Neisti - 26.08.1979, Side 4

Neisti - 26.08.1979, Side 4
8. tbl. 1979. bls. 4 Loðnustríðið við Jan Mayen: Átök á milli íslensks og norsks auðvalds Þær eru ófáar hetj- urnar, sem riðið hafa um héruð undanfarnar vikur og hvatt til harðari afstöðu í sambandi við Jan Mayen. Allar hafa hetjurnar sagst standa vörð um „þjóðarhag“ og „mikilvæga hagsmuni fs- lendinga“. Leiðarar dag- blaðanna hafa keppst um að ráðleggja þjóðinni - og Benedikt Gröndal sér- staklega - hvernig best væri að „halda á spil- unum“ gagnvart norð- mönnum. Það leyndist eftir allt saman lítill Bismark í ótrúlega mörg- um ritstjórum og stjórn- málamönnum landsins. Og allir kepptust þeir um að sannfæra Benedikt Gröndal, sem eins og allir vita, er krati og skilur ekkert í pólitískum ref- skákum af þessu tagi frekar en Lassalle forð- um. Norskir krataforingjar, sem numið hafa meira af Bismark en Lassalle hótuðu með rússneskum og færeysk- um fiskiskipum á miðin við Jan Mayen og sögðu allt loga í deilum á Islandi um stefnuna í málefnum Jan Mayen. Gegn þessum brögðum mynduðu afkom- endur Snorra Sturlusonar og Jóns Arasonar bandalag og samkvæmt forskrift frá Jóni Sigurðssyni drógu þeir fram úr pússi sínu bréf, sem Jón Þorláksson ritaði á árinu 1927 um rétt íslendinga til að nýta náttúruauðæfi við Jan Mayen. Um þessa stefnu stæðu íslendingar saman sem einn maður - nema náttúrlega Benedikt og Fram- sókn og . . . En Ólafur Ragnar Grímsson, sem lagfært hafði málfarið á tillögum Matthíasar Bjarnasonar, bjargaði samstarfsflokkunum í þessu máli og hin þjóðlega stefna útgerðar- auðvaldsins og Alþýðubandalagsins náði fram að ganga. Alþjóðahyggja verkalýðsins Einn af hornsteinum sósíalískra hugsjóna er alþjóðahyggja verkalýðs- ins. Sem sósíalistum ber okkur að taka afstöðu til pólitískra málefna út frá sameiginlegum hagsmunum hinnar al- þjóðlegu verkalýðsstéttar. Þetta felur það í sér að í deilum milli þjóðríkja, þá ber sósíalistum að neita að styðja sér- hagsmuni „síns“ auðvalds. Þvert á móti ber þeim að benda stöðugt á and- stæðurnar á milli hagsmuna verkafólks og hagsmuna auðvaldsins og finna lausnir, sem byggja á sameiginlegum hagsmunum verkalýðsstéttarinnar í þeim löndum, sem hlut eiga að máli og leiða til sameiginlegrar baráttu gegn auðvaldinu. Rósa Lúsemburg orðaði þetta á sínum tíma þannig, að verka- lýðshreyfingunni í öllum löndum bæri skylda til að miða alla starfsemi sína við það verkefni að „skapa skarpar andstæður á milli verkalýðsins og þjóðlegu borgarastéttarinnar; að sýna stöðugt fram á þær pólitísku og andlegu andstæður, sem eru á milli þessara stétta. Samtímis verður verka- lýðshreyfingin að undirstrika og stað- festa hina alþjóðlegu samstöðu verka- fólks í öllum löndum." Alþjóðahyggja verkalýðsins setur íslenskum sósíalistum þá skyldu á herðar, að berjast fyrir því að verka- lýðshreyfingin á íslandi og í Noregi nái samkomulagi um lausn á deilunni um Jan Mayen. Slíkt samkomulag verður að byggjast á hagsmunum verkafólks í þessum löndum og leiða til sameigin- íegrar baráttu verkafólks gegn gróða- hagsmunum og rányrkju íslenska og norska útgerðarauðvaldsins. Til þess að berjast fyrir slíkri sam- stöðu verkalýðshreyfingarinnar er nauðsynlegt að íslensk verkalýðshreyf- ing aðgreini sig skýrt frá íslenska auð- valdinu og berjist gegn rányrkju og skipulagsleysi þess. Það er verkefni, sem okkur er nærtækast. Þar höfum við verkefni þar sem möguleikarokkar til að fá einhverju áorkað eru mestir. í stað þess að berjast fyrir því að íslenska utanríkisráðuneytið skipuleggi kynn- isferðir í.Noregi til að kynna „málstað okkar íslendinga“ og veifa gömlu bréfi sem Jón Þorláksson skrifaði eitt sinn, þá ættu íslenskir sósíalistar að skipu- leggja kynnisferðir í Noregi til að kynna baráttu gegn rányrkju auðvalds- ins hér á landi og hvetja norskt verka- fólk til að berjast gegn rányrkju auðvaldsins í Noregi. Alþjóðahyggja verkalýðsins er ekki bara falleg hugsjón. Hún samsvarar þeim efnahagslega og pólitíska raun- veruleika, sem við búum við. Heims- verslunin, hin alþjóðlega verkaskipt- ing, efnahagsleg, pólitísk og hug- myndafræðileg tengsl gera alþjóðlegt samstarf að nauðsyn fyrir allar þjóðir. Samkeppni og hagsmunaandstæður á milli auðvaldsríkjanna ógna stöðugt þessum nauðsynlegu alþjóðlegu sam- skiptum. Átímum vaxandi kreppueins og nú, eykst þessi hætta. Þá reynir borgarastétt sérhvers ríkis, að vernda gróðahagsmuni sína á kostnað ann- arra. Hver sem niðurstaðan verður - og hvort sem um er að ræða við- skiptastríð eða styrjöld - kemur það í hlut verkafólks að borga brúsann. Nauðsyn alþjóðahyggjunnar er kannski hvergi jafn augljós og einmitt á sviði fiskveiða, þar sem „óþjóðlegheit" fjölmargra fiskistofna gera það nauð- synlegt að skipuleggja nýtingu stofn- anna með alþjóðlegu samstarfi. Verka- fólk hefur enga ástæðu til að ætla að auðvaldið geti skipulagt nýtingu þessara fiskstofna á skynsamlegan hátt, hvort heldur um er að ræða veiðar á alþjóðlegu hafsvæði, eða hafsvæði innan fiskveiðilögsögu einstakra ríkja. í þessu lífshagsmunamáli getur verka- fólk engum treyst nema sjálfu sér og stéttarsystkinum sínum í öðrum lönd- um. Uppgjöf gagnvart auðvaldinu Það er velþekkt bragð í refskák borgaralegra stjórnmála, að reyna að forðast óánægju með innanlands- stjórnmálin með því að búa til átök á alþjóðavettvangi og beina athygli fólks að þeim. Þannig er reynt að efla samstöðu stéttanna gegn ytri óvin og búinn er til sökudólgur, sem hægt ér að gera ábyrgan fyrir efnahagslegum og pólitískum erfiðleikum. Það kæmi því ekki á óvart, þótt innan skamms verði farið að kenna loðnuveiðum norskra skipa við Jan Mayen um þá efnahags- kreppu, sem nú nálgast og rányrkja íslenska auðvaldsins undanfarin ár og alþjóðlegur efnahagssamdráttur bera höfuðábyrgðina á. Hamagangurinn í Jan Mayen mál- inu er þannig vitnisburður um póli- tíska uppgjöf forystu verkalýðshreyf- ingarinnar og verkalýðsflokkanna, sem ætlar sér að nota þetta mál til að fela uppgjöf sína gagnvart verkefnum stéttabaráttunnar hér á landi. Þetta kemur skýrt í ljós í sambandi við þær loðnuveiðar, sem nú eru hafnar. Mitt í hinni s.k. olíukreppu eru loðnuskip látin sigla á fullri ferð, í kappi eftir loðnunni, lengst norður í Ballarháf, á sama tíma og þessi olíukreppa er látin réttlæta skerðingar á launum verka- fólks og stórfelldar niðurgreiðslur á olíu til útgerðarmanna. Ekkert er gert til að skipuleggja veiðarnar, þrátt fyrir vilja í þá átt meðal sjómanna eins og komið hefur fram í grein í Dagblaðinu eftir Þorstein Ingason vélstjóra. í stað þess að koma á kvótaskiptingu milli skipanna er gróðafíknin og samkeppn- in látin stjórna veiðunum og afleiðing- in verður glórulaus sóun. Hagsmunir íslensks verkafólks verða best tryggðir með því að berjast gegn rányrkju og sóun íslenska auðvaldsins á sviði loðnuveiða og í öðrum greinum A . D . Hvað er með jafnréttissíðuna í Þjóðviljanum? Þeir sem fylgst hafa með Jafn- réttissíðunni í Þjóðviljanum hafa væntanlega tekið eftir því að hún hefur birst nokkuð óreglulega í sumar. Snemma í sumar urðu manna- breytingar í ritstjórn síðunnar, ma. var það nýmæli tekið upp að tveir karlmenn voru 1 ritnefndinni. Á fyrstu síðu hinnar nýju ritnefndar birtist viðtal við Dóru Guðmunds- dóttur, sem fór gagnrýnum orðum um Alþýðubandalagið og eyddi ma. nokkru púðri á Sigurjón Pétursson. Var engu líkara en nokkurrar taugaveiklunar gætti á Þjóðviljanum vikuna á eftir, og fékk ritnefnd síðunnar þau skila- boð að vegna plássleysis yrði óvíst hvort síðan gæti birst næsta laug- ardag. Ekki sá ritnefndin ástæðu til að véfengja það, en skilaði inn efni, og lét átölulaust þótt það birtist ekki, en varð nokkuð óþolinmóð þegar það birtist ekki heldur laugardaginn þar á eftir, enda ekkert gert viðvart um það. Eftir þetta birtist síðan, en nokkuð óreglulega, og að sjálf- sögðu fór sú áætlun sem ritnefndin hafði gert úr böndunum. Hluti þeirrar áætlunar var að fara út fyrir kvenfrelsi og vandamál kvenna, ma. athuga karlmennskuhlutverk- ið lítillega. Viðtal birtist við félaga í samtökum hómósexúalista og grein um karlmannahreyfinguna í Danmörku. Loks var skilað inn efni um ofbeldi dyravarða á veitingahúsum, það átti að reyna að skoða í víðara samhengi. Sú síða birtist ekki. Þá brast ritnefndina þolinmæði og óskaði eftir viðræð- um við ritstjórn Þjóðviljans, og boðaði jafnframt skyndifund innan Rauðsokkahreyfingarinnar, þótt ekki næðist í alla félaga vegna lítils fyrirvara. Það hefur lengi verið óánægja með jafnréttissíðuna innan Ál- þýðubandalagsins og meðal sumra lesenda Þjóðviljans. Lítið af þeirri gagnrýni hefur birst á prenti, þó má benda á grein Soffíu Guðmunds- dóttur snemma í sumar, annars hefur það mest verið í framhjá- hlaupi. Síðan hefur fengiðnöfn eins og kynlífssíðan og móðurlífssíðan og ritnefnd hennar á ugglaust heima 1 naflaskoðunarhópi þeim sem hefur hreiðrað um sig í kolli Guðmuridar Jaka. Gagnrýnin hef- ur semsé verið sú helst auk þess að síðan sé beinlínis leiðinleg og lítið lesin, að hún fjalli of mikið um kyn- ferðismál. Það sýnir þó frekar hvað fólk les helst og tekur eftir, því samkvæmt athugun jafnréttissíðu- fólks hefur mjög lítið verið fjallað um kynferðismál og líkamleg vandamál kvenna (eða karla); mest hefur verið fjallað um kjör verka- kvenna, - of lítil umfjöllun um þau hefur einmitt verið gagnrýnd -, því næst um bókmenntir og börn. Það er reyndar athyglisvert hversu umfjöllun um vandamál einkalífsins virðist fara í taugarnar á sumum alþýðubandalagsmönn- um, einkum þó gömlum kommum og sumum verkalýðsforingjum. Manni dettur í hug hvort heimilis- bragur Þórðar járnsmiðs úr leikrit- inu „Stalín er ekki hér“ sé ekki ríkjandi ennþá allvíða í röðum þeirra sem vilja kallast sósíalistar. Jafnframt tengist þetta óneitanlega lýðræðiskröfu margra yngri sósíal- ista. Þessu væri vert að gera betri skil í annarri grein. Á fundinum í Rauðsokkahreyf- ingunni var einhugur um að hreyf- ingunni væri það mikilvægt að jafnréttissíðan héldi áfram að birtast reglulega, enda væri hún eina reglulega málgagn hreyfingar- innar þar sem Forvitin rauð kemur sjaldan út. Að sjálfsögðu er hér um að ræða samstarf Þjóðviljans og Rauðsokkahreyfingarinnar og yrði hvor aðili að taka tillit til hins í því samstarfi, þannig væri óeðlilegt að nota síðuna til beinna árása á Þjóð- viljann og Alþýðubandalagið, nema um væri að ræða óhjákvæmi- lega gagnrýni í samhengi við jafn- réttismál. Jafnframt væri sjálfsagt að ritstjórar læsu síðuna yfir fyrir prentun, en prentun hennar yrði ekki stöðvuð án samráðs við ritnefnd hennar. Á fundi með ritstjóra Þjóðvilj- ans varð ljóst að forráðamenn blaðsins vildu leggja síðuna niður, ,,vegna þess prinsipps að hluti blaðsins yrði ekki settur undir ritsljórn utanaðkomandi aðila". Síða Samtaka herstöðvaandstæð- inga yrði þá líka lögð niður. Loks kom það tilboð að síðan héldi áfram, en undir stjórn einhvers blaðamanns Þjóðviljans. Það taldi ritnefnd síðunnar óviðunandi og var þá sæst á að Rauðsokkahreyf- ingin skipaði áfram ritstjórn síð- unnar og starfaði blaðamaður frá Þjóðviljanum með henni, og töldu báðir aðilar það viðunandi lausn á samstarfi Rauðsokkahreyfingar- innar og Þjóðviljans. - eó

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.