Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 2

Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 2
2 LEKMJtl Leiðarinn túlkar afstöðu miðstjórnar. t>6 ekki sé nema hálft annað ár síðan Kommunistasamtökin marxistarnir- lenínistarnir komu fram á sjónarsvið- ið, hafa öfl kommúnismans styrkst mjög frá þeim tima. Verkalýðs- hreyfingin, sem fyrir daga KSML var algerlega á valdi borgaralegra pólitíkusa og smáborgaralegra tagl- hnýtinga þeirra, hefur sveigst æ meira til andstöðu við forystuna, fyrst og fremst vegna þess hve af- hjúpandi stjórnartíð "alþýðustjórnar- innar" hefur verið. Raunar er það ekki svo, að um neina fj öldahreyfingu sé að ræða eða skipulagðar aðgerðir sem beinist gegn forystunni, en vax- andi áhugi verkamanna fyrir barátt- unni og vaxandi meðvitund hans um arðránið og svik forystunnar leiða óhjákvæmilega til þess að þeir leita undan áhrifum forystunnar og að- hyllast aðra stjórnmálaflokka. Til vitnis um þessa þróunartilhneig- ingu er 1. maí og liðsöfnuður hinna þriggja höfuðstétta þann dag. Það er engin tilviljun að þrjár göngur voru farnar og þrír fundir haldnir. Þar liggur að baki stéttarlegur grund- völlur; í rauninni voru aðgerðirnar á 1. maí endurspeglun stéttanna í íslenska þjóðfélaginu. En hvað þá um klofninginn í fulltrúaráðinu, kynni einhver að spyrja. Er þar ekki kom- ið fjórða stéttarlega aflið? En slík ályktun er röng, þó að spurningin sé fyllilega réttlætanleg. Því að klofn- ingurinn snerist ekki um afgerandi áhrif tveggja stétta yfir verkalýðnum, heldur endurspeglaði hann aðeins þann klofning sem fram hefur komið innan borgaraflokkanna um afstöðuna til hersins og NATO. Sjálfstæðisfull- trúarnir, sem styðja bandarísku heimsvaldastefnuna reyna að verja hagsmuni hennar og hylja rotnun hennar og upplausn. Alþýðubanda- lagsmennirnir styðja hins vegar rússnesku sósíalheimsvaldastefnuna og aukin umsvif hennar í Evrópu. Þeir reyna að breiða árásargirni nýju zaranna með því að kalla þá só- síalista og þeir verja glæpaverk só- síalheimsvaldastefnunnar og vinna að útbreiðslu hennar. Þessi klofningur um afstöðuna til heimsmálanna er ekkert séríslenskt fyrirbrigði, hann er heldur ekki einvörðungu bundinn við daginn í dag. Við þekkjum hvern- ig kosningabaráttan í Frakklandi hef- ur endurspeglað sömu mótsetningu milli þessara tveggja samkeppanda um heimsyfirráðin og hvernig Mitt- erand stendur fyrir útbreiðslu áhrifa sósíalheimsvaldastefnunnar á meðan Giscard hins vegar stendur fyrir málstað hins "vestræna frelsis" og hagsmuni bandaríska og evrópska auðvaldsins. Við þekkjum líka hvernig borgara- stéttin og borgaralegu flokkarnir í Evrópulöndunum og víðar klofnuðu í afstöðu sinni til nasismans á fjórða áratugnum. Þessi klofningur sem nú er fyrir hendi stafar af vaxandi móthverfum milli bandarfsku heims- valdastefnunnar og sósíalheimsvalda- stefnunnar, sem hefur áhrif um all- an heim. Stéttaöflin eru þess vegna bara þrjú - eins mörg og stéttirnar eru í íslenska þjóðfélaginu. ASÍ- forystan og AB-broddarnir eru full- trúar fyrir borgarastéttina innan raða verkalýðsins. Alþýðubandalag- ið er verkalýðsflokkur íslenska auð- valdsins og meginverkefni hans er að viðhalda þingræðisfordómum verkalýðsins og binda hann borgara- legum hagsmunum með stéttasam- vinnupólitík sinni. Efnahagslegar forsendur þessa flokks er hinn upp- keypta hástétt innan verkalýðsstéttar- innar - verkalýðsaðallinn sem á all- an hátt gengur erinda borgarastéttar- innar. Annað aflið sem fram kom á 1. maí var smáborgarastéttin. Vegna þess að staða hennar í framleiðslunni sundrar henni og sameinar hana ekki - hún stendur fyrir smáiðnaðinn og smáeignina á meðan verkalýðurinn þjappast saman á stórum vinnustöð- um og býr þannig við eðlileg skilyrði til skipulagningar - getur hún ekki sett fram neina sjálfstæða pólitík eða sjálfstæð markmið. Sem stétt er hún afturhaldssöm, en í afstöðu sinni til baráttu hinna stéttanna er hún reikandi og tekur ýmist afstöðu með borgarastéttinni eða verkalýðn- um. Rauð verkalýðseining var ganga smáborgarastéttarinnar. Þó að verkamenn gengju í henni, gengu þeir undir smáborgaralegum vígorð- um. I rauninni kom vingulsháttur smáborgaranna fram í getuleysi þeirra til að setja fram sjálfstæð vígorð, afstaða þeirra varð að r.öldri yfir ofríki borgaralega verkalýðs- flokksins og smávægilegum breyt- ingum við pólitísk vígorð hans. Þriðja aflið var ganga verkalýðs- stéttarinnar - ganga KSML. Það að hún var fámenn ber því einu vitni, að verkalýðsstéttin á íslandi hefur ekki átt sér neinn framvörð um ára- tugaskeið og stéttarvitundin er því á lágu stigi og lítt útbreidd. Þó það sé kannske rangt að segja, að ganga KSML hafi verið fámenn, því hún var fjölmenn miðað við hið stutta starf KSML, skiptir þó mestu máli að styrkleiki hennar lá í pólitíkinni. Eftir tæp fjörtíu ár af hentistefnu og svikum hefur rödd kommúnismans aftur látið heyra í sér og þeir verka- menn, sem eitt sinn störfuðu fyrir KFI þekkja sig áreiðanlega aftur I vígorðum KSML. Þessi þrjú öfl munu aftur eigast við í Alþingiskosn- ingunum. Þá mun KSML leggja áherslu á að tala máli kommúnism- ans til sem flestra og aðskilja sig frá framandi stéttaöflum innan raða verkalýðsins. Alls staðar I heimin- um er kommúnisminn og öreigabylt- ingin í sókn - hið sama er óhjákvæm- ilega uppi á teningnum á íslandi. Öfl kommúnistabyltingarinnar hafa aukist eftir 1. maí 1974. Prentaraverkfallið: NÁÐU AÐEINS FRAM EINNI AF ÞREMUR MEGINKRÖFUM Þótt töluverður tími sé liðinn frá því að prentaraverkfallinu lauk er samt full ástæða til að draga saman þá lærdóma sem verkfallið getur veitt verkafólki. Meginkröfur Hins íslenska prentara- félags (HlP) og Grafíska sveinafélags - ins (GSF) voru þrjár: 1) 6% orlofsuppbót, 2) laugardagar ^ verði ekki reiknaðir með í sumarfrí- um og 3) launajafnrétti hjá aðstoðar- fólki. Fyrsta krafan um 6% hækkim orlofs miðar að því að gera prenturum kleift að njóta hvíldar f sumarleyfum. Astandið er nú þannig að menn (og þetta á við um megnið af verkafólki) geta ekki notið fullrar hvíldar sökum þess að orlofið hrekkur ekki fyrir lifibrauði, frekar en dagvinnukaup almennt. Önnur krafan er komin til af því að sumarfrí er eini tími árs- ins, þar sem laugardagar eru taldir til vinnuvikunnar. Þessu vildu prent- arar fá breytt til samræmis við aðra árstíma. Þriðja meginkrafan, og jafnfram sú eina þeirra sem náðist fram, var krafa um launajafnrétti aðstoðar- fólks. Því hefur þannig verið háttað að hjá aðstoðarfólki hefur ríkt launa- misrétti milli kynja. Fyrir þau verk sem karlmenn hafa unnið, s.s. papp- írsskurð, hafa verið greidd hærri laun en fyrir þau verk, sem kvenfólk hefur unnið, s.s. upptökuo.fl. Kauphíckkunin sem náðist var 35-37%, einnig voru felldar ni ður næturvaktir. Forystumenn sviku f upphafi og ASl- forystan var á móti. Formaður HlP, Þórólfur Daníelsson, vildi í upphafi fylgja með f ASÍ-samn- ingunum á Loftleiðahótelinu. Hann sagði af sér þegar trúnaðarmannaráð HÍP vildi fara eigin leiðir. Sá sem tók við af honum gafst einnig upp og skrifaði undir samninga við atvinnu- rekendur - sem síðan prentarafélögin felldu. Að áliti margra prentara varð þetta til þess að draga úr styrk verkfalls- ins og jafnframtað lengja það. Af- stað ASl-forystunnar til verkfallsins hefur verið fjandsamleg, þaðan hefur ekki komið hinn minnsti stuðningur, enda telur forystan sjálfsagt verkfall- ið beinast gegn "láglaunastefnu" sinni. Sú stefna miðar að því að fá verka- lýðinn til að stilla kröfum sínum í hóf, svo að þær skerði ekki á neinn hátt gróða auðvaldsins. ASl-foryst- unni er því illa við að hlutar verka- lýðsins segi skilið við forsjá hennar og sýni að það er hægt að knýja fram meiri kjarabætur en VSl/ASl-samn- ingamakksnefndirnar telja "réttlátt og eðlilegt". Tilraunir kapitalistanna til að brjóta verkfallið á bak aftur voru m. a. þær að reyna að fá prentuð blöð erlendis. Fyrst reyndu þau fyrir sér á Norður- löndum, en þar komu prentarafélög- FRAMHALD AF FORSÍÐU KOMMÚNISKT FRAMBOÐ ræðið líka - verði að brjóta niður og eyða. Til þess að framkvaana þetta verður verkalýðsstéttin að eiga sér pólitískan framvörð, kommúnískan flokk. Það er baráttan fyrir myndun slíks flokks sem allt starf KSML snýst um I dag, uppbygging slíks flokks er afgerandi mikilvæg fyrir pólitíska baráttu fslensks verkalýðs, án hans mun verkalýðsstéttin ekki geta brotið af sér klafa launaþræl- dómsins. Þess vegna verður að skoða kosn- ingabaráttu KSML út frá þessu mik- ilvæga höfuðverkefni samtakanna og öll kosningaherferðin verður að beinast að því að efla og þróa áfram starfið fyrir uppbyggingu kommún- ísks flokks. TREYSTUM SAMBÖNDIN VIÐ VERKALYÐINN - REKUM AROÐUR FYRER KOMMUNISMANUM. A tímum þegar kosningar fara í hönd, er pólitískur áhugi verkalýðs- ins sérstaklega mikill. Alþingis- kosningarnar sem fara fram I lok júní bjóða upp á sérstaklega gott tækifæri til að breiða út hugmyndir kommúnismans og reka áróður fyrir flokksbyggingunni. Það orsakast af tvennu. Fyrst og fremst af þeirri efnahagslegu kreppu sem hefur grip- ið inn sig, ekki aðeins á Islandi, heldur einnig í öllum auðvaldsheim- inum. Launaskerðingarnar, vöru- verðshækkunin, hinn aukni vinnuhraði og hið áukna arðrán, allt hefur þetta vakið verkalýðinn til meðvitundar um að hann verður að berjast fyrir kjör- um sínum og það traust, sem hann áður hafði til borgaralegu verkalýðs- forystunnar, borgaralega verkalýðs- flokksins (Alþýðubandalagsins) og borgaralega þingræðisins þverr. I öðru lagi hefur pólitíska kreppan, sem tekur til flestra landa Evrópu I dag, orðið til að riðla og afhúpa þingræðið frammi fyrir verkalýðnum. KSML verða að nota það ástand, sem hefur skapast í íslenskum stjórn- málum til að sýna fram á rotfúa og spillingu þingræðisins og nýta þann jarðveg, sem hefur skapast meðal verkalýðsins til að breiða út komm- únískan áróður. Tilraunir borgar- anna til að sverta KSML með því að kalla okkur andlýðræðislega og blóð- uga ofbeldisseggi o. s.frv. verður skilyrðislaust að mæta með útskýr- ingum og upplýsingum um hvernig borgarastéttin hefur alltaf byggt vald sitt á blóðugu ofbeldi, ránsstyrjöld- um og miskunnarlausri kúgim. KSML verða að notfæra sér tækifærið sem þingrofið hefur gefið til að breiða út upplýsingar um alræði öreiganna í sósíalísku löndunum, fyrst og fremst Kína og sýna fram á yfirburði þess lýðræðis sem þar ríkir yfir hinu borgaralega lýðræði arðræningjanna. Með áróðri fyrir sósíalismanum, með áróðri fyrir uppbyggingu komm- in í veg fyrir það. Einnig kom það til tals, að VSI hindraði að prentar- ar fengju sér vinnu annars staðar á meðan á verkfallinu stóð. I dagblöðunum fyrir verkfallið kom fram blekkingaráróður sem gekk út á það að prentarar heimtuðu að geta vísað fram hótelreikningum eft- ir sumarfrí og að þeir hafi neitað 40% kauphækkun. Einnig voru ýms- ar aðrar sögur í gangi um kröfur verkfallsmanna - en segja má að "almenningsálitið" hafi verið and- snúið verkfallinu og þá sökum þeirra villandi upplýsinga sem dreift var um kröfur þeirra. Af þessum sök- um ræddu prentarar um að gefa út blað sem skýrði verkafólki frá gangi verkfallsins. Blaðaútgáfan hefði tvímælalaust styrkt stöðu verkfalls- mannanna. Niðurstöður. Verkfall HÍP og GSF náði ekki að fylgja fram til sigurs tveimur af þremur meginkröfum þeirra. Or- sakir þess eru þær að félögin stóðu ein sér með kröfur sem auðvalds- herrarnir töldu "prinsipp"atriði að fallast ekki á. Uppgjöf HlP og GSF er því afleiðing þess að ekki var um að ræða baráttu fleiri verkalýðsfé- laga fyrir þessum kröfum sem hefðí þurft miklu víðtækari baráttu til að ná I gegn. Einnig undirstrika úr- slitin það, að kjarabarátta, sem ein- göngu er háð innan hins þrönga ramma efnahagslegu baráttunnar, getur aldrei skilað varanlegum ár- angri I hendur verkalýðsstéttarinnar. Það verður ekki fyrr en verkalýðs- stéttin verður sér meðvituð um bylt- ingarsinnaðan mátt sinn og skipu- leggur sig sjálfstætt á grundvelli stéttabaráttunnar, sem hún verður fær um að brjóta niður mótsöðu auð- únísks verkalýðsflokks, með útskýr- ingum á eðli og gerð borgaralega ríkisvaldsins, með alhliða áróðri verða samtökin að treysta þau sam- bönd, sem þegar hafa verið sköpuð við verkalýðsstéttina og skapa ný. Að hvefrja verkamenn til að hefja námsstarf I marxismanum-lenínism- anum og starfa fyrir málsstað íslensku kommúnistabyltingarinnar - það eru áróðursverkefni samtakanna I þessiun kosningum. KSML VERÐA AÐ AESKILJA SIG SEM SJALFSTÆTT AFL. Alþýðubandalagið hefur ásakað KSML fyrir klofningsstarfsemi og I sama streng tekur íhaldið I Reykjavíkur- bréfi 19. 5. skiljanlega yfir sig glatt yfir sundrung vinstri flokkanna. Þessi ásökun AB-broddanna lýsir kannski betur en langar útlistanir afstöðu þeirra til kosninganna og borgaralega þingræðisins. AB-broddarnir eru á atkvæðaveiðvun, þeir ætla að smala sem flestum atkvæðum á sem útþynnt- astri pólitík til að geta haldið áfram að verma ráðherrastólana. Þegar þeir síðan sjá, að kommúnistarnir taka frá þeim atkvæði, aspa þeir upp um að þessi klofningur rýri mögu- leika verkalýðsins til að eignast "só- síalíska" ráðherra næsta kjörtímabil komist auðvaldið að o.s.frv. o.s.frv. Þessi ofurtrú á þingræðislegum mögu- leikum verkalýðsins er engin tilviljun eða spurning um mismunandi leiðir að sama markmiði. Þessi þingræðissó- síalismi á sér stéttarlegan bakgrunn og starfar af borgaralegum áhrifum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er nefnilega svo, að verkalýðurinn lifir ekki í neinu tómarúmi, heldur er hann tengdur ótal böndum öðrum stétt- um og þjóðfélagshópum og skoðanir og vingulsháttur smáborgaranna berst með þeim inn í raðir verkalýðsins, þegar smáeignamenn verða öreigar, bændur flytjast á mölina o. s. frv. o. s. frv. Stéttarlegur bakgrunnur AB- broddanna er borgaralegur. Þeir eru hin uppkeypta verkalýðsforysta borg- aranna, launaðir og á mútum frá fjár- málaauðvaldinu, með stöðum hjá hinu opinbera, með bitlingum og nefnda- embættum, beint og óbeint, opinber- lega og I laumi. Þessi skilgreining lenínismans á fyllilega við þennan fyr- irlitlega lýð, sem hefur svikið verka- lýðinn hérlendis hvað eftir annað, klofið samstöðuna og breitt út vonleysi og uppgj afaranda meðal verkalýðsins. Þegar þessi skríll tekur að væla um klofningsstarfsemi og einingu getur sérhver heiðarlegur verkamaður ekki annað en glottað háðslega; sún eining sem þessir herrar hafa staðið fyrir er eining við kúgarana, eining við atvinnu rekendur og fjármálaauðvaldið. Að kljúfa verkamenn frá slíkri samstöðu, að sundra venjulegum heiðarlegum verkamönnum frá þessum uppkeypta forystuskrfl og neyða hann til að við- valdsins og fylgja fram til sigurs, bæði smærri umbótum sem og þeim stærri málum, sem mun verða tek- ist á um, þegar auðvaldið mun herða enn frekar launaskerðingarárásir sfnar í harðnandi kreppu. I dag er ekki um að ræða neina fjölda- hreyfingu verkalýðsins gegn kjara- skerðingu auðvaldsins, baráttan mun ekki öðlast stéttarlegt innihald. Bar- átta einstakra hópa verkalýðsstéttar- innar og verkamanna I einstökum verksmiðjum gegn einstökum atvinnu- rekendum er ekki stéttabarátta, því að hún beinist ekki gegn auðvaldskerf- inu I heild og stefnir ekki út fyrir ramma þess. -/hh ÁLYKTANIR 1.RÁÐSTEFNU KSML Nidur med haBanhentistefnuna! Lifi barmttm fyrir konimúntjkum byftingarflokki! LENIN SIAUN forlagið farW* Ut er kominn nýr bæklingur hjá KSML sem hefur að geyma samþykktir og niðurstöður 1. ráðstefnu KSML, er haldin var 27. - 30. des. 1973. 1 bæklingnum er að finna uppgjör við hægrihentistefnuna og samþykktir um einstök mikilvæg mál, svo sem þjóðernismálið, landhelgismálið, Atlantshafsbandalagið, afstöðuna til ríkisvaldsins og hins borgaralega flokkakerfis á Islandi og afstöðuna til auðvaldskreppunnar. Verð bæklingsins er 150. oo kr. STETTABARATTAN 5.tbl. 22. maí 1974.3. árg. Utgefandi: Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357, Rvík. Sími 27800 Ritstjóri og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal. urkenna í verki einingu sfna við auð- valdið. Þetta er pólitískt viðfangs- efni KSML. Við óttumst ekki þó að borgaralegur verkalýðsflokkur tapi þingfylgi sfnu - þvert á móti berjumst við fyrir því að afhjúpa svik hans við verkalýðinn og svipta hann öllu fylgi. Við óttumst ekki þo að verkalýðurinn leggi atkvæði sín ekki á kosningasam- suðu Alþýðubandalagskratanna - við berjumst fyrir því að verkalýðurinn skilji að það er aldrei hægt að frelsa sig undan arðráninu með því að greiða atkvæði. Til þess verður að koma skipulagning til baráttu um pó- litísku völdin í þjóðfélaginu. Til þess verður verkalýðurinn að fylkja _ sér um KSML og heyja baráttu gegn íslenska auðvaldinu og þjónum þess í röðum verkalýðsstéttarinnar - opið og í leyni, á þingræðisgrundvelli og með vopnum. Við berjumst fyrir valda- töku hins kúgaða fjölda og lýðræði meirihluta þjóðfélagsins gegn örlitlum minnihluta, við berjumst fyrir sigri verkalýðsins yflr stríðsóðri arðræn- ingjastétt. Þess vegna berjumst við með öllum ráðmn gegn kúguninni og fyrir frelsinu. Þess vegna segjum við stoltir með 'orðum Kommúnista- ávarpsins: "Kommúnistar hirða ekki um að leyna skoðunum sínum og ætlunum. Þeir lýsa því yfir afdráttarlaust, að takmarki þeirra verði því aðeins náð, að allri þjóðfélagsskipan verði steypt af stóli með valdi. Lofum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabyltingu. Þar hafa ör- eigarnir engu að týna nema hlekkj- unum. Þeir eiga heilan heim að vinna." 1 anda hinna miklu frumkvöðla komm- únismans, Marx og Engels, segjum við: STÉTT GEGN STÉTT.' NIÐUR MEÐ AUÐVALDIÐ - LIFI SO- SlALISMINN.' . Hafið samband vió KSML Akureyri: KSML, Strandgötu 23 eða pósthólf 651. Einnig er hægt að hafa samband við Guðmund A. Sigurjónsson, Brekkugötu 29 sími: 22196. Eskifjörður: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Emil Bóasson, Hátúni, sfmi 6138. Húsavfk: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Uppsalavegi 21. Isafjörður: Stuðningsdeild KSML, Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sími: 3651. Néskaupsstaður: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Magnús Sæmundsson Nesgötu 5. Selfoss: Fulltrúi KSML er Ömar Harðarson, Engjavegi 42, sími: 1868. Reykjavík: KSML, Skólastræti 3B eða pósthólf 1357; sími; 27800. Fulltrúi samtakanna er til viðtals á opnunartíma RAUÐU STJÖRN- UNNAR. Rauða stjarnan: Skólastræti 3B, Reykjavík. Opið sem hér segir: Föstudögum kl. 18-20, laugardögum kl. 10-12 og 14-17. Eftir 1. júní: 17-19 alla virka daga og Skrifið i STÉTTABARÁTTUNA

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.