Neisti - 28.02.1981, Qupperneq 11

Neisti - 28.02.1981, Qupperneq 11
verkefnum kvensniftanna frá málum Askrifendur ,\'LIS TA vinsamlegasl greidið heimsenda gíróseðla. Gírónúmerið er 17513-7. kvenna að „alvöru-málum" - eins og sjá mátti hérlendis á grátbroslegum ferli Eikar í Rauðsokkahreyfingunni. Auk þess er í síðari hluta bókarinnar fjallað um þær konur sem heilshugar vilja starfa með Fjórða alþjóðasam- bandinu en eru kúgaðar af aðstæðum sínum eins og aðrar konur í þjóðfélag- inu. Þar segir svo: „Kynferðisfordómar geta og birst og birtast stundum hjá félögum Fjórða alþjóðasambandsins. Það er þó skil- yrði fyrir aðild að Fjórða alþjóða- sambandinu að framferði félaga og deilda sé í samræmi við þau grund- vallaratriði, sem við byggjum á. Við menntum félaga Fjórða alþjóðasam- bandsins svo að þeir skilji til fullnustu eðli kúgunarinnar á konum og hvernig hún getur birst á margvíslegan og skaðlegan hátt. Við leitumst við að skapa samtök þar sem málfar, brand- arar, einstaklingsbundið ofbeldi og annað, sem er birtingarmyndir remb- ingskenndrar fastheldni gagnvart kon- um, verður ekki frekar þolað en t.d. kynþáttafordómar.“(99) Þetta finnst mér svo vel sagt að ungir Fylkingar-karlar ættu að læra þetta utanbókar og fara með þessa klausu einsog bæn á kvöldin áður en þeir ganga til náða. Fleira mætti aldeilis týna til sem er framsækið og gott í bók þessari en þetta er löngu orðið of langt og best að hver lesi fyrir sig. Ég á líka eitt ósagt sem mig langar ekki til að segja en verð samt að nefna samvisku minnar vegna. Málfar Þýðingin á þessari bók og málfarið á henni er langt frá því að vera nógu gott. Allt plaggið frá Fjórða alþjóðasam- bandinu var á skelfilegri ensku: saman- lamið, stirðbusalegt, klasturslegt og afar erfitt aflestrar og það er íslenska bókin því miður líka. (Ég undanskil ekki blaðsíðurnar sem ég þýddi). Sums staðar skín bæði ensk hugsun og setningaskipan í gegnum íslenskuna en á öðrum stöðum skín engin hugsun i gegn af því að setningar, jafnvel heilar málsgreinar, eru nánast óskiljanlegar. Orðskrípi eins og „sprengikynjað- ur“(54) og ,,óskilgetni“(58) eru notuð æ ofan í æ, málleysur og málvillur er víða að finna og stirðbusalegir, merk- ingarlitlir frasar vaða uppi. Dærni: „afléttun byrða" (43), „örmögnun" (58), „forgangsskotmark" (71). „Upp- koma kvenfrelsishreyfingarinnar hefur sett alla strauma, er segjast berjast fyrir hagsmunum verkalýðsstéttarinnar í mikinn vanda.“ (38) „skrifraeðið" er vinsælt í þessari bók og „afbökuð" verkalýðsríki, jafnvel „afbökuðu og úrkynjuðu“ verkalýðsríkin (65) eða „afbökuðu og hnignuðu" verkalýðs- ríkin (66) en svona samsetningar segja lesanda afar lítið. Ég hef heyrt hugtakið „fylkingar- málfar" notað eins og skammaryrði í sambandi við marxíska texta á ís- lensku og það verður skiljanlegt þegar maður situr með þessa bók í höndunum. Við bókstaflega VERÐ- UM að vanda betur til þeirra þýðinga sem við látunr frá okkur, félagar. Ef enginn getur lesið þær öðruvisi en með helsærða málvitund þá er til lítils barist. Þetta er líka þeirn mun sorg- legra sem bókin er afskaplega fallega frágengin og útlitið á henni til sóma. Egilsstöðum 18.2. Dagný. Leikarinn í Hvíta húsinu Líta verður á sigur Ronaid Reagans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem sigur fyrir bandaríska borgarastétt. í Hvíta húsið er nú sestur maður sem borgarastéttin getur treyst til að verja hagsmuni sína í gegnum þykkt og þunnt. Maður sem ekki fer í grafgötur með hvað hann ætlar sér að gera og hvernig hann ætlar að gera það. Eftir ósigurinn í Víetnam og Water- gatehneykslið hefur borgarastéttinni gengið illa að halda bandarískri alþýðu í þeim helgreipum borgaralegrar hug- myndafræði sem svo lengi hefur einkennt pólitíkina í Villta vestrinu. Barátta svertingja fyrir réttindum sínum, barátta kvenna fyrir jafnrétti, baráttan gegn kjarnorku svo og aukin almenn stéttarmeðvitund bandarískrar verkalýðsstéttar, hefur á liðnum ára- tug grafið undan hugmyndafræðilegri einokun borgarastéttarinnar. Þessar breyttu forsendur innanlands hafa veikt stöðu bandaríska auðvalds- ins á alþjóðavettvangi. Það hefur ekki getað beitt hefðbundnum aðferðum kúgunar og vopnavalds til að gæta hagsmuna sinna utan eigin landa- rnæra. Þróunin í íran og þróunin í Nicaragua eru skýrustu dæmin um þetta. Utanríkisstefna Jimmy Carters tók á vissan hátt tillit til þessara brcyttu aðstæðna. Ef litið er t.d. á afstöðu Carterstjórnarinnar til frelsisbarátt- unnar í Nicaragua þá einkenndist hún af stöðugri leit að einhverju þriðja afli sem gæti miðlað málum milli hinna stríðandi fylkinga einræðisstjórnar- innar og þjóðfrelsishreyfingarinnar. Sér til mikillar undrunar komst Carter- stjórnin að því að þetta þriðja afl var ekki til, og að hagsmunir þeirra væru þrátt fyrir allt best tryggðir með blóð- ugri kúgun einræðisins. En þjóðfrelsis- hreyfingin hafði þegar sigrað þegar Carterstjórnin gerði sér þetta ljóst. í Iran er svipaða sögu að segja, nema hvað gísladeilan færði bandarískri borgarastétt en frekari sannanir á því hversu takmörkuð stefna Carters væri. Það reið því á fyrir borgarastéttina að breyta hinu pólitíska andrúmslofti innanlands áður en allt færi í hundana. Gísladeilan og innrás Sovétmanna í Afganistan voru óspart notuð í þessum tilgangi. Gíslarnir voru gerðir að pislarvottum til að auka stemmingu þjóðernislegrar samkenndar, til að svæfa á þann hátt þá brodda stéttabar- áttu sem komið höfðu fram. Á svipaðan hátt átti innrásin í Afganistan að færa bandarísku þjóðinni heim sanninn á nauðsyn öflugs herafla til að spyrna gegn útþenslustefnu Sovétríkj- anna. Ekki verður annað sagt en að borgarastéttin hafi haft erindi sem erfiði, allavega í fyrstu lotu, Ronald Reagan er orðin forseti. Innanríkisstefnan En hvað þýðir svo kosning Reagans fyrir bandarískan verkalýð. Hann sjálfur, ráðherrar hans og ráðgjafar hafa verið óhræddir við að gefa yfirlýs- ingar um hvers sé af þeim að vænta. Áformin eru m.a.: Niðurskurður á almannatryggingum. Niðurskurður fjárlaga um 40 biiljónir $. Lækkun á lágmarkslaunum ungl- inga. Stóraukinn hraði við byggingu kjarn- orkuvera. Innleiðsla dauðadóms þar sem hann hefur verið afnuminn. - Afnám laga um hámarkshúsaleigu í fjölda borga. Afnánt laga sem tryggja störf fyrir fátæka unglinga. Aukning hernaðarútgjalda um 3 billjónir $. En listinn er ekki nærri tæmdur. Reaganstjórnin hefur uppi áform um að ráðast gegn lögleiðingu fóstureyð- inga, og almennt gegn baráttu svert- ingja og kvenna fyrir jafnrétti. Ráð- gjafar Reagans í dómsmálum lofa þvi að varlega verði farið í að framfylgja lögum um jafnrétti. í staðinn mun dómsmálaráðuneytið leggja höfuðá- herslu á baráttu gegn ,,götu-glæpum“. Hversu „varlega" á að fara í þessu sambandi má sjá á ummælum öldung- ardeildarþingmannsins Storn Thur- mond frá South Carolina, sem verður formaður laganefndar forsetans. Hann lýsti því yfir að hann myndi reyna að fá lög um kosningarétt svertingja frá 1965 afnumin. Lög þessi gerðu svertingjum frá Suðurríkjunum kleift að njóta kosningarréttar í fyrsta sinn. Það kemur því ekki á óvart að kynþátta- hatarar og morðingjar í Buffalo, Atlanta, New Orleans og Greensboro fyllist sjálfstausti. Þeir þykjast þess fullvissir að morð á svertingjabörnum og mótmælendum kynþáttamisréttis verða ekki sú tegund „götu glæpa" sem lögregla Reagans mun berjast gegn. Efnahagsstefnan er mjög í anda frjálshyggju hugmynda Friedntans og Tatchers, enda mun járnfrúin ætla að heimsækja kollega sinn til skrafs og ráðagerða innan tíðar. Utanríkisstefnan Val Alexander Haigs í embætti utanríkisráðherra segir sína sögu um hver áform Reagans eru í utanríkis- málum. Haig þessi er fyrrverandi yfir- maður í Nato og hefur alla tíð haft stór orð um nauðsyn vopnavæðingar og hernaðarbrölts. Áform urn gerð nift- eindasprengja og stóraukin útþensla bandariska hersins í Evrópu og annars- staðar í hciminum eru honum mjögað skapi. Eins og áður sagði hefur bandarísk borgarastétt ekki í hyggju að sitja • auðurn höndum leitandiað „lýðræðis- öflum“ sem ekki eru til. Lögð verður höluðáhersla á að koma í veg fyrir að sagan í Nicaragua endurtaki sig. E1 Salvador er í dag það land sem bandarísk borgarastétt lítur til mcð hvað mestum ótta. í stað þess að .apitan namaao vaiaivia y d uuaruias 'iviles pertenecientes a la- 23 Coman- ancia de Juliaca. Ya el.27 de no- iembre del pasado aflo, el domicilio el camarada Tacuri, había sido alla- ado. Emeterio Tacuri se ha caracterizado iempre por la defensa intransigente de ds derechos de los trabajadores. Tuvo endurtaka „mistök" Carters á nú að taka málið föstum tökum og veita einræðisstjórninni í E1 Salvador þá hernaðaraðstoð sem hún fer fram á. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur þessi breyting komið skýrt fram. Skipun Jeane Kirk Ratrick í embætti sendiherra Bandaríkjanna þar, talar sínu máli. Frúin sú er ekkert að grínast þegar hún segirað hagsmunum Banda- ríkjanna í þriðja heiminum sé best borgið með því að styðja „hliðhollar" einræðisstjórnir. Bæði láti slíkar stjórnir eignir Bandaríkjamanna í friði og svo líði alþýðu þessara landa best undir kúgun, hún þekki hvort eð er ekkert annað. Ráðgjafar Reagans í hernaðarmál- um hafa opinberlega lýst því yfir að „ekkert svæði á jörðinni sé utan bandarískra hagsntuna". Að þeirra sögn krefjast varnir bandarískra hags- muna stóraukinna hernaðarútgjalda, svo hægt verði að fást við hverskonar andstöðu hvar sem er i heiminum. Hér er á ferðinni ekkert annað en uppskrift að nýjum átökunt á borð við þau sem áttu sér stað í Víetnam. í kjölfarið koma síðan áform um að innleiða her- skyldu á nýjan leik, til að tryggja hernum hráefni ef svo mætti segja. Hverjir stoppa Reagan? En bandarísk alþýða mun ekki láta teyma sig á asnaeyrunum inn i nýtt Víetnamstríð. hvorki í El Salvadoreða annarstaðar. Ekki munu áform Reag- ans um niðurskurð almannatrygginga og afnám þeirra réttinda sem unnist hafa á undanförnum árum, ganga þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Reynslan sem bandarísk alþýða öðlað- ist í baráttunni gegn Víetnamstríðinu er ekki gleyntd. Verkalýðsstéttin ntun þurfa að verja þá sigra sem unnist hafa og búa sig undir aukin stéttaátök i framtíðinni. Aðeins nteð aukinni baráttu verka- lýðshreyfingarinnar, baráttu svertingja og kvenna fyrir rétti sínum verður hægt að spyrna gegn afturhaldsstefnu Reag- ans. B.R. rciu. Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 11

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.