Stéttabaráttan - 20.12.1973, Síða 3

Stéttabaráttan - 20.12.1973, Síða 3
STÉTTABARATTAN 8. tbl. 20. desember, 1973. tItgefandi:Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Rvk. Ritstj.ogábm. :Hjálmtýr Heiðdal. 1 íslenska auðvaldsþjóðfélaginu eru þrjár stéttir; borgarastétt, öreiga- stétt og smáborgarastétt, sem stend- ur á milli hinna tveggja höfuðstétta. I herstöðvamálinu hafa komið fram þrjár stéttarafstöður - í fyrsta lagi afstaða borgarastéttarinnar, í öðru lagi afstaða smáborgarastéttarinnar og í þriðja lagi byltingarsinnuð af- staða öreigastéttarinnar. Að undanförnu hefur herstöðvamálið svokallaða verið nokkuð til umræðu. Ekki er langt síðan "Samtök herstöðvaandstæðinga" voru sett á laggirnar. Lítið hefur fariff fyrir þeim samtökum eftir að þau voru stofnuð með til- heyrandi heitstrengingum. Það nýjasta sem gerst hefur í málinu eru hátíð- arhöld stúdenta 1. des. s.l. í tilefni fullveldisafmælis íslensku borgara- stéttarinnar. Afstaða KSML til herstöðvamálsins hefur verið sú frá upphafi, að baráttan gegn NATO aðild og herstöðvum verði að standa á grundvelli öreigastéttar- innar. En afstaða okkar hefur ekki verið fullmótuð fram að þessu - í mál- flutningi okkar hefur komið fram smáborgaraleg afstaða (sjá ramma hér við hliðina), sem átti rót sína að rekja til ónógrar rannsóknar. Þessi hægri-frávik náðu þó aldrei það langt, að þau hefðu áhrif á stefnu samtak- anna í málinu. BARATTAIM GEGN NATO VERÐUR AÐ STANDA ÁGRUNDVELU VERKALÝÐSSTÉTTARINNAR AFSTAEIA BORGARASTÉTTARINNAR. NATO var stofnað í þeim tilgangi að berjast gegn sósfalismanum. Kemur þetta m. a. skýrt fram í ályktun At- lantshafsráðsins frá 6. maí, 1956: "Ifyrir sjö árum gerðu Atlants- hafsríkin með sér Norður-Atlants- hafssáttmálann sökum þeirrar hættu, er sameiginlegum hugsjón- um þeirra og menningu stóð af kommúnismanum." Hugsjónum og menningu borgarastétt- arinnar stafa vissulega hætta frá kommúnismanum, sem stefnir að því að binda endi á arðrán sömu stéttar. NATO er því skjaldborg til verndar kúgunar- og arðránsstéttum heims- valdalandanna - og á þessum grund- velli gerðist íslenska borgarastéttin aðili að bandalaginu. Islensku borgararnir náðu staðfest- ingu á fullveldi sínu með sambands- lögunum frá 1. des. 1918 - eftir langa baráttu gegn danska nýlendu- veldinu. Þar með hlaut hún sjálfs- ákvörðunarrétt og tók forystuna í arð- ráninu á íslenskum öreigum. Hún byggði upp eigið ríkisvald til að halda stéttardrottnun sinni og kom sér upp eigin lögreglu til að framfylgja kúg- unartökum sínum. Þátttaka íslensku borgarastéttarinn- ar í NATO er gerð af frjálsum vilja og í fullu samræmi við stéttareðli hennar. Hversu vel fer á með stétt- arbræðrunum í bandalaginu má marka af ummælum Bjarna Bene- diktssonar: "Allt tal um framsal íslensks sjálfsákvörðunar-réttar til er- lendra herforingja er út í bláinn. tlrslitaákvörðunin í Atlantshafs- ráðinu er í höndum utanríkisráð- herranna, en ekki undirmanna þeirra, hvorki herforingja né annarra, svo að umsögnin verð- ur á ábyrgð stjórnmálamannanna, en ekki sérfræðinganna." (Varnarmálin, bæklingur frá 1956, bls. 32). Fullveldi íslensku borgarastéttarinn- ar var í engu skert við inngönguna í NATO, þeir hafa tekið þátt í störf- um bandalagsins sem jafningjar ann- arra arðránsstétta til varnar "sam- eiginlegum hugsjónum og menningu". I stað þess að leggja fram herafla, sem hefði verið þeim efnahagslega ofviða, lögðu íslensku arðræningj- arnir fram land undir njósnastöðvar. 1 þeim tilgangi að blekkja almenning í landinu til fylgis við aðildina var þyrlað upp miklu moldviðri um nauð- synina á vörnum landsins í viðsjár- verðum heimi, en öllum, sem hugsa málið óbrjáluðum huga, er vel ljóst, að varnarmáttur herstöðvarinnar í Keflavík er á algjöru núllmarki. Hin fræga "rússagrýla", sem var notuð til þess að sýna fram á land- varnarþörfina, er stórkóstleg blekk- ing, þar sem Sovétríkin, sem höfðu beðið mikið manntjón í styrjöldinni, og stríðshrjáð alþýða Austur-Evrópu höfffu ekki hinn minnsta áhuga á né ástæðu til að ráðast gegn nágrönn- um sínum í vestri. S JAL FS TÆÐIS FLOKK URINN. tvístígandi í afstöðunni til veru hers- ins hérlendis. Flokkurinn stóð að öllum þeim samningum, sem hafa verið gerðir um veru erlends hers og aðildina að NATO. Einn helsti forustumaður flokksins, Jónas Jóns- son, var mikill talsmaður "her- verndar" Bandaríkjanna. Hann gaf út blaðið "Landvörn" (1946), þar sem hann sagði m. a. : "Kjósendur landsins geta enn bjargað framtíð þjóðarinnar með því að knýja frambjóðendur borg- araflokkanna til að heita því að... hefja við Bandaríkin skipulegar viðræður um landvarnarmál ís- lands." (1. árg. , 5. tbl.) Eysteinn Jónsson sagði þann 14. des. 1953: "Sameiginlegar varnarráðstafanir allra lýðræðisríkjanna draga úr ófriðarhættu." I þeim tilgangi að réttlæta afstöðu sína í herstöðvamálinu gerðist Tím- inn ákafur boðandi "landvarnarkenn- ingarinnar" : "Ovarið Island gæti beinlínis orðið til þess, að styrjöld væri hafin." (21. apríl, 1953). En forusta flokksins hefur ekki alltaf litið þannig á málið - bæði I kosning- unum 1956 og nú '71 hefur flokkurinn biðlað til kjósenda undir því yfirskyni að hann myndi sjá til þess, að herinn fari af landinu. En um efndirnar þarf ekki að fjölyrða. Orsakir þessa tvískinnungs er sá,að Framsóknarflokkurinn er flokkur einokunarauðvalds (SlS), sem byggir atkvæðafylgi sitt á smáborgurum til sjávar og sveita. Þannig hefur flokks- forustan talið hentugt að setja fram "herinn burt" kröfuna í kosningunum 1956 - en í þessum kosningum bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram. Sá flokk- ur hafði það eitt mála á sinni stefnu- skrá að vernda íslenska menningu og forusta Framsóknar hefur talið hættu á atkvæðatapi til flokksins (reyndar tapaði Framsókn 2,4% til Þjóðvarn- arflokksins). ALÞÝÐUFLOKKURINN. Sjálfstæðisflokkurinn er fulltrúi borgarastéttarinnar og færir fram afstöðu hennar I þessu máli, þar af leiðandi hefur flokkurinn ekkert að fela og kemur fram sem opinber málsvari þeirrar stefnu, að fslandi beri að vera í NATO og leggja fram sitt í baráttunni við alheimskomm- únismann með því að hafa hér eftir- litsstöðina í Keflavík. FRAMSOK NAR FLOKKURINN. Framsóknarflokkurinn hefur verið Flokkurinn hefur alla tíð verið gjall- arhorn auðvaldsins. Þau ítök, sem flokkurinn hafði meðal verkalýðsins notaði hann dyggilega til að efla áhrif borgarastéttarinnar innan raða verka- lýðsins. Forystumenn flokksins, s.s. Stefán Jóh. Stefánsson hafa ver- ið eitilharðir talsmenn "vestrænnar samvinnu" - þeir hafa gengið fram fyrir skjöldu I baráttunni gegn sósíal- ismanum og afstaða þeirra í her- stöðvamálinu byggir á blindu komm- únistahatri. Flokkurinn er í alheims- samtökum sósíalfasista og "sósíal- svikara", Socialist International, sem eru rotnandi leifar II. Alþjóða- sambandsins. AFSTAÐA SMABORGARANNA. Smáborgaralegu sósíalistarnir, með Einar Olgeirsson í broddi fylkingar, hafa blásið í herlúðra gegn "banda- rfska valdinu á lslandi". I þeim hrærigraut sem settur hefur verið á borð sem "rök" fyrir málflutningi þeirra kennir margra grasa, Þeir segja beinum orðum að lsland sé hernumið: "Fyrsta leppstjórn Ameríkana var mynduð á felandi 4. febr. 1947. " "Ameríska auðvaldið hefur kúgað þjóðina og arðrænt hana síðan það náði tökum á efnahag hennar og stjórnmálum. " "Byssustingir Bandaríkjahers voru komnir til aff taka við af blekkingum Alþýðuflokksins, Ihalds og Fram- sóknar. " (Ur bæklingi Sósíalistaflokksins, "Hverjum getur þú treyst í sjálf- stæðismálinu", 1953). Hér er ekki neinum blöðum um það að flétta, landið er nýlenda Banda- ríkjanna með leppstjórn sem stýrir nýlendunni fyrir herrana, en það sem er sérstakt með "hernám" smá- borgaralegu sósíalistanna er það, að því má aflétta með kosningum: "Ef þeir kjósendur, sem hingað til hafa kosið Ihaldið, Framsókn og Alþýðuflokkinn. . . rísa upp og mót- mæla yfirgangi amerísks auðvalds á Islandi með því að kjósa Sósíal- istaflokkinn, þá er valdi þessara leppa lokið. " (Sama rit). Þetta er einsdæmi í mannkynssög- unni: "kúguð þjóð" gengur til kosn- lýðsins. Enn ein kenningasmfð smáborgara- legu sósíalistanna gengur út á það að íslenska borgarastéttin sé háð banda- rfsku hervaldi til þess að geta við- haldið völdum sínum hér. Þessi kenning er tiltölulega ný af nálinni og á sér aðallega talsmenn meðal stú- denta sem þykjast hafa djúpan skiln- ing á öllum þráðum "hernámsins". Gestur Guðmundsson segir f 1. des. blaði stúdenta 1972: "1 aila staði verður dvöl bandaríska hernámsliðsins hér á landi til þess að efla áhrif Bandaríkjanna í land- inu og baktryggir um leið völd fs- lensku auðstéttarinnar og erlent fjármagn hérlendis." (undirstr. okkar) Þessi talsmaður hins "óháða" auð- valds lokar augunum fyrir þeirri staðreynd, að íslenska auðvaldið hef- ur í áratugi ráðið landinu eitt, án er- lends hers, án aðildar að hernaðar- bandalögum, og var þó stéttabaráttan töluvert hatrammari en nú er. Stað- reyndin er sú, að borgarastéttin er sjálfri sér næg, hvað varðar kúgunar- tæki, hún hefur lögreglulið og land- helgisgæsluna, einnig varalið, sem kveða má út með stuttum fyrirvara, eins og sýndi sig 1949, þegar rætt var um NATO-aðildina á Alþingi. Einnig kom þetta í ljós við heimsókn Nixons og Pompidús; þá voru kvadd- ar út sveitir, sem töldu nokkur hund- ruð manns og hlutu þjálfun f kylfu- sveiflum. "ÞJOÐFRELSISHETJURNAR" Þjóðrembingsáróður smáborgaralegu sósíalistanna er beinn stuðningur við borgarastéttina, þar sem hann leit- ast við að villa verkalýðnum sýn. Þessir íslenskustu Islendingar beita öllum klækjum til að geta tryggt sér "Alþýðan slær í gegn". Þessi mynd er táknræn fyrir alla stefnu "her- náms"- og "herstöðvaandstæðinga" - hnefi í fánalitum íslensku borgara- stéttarinnar, landið í fánalit banda- rísku borgarastéttarinnar. Þjóð- rembingur smáborgaranna er sérlega skýrt túlkaður í þessari mynd. (Mynd úr 1. des. blaðinu 1973). "Hreinsum landið", krafa stúdenta 1. des. *72. Smáborgaraleg viðhorf þeirra krefjast þess, að íslenska auðvaldsþjóðfélagið sé hreinsað af "óhugnaði" erlends auðvalds og er- lends hervalds. (Mynd úr 1. des. blaðinu 1972). inga og losar sig þar með við kúgar- ana, sem meira að segja hafa stað- sett herlið f landinu. Þetta eru dæmi um þær svívirðilegu blekkingar, sem "sósíalistarnir" beittu fyrir sig. Þessir svikarar við málstað verka- lýðsins gerðu allt til þess að teyma öreigastéttina frá stéttabaráttunni inn á þingræðisbrautir borgaranna. Önnur kenning gengur út á, að "her- námsflokkarnir" (þ. e. fulltrúar bor borgarastéttarinnar á þingi) hafi sjálfviljugir gengist yfirráðum Bandaríkjanna á hönd. Islensku borgararnir hafi samið með kurt og pf af sér eigið sjálfsforræði w svo einfalt er það. Hinar fáránlegu ásakanir Sósíalistaflokksins á hendur borgarastéttinni um landráð byggjast á þeirri ósk smáborgaranna, að borgarastéttin bindi ekki trúss sitt við hernaðarveldi. Krafa smáborgar- anna um að íslenska borgarastéttin sé hlutlaus í baráttunni gegn sósíalism- anum sýnir hversu fjarri Sósíalista- flokkurinn stóð hagsmunum verka- fáein þingsæti, blása til "þjóðfrels- isbaráttu" gegn "erlendum kúgurum" þegar hinn raunverulegi óvinur er innlend borgarastétt. 1 þessu felast hin svívirðulegu svik þjóðrembings- sósíalistanna - þeir eru sósíalistar í orði, en þjóðernissinnar á borfii. Undir þessa pólitík heyrir allt brölt "fullveldisstúdentanna", afstaða þeirra er afstaða "þjóðfrelsisbaráttu- mannanna" sem blekkja verkalýðinn til fylgis við innlent auðvald undir yfirskyni baráttu gegn "erlendu auð- valdi" og "leppum þess". Mikill er "marxismi" þeirra kappa - mikil er hetjulund þeirra að snúa bakhlutanum í baráttuna og beina geirum sínum í afleiðingarnar en ekki orsökina.t Hvaða augum líta svo þessir Don Qui jotar nútímans heimsvaldastefnuna ? Jú, auðvitað sem erlenda auðhringa og erlent hervald. Alltaf er þáttur innlendu borgarastéttarinnar gerður fátæklegur - hún hefur verið flekuð til fylgis við myrkraöflin. I mál- flutmngi_^þjóðfrelsishetjanna" er inn- LOPPA DOLLARAVALDSINS LÆSIR SIG UM ISLAND LEYSIÐ ISLAND ÚR HELGRBPUM PESSA VALDS 28. JÚNll "Leppar" ameríska valdsins sjást hér með augum "sósíalistanna", sem svo hatrammir vilja vernda allt, sem "íslenskt" er - þeir vilja jafnvel vernda íslensku borgarastéttina frá sínum eigin "barnaskap". Kenningin: íslenska borgarastéttin er viljalaust verkfæri bandarísku auðhringanna, kemur hér skýrt fram. (Mynd úr bæklingnum "Dollara- valdið", útg. Sósíalistaflokkurinn.) "Sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar lýkur aldrei." - Þetta var eitt af kjörorð- umstúdental. des. s.l. Nú er Jón Sigurðsson kominn í spilið, hann, sem var leiðandi í baráttu hinnar ungu borgarastéttar gegn danska ný- lenduvaldinu verður að hefja aðra umferð. Hinir nýfrjálsu íslensku borgarar eru ekki fyrr lausir undan Dönum en þeir ganga sjálfviljugir undir vald "risans í vestri". "Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundr- uð sumur ?" ( Mynd úr Rétti nr. 2, 1973). lent auðvald varla til, og ef það tórir einhverstaðar, þá er það sem um- boðsaðili fyrir erlent hringaauðvald. "SMANARBLETTURINN11 "Herseta á íslenskri grund er smán- arblettur, í senn á okkar ástkæra landi og þeim mönnum sem innleiddu hersetuna, vegna aðgerða þeirra í þjónkunarskyni við erlent stórveldi. Við viljum þurrka smánarblettinn af landinu og krefjast þess að her- inn verði látinn hverfa á brott. . . " (Ur "Keflavíkurgangan", riti á veg- um samtaka hernámsandstæðinga). Þetta er barátta smáborgaranna í hnotskurn "fvoum smánarblettinn, herinn burt! Island fyrir Islendinga alla. " (Ur ræðu Magnúsar Kjartans- sonar í Keflavíkurgöngunni 1960)! Viðleitni smáborgarastéttarinnar til þess að "betrumbæta" auðvaldsþjóð- félagið og draumar þeirra um einok- unarlaust auðvald koma fram í þess- ari "landhreinsunar og þjóðfrelsis- stefnu" þeirra. Öll þeirra "barátta" gegn hernum og NATO hefur farið fram undir merkjum þjóðrembings. BYLTINGARSINNUÐ AFSTAÐA ÖR- EIGAS TÉ TTARINNAR Gegn öllum kenningum smáborgaranna um "hernám" landsins og ósjálfstæði íslensku borgarastéttarinnar - gegn öllum áróðri borgarastéttarinnar um "vörn fósturjarðarinnar" stendur byltingarsinnuð afstaða öreigastéttar- innar. Kommúnistasamtökin m-1 eru einu byltingarsamtökin á Islandi og þannig þau einu sem færa fram af- stöðu öreigastéttarinnar í þessu máli. Við afneitum öllum kenningum smá- borgaranna um hernám, en bendum á að það er vilji fslensku borgara- stéttarinnar að berjast gegn sósíal- ismanum - þess vegna taka þeir þátt í NATO sem er stofnað í þeim til- gangi. Vera bandaríska hersins er framlag þeirra til þeirrar baráttu. Islenska borgarastéttin ræður öllum undirstöðugreinum framleiðslukerf- isins hér á landi, hún hefur full stjórnarfarsleg réttindi og hefur ekki afsalað sér neinum þeirra í hendur "hernámsliðsins". Við afneitum öllum kenningum sem lúta að þvf að íslenska borgarastétt- in sé háð bandaríska hernum til þess að geta haldið völdum. . -Islenska borgarastéttin hefur ríkt í marga áratugi án þess að vera í hernaðar- bandalögum, án þess að hér væri er- Ke flavíkurganga undir íslenska fánanum. Tákn borgarastétt- arinnar, sem hún tók upp, þegar henni tókst að sigra danska nýlenduveldið. "Hernámsandstæðingarnir" eru íslenskastir allra Islendinga. Baráttan beinist að því að "betrumbæta" fslenska auðvaldsþjóðfélagið. (Mynd úr Dagfara ^áfyigni "Herstöðvaandstæðinga"). •marfskH Henrildl "Vilji" íslensku borgarastéttarinnar f túlkun smáborgara- legu sósfalistanna. Borgararnir kjósa að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti sfnum í hendur bandarfska auð- valdsins. Islensku borgararnir viljalausir fáráfflingar, sem vita ekkert betra en erlenda kúgun á þjóðinni - sannkallaðir svikarar við málstaö þjóðarinnar. Mynd úr bæklingnum "Hverjum getur þú treyst í sjálfstæðismálinu?", útg. Sósíalistaflokkurinn,'53). lendur her til þess að "baktryggja" völd hennar. I rauninni er það þann- ig, að kúgunartæki íslensku borgar- anna er nægilega sterkt við þær að- stæður sem ríkja og hafa ríkt til þessa. Völdum borgarastéttarinnar hefrfr aldrei verið ógnað að neinu marki þar sem verkalýðurinn hefur ekki verið færi um að fylgja eftir því ástandi sem skapast hefur. Sem dæmi má nefna árið 1932; þá barðist verkalýðurinn í návígi við lögregluna - en sú barátta var engin úrslitabar- átta þar sem verkalýðurinn treysti á svikara eins og Héðinn Valdimarsson en hélt ekki á braut byltingarinnar. Stéttin var ekki skipulögð til baráttu undir kommúnískri forystu. Það er rangfæfsla að halda því fram að ís- lensk borgarastétt sé veikburða - líkt og smáborgararnir halda fram í Neista; samkvæmt þeirra "útskýring- um" nægir að "einangra" íslensku borgarastéttina frá erlendum stéttar- bræðrum. (Sját.d. Neista7. tbl. Ý2). Með þessari kenningu segja þeir, að smáborgaralega baráttan fyrir útsögn úr NATO - barátta sem ekki er tengd baráttunni gegn sjálfum völdum borgarastéttarinnar, sé fram- sýn barátta. Við, kommúnistar, erum þeirrar skoðunar að öll sú barátta, sem ekki beinist að markmiði öreigastéttarinn- ar - sósíalísku byltingunni - þjóni hlutlægt borgarastéttinni. Sú barátta vinnur ekki að því að safna verkalýðn- um til áhlaups gegn völdum borgara- stéttarinnar, sú barátta afvegaleiðir og þreytir verkalýðinn! Við höldum þvf fram að eina leiðin til þess að berjast gegn veru Islands f NATO sé sú, að ráðast gegn völdum fslensku borgarastéttarinnar. Bar- attan gegn NATO verður að byggja á alþjóðahyggju öreiganna. Með því að búast til atlögu gegn íslensku auð- valdi, sem er einn hlekkurinn í keðju heimsvaldastefnunnar, gegnir íslensk- ur verkalýður alþjóðlegri skyldu sinni við verkalýð annarra landa. An byltingarsinnaðrar leiðsagnar verður ekki um byltingarhreyfingu að ræða. ÞESS VEGNA ER ÞAÐ EINA RÉTTA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ BERJ- AST, AÐ BYGGJA UPP FRAMVÖRÐ VERKALÝESSTÉTTARINNAR - kommUnistaflokk! Við skorum á alla sem í rauninni vilja berjast gegn innlendu og erlendu auðvaldi að ganga f námshring hjá KSML og taka þátt í uppbyggingu kommúnistaflokks. Byltingarsinnað námsstarf er alþjóðahyggja öreiganna f verki! Röng afstaða KSMLtil NATO Afstaffa KSML til NATO og herstöð- vamálsins hefur verið röng í tveim- ur meginatriðum. 1 upphafi tilveru samtakanna var tekin afstaða á smá- borgaralegum þjóðernisgrunni - al- þjóðahyggja öreiganna mótaði ekki afstöðu okkar. Þessi villa - þar sem "þjóðfrelsi" og sjálfsákvörðunar- réttur voru f fyrirrúmi - er leifar af þeim hentistefnuarfi, sem KSML fékk frá smáborgaralegum "vinstri" hreyfingum hér á landi. Villan kom fram m. a. í þeirri fullyrðingu, að fslensk alþýða hafi orðið að sjá á bak sjálfsákvörðunarrétti sínum 1949. I Rauða Fánanum nr. 1, 1972, segir : "Þannig varð líka um Island. Höf- uðmóthverfan varð nú milli heims- valdastefnunnar, sem bjóst til stríðs gegn sósíalismanum, og al- þýðu landsins semvarð að sjá af sjálfsákvörðuninni vegna hagsmuna heimsvaldalandanna." Hin villan hefur komið fram sem vanmat á kúgunarmætti íslensku borgarastéttarinnar. Það hefur villt um fyrir mörgum, að á Islandi er ekki fastaher (þ.e. her, sem er stöðugt undir vopnum). Þess vegna hafa skotið upp kollinum hugmyndir um "vanmátt" hérlendrar borgarastéttar til að verja hendur sínar og tryggja völd sín. 1 Stétta- baráttunni 3. tbl. "73 var þetta túlk- að þannig: "I ákefð sinni að koma íslandi f NATO og baktryggja þannig auð- valdið gegn harðnandi stéttabar- áttu." I 75. grein stjórnarskrárinnar seg- ir: "Sérhver vopnfær maður er skyld- ur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir þvf sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt í lögum." Hér er það skýrt, að í rauninni get- ur borgarastéttin, með einu penna- striki, komið á fót her. Þannig er íslenskur her, sem hefur sama hlutverk og aðrir borgaralegir her- ir, að verja völd borgarastéttarinn- ar, í rauninni fyrir hendi. Það sem skilur hann frá örðum herjum er, að hann er ekki standandi her - að hann er ekki fastaher - ekki undir vopnum eða í herþjálfun í dag. SMABORGARALEG MYNDUST Einn liður í herferð smáborgaralegu sósfalistanna kringum 1. des. var að troða upp með pólitíska myndlistarsýn- ingu hjá SUM. Og sú sýning var Vissu- lega pólitísk, en pólitíkin, sem þar var færð fram á ekkert skylt við byltingar- sinnaðan málstað verkalýðsins og bar- áttu hans. Þar veður þjóðrembingur- inn uppi og kallað er á verkalýðinn til stéttasamvim.; við auðvaldið vegna þess að þjóðin öll eigi í baráttu við sameiginlegan óvin - NATO/USA. "Hinir virðulegu háskólaborgarar, er standa að sýningunni" (Mbl. 15.12.), urðu heldur en ekki ruglaðir og tauga- veiklaðir, þegar einn listamaðurinn, sem átti myndir á sýningunni, Guð- mundur Armann Sigurjónsson, félagi í KSML, krafðist þess að myndir sínar yrðu teknar niður, eftir að ljóst var hvers eðlis sýningin var og gagnbylt- ingarsinnað markmið hennar. Brugð- ust þeir hart við og reyndu ýmist með fortölum og lygum að fá Guðmund ofan af þessari ætlun sinni, en árangurs- aust. Astæðan fyrir því, að þessu smáborg- arahyski, sem treður upp með þjóð- rembingsmyndlist sfna í SUM, er svo í mun að klófesta og hengja upp myndir kommúnísks listamanns, er einfaldlega sú, að þeir verða undir fölsku yfir- skyni að pretta þjóðernispólitík sinni inn á verkalýðinn. Þetta er sú aðferð, sem smáborgarar allra tegunda nota til að reyna að dylja rotna pólitík sína. Þeir reyna á kostnað byltingaraflanna og í nafni þeirra að breiða út þá kenn- ingu, að : "Sú vísa er aldrei of oft kveðin, að sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar lýkur aldrei." (Þjóðviljinn 1. des. *73, undirstr. okkar). Með þessari pólitík sinni básúna þeir út sameiningu verkalýðsstéttarinnar með borgarastéttinni á þjóðernisleg- um grundvelli, þeim sama grundvelli og var leiðarljós Þýskalands Hitlers, Italfu Mussolinis og Bandaríkja Nixons. Þessi þjóðrembingspólitík gengur öll út á það, að skipuleggja hluta verka- lýðsins fyrir markmið borgarastéttar- innar gegn verkalýðsstéttinni og efla alræði borgarastéttarinnar um "aldur og asvi". Félagar úr KSML taka niður verk Guðmundar Armanns af sýningu SUM. Gagnbyltingarsinnarnir þegja yfir því: • að sjálfstasðisbaráttu Islands sem kúgaðrar þjóðar lauk 1. des. 1918. Þá fékk fslenska borgarastéttin sjálfsákvörðunarrétt sinn til að kúga og arðræna verkalýð Islands. • að fyrir dyrum er skipulagning verkalýðsstéttarinnar fyrir frelsis- og sjálfstæðisbaráttu sinni gegn gjörvöllum kapítalism- anum. • að verkalýðsstéttin getur aðeins orðið frjáls með því að vinna sig- ur á borgarastéttinni með sósíal- ískri byltingu og stofnsetja alræði öreiganna. Listin er stéttbundin. "I heimi nútímans tilheyrir öll menn- ing, allar bókmenntir og listir ákveðn- um stéttum og er samtvinnuð ákveðn- um, pólitískum sjónarmiðum. Það er í raun og veru ekkert til, sem heitir listin listarinnar vegna, list, sem stendur ofar stéttum - eða list, sem er laus frá og óháð pólitíkinni." (Mao Tsetung, Ræða um bókmenntir og listir í Yenan, 1942). 1 bréfi. til forráðamanna sýningarinnar í SUM gerir Guðmundur grein fyrir þeim ástæðum, að hann tekur ekki þátt í sýningunni, hann segir m. a.: "Sú pólitík sem fullkomlega er ráðandi á sýningunni er ekki póli- tík, sem túlkar hagsmuni verka- FRAMHALD AF FORSlÐU: „OLÍUSKORTURIIMN” kreppuna, hefur auðvaldið í æ meira mæli gripið til þess eina ráðs, sem það hefur, að velta henni yfir á herð- ar verkalýðsins. Þannig hafa raun- laun verkalýðsins f öllum löndum heimsins lækkað til muna undanfarin ár, samtfmis því, sem vöruverð hef- ur stigið upp úr öllu valdi. Verk- smiðjur eru víða erlendis reknar hálfa vikuna eða lokað að fullu. A sviði alþjóðaverslunar hefur gjald- eyriskreppan þegar dýpkað verulega og verslunarhöft og einokunartollar hafa tekið við af hinni frjálsu verslun eftirstríðsáranna. Hérlendis heyr- ast þær raddir æ oftar að nú verði að koma í veg fyrir kauphækkun verka- lýðsins til að atvinnuvegirnir geti borið sig, útgerðarmenn gráta yfir skertum gróðamöguléikum og iðnað- urinn rambar á barmi erfiðleikanna Borgaralegir hagfræðingar og smá- borgaralegir umbótasinnar, sem reynt hafa að útskýra þessa örðug- leika auðvaldsins, grípa æ oftar til röksemdafærslu, sem er ætlað að dylja þær innri mótsetningar auð- valdsframleiðslunnar, sem orsakað hafa kreppuna, nefnilega orkukrepp- urnar. Þeir taka undir með olíu- auðhringjunum og fullvissa verka- menn um að olíuskortur sé yfirvof- andi, um leið og þeir áminna verka- lýðinn í föðurlegum tón um að sýna skilning á þessu sameiginlega vanda- máli alls þjóðfélagsins og alls heimsins. Verkamenn eiga að hætta kaupkröfum sínum, hætta að kynda hús sín, taka atvinnuleysi eða hálfri vinnu með þögn og skilningi, allt til að þjóðarbúskapurinn beri sig. Þjóðarbúskapurinn er hagsmunir auðvaldsins og ekki verkalýðsins. Þess vegna hefur sósíalfasisminn í verkalýðshreyfingum Evrópu og víð- ar fengið það hlutverk æ meir, að sannfæra verkamenn um að kaup- gjaldsbarátta þeirra gegn auðvaldinu sé óæskileg og stefni atvinnuvegunum í voða, verkamenn valdi eigin at- vinnuleysi með því að krefjast hærri launa. Eitt af þeim vopnum, sem sósíalfasistarnir grípa til er lyga- saga um olíuskortinn, lygasaga sem er ætlað að gera Arabaríkin ábyrg fyrir óleysanlegum móthverfum auð- valdskerfisins, sem ber með sér kreppur, atvinnuleysi og styrjaldir. Er olfukreppan til ? - Eða er hún lygasaga auðvaldsins ? FRAMHALD AF FORSÍÐU ISAL • •• varnarlaus. Allt hjálpast að: eigend- ur ISALS, verkalýðsforystan og rík- isvaldið, sem er aðili að Alverk- smiðjunni. Aðaltrúnaðarmaðurinn afhjúpar svik sín við verkamennina. Hérna í Straumsvík hafa verkamenn- irnir kosið Örn Friðriksson sem að- altrúnaðarmann. I tillögum að breytingum á kjarasamningi við ÍSAL, sem samdar eru af trúnaðarmönnum og aðaltrúnaðarmanni er ein af kröf- unum þessi: "Aðaltrúnaðarmaður hefur ekki vinnuskyldu við önnur störf, en þau sem snúa að málefnum verkafólks á staðnum." Kempan úr Sósíalistafélagi Reykja- víkur, Örn Friðriksson, fer þarna fram á að vera alla daga á skrifstof- unni, sem ISAL hefur látið honum í té. Þessi "róttaski" umbótasinni hyggst nú klifra uppí verkalýðsaðal- inn, hvar hann getur dyggilega þjón- að auðvaldsherrunum í því að svíkja og blekkja verkamennina. Þar með hefur þessi gervisósíalisti afhjúpað sig gjörsamlega og sest til borðs með hinum stéttsvikurunum. Olöglegt verkfall: eina leiðin til varnar. Verkamenn í Straumsvík! Eina leiðin fyrir okkur er að við skipu- leggjum okkur sjálfstætt, án þátttöku endurbótasinnana í verkalýðsfélögun- um, því þeir munu svikja okkur! Við verðum að treysta á eigin krafta í baráttunni gegn kauplækkunum og ofsóknum atvinnurekendanna! Eina vopnið til að verjast þessum kjara- skerðingum er verkfallsbarátta, þrátt fyrir að slíkt verkfall sé ólög- legt. Jafnframt verðum við ávallt að hafa hugfast, að kjarabætur verða aldrei varanlegar í þessu þjóðfélagi. CSckur er nauðsynlegt að skipuleggj- ast f pólitísku baráttunni með því að mynda bylting irsinnaðan verkalýðs- flokk - kommúnistaflokk - sem fær verði um að hafa á hendi leiðsögn f stéttabaráttu verkalýðsins á öllum sviðum þjóðfélagsins. Hundsum kratabroddana í verkalýðs- félögunum! Tökum málin í eigin hendur' Olöglegt verkfall er eina leiðin! KSMLfélagar í Straumavík. Hvað segja raunsæir talsmenn borg- arastéttarinnar um bessi mál ? ött- ast þeir heimsendi af völdum olíu- skorts ? Síður en svo. I bandarfska auðvaldsritinu US News&World Re- port segir, að næg olfa sé í USA sjálfu sem myndi geta fullnægt orku- þörf USA næstu 60 árin miðað við sömu breidd framleiðslunnar, ef hún væri nýtt. Efnahagssérfræðingur tímaritsins Wall Street Journal full- yrðir, að hægt yrði að nýta þessar olíulindir, ef og aðeins ef verðið á olíu myndi hækka sem svarar 40%. En svo lengi sem möguleikarnir fyr- ir að fá ódýrari olíu frá Arabaríkj- unum eða Venesuela eru fyrir hendi, hvarflar ekki að olíuhringjunum að hefja nýtingu á þessum auðlindum. Hins vegar er verðhækkun á olíu án þess að vinnslukostnaður hennar hækki, það sem heimsvaldasinnarnir álíta ákjósanlegast. Þess vegna hafa "18 risafyrirtæki hreinlega komið af stað sögusögnum um að olfuskortur sé yfirvofandi, eingöngu í þeim til- gangi að auka gróða sinn", að því er bandarfska tímaritið Christian Science Monitor segir í leiðaragrein Þess vegna hafa USA nú þegar hafið undirbúning styrjaldar gegn olíuríkj- unum í V-Asíu, þar sem hagkvæm- ara er fyrir olíuhringana að tryggja afnot sín af olíulindum þessara landa með vopnavaldi, en að greiða mikinn stofnkostnað til að koma á fót sam- bærilegri olíuvinnslu í USA sjálfum. USA hefur þegar látið úrvalssveitir sfnar hefja þjálfun í eyðimerkurhern- aði í stað frumskógahernaðar eins og beitt var í Víetnam. Gróusagan um olíuskortinn sem yfir- vofandi sé og leiða muni af sér hrun hinna vestrænu velferðarríkja, er búin til í þeim eina tilgangi að rétt- læta verðhækkun á olíu til að auka enn frekar gróða olíuauðhringanna. Olfuskömmtun Araba - framvfs að- gerð. Burtséð frá afturhaldssömum tilgangi stjórna Arabaríkjanna þjónar olfu- skömmtun þeirra óneitanlega fram- sínum tilgangi. Annars vegar eru þeir að slá skjaldborg um þjóðlegan rétt sinn til að nýta að eigin vild auð- lindir sfnar og hins vegar þjóna þeii; hlutlægt séð, byltingaröflum heims-

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.