Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Side 3

Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Side 3
I VökuMenn Vökumenn eru fámennur hópur, þeir eru nú flestir meðlimir í „Dagsbrún" og standa með okkur í baráttunni fyrir bættum hagsmunum. Hvernig eru kjör vökumanna, kaup, vinnutími o. fl. ? „Dagsbrún“ hefir ekki ennþá ákveðið vinnutíma þeirra eða sett kauptaxta fyrir þá. Vinnutími vökumanna er 10—12 tímar á sólar- .hring, og flestir þeirra vinna alla sjö daga vik- unnar, eða 72—84 stundir á viku, 12—24 tím- imi lengur á viku en almennt hjá verkamönn- um. Kaupið er frá 70—80 kr. um vikuna, eða um og undir krónu um tímann. Þessi stétt manna hefir orðið á eftir tímanum í hags- munabaráttunni. Hversvegna ? Atvinnurekend- ur hafa sagt, að varðstaða væri engin vinna, þ. e. ekkert erfiði, og þessu til sönnunar benda atvinnurekendur á, að aldraðir og heilsubilaðir menn, geti verið vökumenn. Ekkert lætur yfir- stéttin hindra sig í að kúga verkalýðinn. Elli og veikindi eru notuð til að kúga hann. Já. Það er eftirsóknarvert að vera vökumað- ur. Vinna þeirra hefst kl. 6—7. Vökumaðurinn er útilokaður frá öllu félagslífi, vakir allan árs- ins hring, í hvaða veðri sem er. Félagar, við skulum knýja fram hámarks- vinnutíma og lágmarkskaup fyrir vökumenn. Dagsbiúnarfélagi nr. 56. Til Verklýðsblaðsins (Verkamannabréf). Ég hefi séð nokkúð blöð af Verklýðsblaðinu og las þau með áfergju. Það er eitthvað svo hressandi fyrir okkur, sem ekki getum almenni- lega komið orðum að því, sem við vildum segja, að sjá að það skuli vera til menn, sem skilja hvað við meinum og vilja eitthvað gera fyrir okkur. Þetta blað er allt öðruvísi en hin blöðin. Það talar um okkar mál, en er ekki tómar aug- lýsingar og þvaður út í loftið, sem mann varð- ar ekkert um, eða þá einhverjar skáldsöguvit- leysur, sem ekkert er gaman að. Ég er nú einn af þeim, sem mega yfirleitt ekki vera að að lesa mikið, ef maður -getur einhversstaðar snapað upp eitthvað að gera, þá verður það að sitja fyrir, en ég ætla nú samt að biðja ykkur að senda mér blaðið og ef það verður eins og þessi blöð, sem ég hefi séð, þá les ég það með ánægju. Það getur líka vel verið að ég geti feng- ið fleiri til að líta á það með mér ef ég reyni. Á. H. gerðar hafa verið í stáliðnaðinum. Kom þar sem sé í ljós, að af 250,000 verkamönnum, sem unnu við stáliðnaðinn, unnu 16.000 verkamenn 12 tíma á dag, 66,000 verkamenn 7 daga vik- unnar og 53,000 tíu tíma á dag og þar yfir. Hið ógurlega atvinnuleysi, erfiðari lífskjör og langur vinnutími eru nokkrar af afleiðingum gjörnýtingar auðvaldsins á framleiðslutækjun- um og vinnuaflinu og má búast við að niður- skurði þessum verði fylgt fastar fram af at- vinnurekendunum en nokkru sinni áður. Rísum því öll til baráttu gegn atvinnuleys•• inu og hinum nýju arðránsaðferðum auðvalds- ins. „Rj ettur“ Tímarit um þjóðfélags- og menningarmál. Kemur út 4 sinnum á ári. — Árg. kostar 5 kj. ÍW* Geríst áskrifendur. Afgreiðslumaður í Reykjavík: Arinbjörn Sveinbjarnarson,’ Laugaveg 41. Dýrtíðín Arðrán verzlunarmagnsins og ríkísins Þegar fregnimar fóru að berast um heims- kreppuna, markaðsvandræðin og stórkostlegt verðhran á ýmsum vörum, þá hefir víst marg- ur hugsað, sem svo að fátt væri svo með öllu illt, að ekki fylgdi nokkuð gott. Margur hefur sjálfsagt hugsað gott til mikillar verðlækkunar á nauðsynjavörum. En sú bið hefir reynst löng. (Samkvæmt skýrslum hagtíðindanna var smá- söluverð í Reykjavík í september í ár næstum alveg óbreytt frá því í september í fyrra. Athugum nú verðið á helstu nauðsynja- vörum í smásölu hér í Reykjavík og berum saman við heimsmarkaðsverðið. ✓ Kaffi kostar, komið í höfn í Reykjavk, eina krónu kílóið. f smásöiu kostar eitt kíló af brenndu og möluðu kaffi 4 krónur og 20 aura. Tollurinn er 60 aurar á hvert kíló, og saman- lagður skattur, sem neytendur verða að borga af hverju kaffikílói til ríkisins, heildsalanna, kaupmanna og kaffibrennslunnar er ca. 3 kr. á hvert klíógr., sem þeir kaupa. (Kaffið rýrn- ar lítið eitt við brennsluna). Kaffibætirinn kostar á heimsmarkaðinum eina krónu kílóið. f smásölu hér í Reykjavík kostar hvert kg. kr. 2,40. Toliurinn er 60 aurar fyrir hvert kg. Sykur kostar á erlendum markaði lð1/^ eyrir hvert kg. Tollurinn er 15 aurar á kílógr. Smá- söluverð í Reykjavík er 60 aurar kílóið. Smjörlíki kostar í smásölu hjer í Reykjavík kr. 1.80 kílóið. Á heimsmarkaðinum hefir smjörlíkisfeiti fallið í verði um 30—40%. Smjörlíkisverðið helzt óbreytt. Mjólkurverðið helst stöðugt óbreytt hér í Reykjavík, 44 aura potturinn. En bændur aust- i anfjalls hafa aðeins fengið 13—18 aura fyrir | pottinn. Rúgur hefir fallið um 50 % á heimsmarkaðin- um síðastliðið ár. Rúgbrauðin hafa lækkað um eina 5 aura í Reykjavík. Hveiti hefir fallið um ca. 40% á heimsmark- aðinum. Hveitibrauðin hafa lækkað um eina 5 aura í Reykjavík. Þamiig má lengi tíunda. Allar nauðsynjavör- ur haldast í uppskrúfuðu verði, þrátt fyrir of- framleiðslu og verðhrun. Allar vöruskemmur eru fullar. Ailir mark- aðir offylltir. í Kanada er hveitinu brennt og bændur hvattir til að breyta sáðlöndunum í skógiendi. f Brasilíu er kaffinu kastað í sjóinn, til að verjast verðhruni. Um gjörvallan heim er gnægð af fatnaði, matvörum og öðrum nauð- synjum. Um gjörvallan heim eru tugir milljóna hungraðra og klæðlítilla manna, sem sjá þess engin ráð að afla sjer fata og fæðis. Þannig er auðvaldsskipulag nútímans. Ráðstjórnarríkin hafa komið framleiðslu sinni í það horf, að þau flytja út svo ódýrar vörur, að auðmennirnir treysta sér ekki að keppa við þau- í heimalöndunum. Svo mikils þyk- ir við þurfa að koma út vörunum, að auðmenn- irnir búast af kappi undir stríð við Ráðstjómar- ríkin, til að eyðileggja framleiðslu þeirra og leggja undir sig markaðimi. Samtímis því, sem framleiðendumir búast til slíkra stórræða til að korna út hinum óseljanlegu vörum sínum, verður alþýðu manna að neita sjer um brýnustu nauðsynjar vegna þess að hana skortir fé til að kaupa hinar uppskrúfuðu vörur. Þannig er auðvaldsskipulagið. Ilvernig stendur á þessari vitfirringu? Kvernig stendur á því, að samtímis því, sem kaffinu er hent í sjóinn í Brasilíu, verða neyt- endurnir á íslandi að greiða skatt af hverju kaffipundi, sem þeir kaupa, sem er þrefalt hærri en verðið á kaffinu hingað komnu? Hvemig stendur á því, að samtímis því sem auðmermimir búa sig undir stríð til að koma út vörum sínum, er íslenzk alþýða skattlögð svo gífurlega fyrir að kaupa vörumar? Hvemig stendur á því-að vörumar lækka ekki í „frjálsri samkeppni“? Vegna þess að hin „frjálsa samkeppni“ er ekkert annað en kosningastaglyrði íhaldsflokks- ins. Hér er „hin frjálsa samkeppni“ ekki ríkj- andi, heldur einokun fjáimálaauðmagnsins. Kaffibætirinn er einokaður í höndum erlends auðfélags. Smjörlíkisgerðimar hafa samtök um verð, svo að þrátt fyrir mikla verðlækkun á hráefnum, helst einokunarverðið á smjörlíkinu óbreytt. Mjólkursalan er einokuð í höndum Mj ólkurfélagsins og Thor Jensens, svo að bænd- ur austanfjalls fá ekki að selja nema mjög tak- markað af mjóllt hér í Reykjavík og með því verði sem drottnar markaðsins ákveða. Brauð- gerðimar 'hafa með sér ágæt samtök um að halda brauðunum í okui*verði, þrátt fyrir hið mikla verðfall á rúgi og hveiti. Alþýðubrauðgerðin var stofnuð með það fyr- ir augum að brjóta á bak aftur einokun brauð- gerðanna og lækka brauðverðið. En hver hefir svo orðið raunin á? Undir stjóm sósíaldemó- krata er nú ágæt samvinna milli Alþýðubrauð- gerðarinnar og hinna um að halda brauðunum í okurverði. Þrátt fyrir allt þetta okurverð berjast marg- ir smákaupmenn í bökkum. Hverjum þeirra er ætlað að halda uppi fjölskyldu á verzlun við örfáa menn og viðskipti þeirra við verzlunar- auðmagnið eru oft þannig, að þeir sleppa snauðir frá. — Ofan á allt okur framleiðslu- auðmagnsins, verzlunarauðmagnsins og bank- anna bætist svo hið gífurlega arðrán rík- isins í mynd tollanna. Til dæmis verður hver sá, sem kaupir sykur að greiða skatt í ríkis- sjóðinn, næstum jafnháan og sykuriim kostar á erlendum markaði. Og eftir því, sem kreppan vex, hækka tollarnir, óháð því hvort þeir kalla sig „sjálfstæðismenn“, „framsóknarmenn“ eða „jafnaðarmenn“ (sósíaldemókrata), sem með völdin fara í auðvaldsþjóðfélaginu í það og það skiptið. Til dæmis þótti „framsóknarmönnum" þeim og sósíaldemókrötum, sem nú skipa Al- þingi, bera nauðsyn til að hækka tollbyrðarnar um milljónir króna. Þannig er auðvaldsskipulagið og þannig verð- ur alþýðan árðrænd meðan auðvaldsskipulagið ríkir, hversu fagurt sem nafn þess flokks er, sem í stjóm situr. Og þessu arðráni verður ekki aflétt fyr en verkalýðurinn hefir kollvarpað auðvaldsskipulaginu, stofnað verkalýðsvöld og tekur að skipuleggja þjóðfélag kommúnismans. Þá hættir verkalýðurinn 'að framleiða vörur í þeim tilgángi að afla einstökum auðmönnum gróða. Þá verður hætt að framleiða korn til að brenna því. Hinn vinnandi þjóð framleiðir af- urðir til að fullnægja öllum þörfum sínum. Þannig er kommúnisminn. Norpku kosning-arnar Mjög ógreinilegar era þær fregnir, sem enn hafa borist hingað af norsku kosningunum. Borgaraflokkarnir hafa unnið á óvenjulega mikilli kosningaþátttöku. Atkvæðamagn sósíal- demókrata er næstum óbreytt, og hafa þeir tapað 12 þingsætum. Um atkvæðamagn kom- múnista hefir ekki frétzt ennþá.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.