Neisti - 26.08.1979, Page 9

Neisti - 26.08.1979, Page 9
Ezzedin Hosseini trúarleiðtogi Kúrda hefur harðlega gagnrýnt stjórnina í Teheran fyrir áð ráðast gegn ávinning- um byitingarinnar. Hann er nú eftir- lýstur. baráttuhefð. Sunnudaginn 19. ágúst lýsir Khomeini stríði á hendur Kúrdum og sakar þá um að hafa byrjað uppreisn. Flest bendir til þess að það sé gersamlega tilhæfulaus ásökun, enda fyrst og fremst búin til vegna þess að Kúrdar eru bein ógnun við það miðstýrða einræðisríki sem khomeini klíkan virðist ætla að koma á fót (og má geta þess að meðan á þessum atburðum stóð jókst samstarfið við ýmsa erlenda auðhringa s.s. þýska, sem eiga að reisa orkUver og olíuhreins- unarstöð). Eins og forystumenn þeirra hafa margítrekað þá litu Kúrdar á sig sem hluta af írönsku byltingunni gegn keisaraveldinu. Margir þeirra gerðust byltingarvarðmenn og smám saman tóku þeir stjórn mála í Kúrdistan í sínar hendur. Þeir hafa nokkrum sinnum storkað stjórninni íTeheranen þó er ljóst að átökin við borgina Paveh hófust ekki fyrr en yfirvöld [ran sendu þangað byltingarvarðmenn sem ekki eru af kúrdnesku bergi brotnir. Á þetta Frh.á bls. 11 Verkalýðs- blaðið og r Iran Umfjöllun Verkalýðsblaðsins (14.-27. ágúst, að afstöðnum stjórn- lagaþingskosningum, Ayandegan banni og atlögunni að bækistöðv- um vinstrihópa) um íran er átakan- legur lestur. Þar er vitnað í blaðið Ranjbar, sem sagt er málgagn íranskra kommúnista, og eru þar efalítið einhverjir marz/leninistar á ferð. Við tökum nokkrar tilvitnan- ir, þær tala sínu máli, athugasemdir eru með öllu óþarfar: „ Þróun byltingarinnar í íran hefur átt erfitt framdráttar, einsog nú er ástatt, vegna íhlutunar risa- veldanna og sendisveina þeirra í íran. franskir kommúnistar eru staðfastlega vissir um að alþýðu- fjöldinn í íran með byltingareld- móði sinum og undir fána íslamska lýðveldisins og forystu Imam Kho- meini muni eyða öllum erftðleik- um, (!) muni hrinda af höndum sér heimsvaldabrölti Baldaríkjanna og Sovétríkjanna og halda merki byltingarinnar á lofti." „íranskir kommúnistar styðja forystu Imam Khomeini. Þeir eru ekki ívafa um að við þœr aðstœður sem nú ríkja, er sú stefna sem leidd er af Khomeini sú sem tryggt getur áframhaldandi byltingu ílandinu." Aðeins þetta: Við erum ekki í minnsta vafa um að Ranjbar þetta hefur verið bannað ekki síður en öll önnur blöð sem kenna sig við kommúnisma eða sósíalisma. Tékkóslóvakíu Handtökurnar í Handtökur 10 forystumanna „Charta" þann 29. maí s.i. marka nýtt stig í baráttu tékkneskra yfirvalda gegn andófsmönnum. Auk þess að hafa undirritað Charta, höfðu andófsmennirnir unnið bað til saka að vera meðlimir í „Varnarnefnd Ofsóttra Borgara", VONS. Greinilegt er að staiíníska skrifræðið í Tékkóslóvakíu ætlar að ganga milli bols og höfuðs á andófsöflunuin í eitt skipti fyrir öll. Kerfið í Tékkóslóvakíu hefur aldrei viðurkennt tilveru Charta 77, og beitt ýmsum ráðum til að hindra starfsemi hennar. Njósnað hefur verið um aðstandendur hennar, á þá hefur verið ráðist á götum úti, þeir hafa misst atvinnuna og þurft að sæta síendur- teknum húsrannsóknum. Til svo harkalegra aðgerða sem handtöku 10 menninganna hefur þó ekki verið gripið áður. Það þarf að leita allt aftur til ársins 1971 til að finna hliðstæðar árásir á sósíalísk andstöðuöfl. Hætta er talin á að handtökurnar nú leiði til réttarhalda í anda fimmta áratugsins. Ákærurnar sem 10 menningarnir standa frammi fyrir eru njósnir, landráð og fáeinir minniháttar glæpir, en lágmarksrefsing fyrir slíkt athæfi er 3ja ára fangelsi, en hámark 10 ár. Lögfræðingurinn sem tók að sér vörn þeirra missti óðara starfsleyfið, og lög- fræðingum sem t.d. franskir sósíalistar og þýskir kaþólikkar buðust til að senda hinum ákærðu, hefur verið neitað um vegabréfsáritun til landsins. Handtökurnar hafa vakið mikla reiði sósíalista og verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum, og safnað hefur verið undirskriftum undir samræmda mót- mælayfirlýsingu þessara afla í löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi, Bret- landi, ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum, SViss og Kanada, svo dæmi séu nefnd. Hvers vegna nú? Husákstjórnin naut félagslegs og pólitísks stöðugleika innanlands á fyrri hluta þessa áratugs. Eftir innrás Sovét- manna tókst stjórninni að lama alla baráttu verkalýðsins, og hreinsa ræki- lega til í Kommúnistaflokknum, sem og öðrum pólitískum stofnunum. Með aðstoð Sovétmanna tókst henni að bæta lífskjör landsmanna nokkuð, og treysti það stöðu hennar enn. En þetta breytti hins vegar í engu grundvallar- eðli tékkóslóvakiska efnahagskerfisins, og því hlutu vandamálin alltaf að koma upp aftur. Upp úr miðjum áratugnum fór að halla undan fæti efnahagslega séð, og stóð þá stjórnin frammi fyrir því verkefni að ráðastá lífskjör verkalýðs- ins. Það er hins vegar mjög hættuleg leið að feta fyrir skrifræðisstjórn eins og Husákstjórnina sem skortir gjör- samlega pólitískan stuðning meðaí fjöldans. Fyrstu merki um opna andstöðu við hugmyndafræði og stjórn stalínism- ans, komu fram meðal verkalýðsæsk- unnar í helstu iðnaðarborgum Tékkó- slóvakíu. Það er einmitt meðal þessa hóps sem Charta hefur skotið rótum. Charta, en þó einkum ,,Vons“, sem allir 10 menningarnir voru félagar í, hefur tekið upp vörn fyrir þetta unga fólk, gegn árásum skrifræðisins. Skilyrðislausan stuðning við Charta Charta byggir á tékkneska vorinu 1968 og þeirri víðtæku andstöðu sem innrás Sovétríkjanna sama ár vakti. Grundvallarmarkmið hennar er að auka hlut verkafólks í félagslegri og pólitískri ákvarðanatöku; aðferðir hennar hafa falist »í því að dreifa upplýsingum opinberlega og reyna að virkja fjöldann til stuðnings við kröfur Charta. Þetta eru sömu stefnumið og aðferðir og verkalýðshreyfingar í Evrópu hafa haft í 100 ár. Andstaða gegn skrifræðinu er barátta fyrir sósíalisma Borgarapressan hefur mjög reynt að nota árásir þær sem Charta hefur orðið fyrir í áróðri sínum gegn verkalýðs- ríkjunum. Þessi áróður hefur þó verið næsta innantómur og laus við allan sannfæringarkraft. Hvernig eiga auð- valdsöflin að taka undir kröfur um frjáls verkalýðsfélög og almenn lýð- réttindi, þegar einmitt þessi sömu réttindi sæta nú allsherjarárásum um allan auðvaldsheiminn? Hvernig á til að mynda þýska borgarastéttin að fara að þessu, án þess beinlínis að verða að athlægi? Samstaðan með andófsöflunum styrkir einmitt málstað sósíalismans. Aragrúi verkafólks hefur tvímælalaust fælst frá sósíalismanum vegna ástands- ins í A-Evrópu. Það er þess vegna gífurlega mikilvægt að breyta pólitískri ásýnd A-Evrópu. Samstaða með andófsöflunum er samstaða með baráttunni fyrir sósialisma. Meðal hinna handteknu eru Jiri Nemec, Vaclav Havel, Peter Uhl og Otka Bednarova. Zimbabwe/Rhodesia á krossgötum Samkomulag Muzorewa biskups við hvíta minnihlutann í Zimbabwe Rhodesíu hefur engan blekkt. Þing landsins, sem kosið var í apríl s.l., er varla starfandi vegna illdeilna þing- manna, og jafnvel þó séra Sithole og fiokksmenn hans hafi nú loks ákveðið að nota þingsæti sín, er óvíst að það valdi Muzorewa mikilli gleði, því verið getur að þeir myndi bandalag gegn honum með þeim sem klofið hafa sig frá flokki hans. Föðurlandsfylkingin heldur á- fram vopnaðri baráttu sinni. Stríð- ið er gífulegur baggi á efnahagslífi landsins, talið er að það kosti stjórnina u.þ.b. eina og hálfa millj- ón dollara á dag, auk þeirra truflana sem það veldur á landbún- aði og samgöngum. Nýjasta tilboð Muzorewas er náðum til handa öllum skæruliðum Föðurlandsfylk- ingarinnar sem gerast liðhlaupar. En vandamálið er hins vegar í raun- inni alls ekki hernaðarlegs eðlis. Rhodesíski herinn telur u.þ.b. 70 þús. manns, auk 8 þús, manna aukaliðs svertingja. Her þessi er ágætlega búinn vopnum frá Suður- Afríku og Bandaríkjunum. Föður- landsfylkingin hefur á hinn bóginn á að skipa tæplega 12 þús. manns undir vopnum; vopnum sem eru eins og teygjubyssur í samanburði við vopnabúnað Rhodesíska hers- ins. Vandamál Muzorewas er það að í rauninni á hann í stríði við alla þjóðina. Hvítir halda áfram að flýja land, og ekki verða kröggur Muzorewas til að hughreysta þá sem eftir eru. Hversu óvægilega sem hann kemur fram við andstæðinga sína, mun síaukin einangrun gera honum æ örðugra að afla sér stuðnings á vesturlöndum. Og þegar þar við bætist að meiri- hluti svertingja í borgum Rhodesíu /Zimbabwe lifa neðan við fátækra- mörkin, er orðið allljóst hvers vegna Muzorewa biskup á sér enga pólitíska framtíð. Jafnvel Thatcher gerir sér ljósa grein fyrir þeim hættum sem óbreytt ástand í Rhodesíu/Zimba- bwe hefur í för með sér fyrir ítök heimsvaldastefnunnar í Afríku. Stefnubreyting hennar á Samveld- isráðstefnunni í Lusaka er greini- legur vottur þess en þar gaf hún upp á bátinn fyrri áætlanir sínar um að létta viðskiptabanni af Rhodesiu/ Zimbabwe og tók upp nýja stefnu. Kjarni hinnar breyttu stefnu felst í því að fulltrúar allra flokka í Zimbabwe/Rhodesiu (þeirra á meðal fulltrúar beggja flokka Föðurlandsfylkingarinnar, ZAPU og ZANU) verði boðaðir til ráð- stefnu í London í september, þar sem lögð verði drög að nýrri stjórn- arskrá. Síðan skuli núverandi stjórn boða til nýrra kosninga sem fari fram undir eftirliti Breta. Jafn- framt skal fjárhagsaðstoð veitt í sárabætur fyrir hvíta íbúa landsins sem flytja brott, og til að ýta undir fæðingu svartrar millistéttar. Stefna Thatchers var samþykkt á samveldisráðstefnunni. Meðal þeirra ríkja sem lýstu blessun sinni yfir tillögunum voru Tanzania og Zambia, þau lönd sem liðsmenn Föðurlandsfylkingarinnar eiga sér hæli í. Ekki er ólíklegt að loforð um efnahagsaðstoð hafi haft áhrif á afstöðu þessara ríkja, en þau eru bæði sárafátæk. Þrýstingur frá Tanzaniu og Zambiu hefur vafa- laust vegið þungt á metunum við að þvinga flokka Föðurlandsfylking- arinnar, ZAPU og ZANU, til þátt- töku í Lundúnaráðstefnunni, en í tilkynningu sem leiðtogar Föður- landsfylkingarinnar, þeir Joshua Nkomi og Robert Mugabe, gáfu út þann 20. ágúst s.l., lýstu þeir því samt sem áður yfir að þeir teldu stjómarskráruppkast það sem Bret- ar hafa lagt fram gersamlega óvið- unandi, og að þeir myndu ekki gera vopnahlé meðan ráðstefnan færi fram. Það er ljóst að breska Thatcher stjórnin mun leggja allt kapp á að beygja Föðurlandsfylkinguna til að taka þátt í áætlun sinni, og beita til þess öllum tiltækum brögðum. Hvernig til tekst veltur m.a. á því hversu öflugt hið alþjóðlega stuðn- ingsstarf við Föðurlandsfylkinguna verður. - gunnar Villta vinstrið“ og Evrópuþing— kosningarnar Víðast hvar buðu öflin yst til vinstri fram í kosningunum til Evrópuþingsins, sem fram fóru 10. júní. Þrátt fyrir að aðgangur þeirra að fjölmiðlum væri víða mjög tak- markaður, varð útkoman í heild nokkuð góð. Það á sérstaklega við um Frakkland, þar sem listi Trot- skyista undir kjörorðinu „Fyrir sósíalísku sambandsríki Evrópu" hlaut 3.1% atkvæða (eða u.þ.b. 622.000 atkvæði), og listi um- hverfisverndarmanna hlaut 4.4%. í Bretlandi hlaut Tariq Ali (ritstjóri „Socialist Challenge" og einn af forystumönnum deildar F.A. þar) 1% atkvæða. f Belgíu fengu félagar okkar í LRT 17.000 atkvæði, en listi senterista nokkuð fleiri. Berna- dette Devlin hlaut 32.000 atkvæði (eða rúm 9%) í kosningunum á N- írlandi. Vinstri Sósíalistarnir í Danmörku fengu engan fulltrúa kjörinn þrátt fyrir að þeir fengju 3.5% atkvæða. Afturhaldssöm kosningalög komu í veg fyrir að þessi mótmælaatkvæði gegn Evr- ópu stór auðvaldsins fengju fulltrúa á Evrópuþingið. Á ftalíu hins vegar, þar sem bein hlutfallskosning gildir, fengu PdUP (1.1%) og Democrazia Proletaria (0.7%) sinn hvorn full- trúann kjörinn.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.