Neisti - 26.08.1979, Page 11

Neisti - 26.08.1979, Page 11
Stöðuveitingar Nú í sumar hafa dagblöðin fjallað talsvert um ranglæti í stöðuveitingum. Hefur tilefni þess venjulega verið gamla sagan um ráðherrann, sem misnotar vald sitt á áberandi hátt, þegar hann er að hygla dyggum flokksbróður. Það stríðir alltaf gegn skynsamlegri hugsun og réttlætis- kennd almennings og því nota hinir stjórnmálaflokkarnir það i áróðri gegn viðkomandi flokki. Vandlætararnir eru þó ekki sjálfum sér samkvæmari en svo, að þeir breyta nákvæmlega eins þegar þeir komast sjálfir í valdastólinn. Hér er með öðrum orðum á ferðinni sami hraskinnaleikurinn og svo mjög tíðkast í Lslenskum stjórnmálum. Þess- ir fjórir flokkar fullyrða hver í kapp við annan að þeir séu svo einstakir, en þegar á reynir er fátt sem skilur þá að. Hér er þó vert að hafa í huga hve miklu hlutverki stöðuvjeitingar gegna fyrir stjórnmálaflokkana. Þeir þjást sífellt af fjárskorti og verða því að byggja mikinn hluta af starfi sínu á sjálfboða- liðum, sérstaklega fyrir kosningar. En sjálfboðaliðana er ekki hægt að fá út á hugsjónir, því að þær hafa flokkarnir engar. Þess vegna þurfa þeir að hafa möguleika á að veita einhverskonar óbeina efnahagslega umbun, og það er einna helst framkvæmanlegt með stöðuveitingum í ríkiskerfinu. Það ætti því ekki að koma á óvart, að flokkarn- ir skuli ekki sýna því áhuga, að hrófla við ríkjandi ástandi. Áhugi dagblaðanna beinist fyrst og fremst að æðstu stöðunum, þaim sem tilheyra toppnum á launastiganum. í þessari grein er ekki ætlunin að einblína á þær. Ráðherrar skipa á hverju ári í hundruðir starfa og þó að þau veki litla athygli, viðgengst við veitingu þeirra litlu meir heiðarleiki en hjá hinum. Hin faglegu sjónarmið eru þar yfirleitt ríkjandi, en pólitískir og persónulegir hagsmunir eru ósjaldan látnir ráða. Meðal þeirra sem betta mál varðar er langskólagengið fólk, mennta- fólkið svonefnda. Meðal þess var atvinnuleysi til skamms tíma óþekkt á Vesturlöndum. Á þessum áratug hefur ástandið hins vegar farið síversnandi. Hér á landi hefur atvinnuleysis menntafólks gætt lítið hingað til en á án efa eftir að aukast. Lögmálið um framboð og eftirspurn mun reyndar halda fjölda atvinnulausra að nokkru leyti niðri, en það leysir ekki allan vanda í þessu tilviki frekar en öðrum, m.a. vegna hinna hröðu breytinga á þörfum vinnumarkaðarins. Bæði tíma- bundið og varanlegt atvinnuleysi er því óumflýjanlegt. Það má fullyrða, að um leið og tekur að þrengjast um starfsmöguleikana einhvers staðar, þá er hættan á ranglát- um stöðuveitingum orðin fyrir hendi. Lítum aðeins nánar á, hvernig þessi mál snúa gagnvart stærsta mennta- mannahópnum, kennurum. Kennurum eru aðallega skömmtuð laun eftir einni reglu og á þá leið, að því yngri sem nemendurnir eru því launa- lægri eru kennararnir. Fóstrurnar eru því lægstar, síðan koma barnaskóla- kennararnir, þá gagnfræðaskólakenn- ararnir, framhaldsskólakennararnir og loks háskólakennararnir. Munurinn er verulegur, t.d. á milli gagnfræðaskól- anna og framhaldsskólanna. Heimspekideild H.í. útskrifar kenn- ara sem gjaldgengir eru bæði í gagn- fræðaskólum og framhaldsskólum, en vegna kjaranna sækja þeir óhjákvæmi- lega frekar í framhaldsskólana. Þar er því offramboð á þeim og reynir þar af leiðandi gagnvart þeim svolítið á rétt- sýni stöðuveitandans. Undirrituðum kom heldur ekki mjög á óvart þegar hann fyrir nokkrum vikum frétti af mjög ranglátri skipun á því skólastigi. Forsaga hennar er á þá leið, að síð- astliðið vor auglýsti Fjölbrautarskól- inn í Breiðholti eftir sögukennara. Þar sem atvinnuleysi var ríkjandi'hjá sagn- fræðingum, sóttu nokkrir um. Það hefði ekki átt að vera erfið þraut að velja milli þeirra. Samkvæmt reglu- gerð á mat á umsækjendum fyrst og fremst að byggjast á menntun þeirra og átti það sérstaklega vel við í þessu tilviki því að allir höfðu þeir tak- markaða starfsreynslu. En þvífórfjarri að eftir menntun væri farið að þessu sinni, því að a.m.k. þrír umsækjenda höfðu helmingi meiri menntun en sá sem stöðuna hlaut. Hann naut þess hins vegar að vera ráðherrasonur. Fleiri dæmi af þessu tagi mætti tína til, og munu eflaust fleiri fylgja í kjöl- farið innan tíðar. Einnig er farið að hilla undir togstreitu um gagnfræða- skólakennsluna. Aðeins tvö ár eru liðin síðan hætti að vera nægt framboð á kennslu í húmanisku greinunum á gagnfræðastigi og er því lítið farið að reyna á hlutina þar. En það getur fljót- lega breyst, því að kennaralaun á umræddu skólastigi hækkuðu talsvert árið 1977 miðað við önnur laun á vinnumarkaðnum. Einnig mun vænt- anlegt aukið almennt atvinnuleysi í landinu hafa sín áhrif. Það er því full ástæða til að gefa þessu máli gaum nú þegar. Það má rökstyðja, jafnframt því sem áður hefur verið nefnt, með því að þótt kennarar tilheyri ekki hinum lægst launuðu, þá eyðir menntafólk nokkr- um árum ævi sinnar kauplaust í að öðlast sín starfsréttindi, og situr í námslok uppi með stóra skuld við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á meðan geta jafnaldrar þess úr verka- lýðsstétt komist langt með að byggja yfir sig. En hvað er til ráða? Ljóst er að taka verður stöðuveitingavaldið úr höndum stjórnmálaflokkanna. í staðinn er réttast að leggja það í hendur starfs- manna viðkomandi vinnustaða. Við það bæði dreifist valdið og það kemst í hendur þeirra sem til þekkja. Ef úrskurður starfsmannanna orkaði af einhverjum ástæðum tvímælis, má vera fyrir hendi réttur til að vísa málinu til stéttarfélags umsækjendanna. Fag- félögin hafa ekki skipt sér af ráðning- um til þessa og er það miður. Annað nauðsynjamál af sömu rót- um runnið er, að allar stöður, án tillits til þess hve merkilegar þær eru eða ómerkilegar, séu tilkynntar opinber- lega með hæfilegum umsóknarfresti, svo að allir geti sótt um þær. Mörg eftirsótt störf eru nú veitt í algerri kyrrþey, bæði maklegum og ómakleg- um. Tilkynningunum ætti að koma á framfæri við atvinnuupplýsingamið- stöð, sem stofnuð væri og rekin af fagfélögunum. Helgi M. Sigurðsson. 21. ágúst Á ellefu ára afmæli innrásarinnar i Tékkóslóvakíu efndu Samtök Her- stöðvaandstæðinga til mótmælaaðgerða. Þær hófust með stuttum fundi fyrir framan sendiráð Tékkóslóvakíu. Eftir hann var gengið fylktu liði að Sovéska sendiráðinu. Aðgerðunum lauk með útifundi þar. Ásmundur Ásmundsson formaður miðnefndar SHA flutti ræðu og las upp mótmælaskjal, sem síðan var sent til Brésnefs. Helstu kröfur aðgerðanna voru: Heri Varsjárbandalagsins út úr Tékkóslóvakíu. Styðjum Charta 77. fsland úr Nato - herinn burt. Frh af bls. 9 Nicaragua Frh. af baksíðu Afskipti Bandaríkjanna Eins og áður er getið komst Somoza fjölskyldan til valda og áhrifa í Nicaragua með aðstoð Bandaríkjanna, og frá Bandaríkjunum hefur hún fengið vopn og stuðning mestan hluta valdatíma síns. Hagsmunir Bandaríkj- anna eru tvíþættir. Efnahagslegir hagsmunir þeirra fólust í því að þeir eiga (áttu) 80% allra erlendra fjár- festinga í landinu (150 milljónir doll- ara). Pólitískir hagsmunir þeirra voru að koma í veg fyrir nýja Kúbu á megin- landi AmerÍKU. Þrátt fyrir grimmdar- legt einræði, og mannréttindabrot af öllum gráðum, linnti stuðningi Banda- ríkjamanna ekki fyrr en ljóst var að stjórn Somoza var dauðadæmd. Það var haft eftir Rooswelt forseta, að þó „Somoza væri bölvaður tíkarsonur væri hann þó alltént þeirra tíkarsonur" (he is our son of a bitch). Þegar ljóst var að Somoza væri fallinn, lögðu Bandaríkjamenn það til við samtök Ameríkuríkja (OAS) að sent yrði herlið inn í landið til að stilla til friðar og Somoza settur af. Tilgang- urinn var auðvitað sá að ræna sigrin- um af sandínistum og tryggja áfram- haldandi ítök Bandaríkjanna. OAS hafnaði beiðni Bandarikjanna. Nýjustu tillögur Bandaríkjanna fela í sér kröfu um að nokkrir ráðherrar Somoza verði í nýrri stjórn landsins, í staðinn hafa þeir lofað Nicaragua fjár- stuðningi. Meðlimur í nýju stjórninni hefur kallað þessar tillögur „ósvífna fjárkúgun“. Að loknum sigri Sigur sandínista er fyrsta sigursæla vopnaða uppreisnin gegn einræðis- stjórn í S-Ameríku í 20 ár. Vonandi þurfa ekki að líða tuttugu ár þangað til næsti einvaldurinn fellur. Við tekur nú í Nicaragua erfitt uppbyggingarstarf. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi fallið í borgarastyrjöldinni, en íbúar landsins eru aðeins tvær og hálf millj. Sennilegt er að 200 þús. séu heimilis- lausir. Efnahagsástand landsins er einnig slæmt. Eignatjón er metið á 3 milljarða dollara, verðbólga er 25% og fer ört vaxandi, hagvöxtur erstaðnaður. Bað- mullaruppskera þessa árs er farin í súginn, en baðmull er önnur mikil- vægasta útflutningsvara landsins. Er- lendar skuldir eru 1,3 milljarðar doll- ara. Atvinnuleysi fer vaxandi. Þetta er ástandið sem nýja stjórnin fær í arf. Stjórnin er samsteypustjórn skipuð fimm mönnum af misjöfnu sauðahúsi. Einn er sandínisti, einn jafnaðarmaður, einn róttækur mennta- maður, einn iðnrekandi og loks ekkja ritstjórans Chamorro, sem áður er getið. Enn er of snemmt að segja hvert stefnt verður í Nicaragua. Þær að- gerðir sem stjórnin hefur framkvæmt til þessa gefa litla vísbendingu um framtíðarstefnu stjórnvalda. Eignir Somoza fjölskyldunnar hafa verið þjóðnýttar, ásamt bönkum, en þeir voru allir galtómir, því stuðningsmenn Somoza létu greipar sópa þegar þeir lögðu á flótta. Stjórnin hefur gefið út yfirlýsingu um helstu markmið sín og þar á meðal eru eftirfarandi atriði: 1. Landbúnað- arumbætur. öllu jarðnæði skipt upp meðal jarðnæðislausra bænda. 2. Þjóðarher stofnaður. 3. Frelsi til að stofna verkalýðsfélög og önnur lýðrétt- indi séu tryggð. 4. Byggt verði upp blandað hagkerfi. 5. Ríkisstjórnin heitir að greiða erlendar skuldir, en hyggst endursemja um greiðsluskil- mála þeirra. Eignir Somoza skulu renna í „Enduruppbyggingarsjóð“. Hamlað verði gegn erlendum fjárfest- ingum, þannig að þær gegni einungis aukahlutverki og að erlend fyrirtæki lúti innlendum lögum. 6. Komið skal upp almennu sjúkrasamlagi og mennta- kerfi landsins endurskipulagt. Þetta eru helstu þættir yfirlýsingar- innar, sem eins og sjá má mætti fremur nefna „róttæka umbótastefpu" en sósíalisma. Hvort svo verður í framtíð- inni er erfitt að segja. Augljóst er að þau öfl sem stóðu saman að falli Somoza eru mjög misleit, og eðlilegt er að skoðanir verði skiptar þegar spurn- ingin um framtíðarskipulag landsins verður áleitnari. Engu skal hér spáð um hvað þar verður ofan á. Skömmu eftir að stjórnin tók við völdum sendi hún fulltrúa á þing jafnaðarmanna í Stokkhólmi til að leita ásjár og kynna þau vandamál sem við er að etja. Jafnaðarmenn brugðust skjótt við og lofuðu að senda sendi- nefnd undir forsæti Mario Soares til Nicaragua. Stjórnin hefur og farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að hún selji þeim vopn til uppbyggingar hersins. Sand- ínistum er í fersku minni reynsla annarra S-Ameríkuríkja af erlendri íhlutun, svo sem í Dominíkanska lýð- veldinu og víðar, og vilja því vera við öllu búnir. Bandaríkin hafa að sjálfsögðu tekið dræmt I þessar málaleitanir, þó þeir hafi ekki þvertekið fyrir þær. Minnug- ir reynslunnar frá Kúbu vilja þeir ekkert gera til að „þrýsta Nicaragua yfir í faðm rússneska bjarnarins" eins og fréttaskýrendur á Vesturlöndum orða það, Bandaríkin þora hvorki að selja vopn til Nicaragua né að neita þeim um vopn. Eins og áður var sagt, er of snemmt að spá hver þróun mála verður í Nicaragua. í fljótu bragði virðast tveir valkostir blasa við. Ef Sandínistar verða sterkastir í þeirri hreyfingu sem kollvarpað hefur Somoza, er þróun í átt til sósíalisma möguleg. Jafnframt aukast þá líkumar á erlendri íhlutun, sérstaklega Bandaríkjanna. Hinn möguleikinn er sá að hinn borgaralegri hluti hreyfingarinnar nái undirtök- unum, stjórnin takmarki sig við hægfara umbætur, sem aldrei verði að neinu. Hinn þjáningarfulli vítahringur, sem einkennt hefur suður-amerísk stjórnmál myndi þá hefjast einn ganginn enn. Grundig. litu Kúrdar sem ögrun við sjálfs- stjórnarbaráttu sína, sem hefur þó jafnan verið háð undir þeim merkjum að Kúrdistan yrði áfram hluti íransks sambandslýðveldis. Kúrdar höfðu á margan hátt notið góðs af ávinnirigum febrúarbyltingarinnar og bændur með- al þeirra höfðu víða skipt upp lendum stórjarðeigenda og hafið samvinnu- rekstur. Trúarleiðtogi Kúrda Hosseini hafði meira að segja örvað þetta framtak. Árás stjórnarhersins kom Kúrdum greinilega á óvart. Þegar þetta er skrifað hafa þeir gripið til vopna og verjast sums staðar af hörku, einkum í kringum höfuðvígi sitt, fjallaborgina Mahabad. Þótt þeir bíði ósigur í þessari lotu er víst að þeir muni halda baráttunni áfram í fjöllunum, einsog þeir hafa reyndar gert allt frá því síðari heimsstyrjöldinni lauk og skammvinnt lýðveldi Kúrdistan var barið á bak aftur. Ýmislegt getur enn sett strik í reikn- ing Khomeinis. Ljóst er til dæmis að herinn er margklofinn. Fjölmargir hermenn sem líta á sig sem byltingar- menn hafa ekki viljað nota herinn gegn þjóðarminnihlutum, einsog einn af leiðtogum Kúrda bendir á í nýlegu viðtali við fréttamann Dagens Nyhet- er. Khomeini getur einna helst treyst byltingarvarðmönnunum, enda sendir hann þá svo þúsundum skiptir til Kúrdistan, þeim hermönnum sem svarið hafa honum sérstakan hollustu- eið og framkvæma allar hans skipanir í nafni islamska lýðveldisins. Þegar þetta er ritað er alls ekki víst hvort Khomeini-klíkunni hafi tekist ætlunarverk sitt. Það eru aðrir þjóðar- minnihlutar í Iran, s.s. Arabar, semeru líklegir til að standa á sínum rétti. Og það er heldur ekki ljóst hvort sú hreyfing sem bar uppi baráttuna gegn keisaranum, verkalýðs- og lýðréttinda- baráttuna, - og sem vinstri menn voru umtalsverður hluti af - hefur algerlega verið brotin á bak aftur. Svo kann að fara að Khomeini teygi sig of langt og missi þrátt fyrir allt tökin á fjöldanum. Sósíalistar ættu að sýna skoðana- bræðrum sínum í íran alla þá sam- stöðu sem þeim er unnt, áður en fangelsi keisarans fyllast að nýju. 23/8 hg.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.