Neisti - 26.08.1979, Blaðsíða 7

Neisti - 26.08.1979, Blaðsíða 7
8. tbl. 1979, bls. 7 sambærilega tölu við 30 prósentin hér að ofan, verðum við að mæla hækkunina í dollurum, en þá er árs- hækkunin á málmum 36,2%, þe. ekki mikið lægri heldur en hækkunin á olíunni, en 30 prósentin eru 6-7 mánaða hækkun. (Heimild The Econ- omist). Það er algeng skoðun að verkfall oliuverkamanna í íran í október og byltingin í febrúar hafi verið grund- vallarorsök olíuverðshækkunarinnar. Þessi skoðun er alröng. Ekki vegna þess að framleiðsluminnkunin í íran hafi ekki verið umtalsverð, heldur vegna þess að- aðrir aðilar juku framleiðslu sína, aðallega Saudi-Ara- bía. Einnig vegna þess að framleiðslu- minnkunin gerðist á tíma þar sem áhrif hennar eru í lágmarki. Birgðasöfnun fyrir veturinn fer aðal- lega fram á þriðja ársfjórðungi, en verkfallið átti sér stað á þeim fjórða. Meðan á því stóð var framleiðslan 2.5 millj. tunnur á dag, en framleiðslugeta íran er um 6.6 millj. Hins vegar fram- leiða olíuframleiðslulöndin aldrei með fullri framleiðslugetu. Fyrstu tvo mánuði þessa árs var innflutningur Bandaríkjanna, Japan og V-Evrópu á olíu 7% meiri en 1978, en neyslan aðeins 4,2% meiri. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þegar olíuútflutningur írans var aðeins um 600.000 tunnur á dag að meðaltali, var olíuframleiðsla OPEC 2.8% meiri en á sama tíma í fyrra og við það bætist aukin framleiðsla í Norðursjó, Mexíkó og Alaska. Þetta ætti að vera það tímabil, sem framleiðslan var í lágmarki vegna íran!!! Neyslan nær hámarki í febrúar og hefur dregið úr henni síðan á sama tíma og olíuframleiðsla íran hefur farið vaxandi. Það má því spyrja, hvar kemur skorturinn eiginlega fram? Samkvæmt þessum tölum er það alveg ljóst að hann hefur skapast vegna gífurlegrar birgðasöfnunar einhvers staðar á Vesturlöndum. „Það er kaldhæðnislegt, en kreppan í íran virðist hafa leitt til uppskrúfunar hráolíuverðsins án þess að nokkur raunverulegur skortur hafi komið fram“ (Euromoney, júlí 1979). Vissu- lega er það kaldhæðnislegt, en alls ekki óskiljanlegt í ljósi þess sem hér hefur verið sagt. Nýr samdráttur Ekki er búist við því að verð á olíu eða öðrum hráefnum haldi áfram að hækka á næstunni. Frekar má búast við því að raunverðið muni fara lækkandi. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þrjár. í fyrsta lagi var það verð sem hæst var skráð á mörkuðum eins og Rotterdammarkaði ýkt vegna spá- kaupmennsku og gat því ekki staðist til lengdar. í öðru lagi má búast við því að framleiðslan aukist í Bandaríkjunum á næstunni vegna aðgerða stjórnarinnar og hækkunar olíuverðsins á Banda- ríkjamarkaði. í þriðja lagi mun sá samdráttur sem nú er hafinn í Banda- ríkjunum og nokkrum öðrum auð- valdríkjum (Bretland), leiða til minnk- andi eftirspurnar eftir olíu. Er þessi ástæða þyngst á metunum. Búist hafði verið við þessum sam- drætti fyrir olíuverðshækkunina og óháð henni. Samdráttur iðnaðarfram- leiðslunnar í Bandaríkjunum síðustu 3 mánuði er 1% á ársgrundvelli og raunlaun hafa fallið um 7% á ársgrundvelli. Þess má geta að samdráttur þjóðarframleiðslunnar í Bandaríkjunum í kreppunni 1974- 1975 var ,,aðeins“ 1,5%. Enn sem komið er, er heimsauð- valdið ekki enn í þeirri úlfakreppu sem það komst í 1974, þegar hagsveiflan var nær samtímis í stærstu auðvalds- löndunum. Japan og V-Þýskaland eru enn á uppleið (15,5% aukning iðnaðar- framleiðslu í V-Þýskalandi og 10,5% í Japan fyrir sama tímabil og Bandarík- in). Einnig er verðbólgan minni í þessum löndum en hún var 1974. En ekki er víst að Adam verði lengi í Paradís. Hvenær samdrátturinn held- ur innreið sína af fullu afli og hversu djúptækur hann verður, veltur m.a. á efnahagsstefnunni í helstu auðvalds- löndunum, sérstaklega Bandaríkjun- um, V-Þýskalandi og Japan. Verð- bólgan er að vaxa í V-Þýskalandi og Japan og öll 3 löndin hafa verið að hækka vextina töluvert til þess að lokka fjármagn til sín vegna óhagstæðs greiðslujafnaðar í Bandaríkjunum og Japan og vegna verðbólgunnar í V- Þýskalandi. í rauninni er um að ræða vaxtakapphlaup á fjármálamörkuðum heimsins. Við aðstæður þar sem gróða- hlutfallið hefur verið að lækka á ný, m.a. vegna hækkunar hráefnaverðsins og olíunnar, mun þetta leiða til samdráttar. Ef of fast verður stigið á hemlana, má búast við því að sam- drátturinn verði enn dýprien 1974með öllu sem tilheyrir, þ.e. auknu.atvinnu- leysi og lífskjaraskerðingu. Munurinn er hins vegar sá að þessi samdráttur kemur verkalýðsstéttinni ekki eins á óvart og má því búast við harðnandi átökum stéttanna, ekki síst í Banda- ríkjunum. MG (Stuðst var við ýmis hefti Interconti- nental Press, The Economist, News- week o.íl.). Hin almáttuga vinstri stjórn Samkvæmt leiðara Þjóð- viljans, sunnudaginn 19. ágúst s.l., er bjart yfir auð- valdsbúskapnum á fslandi um þessar mundir. Hjól atvinnulífsins snúast hraðar en nokkru sinni fyrr. At- vinnuleysi er nær ekkert og vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður. Á sama tíma er kaupmáttur með hæsta móti, þótt hann hafi farið lækkandi að undanfömu, en ástæða þess er auðvitað „utanaðkomandi vandi“. Eina sem skyggir á er olíuverðhækkunin, en hún á að bera ábyrgð á því að verðbólgan vex á ný og eyðileggur þannig hinar fínu aðgerðir vinstri stjóm- arinnar, sem var búin að ná verðbólgunni niður í 23% á ársgrundvelli. Vondir menn í útlandinu þurfa alltaf að eyðileggja allt. íslenski kapítalisminn virðist því býsna stöndugur og samkvæmt leiðaranum má þakka það vinstri stjórninni, sem virðist hafa allt að því guðdómlegt vald og getur m.a. stjórnað magni útflutnings- og inn- flutnings, þótt ekki ráði hún við olíuverðið. Hingað til höfðu ver- aldlegir menn haldið að magn útflutnings réðist fyrst og fremst af aflamagni og eftirspurn á erlend- um mörkuðum og þessi atriði væru ekki undir áhrifamætti ríkisstjórna nema þá til lengri tíma (skipu- lagning veiða, markaðsöflun osfr.). Svo virðist að vinstri stjórnin sé svo öflug að hún geti breytt þessu á nokkrum mánuðum. Einnig hafa ófáir sósíalistar bent á að í auðvaldsskipulaginu sé erfitt að draga úr almennum innflutningi frá því sem hann myndi að óbreyttu verða, án þess að skerða kjörin eins og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar gerði á sínum tíma í þessu skyni. Þjóðnýting er vissulega valkostur, en hann hefur ekki verið valinn. Það er því ansi erfitt að sjá út úr tölum um innflutning og útflutn- ing í hverra þágu er stjórnað, eins og leiðarahöfundur vill halda fram. Einnig hefur verið bent á það, að án beinnar stjórnunar og/eða þjóð- nýtingar, ráðist almennur innflutn- ingur fyrst og fremst af þjóðartekj- um og breytingum þeirra með vissum tímatöfum. En þessar kenn- ingar eru auðvitað alrangar. Allt sem þarf er vinstri stjórn. Þá er það blessuð verðbólgan. Samkvæmt leiðarahöfundi var hún 23% á ársgrundvelli nóvember 1978 til apríl 1979. Aumingja höfundur virðist eiga einhvetja gamla gufu- reiknivél, því hið rétta er, að hún var 38,5% á þessu tímabili. Enda hlýtur hér að vera átt við mælingar framfærsluvísitölunnar 1. nóvemb- er 1978 og 1. maí 1979. Hins vegar verður það að athugast, að með því að velja rétt tímabil, máalltaf hnika til verðbólgustiginu svo munar tugum prósenta. Þannig var verð- bólgan frá 1. nóvember 1978 til 1. febrúar 1979, 20,2% á ársgrund- velli, en ekki nema grófustu lodd- urum dytti í hug að halda því fram að þetta hafi verið hin væntanlega ársverðbólga. En allt er jú gert til að réttlæta veruna í vinstri stjórninni og ekki er víst að leiðarahöfundar Þjóðviljans séu tilbúnir til að kasta gufureiknivélunum þótt að aðrar bjóðist í staðinn, a.m.k. ekki svo lengi sem Alþýðubandalagið er í stjórn. Þjóðviljinn kennir olíuverðs- hækkuninni um allt sem miður fer í efnahagslífinu um þessar mundir. Þar er hann í þokkalegum félags- skap, því þetta er einmitt það sem auðvaldið um allan heim gerir um þessar mundir. Þetta er því fárán- legra þar sem oliuverðshækkunin er, ef eitthvað er, blessun fyrir íslenska auðyaldið til lengri tíma, vegna þeirrar gífurlegu ónýttu orku sem hér finnst. Það sem meira er; þar eru miklu alvarlegri vandamál sem steðja að en olíuverðshækk- unin, en þau eru minnkandi þorsk- og loðnuafli, vegna stjórnlausrar rányrkju íslenska auðvaldsins á undanförnum árum. Þótt loðnuafl- inn verði ef til vill ekki minni í ár en í fyrra, er ljóst að loðnustofninn er í mun meiri hættu en haldið hefur verið. Ef auðvaldið fær að farasínu fram í þessum efnum mun skapast hér alvarleg kreppa, sem gerir olíu- verðið að smámunum einum. Ekki virðist sem vinstri stjórnin geri neitt að marki i þessu langtíma vanda- máli. MG. Olíukreppa og Fyrir nokkrum vikum barst sú frétt til landsins, að í erlendu sérfræðitíma- riti, Metal Bullettine, hefði birst grein þar sem fjallað var um ísland og því spáð að hér byggju hinir „nýju mandarínar" framtíðarinnar. Þessi frétt stakk óneitanlega nokkuð í stúf við hinn almenna áróður í fjölmiðlum hér á landi. Mitt í öllum barlóminum um efnahagserfiðleika „vegna“ verð- hækkana á olíu og „nauðsynlegar" kjaraskerðingar af þeirra völdum birtist erlendis grein, þar sem lýst er glæstum efnahagslegum framtíðar- möguleikum hér á landi - einmitt vegna oliukreppunnar. Það er ekki ætlun okkar hér að líta framhjá þeim efnahagserfiðleikum sem verðhækkunin á olíu veldur íslenska auðvaldskipulaginu. Slíkt væri jafn fáránlegt og að líta fram hjá því að meginorsakir þeirrar kreppu sem nú er framundan eru mettun erlendra mark- aða, ofveiðin og skipulagsleysi auð- valdsframleiðslunnar hér á landi. Það er aftur á móti jafn ljóst að þegar til lengri tíma er litið þá mun verðhækk- un á orku í heiminum gera nýtingu á hinum auðugu orkulindum landsins stöðugt arðbærari og hjálpa til að leysa það vandamál sem íslenska auðvaldið hefur átt við að stríða undanfarna tvo áratugi, þ.e. að finna nýjar framleiðslu- greinar sem væru samkeppnisfærar á heimsmarkaðnum og gætu tekið við af sjávarútveginum sem undirstaða efna- hagsþróunar og auðmagnsupphleðslu hér á landi. Þessi vandamál hafa í minna mæli en vænta mætti birst í almennri efnahagskreppu hér á landi vegna þeirra miklu og langvarandi verðhækkana á fiskafurðum sem orðið hafa á heimsmarkaðnum undanfarin 10-15 ár. En einmitt nú þegar afleið- ingar ofveiðinnar eru að komast á hættulegt stig þá verður lífsnauðsyn- legt að finna nýjar framleiðslugreinar til að bæta upp þrot sjávarútvegsins íslenska auðvaldinu hefur verið það ljóst um nokkurt skeið að þær fram- leiðslugreinar sem koma til greina í þessum efnum eru fyrst og fremst þær sem geta nýtt orkuauðæfi landsins. Skipulagsleysi auðvaldsins Þessar tvíþættu afleiðingar olíuverð- hækkananna gera það að verkum að það er vafsamt að ræða um olíukreppu yfirleitt hér á landi. Þegar litið er til „þjóðarbúsins í heild" - einkum til lengri tíma - þá eru þessar verðhækk- anir íslenska auðvaldinu í hag. Vanda- málið er að auðvaldsskipulagið hefur ákaflega takmarkaða möguleika á að miðla ágóðanum milli þeirra greina sem hagnast á verðhækkununum á olí- unni og þeirra sem tapa á henni. f merkilegri ritdeilu sem Baldur Óskarsson átti í við Staksteina Morg- unblaðsins benti Baldur á þær jákvæðu hliðar sem verðhækkanirnar á olíu hefðu í för með sér. í Þjóðv. 19. júlí benti hann á að „olíuvandinn (verður) væntanlega til þess að flýta mjög fyrir því að íslendingar nýti betur innlenda orku, þannig að á tiltölulega skömm- um tíma sé hægt að útrýma olíuinn- fiutningi að mestu og jafnvel flytja út orku ef rétt verður að staðið. Það ríður því á að vera óragur við að afla erlends fjármagns og beina því til rannsókna og framkvæmda á sviði orkufram- leiðslu". Án efa tjáir Baldur þarna hugmyndir forystumanna innan Abl. sem seint og um síðir hafa komið auga á það sem forystumenn íslenska auðvaldsins sáu fyrir tuttugu árum, þ.e. að framtíðarmöguleikar auð- magnsupphleðslunnar hér á landi byggðust á nýtingu orku í samvinnu við erlent fjármagn. Bæði Hjörleifur Guttormsson og Ingi R. Helgason formaður olíunefndarinnar hafa látið í ljós svipaðar skoðanir. Við ætlum ekki hér að kvarta undan þessari afstöðu- breytingu forystumanna Abl. Við höfum áður bent á að fáránlegt sé að beijast gegn þessari óhjákvæmilegu þróun og þess í stað eigi sósialistar að einbeita sér að þeim verkefnum sem þessi þróun skapar bæði hvað varðar daglega baráttu verkafólks og eðli þeirrar sósíalísku umsköpunar sem við stefnum að. Það sem við viljum aftur á móti efast um er að íslenska auðvaldið geti nýtt þá möguleika sem tvímæla- laust eru fyrir hendi, varðandi nýtingu innlendrar orku og uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Auðvaldskipulagið hef- ur löngum sýnt, að það er sérstaklega illa til þess fallið að skipuleggja lang- tímafjárfestingar eins og þær sem hér er um að ræða. Þetta á einkum við á tímum vaxandi efnahagskreppu og almennrar offramleiðslu eins og nú. Við ætlum ekki að draga það í efa að Hjörleifur Guttormsson geti átt eftir að semja um orkusölu á mjög hagstæð- um kjörum - og þá örugglega mun hagstæðari kjörum en Magnús Kjart- ansson náði í samningum við Union Carbide á sínum tíma. Við ætlum aftur á móti að draga það í efa að íslenska auðvaldið geti nýtt þessa möguleika skipulega. Það er einmitt í þessu sem sósíalísk gagnrýni á hina s.k. olíu- kreppu verður að felast. Þessi kreppa afhjúpar ekki aðeins skipulagsleysi heimsmarkaðar auðvaldsins og blinda gróðafíkn alþjóðlegra auðhringa eins og Baldur Óskarsson bendir á í grein sinni. Hún afhjúpar einnig skipulags- leysi og getuleysi íslenska auðvalds- skipulagsins, sem þrátt fyrir alla þá möguleika sem náttúruauðæfi landsins hafa upp á að bjóða, finnur enga aðra leið út úr efnahagskreppu sinni en árás á kjör verkafólks. ÁD.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.