Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Síða 4

Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Síða 4
Frá ísafirði Fréttir írá Neðstakaupstaðnum (Verkamannabréf). Samvinnufélag ísfirðinga hefir rekið fisk- verkun í Neðstakaupstaðnum í rúmlega eitt ár og vinnur þar fjöldi manns. Þegar Samvinnu- félagið var stofnað, var það von margra manna, að það yrði nokkurskonar samastaður verkalýðsins hér á ísafirði. En von þessara manna hefir algerlega brugðist. Aðbúnaður verkalýðsins í Neðsta og á öðrum vinnustöðv- um í bænum, er mjög slæmur og skulu hér nefnd nokkur dæmi þess. I. Enginn staður er til, þar sem verkalýður- inn getur dvalið í frístundum sínum eða við kaffidrykkju. Þegar kuldar eru, hefir hann ekki annan samastað til að drekka kaffið, en í skjóli við fiskstafla úti á reitum. Á veturna, þegar hörkufrost eru, fá verkamennimir af náð að sitja flötum beinum í húsakumböldum Neðsta- kaupstaðarins. Er af þessu auðséð, að heilsu verkafólksins er stofnað í stórhættu og væri alls ekki til of mikils mælst, að Samvinnufélag- ið léti byggja upphitaðan, bjartan og þægileg- an kaffiskála fyrir það fólk, er hjá því vinnur. II. Verkstjórinn er yfirleitt vel látinn af verkafólkinu. Hann rekur sjaldan á eftir og er það aðalkostur 'hans að dómi þess, að undan- skildum nokkrum samvizkusömum gamalmenn- um. Ýmislegt er það þó, sem að honum má finna. Hann er mjög bráður ef út af einhverju bregður, en reiði hans rénar fljótt. Einnig virð- ist það vera komið upp í vana hjá honum að spara óþarflega mikið vinnukraft við ýms verk. T. d. má nefna, að í sumar hafa alltaf verið notaðir sömu tveir mennimir við að skoða fisk frá þvottastúlkunum, þó að vitanlegt sé, að þetta er allt of mikið fyrir tvo menn. Menn þessir hafa oft kvartað undan þessu við verk- stjórann, en alltaf fengið sama svarið, að ekki hafi verið vani að hafa fleiri. III. Vigtar þær, sem notaðar hafa verið til að vigta fisk til þvottastúlknanna, eru allar úr lagi gengnar, og er ekki forsvaranlegt, að ekk- ert sé eftir þeim litið. IV. Útborgun vinnulauna gengur mjög ó- greiðlega. Þarf verkafólkið oft að bíða 1—2 klt. eftir launum sínum og jafnvel lengur. En við þetta má alls ekki svo búið standa. I kulda og slæmum veðrum á verkalýðurinn ekki að þurfa að bíða tímum saman eftir þeim sultar- launum, sem ísfirskum verkalýð er boðið upp á. V. Matmálstími hér er 1 klt. Er það allt of lítið, þar sem verkafólkið þarf að ganga heim í sínum eigin tíma. Það verður að rífa í sig matinn á örstuttum tíma. Þar sem bæði maður- inn og konan þurfa að ganga í vinnu, verður konan að matbúa á kvöldin, þegar hún kemur þreytt heim úr vinnu sinni. Er það því ekki nema sjálfsögð krafa til Samvinnufélagsins, að það láti flytja fólkið heim og að heiman, þar sem félagið á bifreið til þess, sem sjaldan hefir verið notuð til þess. Einnig verður það að vera krafa verkalýðsins hér, þegar kemur til næsta kaupsamnings eða taxta, að fá ú/2 tíma í mat og Ú2 tíma tvisvar á dag í kaffi. VI. Brautir og skiftingar eru í ólagi og veld- ur það verkafólkinu mikils erfiðis. VII. Náðhús þau, sem verkalýðurinn í N.k. verður að nota, eru algerlega óhafandi, þar sem þau eru illa hirt og léleg. Verður að krefjast þess, að byggð verði forsvaranleg náðhús og að þau séu þrifin nógu oft. Svo lengi sem verka- lýðurinn verður að nota þau óþrifaskrifli sem nú eru til, mun hann aldrei ganga þrifalega um þau. VIII. Eitt af því, sem krefjast verður af verkstjóranum er, að hann skipti um menn við hin ýmsu verk, en það gerir hann sjaldan eða aldrei. Af því, sem að framan er skráð, er auðséð, að hagur Samvinnufélagsins hefír verið borinn meir fyrir brjósti en hagur verkalýðsins. Verkamenn og verkakonur! Þið verðið að krefjast þess, að úr þessu verði bætt, ef ekki með góðu þá með illu. íslenzka andvaldið og sjómennirnir (Verkamannabréf). Grein sú, sem birtist í 11. tölublaði „Verk- lýðsblaðsins“ með ofanritaðri fyrirsögn, hefir verið mikið rædd meðal okkar sjómanna á skip- um Eimskipafélagsins. Hún hefir orðið til þess að vekja margan sjómanninn til athugunar um óréttlæti þess þjóðskipulags, sem við eigum við að búa. Við höfum verið að velta þeirri spurningu fyrir okkur, á hvern hátt stjórn Eimskipa- félagsins fær varið það fyrir landsmönnum, að félagið hafi ekki haft efni á að hækka laun allra óbreittra sjómanna á skipum sínum um rúm 11 þúsund krónur, en hafi efni á að stöðva skipin, og skaða þar með félagið um ca. 60 þús- undir króna, aðéins til þess að reyna að komast hjá að greiða þær 11 þúsundir, sem um var deilt. En þegar um það er að ræða að hækka laun eins framkvæmdarstjóra um 11 þúsundir, er það- svo sjálfsagt, að það þarf naumast að ræða það. Eins og sýnt hefír verið fram á, var hér ekki um sparnað að ræða, heldur fasta reglu (prin- cip), sem er í því fólgin að halda verkalýðnum niðri í áþján og kúgun, og á hans kostnað tryggja sér örugt pólitískt fylgi þeirra hálaun- uðu, sem svo eiga að hafa það hlutverk með höndum að benda okkur á, að fara að dæmi þeirra hvernig þeir hafi „unnið sig upp með sparsemi, dugnaði og framtakssemi" og reyna að fá okkur til að trúa á slíkar blekkingar. Nei, góðir hálsar! blekkingar ykkar duga ekki lengur. Þið verðið að taka upp aðrar aðferðir, því svo greinilega hafið þið afhjúpað ykkur, að það er aðeins tímaspursmál hvenær allir verka- menn og sjómenn hafa séð í gegnum blekkinga- vef ykkar, og þá er veldi ykkar lokið. Farmaður. Stríðsundirbúningur ukrainsku gag’nbyltingamannanna. í Kanada er nýlega stofnað „Félag brezkra Ukraininga, sem vilja vinna að frelsi Ukraine“. Félag þetta hefir unnið kappsamlega síðan það var stofnað. Það hefir sett sér það mark að koma upp ukrainskri hvítliðasveit um Kanada og Bandaríkin. Þjóðemissinnaða íþróttafélagið ukrainska „Sitsch“ á að vera höfuðfylking hersins. Á það að taka upp heræfingar og auka meðlimatölu sína frá 30.000 upp í 80.000. Hern- aðartæki fá þeir frá Bretlandi. Þannig á að t breyta „Sitsch“ félaginu í reglulegan her með j stórskotaliði, fallbyssum og lofther. Ukrainsk- | um liðsforingjaskólum á að koma á fót. Herfor- ingjaráð er brezkt. Ef til styrjaldar kemur á að setja her þenna á land í Odessa og í öðrum höfnum Svartahafsins og þaðan á hann að brjótast inn í Eáðstjórnar-Ukraine. Stórveldastefna Bandaríkjanna er mjög á- h.ugasöm fyrir áformum þessum. Og hefir hem- aðarstjórn Bandaríkjanna lagt fram vopn, j handsprengjur, vélbyssur og tvenn batteri fyr- j ir stórskotalið til æfinga „Sitsch“-deildarinnar, j sem hafðar eru í nánd við Detroit. Rekstursreikníngur „Verklýðsblaðsins“ 5. október 1930. Gjöld: Blaðsjóður „Spörtu“ 1. ágúst 1930, fskj. 1............... kr. 247.80 Prentunarkostnaður, fskj. 2 .....— 1235.00 Ritföng, fskj. 3................ — 22.13 Myndamót, fskj. 4............... — 36.00 Keypt 1 smálest af pappír, fskj. 5 — 427.37 Augiýsingar, fskj. 6............. — 41.60 Prentun áskriftarlista fskj. 7 . . — 12.00 Akstur, fskj. 8................. — 6.25 Stimpill, fskj. 9................ — 5.00 Símareikningur, fskj. 10........ — 43.65 Teikning á blaðhaus, fskj. 11 . . — 10.00 Spjaldskrá, fskj. 12............ — 23.00 Burðargjöld, fskj. 13........... — 16.00 Kvittanahefti, fskj. 4........... — 3.80 í sjóði hjá blaðnefnd............ — 398.56 Samtals krónur 2528.16 Tekjur: Áskriftargjöld í Reykjavík, skv. spjaldskrá..................... Blaðsjóður „Spörtu“ 1. ágúst 1930, fskj. 1.................. Lausasala í Reykjavík, fskj. 15 Styrkur veikamanna í Reykjavík, skv. kvittanaheftum I. og II. og fskj. 17 og 32................. Frjáls samskot í Reykjavík, fskj. 16............................. Frá útsölumanni á Siglufirði, fskj. 25, 26, 27 og 30............... Frá útsölumanni á Isafirði, fskj. 23 og 24 ..................... Styrkur verkamanna á Siglufirði, fskj. 18....................... Styrkur verkamanna á Akureyri, fskj. 20....................... Frjáls samskot á Siglufirði, fskj. 19............................. Safnað í pappírssjóðinn, fskj. 21, 22 og 31: Akureyri........... kr. 80.00 Siglufirði.......... — 80.00 Reykjavík .. .. — 65.00 ísafirði............ — 89.62 Samskot í Ríkisverksmiðjusellunni Eftirstöðvar af sölu á „Rödd verkalýðins“, fskj. 29........... kr. 232.50 — 247.80 — 110.24 — 505.00 — 82.00 — 429.35 — 287.15 — 44.00 — 63.50 — 150.00 — 314.62 — 32.00 — 30.00 Samtals krónur 2528.16 I sjóði: Á banka ................... Hjá gjaldkera............. kr. 323.00 — 75.56 Kr. 398.56 Reykjavík, 5. okt. 1930 Blaðnefndin. ATHS. Öll vinna við blaðið, nema prentun, er unnin án endurgjalds. Sími Verklýðsblaðsins er 2134 „Verklýðsblaðið". Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu". — Ábyrgðaxm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 7G1, Reykjavík. Prcntsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.