Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Side 3

Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Side 3
Verklýðssam bandið 16. ágúst s. 1. sendi stjórn Verklýðssam- bands Vesturlands öllum félögum í sambandinu umburðarbréf um stofnun Verklýðssambands Islands. Hófst bréfið á samþykt þeirri, er stjóráin gerði á fundi sínum 11. ágúst og birt- ist 1 3. tbl. Verklýðsblaðsins. Þar sem allítarleg greinargerð fylgdi sam- þykt þessari, þykir rétt að birta hér útdrátt úr henni: „.. . Ástandið í heiminum liggur fyrir oss eins og opin bók. Fyrir stríðið áttu stórveldin yfir mörgum og stórum nýlendum að ráða, sem veittu þeim eigi aðeins hráefni til stóriðjunnar í „heima“- landinu, heldur einnig stórkostlegan markað fyrir „heima“-framleiðsluna. Stríðið kollvarp- ar þessu öllu gersamlega. „Heima“-löndin verða að leggja geysilega áherzlu á hemaðarvöru- framleiðsluna og jafnframt urðu þau að senda milljónir verkamanna frá framleiðslunni í her- inn. Þau gátu því ekki unnið úr hráefnum ný- lendanna og þær neyddust til þess, að stofn- setja verksmiðjur og atvinnufyrirtæki í stórum stíl, til þess, að framleiða til eigin nota iðnað- arvörur, sem áður voru aðkeyptar. Með öðrum orðum: Nýlendumar, sem áður höfðu gengið við hækjur stórveldastefnunnar og verið hald- ið í þeirri trú, að án „stuðnings" „heimalands- ins“ gætu þær ekki lifað, neyddust til að verða sjálfum sér nógar og hættu þar með að vera eingöngu markaðslönd fyrir ;,heima“-löndin. Stríðinu slotar. „Heima“-löndin taka aftur til að framleiða almertnar markaðsvömr í stað hernaðarvöru, og í miklu stærri stíl en fyrír stríðið. Og nýlendurnar halda áfram hinum ný- byrjaða rekstri sínum og auka hann. Og þær verða smátt og smátt keppendur „heima“-land- anna á heimsmarkaðnum. Þetta kunni ekki góðrí lukku að stýra, Um leið og framleiðslan óx, fjölgaði vélum og verksmiðjum í öllum greinum, en vinnandi verkalýð fækkaði, því ekki var vinnutíminn styttur og kaupið hækk- að hlutfallslega. Þar sem áður stóðu tíu manns og jafnvel tugir m^nna, stendur nú einn, að verki. Jafnframt lækkaði kaupgjaldið og at- vinnuleysingjum fjölgar svo geigvænlega, að talið er að nú séu allt að 100 milljónii* manna, sem líða skort í öllum heiminum vegna at- vinnuleysis (fyrirvinnur og fjölskyldur). Um. leið og framleiðslan vex, kaupið lækkar og at- vinnuleysið eykst, verður kaupgeta mannkyns- ins minni. Þetta leiðir til hins stórkostlegasta áreksturs í atvinnulífinu. Vörur hætta að selj- anna hafa ætíð stefnt að því að reyna að svæfa verkalýðinn í tfúnni á friðsamlegar umbætur í borgaralegu þjóðfélagi, á batnandi tíma, en um fram allt fi*ið við borgarastéttina. Ilafa þeir því ávalt verið ramir hatursmenn þeirra, er hafa viljað gera verklýðssamtökin að afli í bar- áttunni gegn borgarastéttinni og látið þá gjalda þess gTÍmmilega. Eru þess mörg dæmi, að Amsterdamforíngjar hafa útilokað verkalýðs- sambönd heilla landa fyrir það eitt, að þau hafa viljað starfa á grundvelli stéttabaráttunnar. Það var því mikill úlfaþytur í herbúðum „Amsterdams“, þegai* fréttist um stofnun Al- þjóðasambands rauðra verkamanna í Moskva 1920. Stofnun þess tóku foringjar „Amster- dams“ nákvæmlega eins og stjómir auðvalds- ríkjanna ríki verkalýðsins, Sovét-Rússlandi, mótmæltu því harðlega, auglýstu það sen. til- raun til að kljúfa samtök verkalýðsins og hófu miskunnarlaust stríð á hendur því. 7 milljónir róttækra verkamanna voi*u þai* með bannfærðar af auðvaldi Vestur-Evrópu og þjónum þess, for- ingjum „Anasterdams“. Þrásinnis hefir Rauða verkamannasamband- ið, í þeim tilgangi að sameina allan verkalýð heimsins undir eitt merki, gegn hinu alþjóðlega auðvaldi, leitað samstarfs við Amsterdam-sam- ast. Auðvaldið reynir að halda öllu gangandi með því að draga saman seglin, þ. e. hætta rekstri, stöðva verksmiðjumar, lækka verka- launin og slá af vörunni, ef ske kynni, að hægt væri á þann hátt að fljóta yfir kreppuna, svo hægt sé á eftir að tvöfalda verðið og gi*æða þannig upp tapið. Verðbréf falla í verði og miljónir tapast á einum degi (sbr. verðfallið mikla á kauphöllinni í New York). Sá, sem í dag er miljónamæring*ur, er á morgun kominn í hóp atvinnulausra og verður af nýju að hefja baráttuna fyrir lífinu, ef hann þá ekki styttir sér aldur. Svona kreppur koma einnig fyrir stríðið á vissu árabili, því þær elta auð- valdsskipulagið eins og skugginn mann, en önn- ur eins kreppa og sú, sem nú geysar um heim auðvaldsins, — Sovét-Rússland verður hennar ekki vart, — hefir aldrei þekkst áður, því að hún hefir einnig tekið landbúnaðinn þeim heljartökum, að allt ætlar um koll að keyra. Auðvaldið grípur þar til hinna ótrúlegustu ráða til þess að bjarga gróða sínum. 9000 sekkjum af kaffi var steypt í sjóinn nýlega í Brazilíu. Maís er notaður í stað eldiviðar í Norður- Ameríku, hveiti, höfmm er bókstaflega ekið saman í hrúgur og brennt í þúsunda smálesta tali, og svona mætti lengi telja. Allt þetta er gert til þess að reyna að halda uppi verði vör- unnar. Og þessi ógurlegu fyrirbrigði auðvaldsskipu- lagsins láta ekki íslenzka alþýðu í fríði. Krepp- an vofir yfir íslandi og er þegar byrjuð. Veð- deildin er uppétin. Það kippir þegar í stað úr húsagerð og byggingaverkamennimir verða að leita sér atvinnu við önnur störf og fjölgar þannig verkamönnum við almenna vinnu. Fiskur er þeg*ar fallinn um 20 % eða meira, sem stafar m. a. af því, að framleiðslan vex miklu örar en eftirspurnin og jafnframt minkar kaupgeta neytendanna erlendis vegna krepp- unnar þar. Landbúnaðarafurðirnar era jafnvel ennþá meira fallnar. Síldin er í lægra verði en í fyrra og síldarmél og síldarolía sömuleiðis. Um leið og afurðimar lækka hér í verði, minkar kaupgeta þjóðarinnar og það dregur úr innflutningnum. Ríkið hefir megintekjur sínar af óbeinum sköttum, þ. e. tollum. Tekjur þess rýrna og til þess að halda við fjárhagnum, sem kallað er, má búast við nýjum tollaálögum á næstunni. Jafnframt verðfallinu kemur krafa atvinnu- rekendanna um lækkaðan reksturskostnað. Og Framh. á 4. síðu. I bandið, en ætíð mætt argasta fjandskap af hendi foringjanna. Hið rauða verkamannasamband var stoínað með það fyrir augum, að sameina allan verka- lýð heimsins í hina beinu/hagsmunabaráttu gegn auðvaldi allra landa, undir merki stétta- baráttunnar, án tiliits til þjóðernismismunar, litarháttar, lífsskoðana eða pólitískra ágrein- ingsefna. Með „Amsterdam“ er öðru máli að gegna. Ef það skal dæmt, eftir verkum þess og for- ingjum, er það að því leyti bundið við þjóðemi og landamörk, sem hagsmunir auðvaldsins, í landi foringjanna, grípa yfir, í það og það skiftið. í þessu sambandi er rétt að athuga af- stöðu „Amsterdams“ til alþýðu hinna undirok- uðu landa, nýlendanna. Hvenær hafa hinir ensku Amsterdams-leiðtogar tekið þátt í frelsis- baráttu verkalýðsins í Indlandi gegn 'hinum ensku auðdrottnum þar? Aldrei. Nei, þeir hafa þvert á móti tekið að sér þýðingarmikil hlub- verk í stjómum ránveldisins brezka (Clynes ráðherra o. fl.) og þar með lagt hönd á hinn blóðuga fjárplóg Breta í Indlandi og víðar. Hvað liggur eftir Albert Thomas í nýlendum Frakka? Hvað hafa foringjar „Amsterdams" gert fyr- ir verkalýðinn í Kína? Jú, eitthvað hafa þeir Greiðsla verkakaups Þeir, sem stunda tímavinnu hér við höfnina, verða víða að nota vinnutíma sinn, til þess að fá vinnulaun sín greidd. Það er ekkert sældarlíf, að stunda hina stop- ulu eyrai*vinnu hér í Reykjavík. Og það er vandi að gera sér réttar hugmyndir um þau erfiðu kjör, sem eyrarvinnumennimir eiga við að búa, nema fyrir þann, sem hefir sjálfur orðið að lifa við þau. Þessum verkamönnum nægir ekki að vera komnir stundvíslega kl. 7 á morgnana á vmnustaðinn*). Þeir verða að vera komnir fyr- ir kl. 7, til þess að hafa komið vinnuafli sínu á markaðinn áður en verkstjóramir fara að velja úr. Og meðan sú „hátíðlega athöfn“ fer fram, bíðui* hver og eixrn milli vonar og ótta um það hvort hann fái nú að leggja fram einhvem skerf í auðsöfnun atvinnurekendanna gegn lægsta gjaldi til viðhalds starfskröftum sínum, eða hvori hann verði að snúa aftur eftir árang- urslausa vinnuleit að bjargarsnauðu heimili til konu og barna, sem setja allt traust sitt á at- vinnuvon hans þann og þann daginn. Eftir að verkstjóramir hafa „fullskipað á“, ráfa þeir, sem útundan verða, milli vinnustað- anna í von um eitthvert handtak einhverntíma dagsins. Og það veit enginn nema sá, sem reyn- ir hvílík krossganga það er fyrir þann, sem vantar björg handa heimili sínu, að verða að ganga um eins og beiningamaður og biðja um vinnu, en fá ekki að neyta starfskrafta sinna sér og sínum til lífsviðurværis. Og margir verða að koma heim að kvöldi án þess að hafa fengið vinnu. Þeir eru dauðjireytt- ir af því að ráfa og bíða í von um atvinnu. Þeir eru beygðir andlega og líkamlega af áhyggjum og vonleysi. Þeir sem unnið hafa hálfan eða full- an vimiudag finna minna til þreytunnar, því þeir hafa fundið það, sem þeir hafa leitað að — atvinnu þann daginn eða dagshlutann. Jafn- vel þótt þeir hafi ekki unrxið nema 2—3 tíma léttir það skapið. Það er þó kanske fyxir einum málsverði handa þeim og fjölskyldum þeirra. En það má segja þar, að ekki sé kálið sopið þótt í ausuna sé komið.Þótt verkamaðurinn hafi fengi nokkra stunda vinnu, getur það oft dreg- ') þar til 15. maí í fyrra urðu þeir að vera komnir fyrir kl. 6, en fyrir samfylkingu verkamanna knúðu þeir fram þá réttarbót, að fá svéfntíma sinn lengdan um 1 klukkustund, og með næturvinnubanninu tryggðu þeir sér svefnfrið yfir nóttina. Áður höfðu þeir engan tíma til svefns, nema að eiga á hættu að missa af vinnu. gert, má segja: Þeir hafa barizt gegn öllum til- raunum verkalýðs nýlendanna og hinna undir- okuðu þjóða, að ná sambandi við verkalýðssam- tök auðvaldsríkjanna (sbr. síðasta verkalýðs- þing Ástralíu gagnvart Kína, Indlandi, Japan o. fl.) og á þann hátt tekið einlæga hlutdeild í áhugamálum auðvaldsríkja Evrópu í Kína og Indlandsmálunum. „Amsterdam-sambandið“ hefir að mestu haft bækistöð sína í heimalöndum Evrópu-auðvalds- ins. Hefir það aðeins 3 deildir í öðrum heims- álfum. Athugum svolítið starf Amsterdamsforingj- anna meðal verkalýðsins í Evrópu. Þegar svo er komið, að ekki er lengur unt, með leynimakki (og titlingadrápi) á einkaskrifstofum atvinnu- rekendanna, að ná samkomulagi, sem verkalýð- urinn sættir sig við, stéttasamvinnusnakk þeirra hrekkur ekki lengur til, og verkalýður- inn vill halda fram kröfum sínum, er þá reynt af hendi „foringjanna" að sundra sam- tökunum, með því að auglýsa „verkfallið ólög- legt“, lokað fyrir verkfallsstyrkinn (samanber jámiðnarkvenna-verkfallið í apríl s. 1. í Dan- mörku), skákað fram verkfallsbrjótum o. s. frv. Ef þetta ekki dugir, þá eru sóttar byssur og lögregla til að vemda atvinnufriðinn. Zörgiebel í Þýzkalandi o. fl.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.