Stéttabaráttan - 15.01.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 15.01.1975, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! VERÐ= 50 kr. EIMSKIP HERDIR TÖKIN Frá því að samningur Dagsbrúnar- forystunnar og Eimskips var undir- ritaður hefur Eimskip stórhert tökin á verkamönnunum sem vinna við út- og uppskipun, sem sést best á því að tveimur verkamönnum hefur verið sagt upp og fjórum verið hótað upp- sögn. Fyrsta uppsögnin kom þegar baráttan stóð sem hæst þá fór einn fastamaður hjá Eimskip að vinna annars staðar í mótmælaskyni við samningana, en þegar hann kom aftur var honum sagt upp. Hinum var sagt upp fyrir það að fara tveimur mínút- um fyrr í mat en stendur í samning- unum, samt sem áður var hann einn af seinustu mönnum sem fóru upp úr lest. Einum var hótað uppsögn fyrir að vera á móti samningunum og láta það heyrast, og öðrum fyrir að vera kominn tveimur eða þremur mínútum fyrr upp úr lest en stendur í samning- i unum, en raunar er leyfilegt að fara fimm mínútum fyrr til að þvo sér og gera sig kláran fyrir mat. Einum var hðtað uppsögn fyrir að mótmæla vinnubrögðum verkstjóra, og má al- veg búast við frekari uppsögnum þvf þetta er allt skrifað niður og notað síðar meir til að reka manninn ef hann þykir óæskilegur. Báðar þessar uppsagnir voru tilkynntar til Dags- brúnar en ekkert skeði, samt sem áð- ur lofaði Halldór Björnsson að koma og tala við okkur til að vita hvernig í málunum lægi en hann kom aldrei - sjálfsagt hræddur við að vera hent út eins og stéttarbræður okkar hjá Togaraafgreiðslunni gerðu og sögðu honum að fara aftur til Spánar, þar væri hann best geymdur. Hvað sýnir þetta okkur ? Guðmundur Asgeirsson, einn af fylgis mönnum Bjarna Guðna (var í framboði í borgarstjórnarkosningunum) sagði að þessi samningur væri stórt skref fram á við fyrir okkur hafnarverka- menn (raunar hef ég aldrei séð hann vinna við höfnina og er mér sagt að hann sé skrifari einhvers staðar uppi í einum skálanum). Eins og dæmin hér að ofan sýaa - hótanir um brott- rekstur o.þ. h. - þá er þetta stðrt skref afturábak fyrir okkur og nú er svo komið að menn þora varla að segja meiningu sína vegna hræðslu á að vera sagt upp, enda er verka- mönnunum það ljósara með hverjum degi sem líður, jafnvel þeim sem sögðu já við samningunum, að þeir samningar sem Dagsbrúnarforystan hefur sett okkur í, þjðna engum öðBum en Eimskipafélagskapitalistunum og Dagsbrúnarforystan gerði þá til hags- bóta fyrir þá, en ekki okkur hafnar- FRAMHALD Á BLS.3 HVERNIG ER ASTANDID A SIGÖLDU? Varla er svo minnst á virkjunarfram- kvæmdirnar við Sigöldu, að ekki séu tíundaðar hinar "háu tekjur" verka- manna á staðnum og látið að því liggja að þarna sé komin paradís á jörðu, hvað kaup og aðbúnað snertir. Sann- leikurinn í málinu er hins vegar allur annar og á greinilega ekki upp á pall- borSið hjá fjölmiðlum auðstéttarinnar í landinu, útvarpi, sjónvarpi og dag- blöðunum. Nokkur sannleikskorn um hið raun- verulega ástand. Sannleikurinn um kaup verkamanna er sá, að langstærsti hluti þeirra vinnur eftir lægsta taxta sem þekkist í landinu. Fyrir láglaunahækkunina í október og 3%in 1. desember var tímakaupið í dagvinnu 202 krónur, sem er lægra en það lægsta sem greitt var við höfnina í Heykjavík; það var þá 214 kr. f tímavinnu í dagvinnu. Pelr verkamenn sem hærra tímakaup hafa, vinna vaktavinnu og er grunn- kaupið þá um 230 krónur. Allur aðbúnaður við Sigöldu er eins lélegur og hægt er að hafa hann. Hreinlætisaðstaða fyrir verkamennina úti á vinnusvæðunum er nákvæmlega engin og fyrst núna í haust var komið fyrir skúrum þar sem menn geta hrú- að vinnugöllum sínum á gólfið í stað þess að áður urðu þeir að vera í þeim í mat og kaffi. Svo rétt sé minnst á aðstöðu starfs- fðlksins til tómstunda og afþreyingar utan vinnutíma er um að velja eitt sjónvarp og eitt borðtennisborð. Það má taka fram, að við Sigöldu hafa unnið allt að fjögur til fimm hundruð manns. Auðvaldið hugsar ekki um öryggi verkamanna við Sigöldu frekar en annars staðar. Öryggismál staðarins eru í algjörum ólestri og má til dæm- is nefna, að ekki er til á staðnum einn einasti metir af neinu, sem hægt er með nokkurri samvisku að kalla öryggisgirðingu. Þætti ef til vill ein- hverjum þörf á, þar sem um er að ræða stöðvarhús, grunninn og botn- lokurnar, sem sumstaðar eru allt að 30 metra djúpar. Sama máli gégnir um varnir gegn grjóthruni á þessum tveimur stöðum. FRAMHALD A BAKSÍÐU VÍETNAM LEPPSTJÓRN USA Á UNDANHALDI ÞJÓÐFRELSISÖFLIN í SÓKN Fyrir baráttu alþýðu Vfetnam, Laos og Kambðdfu, varð bandarfska heims- valdastefnan að gefa upp á bátinn á- form sín um hernaðarlegan sigur yfir þjððfrelsisöflunum í þessum löndum SA-Asíu. Þjððfrelsisöflin hafa unni hvern stðrsigurinn á fætur öðrum yfir heimsvaldastefnunni og hún hefur að lokum neyðst til að gefast upp og hafið undanhald alls staðar. Þjóð- frélsisöflin hafa náð miklum hlutum þessara landa á sitt vald. I Suður-Víetnam hefur Þjóðfrelsis- fylkingin náð miklum hluta landsins á vald alþýðunnar. Þar er uppbygging mjög hröð, en á hina höndina blasir við allsherjar hrörnun á svæði Thieu- klíkunnar. Skv. Parísarsamkomulaginu um Víet- nam, átti nú að rfkja friður í Suður- Víetnam, en gerir hins vegar ekki, enda var það aldrei ætlun bandarísku heimsvaldasinnanna að halda vopna- hléð. Thieu-stjórnin hefur þverbrot- ið alla liði samkomulagsins. Hún hef- ur ráðist hvað eftir annað inn á frels- uðu svæðin, auk þess sem hún hefur hert fasísku ógnarstjórnina á sínu svæði. Styrktir af amerísku fé, með amerískum hernaðarráðgjöfum og með amerískum vopnum, hefur þessi leppklíka haldið uppi stöðugum árás- um á alþýðu Suður-Víetnam, bæði á sínu yfirráðasvæði og á frelsuðu svæðunum. Brot Thieu-klfkunnar á vopnahléhu eru orðin yfir hálf miUjón. Hún hefur gert endurteknar árásir á frelsuðu svæðin og reynt að ná þeim undir sinn kúgunarhæl. Ekki heyrist orð um þetta í borgarapressuimi á vesturlönd- um. En þegar þjððfrelsisherinn tók á sitt vald bæinn Phuoc Bihn nýlega FRAMHALD A BLS. 3 Þjoðfrelsisherinn hrindir árás Thieuklfkunnar á frelsað svæði. Hrydjuverk ísrael gegn börnum Palestínuaraba Hvernig yrði þér yið ef þú vissir að leikfangabangsinn sem barnið þitt er að leika sér með gæti sprungið í loft upp á hverri sekúndu? Ef þú vissir að sonur þinn eða dóttir þín-muni missa bæði hendur og sjón á næsta augnabliki? Þú heldur kannski að þetta sé allt of fráleitt að spyrja svona, til að þú svarir því. En þetta er alls ekki fráleitt, þvf það er ekkert fráleitt sem til er raunverulega. Undanfarna mánuði hafa fsraelskar flugvélar dreift þúsundum leikfanga af ýmsum gerðum yfir flóttamanna- búðir og bóndabæi í Lfbanon. Öll leikföngin hafa að geyma sprengju sem springur þegar þau eru tekin upp. Síbnistarnir dreifa "leikföngunum" á næturna. Þegar börnin finna þau á morgnana, bangsa og dúkkur, verða þau auðvitað himinlifandi, því leik- föng sem slfk eru sjaldgæfur lúxus f flóttamannabúðunum. En þegar þau ætla að leika sér með þau springa þau. "Hrein og tær barnsaugun verða blind og dauð augu" segir í frétt sem Stéttabaráttunni barst um þetta. I flóttámannabúðunum Ein el Hellweh höfðu í vor fjögur börn misst sjón pg hendur af völdum slfkra sprengja. Frelsishreyfingarnar hafa gripið til þess ráðs að fræða öll börn frá fimm ára aldri um þessar leikfangasprengj- ur og um það sem þau geta átt von á frá lsrael. En leikfangasprengjurnar eru aðeins hluti af hryðjuverkum fsraela í Lfb- anon. Flugvélar ísraels hafa líka dreift eitruðu sælgæti á milli þess sem þær hafa gert sprengjuárasir og drepið hundruð kvenna og barna, og Myndin sýnir nokkur þeirra leikfanga sem Israelher dreifir til Pale- stínsku barnanna - og nokkur frónarlömb þessara hryðjuverka gert marga flóttamenn í annaS eða þriðja skiptið. Flðttamannabúðirnar Nabatieh, með 3000 fbúum, voru fyrir skömmu jafnaðar við jörðu. A sjúkrahúsinu þar berjast menn nú við að reyna að bjarga napalmbrenndum börnum .frá dauða. Lfka hafa fsraela- menn orðið uppvísir aS því aS gera tilraunir með gashernað á flótta- mönnum. Þannig var flðttamanna- fjölskylda lokuð inn í herbergi með gassprengju í nokkra tíma, og hvött til að leita til læknis á eftir. Tveir af þremur meðHmum fjölskyldunnar dðu á Bandarfska Háskólasjúkrahús- inu í Beirút, þrátt fyrir að ekkert hefði verið til sparað að bjarga þeim. Hópur franskra sérfræðinga á vegum Rauða Krossins gat úrskurðað að dánarorsök væri áður óþekkt gasteg- und. "Sfonisminn er ekkert annað en spegilmynd nasismans og Gyðingaof- sðkna" er haft eftir einum síonista. Hann hefur rétt fyrir sér. Síonistarnir og stuðningsmenn þeirra um allan heim ásaka frelsishreyfingu Palestínuaraba um "barnamorð" og "hryðjuverk." FRAMHALD A BLS. 2

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.