Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Síða 1

Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Síða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTO ESANDI: JAFNAÐARNAN N AFJ EIAQIÐ JSPAWCMC I. árg. Reykjavík 15. nóvember 1930 16. tbl Verklýðsráðstefnan Samkvæmt auglýsingu stjórnar Alþýðusambandsins hef^t verklýðsráðstefnan miðvikudag þann 19. nóvember. 19. þ. m. hefst hjer í Reykjavík verklýðsráð- stefna sú, sem síðasta sambandsþing- Alþýðu- flokksins samþykkti að haldið yrði. Öll verk- lýðsfélög- innan Alþýðusambandsins og’ utan hafa rétt til að senda fulltrúa ,á ráðstefnu þessa. Margir fulltniar utan af landi eru þegar komn- ir til bæj arins og er þess að vænta, að þátttakan verði almenn. Það má ekki seinna vera, að verkalýðurínn frá öllu landinu komi saman á ráðstefnu tii að ræða hin mörgu og miklu verkefni, sem fyrir liggja. Stærsta og merkasta málið, sem rætt verður á verklýðsráðstefnunni' er stofnun verklýðs- sambands fyrir allt landið, óháð Alþýðuflokkn- um á grundv'elli stéttabaráttunnar. Þetta mál hefir verið rætt ítarlega í Verkiýðsblaðinu, í blöðum verkalýðsins út um land og í síðasta hefti „Réttar“ er ágæt grein um málið, sem allir verkamenn þurfa að lesa. í dag birtum vér tvær greinar, sem flytja nokkur veigamikil rök íslenzkra verkamanna fyrir þessu nauð- synjamáli þeirra. Hinsvegar hafa sósíaldemó- kratar pkki fundið nein rök til stuðnings fjand- skap sínum við þetta nauðsynjamál verkalýðs- ins, nema hina fráleitustu fjarstæðu, sem yfir- leitt var hægt að segja um málið, að sameining verkalýðsins á grundvelli stéttabaráttunnar, sé sama sem klofning alþýðusamtakanna! Mikla áherzlu verður að leggja á það, að þessi ráðstefna leggi drög til þess, að íslenzk verka- lýðshreyfing bindist samtökum við Rauða al- þjóða-verkamannasambandið og snúi algerlega baki við hinu alþjóðlega vierkamannasambandi sósíaldemókrata — Amsterdamsambandinu. Um Þetta mái vísum vér til greinar Jóns Rafnsson- ar í blaðinu í dag. Allir róttæku kraftarnir á í'áðstefnunni verða að sameinast um baráttustefnuskrá fyrir ís- lenzkan verkalýð, svo hann geti nú gengið óskiftur til verks undir fána stéttabaráttunnar. llann verður að setja á stefnuskrá sína baráttu fyrir 7 stunda vinnudegi með hækkuðu dag- k^upi, fyrir sumarfríi með fullu kaupi, fyrir sömu launum við sömu vinnu, hvort heldur hún er unnin af körlum eða konum, fullorðnum eða unglingum, fyrir atvinnuleysistryggingum á ^ Samband íslenzkra samvinnufélaga lætur nú vinna að gæruroturi á Akureyri og borgar að- eins 80 aura urn kl.stund. Þótti verkamönnum á Akureyri taxti sinn brotinn, sem er kr. 1,25 l>r. tíma. Fóru svo nokkrir úr verkamannafé- laginu í gær til að tala við verkamennina, er unnu þarna undir taxta, en verkstjórinn skellti í lás og vildi ekki leyfa viðtal við verkamenn- ina. Hefðu aðkomumienn auðveldlega getað sparkað upp hurðinni, því læsingin var nógu léleg til þess, en þeir vildu ekkert ofbeldi sýna, en töluðu við verkamennina gegnum glugga sem kostnað atvinnurekenda o. s. frv. Hann verður að sameinast til baráttu gegn afskiftum ríkis- valdsins af vinnudeilum, gegn sáttasemjurum, gegn gerðardómum, gegn ríkislögreglu og gegn auðvaldsskipulaginu í heild sinni. Hann verður að sameinast til baráttu gegn öllum útvörðum auðvaldsins innan verkalýðshreyfingarinnar, hvort heldur þeir kalla sig sósíaldemókrata eða eitthvað annað. Auðvaldsliðið býst nú til mikillar sóknar til að velta byrðum kreppunnar yfir á bak verka- lýðsins. Launalækkunaríilraunirnar eru þegar byrj aðar. Verkalýðurinn verður því að búast vel til vamar og til nýrrar sóknar. Hann verð- ur að treysta lið sitt til þess að fá smánarkaup sitt hækkað og hinn langa vinnudag styttan. Sérstaklega verður að leggja áherzlu á að rétta hlut vegavinnumanna og annara verkamanna ríkissjóðs, verkamanna í smákauptúnum út um land, þar sem samtökin eru veik og ennfremur vinnandi lcvenna og unglinga. Það má ekki dragast lengur að eitthvað verði gert til að skipuleggja þennan þrautpínda verkalýð og leiða hann til baráttu. Sjómenn á línubátum eiga nú harða deilu framundan. Þeir þurfa að losna við hið sví- virðilega hlutafyrirkomulag, sem veltir öllum byrðum kreppunnar yfir á herðar þeirra, þeir þurfa að fá hafnarfrí og þeir þurfa að fá vinnu- tíma sinn, sem nú er að minnsta kosti 18 tím- ar á sólarhring, takmarkaðan. Til ails þessa þurfa þeir aðstoðar verklýðssamtakanna. Ef at- vinnurekendur ætla sér að þrengja enn meira kosti þessara sjómanna, sem eiga við slík þræla- kjör að búa, verða hin sterku verklýðssamtök að taka í taumana. Verklýðsráðstefnan verður að ræða það og rannsaka hvemig baráttunni skuli hagað. Það má ekki koma fyrir oftar, að sjómenn á Suðurlandi, Vesturlandi og Norður- landi, semji hver fyrir sig um kaup við síld- veiðar, og spilli þannig hver fyrir öðrum. Hér höfum vér aðeins stiklað á helztu verk- efnum verklýðsráðstefnunnar. Margt fleira bíð- ur úrlausnar hennar. Megi verklýðsráðstefnunni auðnast að starfa á grundvelli stéttabaráttunn- ar, án þess að láta sósialdemókrata verða sér Þrændi í Götu. opinn var. Að loknu því samtali sneru þeir burt. Verður málið tekið til rækilegrar íhugun- ar dg búist til varnar gegn harðsnúnasta at- vinnurekanda hérlendis, S. í. S. Morgunbl. var ekki lengi á sér að birta frétt- ir af bardaga þessurn á Akureyri og er það all- skemmtileg saga aflestrar fyrir þá sem vita, að í Mogga birtast eingöngu lygasögur, enda gengur bardaginn í sögu Mogga alveg eins og í lygasögu. SantDk verkalýSsins Nauðsýn verklýðssambands Það var engin tilviljun, að verkalýðshreyf- ingin myndaðist hér einmitt á þeim tíma, sem raun varð á. Breytingin á tækjum þjóðarbúsins breyttu á skömmum tíma öllu daglegu lífi manna. Sjómennirnir voru fyrsta launþegastétt íslenzka auðvaldsins. Menntun þeirra var lítil, eins og allrar alþýðu. En sameiginlegar þján- ingai- og barátta þjappaði þeim saman, þeir fundu, að einn getur lítið, tveir meira, en marg- ir geta mikið og þeir stofnuðu með sér félag. Samtakanauðsynin rann einnig brátt upp fyrir verkamönnum í landi. Fyrst var stofnað félag í Reykjavík; síðan í öðrum kaupstöðum og sjáv- arþorpum. Stéttaþroskinn óx og þróunin hélt áfram. Fé- lögin sáu að þau þurftu að styðja hvert annað, að samband milli þeirra var nauðsynlegt. Það vissu allir og um það voru allir sammála, en hvernig sambandinu skyldi fyrir komið, var ,ekki öllum ljóst. En samband var stofnað, Al- þýðusambandið, og um leið og það var stofn- að tóku verkalýðsfélögin jafnaðarstefnuna upp á stefnuskrá sína. Stefnuskrá sambandsins f jall- ar að mestu um pólitísku málin, en minna um hin faglegu, og í framkvæmdinni urðu það ein- göngu pólitísku málin, sem stjórnsambandið lét til sín taka, faglegu málin urðu útundan. Svo líða tímar fram. Félagsskapurinn vex og þroskast. En félögin út um land, sem mörg eru fámenn og veik, finna það í baráttunni, að þeim e> lítill styrkur í Alþýðusambandinu. Án þess að stjórn Alþýðusambandsins kæmi þar nærri, inynduðu verklýðsfélögin í fjórðungunum með sér verklýðssambönd fyrir fjórðungana. Sam- bandsstjóm var ekki um þessa nýbreytni, en gat ekki við það ráðið. Framsókn og þróun verklýðshreyfingarinnar varð ekki stöðvuð og hún verður ekki stöðvuð, þó að vísu sé hægt að tefja fyrir henni um stund. Iiér á Suðurlandi, þar sem félagsskapurinn hefur verið öflugur, hefir vöntun verklýðssam- bands ekki verið eins tilfinnanleg og út um land. í minni kaupstöðunum og kauptúnunum hafa félögin verið máttarminni, og er því eðlilegt að krafan um allsherjarsamband verklýðsfélag- anna komi frá þeim. Þau óska þess, að félögin hér rétti þeim hjálparhönd, þau óska eftir gagn- kvæmri aðstoð í skipulögðu fonni. Það verður ekki með sanni sagt, að Alþýðu- flokkurinn eða stjóm hans hafi orðið það vopn, sem ætla mætti og- margir hafa ætlast til að hann yrði í baráttu verkamanna fyrir betri lífskjörum. Vonir manna í þá átt hafa smám- saman dofnað, en nú held ég að svo sé komið, að fáir stéttvísir verkamenn búast við miklu góðu úr þeirri átt. í fyrsta lagi vegna þess, að meiri hluti þeirra, sem í sambandsstjóm sitja, eru stærri eða minni hluthafar í ýrnsum gróða- fyrirtækjum og hafa því ekki hag af því að kaup verkamanna sé hátt. Gegnum starfsemi sína í þessum félögum eru þeir tengdir félags- og peningavináttuböndum við helztu burgeisa landsins. í öðru lagi vegna þess. að þeir, sem ráða í flokknum hafa fengið vel launuð störf hjá núverandi landsstjórn og eru orðnir henni háðir og við hana bundnir á höndum og fótum. Kanpgialdskúgun S. I. S. (14. nóv.) (Frá fréttaritara vonnn á Akureyri). i

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.