Stéttabaráttan - 22.05.1974, Qupperneq 4

Stéttabaráttan - 22.05.1974, Qupperneq 4
Ósigur portúgölsku nýlendustefnunnar algjör Eins og skýrt hefur verið frá í fyrri tbl. Stéttabaráttunnar, hefur þjóð- frelsisbarátta kúgaðra þjóða Afríku gegn nýlenduherrum og morðingjum heimsvaldastefnunnar harðnað sífellt undanfarin ár. Frelsisherir alþýð- unnar hafa frelsað æ stærri landssvæS undan klóm nýlendusinnanna. Þeir hafa fylkt alþýðunni fram til baráttu og æ stærri sigra. Nú er svo komið, að eitt alræmdasta nýlenduveldið, Portúgal, riðar til falls undan ofur- þunga frelsisbaráttunnar. Því ferli, sem í dag hefur leitt af sér herfor- ingjabyltinguna f Portúgal og yfirvof- andi algjöra uppgjöf Portúgala í Gíneu- Bissau, Angóla og Mósambik verður best lýst með orðum Maós Tse-tun, "Allir afturhaldsmenn eru pappírs- ' tígrar. Afturhaldsmennirnir sýnast skelfilegir, en í rauninni eru þeir ekki svo öflugir. Frá langsýnu sjónarmiði er alþýðan sannarlega voldug og sterk, en ekki afturhalds- mennirnir." Borgaralegir fjölmiðlar hafa undan- farið reynt að hylja þá raunverulegu orsök, sem lá til valdaráns Antonio Ribeiro Spínola, hershöfðingja í Port- úgal. Þessum hershöfð ingja er lýst sem göfugum frelsispostula og lýð- ræðissinna, sem af manngæsku sinni ætlar að veita þjóð sinni og siðlausum Afríkunegrum aukin mannréttindi. Hins vegar er dregin hula yfir fortíð þessa manns, sem barðist í skrælingj- aher fasista á Spáni í borgarastyrjöld- inni og hlaut uppfræðslu f hernaðar- málum undir verndarvæng Hitlers í þriðja ríkinu, og, sem hefur stjórnað hryðjuverkaher nýlendukúgaranna í Portúgölsku-Gíneu undanfarin ár. En málið er ekki eins einfalt og borg- aralegir fréttaskýrendur vilja vera láta. Rás sögunnar verður ekki útskýrð með því að vísa til "háleitra hugsjóna" einstaklinga, né með því að "einn sé meiri fantur en annar". Enginn grundvallarmunur er á Spínóla og Sal- azar eins og af er látið. Atburðirnir í Portúgal verða því aðeins skýrðir, að gengið sé út frá marxískri þjóðfél- agsskoðun, þeirri skilgreiningu, að höfuðhreyfingin í heiminum í dag sé bylting. Það er byltingar- og frelsis- barátta alþýðunnar í portúgölsku ný- lendunum, sem knúið hefur fram stjórnarskiptin í Portúgal. Aukinn máttur frelsishreyfinganna og sífelld- ir ósigrar stjórnarherjanna hafa skerpt mótsetningarnar innan portú- gölsku yfirstéttarinnar, annars vegar milli ofstækisfyllstu hernaðarsinna og hins vegar þeirra sem vilja taka upp aðra stefnu í nýlendumálum, til að forða eða fresta óhjákvæmilegu hruni portúgalska nýlenduveldisins. Þessir menn undir forystu Spínóla hershöfðingja, hafa komist að raun um eftir áralanga baráttu gegn alþýð- unni, að hún lætur ekki bugast, þrátt fyrir að öllum örþrifaráðum sé beitt til að kæfa niður baráttu hennar: af- tökum, fjöldamorðum, fangelsunum og ofsóknum. Þvert á móti. Við harðnandi kúgun eykst andstaðan og baráttuandi alþýðunnar. Þetta hefur leitt til þess að þrátt fyrir hina grimmdarlegustu hernaðarkúgun, h'afa portúgölsku nýlenduherirnir orð- ið að láta æ meira undan síga fyrir þjóðfrelsisherjum alþýðunnar. Fyrir valdarán herforingjanna fór óánægjan sívaxandi innan Portúgal. Ohemju kostnaður við stríðsrekstur- inn olli mikilli gremju og ennfremur varð hana til þess að atvinnulífið sat algjörlega á hakanum. Um 40% þjóð- arteknanna ár hvert foru til hernaðar. Auk þess hafa um 100 þúsund ung- menna flúið úr landi ár hvert, bæði til að forðast herþjónustu og leita betri kjara erlendis. Það hefur vald- ið borgarastéttinni miklum erfiðleik- um. Valdamestu auðjöfrarnir kröfð- ust breytinga á stefnunni til nýlendn- anna - bæði til að stöðva hina geysi- legu skuldasöfnun vegna stríðsins og fyrst og fremst, til að koma í veg fyr- ir að þeir misstu alla aðstöðu til hinna hráefnaauðugu svæða í Angóla og Mósambik. Breyta varð stefnunni til að Portúgalir yrðu ekki gjörsigraðir og reknir frá nýlendunum. Spínóla er fulltrúi þessara afla. Hann hefur gef- ið loforð um lausn allra pólitískra fanga, tjáningarfrelsi, frjálsar kosn- ingar og fulltrúaþing. Ennfremur hefur hann lagt fram tillögur um, að nýlendurnar skuli hljóta takmarkaða sjálfsstjórn og vera f "lausu" sam- bandi við Portúgal. Þessi stefna Spínóla, ef hún verður framkvæmd, þýðir upptöku borgaralegs lýðræðis fyrir Portúgali í stað fasisma. Port- ugalska borgarastéttin telur sig ekki lengur þurfa á fasisma að halda til að viðhalda alræði sínu á verkalýðnum. En fyrir nýlendurnar þýðir þetta ein- ungis, að portúgölsku kúgararnir við- urkenna ósigur sinn í vopnuðu barátt- unni. Þeir hafa gefist upp fyrir frels- isstríði alþýðunnar. I stað napalm- sprengja og árásarstríðs, reyna nú portúgölsku morðingjarnir í örvænt- ingu sinni, að leiða alþýðuna af vegi baráttunnar með fölskum loforðum og sýndarsamningum. Með smástjórnar- farslegum umbótum hyggjast þeir við- halda aðstöðu sinni til arðráns og rán- yrkju á auðlindum afrískrar alþýðu. I þessum tilgangi hefur stjórnin í Lissa- bon skorað á frelsislireyfingarnar að leggja niður vopn og taka upp friðsam- lega starfsemi innan þess.ramma, sem Portúgalstjórnin setur. En alþýðan og þjóðfrelsisherir hennar láta ekki blekkjast. Þeir hafa lýst því yfir, að barattunni muni verða haldið áfram á grundvelli alþýðustríðsins |>ar til fullur sigur hafi náðst. Afrisk alþýða hefur hug- föst orð Maós Tse-tungs: "Ekki mega hinar undirokuðu þjóðir og alþýða manna binda vonir sínar um frelsun við "sanngirni" heims- valdastefnunnar og skósveina hennar. Hinir undirokuðu munu því aðeins hrósa sigri, að þeir styrki einingu sína og séu þrautseigir í baráttunni." Grvæntingarteygjur portúgölsku heimsvaldastefnunnar verða henni ekki til lífs. A núverandi tímaskeiði er það "austanvindurinn" sem er sterkari en "vestanvindurinn". Öfl sósíalisma og nýlýðræðisbyltingar hafa alla yfir- burði yfir öfl heimsvaldastefnu og ný- lendustefnu. -/MVS Vopnuð barátta alþýðu Guinea Bissau hefur frelsað landið undan portugölsku nýlendukúgurunum. 1 fótspor hennar mun alþýða annarra nýlendna Portugals feta. LÍTILL BRAGUR UM FYLKINGUNA Okkar afstaða er slík aðeins útþynnt pólitík yfirbragðið aðeins eitthvað sem trekkir þá vil ég segja að hún er oss ei ævistarfið hér bara ádeilur og skólasveinahrekkir. Nú telja margir hnoss að Trotsky kenndi oss að taka Stalín fyrir glæpamann því út frá þeirri kenning og okkar skörpu menning eru margir hér sem dýrka hann. Marcuse leit við hér sem maðkur inn í ber og Mandel hefur smitað okkur alla en Trotsky er hér enn og eitrar vora menn og anarkisminn lyftir sér á palla. Nú er forskotið sem fékkst farið líkt og sérð þú best því hin fræðilega uppbygging var rotin því er kreppan nálgast hratt þá er klifið alltof bratt fyrir kempu sem að hugsjónum er þrotin. Við viljum samfylkja með þér sem ert svalur eins og vér við viljum sýnast þótt við gerum ekki mikið en um síðir mun þó sjást er við samfylkjum af ást að við seljum okkar hugsjón fyrir vikið. -jaj Guömundur J.GuðmuadBBoJi KÓatúui 26 R. Reitur til áskriftarmerkingar. Um síðastliðin áramót hækkaði lausasöluverð STÉTTABARATTUNN- AR töluvert, en sú hækkun átti að mæta þeirri miklu hækkun, sem var orðin á öllum kostnaði við gerð blaðsins. Síðan þá hefur íslenska auðvaldsþjóðfélagið haldið áfram sínu feigðarflani og miskunnarlaus lögmál stjórnlausu framleiðslunnar verða ekki stöðvuð. Þar af 1 eiðandi hrökk sú hækkun skammt og enn verðum við að hækka lausasöluverðið, úr 30 kr. (4ja síðna blað) og 40 kr. (8 síðna blað) í 50 kr. fyrir bæði blöðin. Askriftarverðið verður óbreytt: Venjuleg áskrift: Stuðningsáskrift: Baráttuáskrift: 400,oo 600,oo 800,oo Hálfsársáskrift er sem hér segir: Venjuleg áskrift: 250, oo Stuðningsáskrift: 350, oo Baráttuáskrift: 500, oo Sendið nafn og heimilisfang til KSML, pósthólf 1357, Rvk. SKIPULAGS MÁL Tilkynning frá Ritnefnd til allra áróðursfulltrúa sella Reykjavíkur- deildarinnar: Framvegis verður fulltrúi Rn við- staddur til að taka við söluuppgjöri laugardaga kl. 13-15. Aróðursfulltrúum ber skylda til að mæta með uppgjör eða senda annan fulltrúa sellunnar. STYÐJIÐKOMMtJNlSKA FRAM- BOÐIÐ: Gefið f baráttusjóð KSML Pðstgfró 42000, 1 MAl sigur fyriröfl kommúnismans framhald af forsfðu 1.MAÍ AKUREYRI f ræðu sinni sagði Fjóla m. a. : "Marx og Engels voru fypstu frumkvöðlar vísindalega sósíalismans, fræði- kenningar verklýðsins. Þessi fræði- kenning hefur Svo gersamlega sannað yfirburði sína yfir kenningar borgara- stéttarinnar, að flestir þeir flokkar, sem auðvaldið notar til að blekkja verkalýðinn, nudda sér í sífellu utan í sósíalismann og svíkjast síðan aftan að verkalýðnum í nafni sósíalisma. Það er því engin furða að verkamenn og konur eigi í erfiðleikum með að átta sig á því, hverjir séu raunveru- legir málsvarar þeirra. En yfir- burðir hinnar byitingarsinnuðu fræði- kenningar felast f því að hún er í samræmi við raunveruleikann og hlýtur því að sigra að lokum. Fræðikenning marxismans-lenín- ismans er ekki stöðnuð kreddukenning, heldur lifandi vfsindi - leiðbeining til starfs." Félagi Guðmundur Armann sagði m. a.: "Strax upp úr aldamótum standa fylktu liði tvær andstæðar stéttir, öreigastétt og borgarastétt, tvær ó- sættanlegar stettir taka að berjast. Öreigalýðurinn berst fyrir því að hafa ofan í sig og á, hann berst einnig fyr- ir bættri vinnuaðstöðu og lýðræðis- legum umbótum, auðvaldið berst hins vegar fyrir því að herða sultarólarnar á verkalýðnum og auka gildisaukann. Þessi sjónarmið voru ósættanleg og eru enn , svo lengi sem þetta viðbjoðs- lega auðvaldsþjóðfélag er við lýði. I upphafi berst öreigalýðurinn eingöngu fagfélagslegri baráttu, en hin að- þrengda öreigastétt hóf þá þegar öfl- uga varnarbaráttu. Með samtaka- mætti sínum og fífldirfsku sigraði þessi framsækna stétt í mörgum bar- dögum, en hún beið einnig stundaró- sigra og baráttu sína hefur hún gold- ið blóði hinna framsseknustu. Þetta fólk, sem barist hefur af svo mikilli fífldirfsku og ekki látið hendur falla, þrátt fyrir ósigra og undanhald, þetta fólk er vissulega fært um að snúa undanhaldi í sókn og ósigri í sigur, það mun kollvarpa auðvaldsþjóðfélag- inu og byggja upp verkalýðsríki fs- lands." Eftir útifundinn var öllum göngumönn- um og öðrum stuðningsmönnum ör- eigastéttarinnar boðið í kaffi í Mið- stöð KSML, Strandgötu 23. Komu þar fjölmargir og urðu umræður miklar og fjörugar. En KSML voru ekki ein um að standa fyrir aðgerðum 1. maí á Akureyri. Uppkeypti skrfllinn í verkalýðs"for- ystunni" gekk með nokkur eintök af fána íslensku arðránsstéttarinnar í fararbroddi og skreytti sig að auki með nokkrumlágkúrulegumumbðta- kröfum, s.s. "þrífið vinnustaði". Og eins og vænta mátti höfðu vikapiltar auðvaldsin f verkalýðs"forystunni" hala, þ. e. a. s. Fylkingarforystusauð- ina, sem nú höfðu smalað um sig "Herstöðvaandstæðingum", óánægð- um Alþýðubandalagsmönnum o. fl. Þeir báru einnig fána íslensku arð- ræningjanna og höfðu upp örlítið rót- tækari umbótakröfur en verkalýðsað- allinn, sem sé þær kröfur sem Sósíal- istaflokkurinn skildi eftir er hann skellti síðustu hurðinni á leið sinni inn í herbúðir auðvaldsins. Auk þess lituðu þeir sig rauða með kröfum eins og "fram til baráttu fyrir sósíal- fsku fslandi." Líklegt má þó teljast, ef miðað er við aðrar kröfur í göng- unni, að þessu marki ætli þeir að ná með leið umbótanna, þeirri leið sem Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkur- inn og fleiri boða. Gegn hinni rotnu leið umbótanna setja KSML leið byltingarbaráttunnar, þá leið, sem leiða mun verkalýðinn til sigurs yfir auðvaldsþjóðfélaginu, sem aðeins býður upp á arðrán og kúgun. Verkafólk. Fylkið ykkur um KSML, framvörð öreigastéttar innar! STETT GEGN STETT! framhald af forsíðu 1.MAÍ REYKJAVÍK auknu fylgi að fagna og að hún hefur byrjað að ryðja sér braut meðal verkalýðsstéttarinnar. Merki um það voru fánar vinnustöðvasella KS ML, sem settu sterkan svip á göng- una. KSML gengu 1. maí í ár undir nafninu RAUÐUR FRAMV ÖRÐUR og meðal vígorðanna í göngunni voru: NIÐUR MEÐ H/FGRIHENTISTEFN- UNA - LIFI BARATTAN FYRIR KOMMUNISKUM byltingarflokki NIÐUR MEÐ SÖSlALHEIMSVALDA- STEFNUNA - LIFI ALRÆÐI ÖREIG- ANNA. U. þ. b. ÍOO manns gengu með frá upphafi, en jafnt og þétt fjölgaði í göngunni og voru þátttakendur í henni rúmlega 300, þegar komið var nið- ur í miðbæ. A útifundinum, þar sem áheyrendur voru milli 1500 til 2000, töluðu þeir Gunnar Andrésson, for- maður miðstjórnar KSML, og Sigurð- ur Jón Olafsson, verkamaður, en í lok fundarins voru sungnir nokkrir byltingarsöngvar, m. a. frá Víetnam og Albaníu. I ræðu sinni vék Gunnar að örðug- leikum auðvaldsherranna vegna of- framleiðslukreppunnar og hvernig þeir reyna að velta þeim yfir á herð- ar verkalýðsins. Sagði Gunnar m. a.: "Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan að t. d. landbúnaðarvörur hækkuðu um 40% og aðrar vörur og þjónusta hafa hækkað um tugi pró- senta. Eina lausnin, sem auðmenn- irnir og fulltrúar þeirra á alþingi sjá út úr vandanum, birtist í tillög- um hagrannsóknarráðs: afnám launa- hækkana yfir 20% frá þvf í vor, binding kaupgreiðsluvfsitölu, af- nám 14% vísitöluuppbóta á laun 1. júní og samdráttur í framleiðslunni og fleira í þessa átt. Þannig á að velta offramleiðslukreppu auðvalds- ins yfir á herðar verkalýðsins og draga saman framleiðsluna. Hlut- skipti verkalýðsins verður því að taka á sínar herðar stórfelldar verðhækkanir, launalækkanir og komandi atvinnuleysi. Þetta er það sem kapitalisminn hefur upp á að bjóða fyrir verkalýðinn, meðan auðmennirnir raka daglega saman milljónagróða á vinnuafli hans. " Samhljóða kröfur stéttsvikaraima í Alþýðubandalaginu og "Rauðrar verka- lýðs"einingar. Hin svonefnda "Rauða verkalýðs"ein- ing, sem að mestu leyti var borin uppi af Fylkingarmönnum og áhang- endum þeirra úr röðum námsmanna, hugðist nú aldeilis bera fram róttæk kjörorð gegn stéttasamvinnupólitík ASÍ-forystunnar. Því fór þó fjarri. Við nánari athugun kom í ljós, að vígorð "Rauðu verkalýðs"einingar- innar höfðu að innihalda nákvæmlega sömu umbótastefnuna og hjá Alþýðu- bandalagsmönnunum í ASl-foryst- unni. Lítum á nokkur dæmi. Þegar verkalýðsfélögin Dagsbrún, Trésmíðafélag Rvíkur o. f. 1. settu fram kröfurnar "Gegn verðhækkunum og vaxandi verðbólgu" og "Engar efnahagsráðstafanir, er skerða rétt- indi launafólks" hljómuðu vígorð Fylkingarmanna og þeirra aðdáenda; "Gegn vfsitölufölsunum", "Burt með söluskatt á nauðsynjavörum", "Enga skatta á þurftarlaun." Hvern- ig Fylkingin hugsar sér að unnt sé að afnema skattana á verkalýðnum I auðvaldsþjóðfélaginu er líklega flest- um stórkostleg ráðgáta. Þegar stéttsvikararnir í AB settu fram víg- orðið "Jafnrétti kynjanna", stillti "Rauð verkalýðs"eining upp kjörorð- inu "Jafnrétti kynja til starfs og launa". Verður fróðlegt að sjá, hvor umbóta- flokkana, Alþýðubandalagið eða Fylk- ingin, hefur betur I þessari miklu jafnréttisbaráttu I stéttskiptu þjóðfé- lagi, þar sem minnihlutinn (borgara- stéttin) arðrænir og kúgar meirihlut- ann (öreigastéttina). Það er því eng- in furða þó Þjóðvijinn sé vinsamlegur í garð "verkalýðs" einingarinnar "rauðu", en 12. 5. stendur þetta í þessu málgagni borgaralega verka- lýðsflokksins: "Kröfur þær sem mest bar á I göngu "Rauðrar verka- lýðseiningar" voru að mestu sam- hljóða þeim er settu svip á verka- lýðsfélagsgönguna...". Þjóðviljinn sparar hins vegar ekki skítkastið og lygarnar, þegar minnst er á göngu kommúnistanna 1. maí. I fyrra hétum við "auðborgarabörn", en nú er það "sértrúarsöfnuður". Pólitísk gagnrýni fyrirfinnst að sjálfsögðu ekki, enda hafa KSML fyrir löngu sýnt fram á svik AB-forystunnar gagnvart verkalýðnum. -/sjo:

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.