Neisti - 28.02.1981, Page 8

Neisti - 28.02.1981, Page 8
Alþjóðamál > stjórnin hefur misst yfir til bylting- arsinna beitir hún óspart sprengi- árásum. í byrjun hernaðarupp- reisnar byltingaraflanna missti stjórnarherinn mestan hluta þeirra vopna.sem ætluð voru til árása úr lofti, yfir til byltingarsinna þegar FMLN tóku Ilopango-herstöðina. En nýjar vopnabirgðir streyma nú stöðugt til herforingjanna frá vin- um þeirra í Vestri, því getur stjórn- arherinn haldið ótrauður áfram eyðileggingum sínum á frelsuðu svæðunum. Þessi striðsmáti, að halda uppi sprengjuárásum á smábæi og sveita- þorp, hafði þegar fyrir allsherj- aruppreisnina, kostað marga lífið. Á blaðamannafundi i Madrid þann 8. janúar s.l. upplýsti fulltrúi frá hjálparstofnun erkibiskupsembætt- isins í San Salvador að sprengju- árásir herforingjastjórnarinnar síð- ustu þrjá mánuði ársins 1980, hefðu ríkis- og varnarmálaráðuneytunum hafa nýlega krafist þess opinber- lega að stjórnarmenn í Washington snúi við blaðinu og hætti stuðningi við dauðadæmda stjórn herforingj- anna og halli sér þess í stað að uppreisnarsamtökunum FDR. Áhrifamikil blöð s.s. The New York Times hafa sömuleiðis gagn- rýnt stefnu Bandaríkjastjórnar í E1 Salvador fram til þessa. Carter fyrrverandi forseti er þannig for- dæmdur fyrir að hafa ekki valið eina af þrem mögulegum leiðum: 1) - að veita herforingjastjórninni svo ríkulega hernaðar- og efna- hagsaðstoð að unnt hefði verið að ganga að byltingaröflunum dauð- um strax í byrjun uppreisnanna. 2) að styðja FDR og þannig stuðla að góðum samböndum við tilvonandi valdhafa með það í huga að hægt væri að sveigja þá í „rétta átt“ með tið og tíma. Borgarastríðið í E1 Salvador Militant/R Sylvain íKfiiP^CltfSj j®3DEL PUEBLn»REHuirtR t UWöflj t fiscRirttcsœiiRitraamjmR valdið dauða 4.000 manns. Rangfærslur borgara- pressunnar Þar sem borgarapressan er ófær um að halda því fram að herfor- ingjastjórnin njóti beinlínis vin- sælda eða almenns stuðnings heimafyrir, hefur hún þess í stað látið í veðri vaka að alþýða manna í E1 Salvador sé upp til hópa hlut- laus gagnvart þeim átökum sem nú eiga sér stað í landinu og að FDR og FMEN hafi lítinn stuðning að baki sér. Nákvæmlega það sama var uppi á teningnum á sínum tíma í Nicaragua. Á fyrstu skeiðum bar- áttunnar gegn harðstjórn Somoza var því óspart haldið á lofti að verkalýður og bændur væru hlut- lausir áhorfendur að þeim hildar- leik sem þar átti sér stað og hefðu síðan verið dregin inn í þá baráttu gagnstætt vilja sínum. 1 anda þessarar söguskoðunar hefur borgarapressan fjallað um allsherjarverkfallið sem FMLN boðaði til á sínum tíma sem lið í fyrirhuguðum lokaátökum. Það hversu tiltókst með verkfallið er rakið til þess að FMLN hafi alger- lega mistekist að vinna sér stuðning almennings í landinu. Fulltrúar FDR halda því hins vegar fram að þótt verkfallið hafi ekki náð þeirri útbreiðslu sem stefnt var að, þá litu þeir ekki á það sem merki um vaxandi mátt kúgunaraflanna og vanmátt byltingarsinna. Hafa verði í huga þá staðreynd að verkamenn sem tóku þátt í verkfallinu áttu með því á hættu að fórna lífinu - sem reyndar sumir þeirra gerðu. Ósamkomulag í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum hefur lengi ríkt ósamkomulag um hvaða pólitík stjórnin skuli reka í E1 Salvador. Háttsettir embættismenn í utan- Ef áætlanir byltingarsinna í El Salvador hefðu staðist þá ætti byltingin nú að vera búin að sigra. Sú hefur ekki orðið raunin og borgarastríðið í landinu mun óhjákvæmilega halda áfram enn um hríð. En hverjir eru ávinningar þeirrar allsherjaruppreisnar sem byltingar- öflin hófu 10. janúar s.l.? Ef trúa ætti borgarapressunni þá var upp- reisnin fullkomið skipsbrot bylt- ingarsinna og víst er að FMLN (samræmingaraðili vopnaðra bylt- ingarsinna) hefur enn ekki tekist að steypa herforingjastjórninni og koma á byltingarstjórn í San Salvador. FMLN hefur neyðst til að hörfa frá nokkrum þeirra svæða sem þau náðu á sitt vald i byrjun uppreisn- arinnar og herforingjastjórninni hefur tekist að endurheimta völd sín í u.þ.b. 20 bæjum. Það gildir m.a. um borgina Santa Ana. Þrátt fyrir þetta hafa byltingaröflin unn- ið umtalsverðan sigur á þessum tíma. í fyrsta lagi þá hefur FMLN sýnt og sannað getu sína til að mynda samhæfða andstöðu um allt landið og tekist að samræma hernaðarað- gerðir hennar. Jafnframt þessu hafa byltingarsinnar náð völdum í fjölda borga og bæja og haldið uppi aðgerðum í öllum helstu borgum E1 Salvador. Önnur hlið á sigri byltingarsinna er liðhlaup úr röðum herforingj- anna yfir til byltingaraflanna (t.d. um 850 manna herafli stjórnarhers- ins í Santa Ana). Það eru hins vegar engar fréttir um það að liðsmenn FDR (Samfylking vinstrimanna í E1 Salvador) eða FMLN hafi gengið herforingjunum á hönd. Byltingarsinnar hafa nú u.þ.b. 25% af E1 Salvador á sínu vaidi. Hér er fyrst og fremst um að ræða landsvæði í sveitahéruðunum Mor- azan, Chaltenango, San Vicento og Santa Ana. Herforingjastjórnin hefur aftur á móti lagt höfuðáhersl- una á að halda stærstu borgum landsins. Sprengjuárásir á smábæi Þau landsvæði sem herforingja- 3) - að halda sér algerlega utan við átökin í E1 Salvador. Nýkjörinn forseti Ronald Reag- an fékk svo hljóðandi leiðbeiningar í leiðara The New York Times 26. janúar s.l.: „Bandaríkin verða að standa að baki miðjuöflunum í E1 Salvador, fjarlægja „einkasamtök hryðjuverkamanna“ og beita áhrif- um sínum til að framkvæmdar verði landbúnaðarumbætur.“ En það er ekkert sem bendir til þess að stjórn Reagans hugsi sér að fylgja þessum ráðleggingum. Til marks um það er að bandaríska utanríkis- ráðuneytið hafnaði fyrir skemmstu tilboði FDR um samningaviðræð- ur. Þann 14. janúar voru sendi- herra Bandaríkjanna í Honduras, afhentar tillögur frá FDR. Hér var um að ræða frumkvæði frá FDR til að reyna að stöðva borgarastyrj- öldina. FDR bauð samningavið- ræður með þeim skilmálum að Bandaríkin hættu stuðningi sínum við herforingjastjórnina; að haldn- ar yrðu frjálsar kosningar; að hryðjuverkasamtök hægrimanna yrðu leyst upp og að herforingja- stjórnin og herinn yrðu endur- skipulögð. Reynslan af stéttabaráttunni í Suður Ameríku, einkum bylting- unni á Kúbu og í Nicaragua, bendir til þess að slíkar áætlanir myndu draga verulega úr ítökum banda- rískra heimsvaldasinna í Suður- Ameríku þess vegna hafnaði Wash- ington samningaumleitunum FDR. Sameiginleg markmið Banda- ríkjastjórnar og herforingjastjórn- arinnar er að afmá byltingaröflin þó svo það komi til með að kosta tugi þúsunda lífið. Við þessar aðstæður er alþjóðleg samstaða með alþýðunni í E1 Salvador nauð- synlegri en nokkru sinni fyrr. Það sýndi sig í Víetnam á sínum tíma að slík samstaða getur skipt sköpum ef sigur á að vinnast í baráttunni. Þ.M. Pólland Verkafólk og bændur vinna enn einn sigur Samningurinn, sem gerður var um lengd vinnuvikunnar var enn einn sig- urinn, sem verkafólk vinnur í barátt- unni gegn skrifræðinu i Póllandi. Stjórnin reyndi að koma í veg fyrir að fimm daga vinnuvika yrði að raunveruleika en henni mistókst. Árið 1982 á að verða komin á fimm daga vinnuvika í Póllandi. Ríkisstjórnin hefur líka samþykkt að verða við kröfu óháðu verkalýðs- samtakanna um vikulega sjónvarps- og hljóðvarpsdagskrá á eigin vegum þar sem þau geta sagt frá starfsemi sinni og tillögum. Samstaða mun einnig fá að gefa út eigið vikublað. Ríkisstjórnin streittist í fyrstu á móti þriðju meginkröfunni. Hún var um rétt sjálfseignarbænda til að stofna eigin samtök. Sú krafa virðist nú einnig hafa verið borin fram til sigurs þó það hafi kostað ein forsætisráðherraskiptin í viðbót. Ekkert lát virðist samt ennþá á vígreifri baráttu pólsks verkafólks. Nýjustu fréttir segja frá ólgu meðal námsmanna, sem neita að una við skyldunám í „inarx-leninisma" skrif- ræðisins. Bændur gera nú síauknar kröfur um félagsleg réttindi og betri stjórn á framleiðslunni og síðast en ekki síst beinast krijfur verkafólks nú æ meir í þá átt að raunverulegt eftirlit með framleiðslunni verði í höndum framleiðendanna sjálfra en ekki spilltra skriffinna. Nátengdar þessu eru svo kröfur um að bundinn verði endir á óhófslifnað skrifræðisins og afbjúpuð verði spilling þess og mútuþægni, sem leikur ótrúlega stórt hlutverk í pólsku efnahagslífi. Allt bendir til þess, að baráttan eigi eftir að snúast um þessi mál - eftirlit framleiðendanna sjálfra með fram- leiðslunni, afnám spillingar skrifræðis- ins og aukin félagsleg réttindi almenn- ings - næstu mánuði. Sú barátta hlýtur fyrr eða síðar að snúast upp í baráttu fyrir afnámi þess stjórnarfars, sem nú er við lýði í verkalýðsríkjunum. Raunverulegt sósíaliskt lýðræði er komið á dagskrá baráttunnar en því verður aðeins komið í framkvæmd með pólitískri byltingu. - eh - <1 Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 8

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.