn, bæði vegna þess að
efnahagslíf auðvaldslandanna hefur
verið á hátoppi sem nú má gera ráð
fyrir að sé að breytast í öldudal, svo og
vega spákaupmennsku og birgða-
söfnunar. Enn sem fyrr eru olíufélögin
að verki. Þau halda olíu frá markaðn-
um í von um hærra verð. Mörg dæmi
hafa verið nefnd um það að risaolíu-
skip eru látin bíða fyrir utan losunar-
hafnir drekkhlaðin meðan verðið
þýtur upp.
Við sjáum eirínig að önnur hráefni
hafa hækkað í verði vegna hamsturs og
spákaupmennsku, sem stafar af aukn-
ingu verðbólgunnar og rýrnun gjald-
miðla. T.d. mælist árshækkun allra
hráefna nú í kringum 9,5% í enskum
pundum. Á málmum er hækkunin
20,5%. Ef við ætlum hins vegar að fá
Núverandi ástand