Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 1

Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST POUTISK KREPPA Á ÍSLANDI 1.MAÍ sipur fyriröfl kommúnismans * k' *•' • jfí 4 - «». .* m FJÖLMENNAR OG VELHEPPNAÐAR AÐ GERDIR í REYKJAVÍK Þeir atburðir sem undanfarið hafa gerst á Alþingi og utan þings, sýim svo ekki verður um villst, að pólitísk kreppa hefur gripið um sig í íslensk- um stjórnmálum. Gamla flokkakerf- ið, sem hefur staðið nær ðbifað allt frá því í heimskreppunni 1930 hefur tekið að riða til falls. Innan þing- flokkanna rfkir strfð og togstreitur um bitlinga og sæti, allrahanda upp- skafningar og sjálfshyggjumenn freista gæfimnar með því að safna um sig áhangendaskara innan stjórnmála- flokkanna í því skyni að koma sjálfum sér í örugga stöðu á mútugarða auð- valdsins á Alþingi. Orsökin fyrir þessu upplausnarástandi og klofn- instilhneigingum er þó ekki persónu- leg framagirni eða rígur milli póli- tíkusanna. Orsakanna er að leita dýpra, þær stafa frá þeirri efnahags- kreppu, sem heimsauðvaldið siglir nú hraðbyri inní og þar er íslenska auðvaldsframleiðslan engin undan- tekning. Upplausn flokkakerfisins er merki um að stéttirnar hafa tekið að væða sig og undirbúa fyrir komandi stéttaátök, nýjir straumar og nýjir^ leiðtogar, ný kosningaslagorð og ný glamuryrði, allt þetta á rætur sínar að rekja til pólitískrar endurvæðingar stéttanna í íslensku þjóðfélagi. EFNAHAGSASTANDIÐ - UPPHAFS- PUNKTUR POLITISKA KREPPU- ASTANDSINS. Ifyrir löngu síðan höfðu KSML séð fyrir þróunina og bent verkalýðnum á að framundan væri upplausn f herbúð- um gömlu stjórnmálaflokkanna. I nóvemberblaði Stéttabaráttunnar 1973 sögðum við: "Allar hræringar f efnahagsgrund- velli þjóðfélagsins endurspeglast óhjákvæmilega í yfirbyggingu þjðð- félagsins, pólitískri og hugmynda- fræðilegri. Öll fyrri flokkaskipan riðlast, stéttirnar taka að endur- skipuleggja sig og vígbúast fyrir baráttuna, sem framundan er. Slíkt hefur í för með sér skýrari marka- línur milli stéttanna og uppstokkun á flokkakerfinu, sem ríkt hefur." (SB. 7. tbl. 1973, bls. 3) Síðan þetta var skrifað hafa þessi orð sannast áþreifanlega í þeim at- burðum, sem orðið hafa á Alþingi og utan þings undanfarið. Flokkakerfið hefur riðlast, þingræðið hefur að nokkru afhjúpað sig sem kjaftasam- kunda og þannig vakið verkalýðinn til alvarlegrar umhugsunar um, hvort þingræðið sé einhver raunveru- legur valkostur fyrir hann. A sama hátt verður að skýra í dag það efna- hagsástand, sem upp hefur komið og valdið þingrofi og viðamiklum flokka- dráttum. I fyrsta lagi hefur verð- bólgan tekið á sig greipilegt umfang, sem ekki hefur verið dæmi til áður. Þannig hefur verðbólgan verið um 35% á sfðasta ári og verður samkvæmt hagfræðingum nálægt 60%. Samtímis þessuum ofboðslegu vöruverðshækk- unum, hafa kjör verkalýðsins versn- að. Launin hafa lækkað í hlutfalli við vöruverð og vísitalan hefur verið fölsuð til að laskka kaup verkamanna enn meira. Eftir samninga ASÍ-for- ystunnar sem fólu í sér mikla kjara- rýrnun fyrir verkafðlk og náðu ekki einu sinnl að bæta upp launalækkun- ina sem verðbólgan hafði valdið, hefur tvennt gerst: annars vegar hafa hrfðversnandi kjör verkafólks leitt til aukins baráttuvilja og hins vegar verður æ stærri hlutum verkalýðsins ljóst, að ASl-forystan er þrándur í götu fyrir baráttu hans. Síðustu að- gerðir "alþýðustjórnarinnar" hafa ekki aukið vinsældir hennar. Sú kjaraskerðing, sem knýja á fram með bráðabirgðalögum mun koma mjög harð niður á verkafólki, 4% söluskattshEekkunin, "gengissigið" um 10-15% eins og nú þykir hentug- ast að orða það, í þeirri von að verkalýðurinn beri ekki skilning á því hvað um er að vera. Allt er þetta liður í því að velta byrðum efnahagslegu kreppunnar af auðvald- inu yfir á herðar verkalýðsins. Framh.bls.3 Skopskyn þingtrúða Alþýðubanda- lagsins er óheft þegar taka skal ákvörðun um hvernig framkvæma á skerðingu á kjörum verkalýðsins. I annað sinn á 1. maí komu Kommún- istasamtökin fram sem sjálfstætt pólitískt afl, þegar þau gengu undir merkjum kommúnismans 1. maí í ár. KSML höfðu eigin göngu eins og í fyrra, í Reykjavík og á Akureyri, sem skar sig frá göngu borgaralegu verkalýðsleiðtoganna í Alþýðubanda- laginu og smáborgaranna í "Rauðri verkalýðs"einingu, bæði hvað snertir 1. maí í ár stóð Akureyrardeild KSML fyrir göngu og útifundi á Akureyri. Um 60 manns gengu í göngunni, en á útifundinum hækkaði sú tala í a. m. k. 200 og var það án efa fjölmennasti útifundurinn af þeim þremur, sem haldnir voru í bænum. Ganga Kommúnistasamtakanna lagði af stað frá Dúkaverksmiðjunni v/- pólitískt innihald og skipulag. 1. maí í fyrra skáru Kommúnistasam- tökin sig frá "vinstri" hópunum, s. s. Fylkingunni, Sósíalistafélagi Reykja- víkur o. fl. og héldu ein allra á lofti vígorðum, sem þjónuðu framtíðar- markmiði verkalýðsstéttarinnar - sósíalísku byltingunni. Gangan í ár sýndi að kommúníska pólitíkin á Glerárbrú og gekk um Eyrina og þaðan á Ráðhústorg, þar sem haldinn var útifundur kl. 2. A fundinum / fluttu tveir félagar ræður, þau Fjóla Ingólfsdóttir og Guðmundur Armann Sigurjónsson. Einnig var lesið ljóð, bornar upp samþykktir og alþjóða- söngur verkalýðsins sunginn. Eins og áður sagði var fundurinn fjöl- mennur og tókst í alla staði mjög vel- FRAMHALD Á BAKSÍÐU FRH. Á BAKSÍÐU FUNDUR KSML Á AKUREYRI FJÖLMENNASTUR KOMMÚNISKT FRAMBOÐ AFHJUPUM BORGARALEGA ÞINGRÆÐIÐ - SENDUM KOMMONISKA VERKAMANNASVEIT A BORGARAÞINGH) Kommúnistasamtökin marxistarnir-lenínistarnir munu bjóða fram til al- þingiskosninga í Reykjavík nú í júní. Orsök framboðsins er þó engan veginn sú, að KSML hafi ásett sér að halda út I fúafen borgaralegrar þingræðisbar- átth í fótspor stéttsvikaranna í Alþýðubandalagsforystunni. Þvert á mðti er markmið framboðsins að afhjúpa borgaralega þingr:cðið, svipta tjöldunum frá þeim skrípaleik sem fer fram í þingsölunum og opinbera þjónkun og þý- lyndi alþingisprelátanna við íslenska fjármálaauðvaldið frammi fyrir verka- lýðnum. A meðan AB-broddarnir ákalla helgar vættir sér til fulltingis í at- kvæðastríðinu og hreyta út úr sér beiskum ásökunum um klofníngsstarfsemi innan vinstri hreyfingarinnar, verður verkamönnum æ betur ljóst hvers konar barátta það er sem þingræðisprelátar Alþýðubandalagsins heyja á þingpöllunum. En verða KSML ekki þingræðinu að bráð, leiðast þau ekki inn í mútukerö auðvaldsins í þingsölunum, gleyma hagsmunum verkalýðsins og taka að þrátta um stafsetningareglur eða erlenda togara ? Þessar spurningar hljóta að leita á þá verkamenn sem þegar hafa séð í gegnum svikahjúp Alþýðubandalagsins. TVÆR LEIÐIR: BORGARALEGT ÞINGRÆÐI EÐA VERKAMANNARAÐ. Kommúnistasamtökin hafa alltaf lýst hreinskilnislega afstöðu sinni til borgaralega þingsins, kosninga og þingræðislns. Við höfum aldrei reynt að dylja þá afstöðu kommúnista, að við álítum borgaralega þingræðið vera fíkjulauf yfir ríkisvaldinu, að Alþingi er nákvæmlega eins og öll önnur borgaraleg þing, kjaftasam- kunda sem engu ræður um stjórn þjóðfélagsins. Það lýsti sér í ráða- leysi Alþingis frammi fyrir "mara- þon"rugli Sverris Hermannssonar um daginn, það sýndi sig lika í barna- legum og heimskulegum deilum um bókstafinn z, samtfmis þvf sem fjár- hagur ríkisins er í kalda kolum og íslenska auðvaldsþjóðfélagið siglir hraðbyri inn í djúpa efnahagslega og pólitíska kreppu. Það sýndi sig líka í þeirri staðreynd, að eftir að þing- menn hafa verið sendir heim, heldur auðvaldið áfram að stjórna á nákvEem- lega sama hátt og áður, munurinn er bara sá að nú heitir það bráðabirgða- lög, en áður þingræði með 60 kjafta- skúma á himinháum launum áf fjár- munum verkalýðsins. KSML bjóða ekki fram til að taka sér stöðu á garðanum við hlið þess- ara kjaftaskúma, heldur til að af- hjúpa starfsemi þeirra og raunveru- leg verkefni. Þessir þingræðis- trúðar sem á ákjósanlegan hátt hafa auglýst heimsku sína og hringlanda- hátt frammi fyrir allri þjóðinni und- anfarna mánuði, eru í raun og veru fulltrúax auðvaldsins, með því að þeir taka allir þátt í þingræðislyg- unum og lýðræðissýndarleiknum, meðvitað og ómeðvitað leynt eða ljóst. Verkefni KSML í kosningun- um er m. a. að afhjúpa eðli þing- ræðisins og sýna verkalýðnum fram á að hann getur einskis vænt af þing- ræðisbyltingu Alþýðubandalagsins, heldur verður hEum að fylkja sér um kommúníska flokk og brjóta þing- ræðið niður í valdbyltingu. En hvað á hann að setja í staðinn? Sagan hefur sýnt og sannað, að verkamannaráðin hafa alls staðar risið upp og eftir að verkalýðurinn hefur lagt þingræðissamkundur borgíirastéttarinnar í rústir hafa sérstök valdatæki verkalýðsstéttar- innar, ráðin , risið upp I staðinn. KSML hafa dregið þá lærdóma af þessum sögulegu staðreyndum, að alræði öreiganna verði að byggjast upp á verkamannaráðiun og að borg- aralega ríkisvaldið - það á við þing- FRAMHALD Á SÍÐU 2 Þingfulltrúar bolsévíkanna völdu heldur útlegð og ofsóknir en að gerast mútuþegar auðvaldsins. Myndin sýnir "Okrana", hina illræmdu keisara- lögreglu, sækja I. G. Petrovskí á 4. rikisdúmuna (rússneska þingið) og fsera hann til útlegðar. AÐGERÐIR KSML FRAM 'AÐ ALÞINGISKOSNINGUM FRA 25. MAÍ TIL 29. JtíNl AUG- LVSBR KSML EFTIRFARANDI AÐGERÐIR: - Laugardaginn 25, maf kl. 14,00 Almennur fundur á vegum KSML í Reykjavík I Alþýðuhúskjallaranum um borgarstjórnarkosningarnar. Sunnudaginn 9, júní kl. 14.00 heldur KSML I Reykjavík almennan íund í l.indarbæ niðri um verkalýðs- rfkið Albaníu og alra ði öreiganna, sem þar er framkvæmt. Laugardaginn 29. júnfkl. 14,00 lioldur KSML I Reykjavík almennan fund I I.indarbæ (niðri) um alþingis- kosningarnar. Fyrirhugað er að halda göngu 6. júní n.k. í lilefni 5 ára afmælis Bráða- birgðubyltingarsljórnar Suður-Víet- nams. (Nánar auglýst síðar). ________skrifstofa KSML , Skóla- stræti 3B verður opin alía virka daga frá kl. 13. 30 til 17 og 20-22 og luug.'irdagu 10-12 og 13. 30-17, símí: 27800, TAKIÐ ÞATT 1 KOMMUNlSKÚ KOSNINGABARATTUNNI. liafið áambánd við kosningaskrif- stofuna f sfma 27 800. STYÐJUM KOMMÚNISKA FRAMBOÐIÐ GEFUM I BARÁTTUSJÓÐ KSML PÓSTGÍRÓ 42000

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.