Neisti - 28.02.1981, Page 1

Neisti - 28.02.1981, Page 1
STUÐNINGSDEILD FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBAND8INS Útgáfudagur 28. febrúar 1981 Kvenfrelsisbarátta er Lýðræðisflokkarnir, þing- ræðið og herinn g|s 2 Það gefur á bátinn. . . BIs. 3 Skjaldbökusókn í stað leiftursóknar BIs. 5 Vaxandi fjöldabarátta í Norður-Irlandi Bls. 4 stéttabarátta Jafnréttisbarátta kynjanna er jafnan ofarlega á baugi í daglegri umræðu fólks. Á síðustu árum hefur þessi barátta verið allhörð hérlendis og tíðir árekstrar milli jafnréttissinna og íhaldssamra sjónarmiða karl- veldissamfélagsins. Kvenréttindahreyfíngin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er orðin um einnar aldar gömul. Baráttan hefur gengið í bylgjum eins og verða vill þegar gegn rótgrónum ranghugmyndum er slegist. Sú hryðja sem stendur í dag hófst með stofnun Rauð- sokkahreyfíngarinnar árið 1970. Síðan hefur allmikið gengið á, sigrar og ósigrar, með tveimur atburðum sem uppúr standa og margir telja að hafí markað þáttaskil í baráttunni, þ.e. kvennafrídagurinn mikli og kosningasigur Vigdísar. Þótt margur félagsskapurinn kenni sig við kvenfrelsisbaráttu og jafnréttismál er það þó Rauð- sokkahreyfingin sem jafnan stendur í fylkingar- brjósti, enda fær hver sú kona sem eitthvað lætur að sér kveða opinberlega eða heldur fram jafnréttishug- myndum að heyra, að hún sé helvítis rauðsokka. Þetta segir sína sögu um áhrif Rauðsokkahreyfíngar- innar á hugi almennings. Þrátt fyrir mikinn áróður gegn hreyfíngunni og baráttumálum hennar er nú svo komið, að það er í tísku á íslandi í dag að vera jafnréttissinni og þátttakandi í kvenfrelsisbarátt- unni. Nú hópast ungir menn á framabraut inn í Kven- réttindafélagið, mynda þar svonefnda feðrahópa og taka virkan þátt í umræðum um gömul og hefðbundin kvennamál svo sem barnauppeldi og dag- vistunarmál. Þarna er reyndar gömul saga að endurtaka sig. Róttæk öfl ríða á vaðið með réttlætiskröfur ogbrjóta á bak aftur gömul íhaldssjónarmið. Þegar hin borg- aralegu öfí sjá skipbrot sinna gömlu skoðana snúa þau við blaðinu og taka baráttumálin upp á sína arma en reyna jafnframt að sverfa af þeim hinn róttæka og umbyltingarsinnaða brodd og aðlaga þau hægfara borgaralegum umbótum. Þótt rauðsokkar geti litið á þessa þróun sem skref í rétta átt og eðlilegan áfanga í jafnréttisbaráttunni, þurfa þeir samt að gagnrýna hana harkalega og skerpa hina umbyltingarsinnuðu línu baráttunnar sem mest, því fullkomnu jafnrétti kynjanna verður ekki komið á innan ramma auðvalds samfélagsins - ekki frekar en almennu jafnrétti þegnanna. Meðal efnis á blaðinu: Sóknarmálið - launamisrétti og kvennabaráttan Bls. 6 BIs. 7 Bls. 10 Stjórn Bandaríkjanna styður morðsveitir hryðjuverka- manna. B,„ 8 Peter Uhl settur í einangrun í svartholi Husaks BIs. 9

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.