Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 3

Stéttabaráttan - 22.05.1974, Side 3
3 AUÐVALDSHEIMURINN í KREPPU Borgaxarnir eru óttaslegnir vegna sívaxandi verðbólguþróunar, sem líður eins og vofa yfir auðvaldsheiminn. Sumir sérfræðingar álíta, að hin öra verðbólga valdi heiminum efnahagslegum glundroða, sem hafi í för með sér alvarlegar þjóðfélagslegar og pólitískar afleiðingar; aðrir yppta öxlum áhyggjulausir og álíta að þessar alvarlegu framtíðarhorfur séu aðeins ímyndun ein. Fjölmargar leiðir hafa verið reyndar til að stemma stigu við verðbólgunni. Vextir eru lagfærðir, verðstöðvun er komið á og skrúfað fyrir launahækkan- ir. En ekkert hjálpar, vöruverð rýkur upp án nokkurs eftirlits. Borgararn- ir skella sökinni á hækkað verð á hráefnum, ójafnri þróun og náttúruham- •farir. En orsakir verðbólgunnar stafa ekki af þessum atriðum, Verðbólgan er ekki afleiðing náttúruhamfara. Þegar vöruverð og húsaleiga hækkar og dregið úr launahækkunum er það ekki ójafnr.i þróun eða jarðskjálfta að kenna, heldur þeim, sem lifa á því að eiga - þeim sem eiga húsin og vör- urnar, sem við þörfnumst og vilja auka gróða sinn. Leitin eftir hámarks- gróða veldur verðbólguþróuninni. Þess vegna lendir verðbólgan ekki á þeim þjóðum, sem hafa losað sig við hákarla auðvaldsins, orsakir verð- bólgu og vöruhækkana. í Kína hefur verðlag verið stöðugt allt frá því er landið varð frjálst 1949. Já, og sumar vörur hafa m. a. s. lækkað í verði. Sú fullyrðing, að verðbólgan tröllríði öllum heiminum er því röng. (Þýtt úr Proletá'ren 17, *74). ENGIN VERÐBÓLGA í KÍNA Kfnaverska myntin, "reminbi", hefur haldist stöðug á meðan iðnaðurinn og landbúnaðurinn í Kína hefur aukist og tekjur ríkisins vaxið. "Reminbi" nýtur aukins álits og er ein af fáu stöðugu myntunum í heiminum. Stöðugaleika myntarinnar má sjá á stöðugleika markaðsverðsins í Kína. Verð á daglegum nauðsynjavörum, s.s. korni, bómull, matarolíu, salti og koli hefur að mestu leyti haldist óbreytt frá frelsuninni '49. A sama tíma og ríkið hefur skipu- lagslega hækkað innkaupsverð sitt á korni, bómull, olíufræi, hampi, silki, tei, sykureyr, kjöti og öðrum land- búnaðarvörum, hefur ríkið lækkað útsöluverð sitt á tilbúnum áburði, skordýraeitri og dieselolíu, sem landbúnaðurinn þarfnast. Þrátt fyrir að innkaupsverð á korni hefur verið hækkað mörgum sinnum undanfarin ár, þá hefur útsöluverðið staðið í stað. Innkaups- og útsöluverð eru nokkurn veginn í jafnvægi í dag og tap innkaups- og útsöludeildar rfkis- ins er greitt af ríkinu sjálfu. Um leið hefur verð á verksmiðjufram- leiddum nauðsynjavörum stöðugt laskkað. Og í sumum tilfellum hefur lækkunin orðið gífurleg. Verð á meðölum, sem er jú mjög mikilvæg vara fyrir fólkið, er nú 1/5 af því sem það var 1950. Stöðugleika myntarínnar má einnig sjá á því að bankainnistæður hafa aukist. Vegna þess að laun fólksins, bæði til borga og sveita aukast í takt við vöxt framleiðslunnar, þá getur fólkið sparað meir og meir og lagt á banka. Þessi þróun hefur haldið áfram allt frá frelsuninni 1949, en sérstaklega hefur sparnaðurinn auk- ist í tíð menningarbyltingarinnar. Samanlögð bankainnistæða í október 1973 var 60% meiri en í október 1965, árið fyrir menningarbyltinguna. "Reminbi" nýtur æ meira álits er- lendis. Aður fyrr var notuð erlend mynt í Kína til að ákvarða vöruverð, gera verslunarsamninga og önnur viðskipti við útlönd. En 1968 varð breyting þar á. Nú nota fleiri en 60 lönd og svæði "reminbi" f efnahags- viðskiptum sínum við Kína. Mikilvæg orsök fyrir efnahagslegum framförum Kína á öllum sviðum, er að kínverska fólkið hefúr fylgt megin- reglunni fyrir efnahagslegri þróun, sem Maó formaður setti fram: "Land- búnaðurinn er grunnurinn og iðnaður- inn er leiðandi. " Þetta hefur gert myntina að stöðugum efnislegum grundvelli. Augljósar framfarir hafa orðið í land- búnaðinum síðustu 25 árin. Sfðastlið- ið ár varð metuppskera á korni í Kína og vegna þessa hefur léttiðnaðurinn vaxið í sama mæli. Framleiðslan á efni,papp'r, sykri sígarrettum, hjól- um og saumavélum er margfalt meiri en fyrir frelsunina. Afleiðingin verð- ur sú, að ríkið getur skipulagt sölu á miklu magni af vörum á stöðugu verði Vöruverslun hefur meir en sjöfaldast eftir byltinguna. Um leið hefur rfkið aúkið vörulagerinn svo að myntin verði stöðugri, þrátt fyrir að meiri peningar séu í umferð. Sjálfstæður efnahagur. Vegna þess að hinn sósíalíski efna- hagur hefur vaxið svo ört, hafa tekjur ríkisins aukist. Þetta er mikilvæg forsenda fyrir stöðugleika myntarinn- ar í framtíðinni. Kína hefur lengi verið skuldlaust við önnur ríki. Það er mikilvægt merki um hið ágæta efnahagsástand Kína, að Kína hefur í einu og öllu fylgt orðum Maós for- manns: "Jafnvægið milli tekna og gjalda verður að haldast og verðlag verður að vera stöðugt. " Tekjur rík- isins og söfnun höfuðstóls skipuleggj- ast annars vegar af framleiðsluvext- inum, hinsvegar er fjármagnið stað- sett og notað svo skynsamlega, að allar deildir ríkisins leggja sig fram um að spara og ná sem mesta mögu- lega árangri með sem minnstri mögu- legri fjárfestingu. Kínaverska ríkinu hefur ekki aðeins tekist að hafa fjár- lögin í jafnvægi, heldur einnig tekist að fá umframfjármagn á hverju ári. Seðlaútgáfan takmarkast við kröfur hins vaxandi efnahags og Kína sleppur við það sem er vanalegt í auðvalds- löndunum: að halli fjárlaganna er leið- réttur með verðbóleu. Kína þróar þjóðarbúskap sinn sam- kvæmt meginreglunni: "Varðveitið sjálfstæðið, haldið frumkvæðinu í eigin höndum, og treystið á eigin krafta." Efnahagurinn beinist að innri markaðinum og heldur innflutn- ingi og útflutningi í jafnvægi. Það er þess vegna sem "reminbi" er stöðug- ur og álit hans vex í heiminum, þrátt fyrir að alþjóðlegi peningamarkaður- mn verður fyrir skakkaföllum af sí- endurteknum kreppum. Framleiðslan er skipulögð. Til þess að seðlaútgáfan sé í samræmi við hringrás vörunnar er seðlaútgáfa og peningadreifing undir miðstjórn og ströngu eftirliti. Yfirleitt eru nýir seðlar gefnir út allt eftir því að nýjar vörur eru settar á markaðinn. Utgáfa og innlausn seðla er skipulögð eftir ákveðnu kerfi. A sama tíma og ríkið kaupir landbúnaðarframleiðslu og aðra framleiðslu af kommúnum, framleiðslu- sveitum og einstaka kommúnumeð- limum og gefur leyfi fyrir banka- lánum til þess að styrkja landbunað- inn, þá sér ríkið einnig um að fleiri iðnaðarvörur og framleiðslutaeki standi landbúnaðinum til boða til að fylgja eftir vaxandi kaupgetu sveit- anna. Undir handleiðslu hinnar byltingar- sinnuðu stefnu Maós formanns hefur flokkurinn og fólkið f Kína yfirunnið alls kyns truflanir og skemmdarverka- starfsemi samkvæmt endurskoðunar- sinnuðu stefnu Líu Sjaó Sjí og Lin Piaós. Þau fylgja í einu og öllu hinni byltingarsinnuðu stefnu að halda mynt- inni stöðugri, þróa hinn sósíalíska efnahag og treysta alræði öreiganna. Þetta er grundvallartrygging fyrir þvi að renminbin verði áfram stöðug og hafi jákvætt hlutverk f sósíalísku byltingunni og hinu sósíalíska upp- byggingarstarfi. _/rl. Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI framhald af forsíðu PÓLITÍSK Efifahagsaðgerðirnar framundan eru sömuleiðis liður í launalækkunar- og kjaraskerðingarárás auðvaldsins, sem allir borgaraflokkarnir á Al- þingi hafa stillt sér á bak við. Því að ágreiningurinn stendur alls ekki um það hvort velta skuli byrðum kreppunnar yfir á herðar verkalýðs- ins - um það eru allir þingflokkarnir hjartanlega sammála - deilurnar standa um það hver eigi að þiggja laun og mútur fyrir að framkvæma kjaraskerðinguna. Efnahagsumrótið í framleiðslu þjóðfélagsins er rótin að þeirri pólitfsku ringulreið, sem upp hefur komið í íslenskum stjórn- málum. ÞINGROFIÐ MERKI UM PÖLITISKU KREPPUNA; Þó að pólitíska kreppan sé ekki full- þroska ennþá og borgaralega þing- ræðið njóti enn óskorðaðs trausts yfirgnæfandi meirihluta verkamanna, hafa þó atburðir undanfarinna mánuða orðið til að svipta Alþingi virðuleika sínum og heilagleika. Venjulegur verkamaður sem ástundar heiðarlega atvinnu, getur ekki annað en fyrir- litið þann rumpulýð - svo notuð séu orð Bjarna Guðnasonar - sem skrælist á þingfjölum yfir tilgangs- lausum og heimskulegum hártogunum um stafsetningarreglur þegar fjár- hagur þjóðfélagsins er á vonarvöl. Aldrei fyrr hefur raunverulegt eðli þessarar kjaftasamkundu sem nefnt er Alþingi, komið skýrar f ljós en einmitt nú þegar pólitískur loddari á borð við Sverri Hermannsson blaðrar í 5 tíma meðan allur þingheimur situr með hendur í kjöltu, borar í nef sér og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga til að geta hafið umræður um það sem raunverulega skiptir máli - nefnilega þingrofið. Ungir Fram- sóknarmenn fylkja sér um Olaf Ragnar Grfmsson sem dreymir um skjótan frama á þingsölum, aðeins ef hann fær sæti. Frjálslyndir geta vart talist flokkur lengur, jafnharðan og einhver vafaatriði koma upp á, klofna þeir í marga patta, hver hleypur þangað sem hann heldur að skjótastur og auð- fengnastur grððinn sé. Tilraunir Gylfa til að endurvekja Alþýðuflokkinn munu áreiðanlega reynast til einskis. Þau svik sem Alþýðuflokkurinn hefur framkvæmt við verkalýðinn og sá pólitíski skækjulifnaður sem flokkur- inn hefur ástundað hefur brennimerkt hann sem hóru í íslensku stjórn- málalífi. Sjálf "kjölfestan" í íslenskum stjórnmálum er ekki lengur söm. Sjálfstæðisflokkurinn engist sundur af innri deilumog togstreitum. Valdafikni, eiginhagsmimahyggjaog klíkustarfsemi einkennir þennan framvörð fjármálaauðvaldsins. Albert reynir að vinna hylli út á VINNUVEITENDASAMBANDIÐ VILLHERÐA TAKIÐ! Nú hyggjast íslenskir kapitalistar herða enn tök sín á verkalýðnum - fyrir Alþingi liggur tillaga, gerð að þeirra undirlagi, sem mun herða enn frekar að þeim möguleikum sem verkalýðurinn hefur til að berjast fyr- ir launakröfum sínum. Þessi árás á réttindi verkafólks kemur á sama tíma og auðvaldið siglir inn í kreppu- tímabil - tímabil þar sem átök milli launavinnu og auðmagns mun óhjá- kvæmilega harðna gífurlega. Tak- markið með nýju vinnulöggj öfinni er að minnka til muna möguleika verka- lýðsins til að berjast gegn kauplækk- unartilraunum borgarastéttarinnar - þess vegna er það brýnt verkefni alls verkalýðsins að berjast gegn þessum tilraunum kapitalistanna til lagabreytinga. Auðvaldið hyggst nú ganga á higið og og notfæra sér auðsveipni mútuþeg- anna f ASf-forystunni til þess að herða að lýðréttindum verkafólks. Hvernig er ástandið meðal verkalýðs- ins nú þegar þessar tillögur auðvalds- herranna koma fram ? Hvaða mögu- leika hefur verkalýðurinn til að hrinda árásinni ? Hver er afstaða verkalýðsforystunnar ? I gegnum áratuga áróður hefur auð- valdið og útsendarar þess innan raða verkalýðsins tekist að slæva stéttar- vitund verkalýðsins þannig að telja verður stéttina mjög illa undirbúna fyrir komandi átök þegar kreppan magnast. Þeir menn sem unnu að því að leggja niður framvarðarsveit verkalýðsins á fjórða áratugnum sitja nú í nefndum og ráðum borgarastéttarinnar og vinna gegn hagsmunum verkalýðsins með ráðum og dáð. Þetta eru sömu mennirnir sem sitja í stólum ASI og það eru þeir sem hafa sett fram stefn- una um að verkalýðurinn skuli því aðeins fákjarabætur að framleiðslan hafi aukist, þ. e. að arðránið hafi aukist. Þess vegna er það fyrirfram töpuð orrusta sem lagt er í með því- líka hershöfðingj a I broddi fylkingar. Barátfan gegn árás auðvaldsins verður því ekki háð með árangri nema að um leið séu þessir kratabroddar, sem flestir eru í Alþýðubandalaginu, af- hjúpaðir og settir til hliðar. Auðvaldið reynir með þessari nýju lagatillögu að baktryggja sig með lagakrókum fyrir komandi átök sem verða óhjákvæmileg allt eftir því sem efnahagskreppan harðnar. Gegn aðgerðum kapitalistanna á verkalýð- urinn það svar að taka málin í eigin hendur - treysta ekki á uppkeyptu "forystuna". Það eina sem dugir er skipulagning verkalýðsins sjálfs á grundvelli stéttabaráttunnar. Verk- efni okkar kommúnista í þessu máli eru að lyfta sjálfssprottinni andstöðu verkalýðsins og virkja hana í þágu baráttunnar fyrir sósíalismanum. -hh tillögur VSÍ Tillögur VSI eru í 9 höfuðliðum, við munum hér gera stuttlega grein fyr- ir þýðingarmestu atriðum tillagn- anna. I greinargerð með þeim er það talið "ofur eðlilegt að þörf sé á að endur- skoða reglur um samskipti aðila vinnumarkaðarins" og "sé haft í huga þær miklu breytingar sem orð- ið hafa á atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar" síðan 1938 þegar nú- gildandi reglur um stéttarfélög og vinnudeilur voru settar. Liðirnir 9 ganga allir út á það að uppfylla óskir auðvaldsins um verka- lýðshreyfingu sem sé þess fullkom- lega vanmegnug að berjast fyrir bættum hag verkalýðsins. Fyrsta atriðið gengur út á að lengja samningstímann frá því sem nú tíðkast og að ákveðið verði með lög- um lágmarksgildistími samninganna. Samþykkt þessa liðar myndi hafa í för með sér stóraukna möguleika kapitalistanna til þess að skerða kaup á samningstímabili og binda hendur verkalýðsins enn frekar í lagaklæki borgarastéttarinnar. Reynslan af lengingu samningstíma- bilsins 1970 (úr einu í tvö ár) hefur ótvírætt sannað að það er óhagkvæmt fyrir verkalýðinn að binda samn- inga til langs tíma, að ekki sé tal- að um núna þegar kreppan gerir æ meira vart við sig. Ennfremur vilja arðræningjarnir lögbinda uppsagnar- daga kjarasamninganna "til að skapa vinnufrið" (þ. e. arðránsfrið). Fimmta grein tillagnanna fjallar um atkvæðagreiðslu í verkalýðsfélögun- um. Þessi krafa ásamt talinu um að lengja verkfallsboðunarfrest úr 7 dögum í 21, miðar að þvi að hindra verkalýðsfélögin f verkfalls- boðun. Hærra þátttökuhlutfall í at- kvæðagreiðslu um vinnustöðvun þýðii ekkert annað en að erfiðara verður fyrir verkalýðinn að bregðast við kauplækkunartilraunum borgaranna, það gerir hinni svikulu verkalýðsfor- ystu auðveldara fyrir, þegar hún með klækjum sínum reynir að hamla gegn því að verkalýðurinn fari í verkfall. Sjötta grein fjallar um að þeir sem gæti unninna verðmæta megi ekki fara í verkfall, en þetta er hrein- lega krafa um að vissir hlutar verka- lýðsins séu sviptir verkfallsréttind- um og hefði einnig í för með sér minni þunga í beitingu verkfalls- vopnsins. Ennfremur gera tillögur auðvalds- ins ráð fyrir stórauknu valdi sátta- semjara - jafnvel skal lagt í hendur hans vald til að fresta löglega boð- uðum verkföllum. Með þeim teygir ríkisvald borgarastéttarinnar klær sfnar enn lengra - en það hefur jafn- an verið krafa róttækrar verkalýðs- hreyfingar að ríkisvald borgarastétt- arinnar hafi ekki afskipti af samninga- málum verkalýðsins. Má í þessu sambandi minna á afstöðu Kommún- istaflokks Islands á sínum tíma, en flokkurinn barðist gegn opinberum afskiptum af samningamálunum, enda fóru menn þá ekki í neinar grafgötur með það hverra hagsmunum ríkis- valdið í auðvaldsþjóðfélaginu þjónaði. Aðgerðir Alþýðubandalagsráðherr- anna í síðustu samningum sýna ljós- lega hversu sá flokkur er andstæður raunverulegum hagsmunum verka- lýðshreyfingarinnar. -/hh KREPPA... últra-hægri skoðanir sínar, Gunnar Thor. reynir árangurslaust að sam- eina flokkinn að baki sér eins og Bjarni Ben. og Olafur Thors gerðu áður fyrr og Geir hefur yfirgefið borgarstjóraembættið til að komast f eitthvað feitara á Alþingi. Þessi samsöfnuður samviskulausra "egoista" getur ekki til lengdarbúið undir sama þaki, Sjálfstæðisflokkur- inn mun án efa klofna um afstöðuna til sjálfstæðarar skipulagningar og byltingarbaráttu verkalýðsins. Alþýðubandalagið hefur þegar fyrir löngu getið af sér Hannibalista og undanfarið hefur óánasgjan með forystuna flæmt burtu meðlimi til Bjarna Guðnasonar og Frjálslynda flokksins. Það fylgi sem Bjarni Guðna. hefur öðlast byggir að mestu upp á óánægðum úr röðum AB. og Samtakanna, smáborgaralegt nöldur hans um "stórflokkinn" og rumpu- lýðinn sem meinar verkamönnum aðgang aðkjötkötlum auðvaldsins hefur fengið hljómgrunn vegna þess hversu mjög aðrir flokkar hafa af- hjúpað svik sín og vegna þess að verkaíýðurinn hefur búið við "óstjðrn" allra þingflokka. Þessi glimdroði sem skapast hefur í íslensku þingræðisgoðsögnina ogsýna fram á að bak við þingræðið glyttir í alræði borgarastéttarinnar. Sérstaka áherslu verður að leggja á að sýna fram á, að þingræðisbylting Alþýðu- bandalagsins er ekki einungis and- stæð kenningum marxismans-lenín- ismans heldur óframkvæmanleg og til þess eins fallin að viðhalda trausti verkalýðsins á pólitísku forræði auðvaldsins og þeim þingræðislegu fordómum sem borgarastéttin hefur innprentað verkalýðnum. Qfurtrú AB-broddanna á borgarastéttinni og þingræði hennar er ekki tilviljun, þvert á móti er það svo, að íslenska fj ármálaauðvaldið hefur með auka- gróða sínum tekist að múta efstalagi verkalýðsins og gera hann að hand- löngurum sfnum og erindrekum innnn verkalýðsstéttarinnar. Þessasvikara verður að afhjúpa, annars verðasvik þeirra ávallt þrándur í götu verka- lýðsins f baráttu hans fyrir frelsi og lausn undan launaþræl- dómnum. öll barátta gegn auðvald- inu sem ekki beinist samtímis gegn erindrekum þess innan raða verka- lýðsstéttarinnar er orðin tóm. Að fara út í stríð með hershöfðingja sem eru á mála hjá óvininum er ekki einasta heimskulegt heldur líka ófram- kvasmanlegt, því að af slíkri baráttu yrði aldrei. Þess vegna verðurverka- lýðurinn að heyja baráttu gegn hinni uppkeyptu og svikulu forystu sem stendur í dag með óvininum - íslensku borgarastéttinni. Við verðum að leggja áherslu á að þingræðið mun aldrei megna að leysa vandamál verka- ■ lýðsins. Engri efnahagskreppu eða gengisfellingu verður bægt frá með handauppréttingu í sölum Alþingis. Þannig eru það með alla raunverulega hluti, þeim verður ekki hnikað með óskum eða bænum, framkvsemdirnar skipta þar mestu máli. En hverjir eru það þá sem taka ákvarðanir og framkvæma ? Það eru ráðuneytin og nefndirnar sem auðvaldið stjórnar beint og óbeint, með mútum eða í gegnum bankana. Þessa staðreynd verður að draga fram í dagsljósið og KSML verða að leggja mikið kapp á að afhjúpa borgaralega þingræðið sem er kúgunartæki gegn verkalýðnum, Það verður best gert innan frá, þess vegna bjóða KSML fram til alþingis- kosninga - til að styðja byltingar- baráttuna sem fer fram utan þingsins. -/kg. Lesióbæklinga KSML REYNSLAN AG KJARABARATT UNNI. (Alyktun Alþjóðasambands Rauðra Verkalýðsfélaga frá 1929 um bar- áttuaðferðir í verkföllum). 50 kr. UM VERKFÖLL. (eftir Lenin) DlALEKTlSKA OG SÖGULEGA E FNISHYGGJAN(eftir Stalin) (2. námsfundur í námshring KSML með formál.i og eftirmála KSML) 150 kr. UM FLOKKINN (8. námsfundur í námshring KSML með formála KSML)150 kr.

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.