Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Page 4
ist allt að viku, að hann g-eti fengið kaup sitt
til afnota fyrir heimili sitt. Mörg útgerðarfélög
hafa útborganir aðeins einu sinni í viku og þá
1—2 tíma í senn, og þeim tíma verður verka-
maðurinn að sæta, ella bíða eina viku til, án
þess að njóta launa sinna.
Þið viljið nú ef til vill segja, að þegar lítið
sé um vinnu, ætti verkamanninum ekki að vera
vorkunn að koma á réttum útborgunartíma til
þess að fá kaup sitt greitt. En eyrarvinnan er
nú þannig löguð, að verkamaðurinn ér jafn
ófrjáls, hvort sem hann hefir nokkra vinnu eða
enga. Hann verður alltaf að vera á verði og
vakandi fyrir því, hvort nokkra vinnu sé nokk-
ursstaðar að fá. ,Ef hann bregður sér frá, þó
ekki sé nema lítinn tíma, á hann það á hættu
að missa af atvinnutækifæri, sem ekki kemur
aftur.
Og sá, sem vinnur tíma og tíma á mörgum
stöðum yfir vikuna, þarf að eltast við það
marga daga næstu viku að ná kaupi sínu, því
útborganir eru á ýmsum dögum og á ýmsum
tímum hjá hinum ýmsu útgerðarfélögum, sem
hafa skrifstofur sínar hingað og þangað um
bæinn. Og útborganir fara alstaðar fram á
vinnutíma verkamannsins, svo útborgunin kost-
ar verkamanninn peninga.
Þessi úrelta og svívirðilega útborgunarað-
ferð verður að leggjast niður. Það er nóg áð
verkamaðurinn verður að taka af svefntíma
sínum og hvíldartíma, til þess að snapa eftir
óvissri og ónógri vinnu, þótt hann þurfi ekki
að eyða sínum fáu vinnustundum í kaupsmölun.
Verkamenn verða að fylkja sér um þá rétt-
mætu kröfu, að útborgun fari fram að vinnu-
tíma loknum á vinnustaðnum eða í grend við
hann, fyrir alla hlaupavinnu, svo þar selji hönd
hendi, — þegar vinnunni er lokið sé kaupið
greitt.
Til að framkvæma þetta þurfa útgerðarfélög-
in að hafa skrifstofu niður við höfnina, sem
getur int þessa útborgun af hendi hvenæi’ sem
er. Ella þárf verkamannafélagið að eiga sér þar
skrifstofu, sem geti annast innheimtu vinnu-
launa fyrir verkamenn þá, sem þess óska.
En hvaða brögðum sem beitt verður til þess
að lagfæra þetta, þarf að gera gangskör að
þessu nú þegar. Það verða nóg bágindi verka-
manna hér í vetur, þótt þeir þurfi ekki að eyða
tíma í það að eltast við að ná í þá aura, sem
þeir hafa innunnið sér.
Guðjón Benediktsson.
Verklýðssambandið
Framh. af 3. síðu.
eins og vant er, koma þeir ekki auga á annað
en vinnulaunin. Vér getum sannfært oss um
að þetta verður svona, bæði af reynslu undan-
farinna ára og fregnum þeim, sem berast oss
hvaðanæfa úr heiminum um kauplækkunartil-
kynningar atvinnurekenda og vinnustöðvanir
þeirra í stórum stíl.
íslenzkur verkalýður er langt frá því að vera.
undirbúinn undir kauplækkunarkröfurnar, sem
gera má ráð fyrir strax og núverandi samn-
ingar ganga úr gildi, og þar sem engin félög eru
kemur lækkunin strax í haust*). Verklýðsfé-
lög hafa að vísu verið stofnuð um landið, en
þau eru bæði ung og févana og óþroskuð í verk-
lýðsbaráttunni. Þau eru aðeins að hyrja á
launabótum, þegar kreppan skellur á og eiga
víðast langt í land að vera búin að ná sæmileg-
um kaupgrundvelli. Hvílík hörmung væri það
þá ekki ef þessi félög yrðu ekki aðeins að
hætta á framfarabrautinni, heldur jafnvel að
slaka til frá, hinum lágu kröfum sínum. En
þessu megum vér búast við, ef ekki er betur
treyst sambandið á milli allra félaganna á land-
inu. Ekki bara innan’ fjórðunganna, heldur um
g'ervallt landið.
Alþýðusambandinu var upphaflega ætlað, að
hafa rheð höndum fagiega skipuleggingu verka-
lýðsins um al!t land í samhentum allsheriar-
félagsskap. Auk þess skyldi það starfa sem póli-
tískur flokkur í sveitum og á Alþingi. Hver
hefir nú reynslan orðið af þessu tvöfalda verk-
sviði sambandsins ? Hefir það sýnt sig, að
skipulag þetta sé heppilegt? Hingað til hefir
^Sambandið svo að segja eingöngu lagt stund á
þjóðmálin, sem heyra undir stórpólitíkina. Það
hefir vaknað af værum svefni við hverjar
kosningar og þá auðvitað eytt því litla fé, sem
það hefir yfir að ráða, í þras og þjark um hin
pólitísku dægurmál yfirleitt. Til faglegrar bar-
áttu og skipuleggingar verklýðsins milli kosn-
inga hefir svo hvorki verið til fé, né fullur
skilningur á því, að fyrsta skilyrði verulegs á-
rangurs af baxáttu verkalýðsins er það, að
hann sé sameinaður í verklýðsfélögum um allt
land og undir sameiginlegri stjóm. Sameigin-
lega hefir Alþýðusambandið aldrei beitt sér
fyrir samræming kaups eða kauphækkunum,
ekki hefir það tekið stytting vinnutímans til
athugunar, aukin hlunnindi, svo sem sumarfrí
og undirbúningur undir verkföll, sem alltaf
geta á dunið, hefir allt verið látið liggja milli
hluta. Einstök félög innan og jafnvel utan sam-
bandsins, hafa verið að reyna að brjótast í
þessu hvert í sínu lagi, óskipulagt, sem von-
legt er. Vegna skipulagsleysis og féleysis hef-
ir árangurinn orðið margfalt minni en ella
mundi.
Vér höfum athugað þetta gaumgæfilega og
erum sannfærðir um, að bráða nauðsyn beri til,
að breyta þessu úrelta skipulagi, sem hvergi
mun vel gefast, og stofna alþjóðar verklýðs-
samband, sem óháð sé stjómmálaflokkunum,
en byggt á grundvelli stéttabaráttunnar. Slíkt
samband mundi snúa sér beint að skipulegg-
ingu verkalýðsins og smátt og smátt mun það
þroska verkalýðinn svo í hinni faglegu baráttu,
að hann stendur aðeins þar í hinni pólitísku
baráttu, sem honum ber að standa.
Samband þetta verður að hafa sérstaka sam-
bandsstjóm og sérstöku fjármagni verður það
auðvitað að ráða yfir, sem eingöngu gengur til
hinnar daglegu verklýðsbaráttu, stofnunar fé-
laga, eflingar félaga, forstöðu í kaupdeilum o. s.
frv.
Það hafa heyrst raddir, aðallega meðal deigra
alþýðumanna, sem ekki hafa enn áttað sig á því
sem hefir gerst og hiýtur að gerast meðal þjóð-
arinnar, að þeir, sem berjast fyrir stofnun þéssa
verklýðssambands vilji sundra alþýðusamtök-
unum.
Þetta er, eins og bent hefir verið á hér að
framan, vitanlega hin mesta fjarstæða og mis-
skilningur.
Vér, sem erum með verklýðssambandinu,
leggjum einmitt alla áherzlu á það, að sameina
allan verkalýð íslands í eina samtaka og stælta
heild, hvar sem einstaklingurinn kann að
standa í stjórnmálaflokkum landsins". ...
Bréf þetta hefir verið rætt í flestum félög-
unum vestra og vakið allmiklar deilur. Hafa fé-
lögin á ísafirði, nema Jafnaðarmannafélagið
lýst sig andvíg stofnun sambandsins, ennfrem-
ur félagið í Álftafirði og á Þingeyri, en félagið
á Patreksfirði hefir lagt málið á vald fulltrúa
síns, félagið i Hnífsdal hefir ekki gert neina
samþykkt og félagið á Hesteyri hefir lýst sig
fylgjandi sambandinu.
Enginn vafi er á því, að staðhæfingar Al-
þýðublaðsins og sósíaldemókrata um, að hér
væri á ferðinni klofningstilraun í Alþýðuflokkn-
um, hefir valdið mestu um úrslit málsins vestra.
Málið er ennþá allt of lítið rætt í félögunum og
andstæðingar þess færa fram allskonar blekk-
ingar, sem verkalýðurinn áttar sig ekki á í
fljótu bragði. Annars hefir þátttakan í kosning-
ununr verið lítil og sósíaldemókrötum hefir tek-
ist að ginna tiltölulega fáa með blekkingum sín-
um. Er því nauðsynlegt að halda málinu vak-
andi og fræða verklýðinn um nauðsyn þess, unz
hann af eigin rammleik flytur það fram til
sigurs.
*) Kauplækkunartilfaunir atvinnurekenda éru uú
þegar byrjaöar, og meira að segja þar sem sam-
tckin eru sterkust.
Réttur
XV. árg. 3. og 4. hefti, er kominn út.
Efnisyfirlit 3. heftis: Sigur-ður Einarsson:
Dagurinn kemur (kvæði), Einar Olgeirsson
Straumhvörf (heimskreppan — atvixmuþróun
Ráðstjómarríkjanna — úrræði auðvaldsins og
stríðshættan), N. Lenin: Marxisminn, Ingólf-
ur Jónsson: Alþjóðasamhjálp verkalýðsins,
Lög fyrir Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, Ada
Negri: Brot úr kvæðum (Davíð Þorvaldsson
þýddi), Sverrir Kristjánsson: Byltingahreyf-
ing í Kína, Brynjólfur Bjarnason: Indland,
Neistar. — Ritsjá.
Efnisyfirlit 4. heftis: Einar Olgeirsson:
Straumhvörf (byltingaröflin og sósíaldemó-
kratar. — ísland og heimsauðvaldið — nauðsyn
kommúnistaflokks), N. Lenin: Karl Marx,
Brynjólfur Bjamason: Skipulagsmál verkalýðs-
ins (samtök verkalýðsins -— hlutverk kommún-
istaflokks), Ásgeir B. Magnússon: Hreyfing ís-
lenzkrar öreigaæsku. Frá íslenzkri verkalýðs-
hreyfingu (Verklýðssambandsmálið — Verk-
lýðsblaðið). Ritsjá. ‘
Eins og sést á efnisyfirlitinu, eru hér rædd
mál, sem hver starfandi verkalýðsmaður þarf
nauðsynlega að kynnast. Hér eru rædd þau
mál, sem eru einmitt nú á dagskrá með verka-
lýðnum og sem fulltrúar verkalýðsins eiga að
ræða og- afgreiða næstu daga. Verkamenn!
Lesið Rétt og kynnist málunum sjálfir, svo þið
getið vel fylgst með gjörðum fulltrúa ykkar.
Áskrifendur fá Rétt í bókaverzlun Arinbjamar
Sveinbjamarsonar Laugaveg 41. Sömuleiðis
má fá hann á afgreiðslu Verklýðsblaðsins Lækj-
argötu 4. — Itarlegur ritdómur verður að bíða
næsta blaðs.
Hreyfing
ungra kommúnísta
Rauði fáninn kom út nú í byrjun þessa mán-
aðar, 6 síður að stærð. Flytur hann ávarp til
íslenzkrar verklýðsæsku og fjölda góðra greina.
„Þing“ sósíaldemókratanna, klofningsmann-
anna frá Siglufirði, sem auglýst var að ætti að
hefjast þann 9. nóvember síðastliðinn, hefir
farið út um þúfur eins og búast mátti við.
Sambandsbúningur S. U. K. Samkvæmt sam-
þykkt þingsins á Siglufirði hefir stjórn S. U.
K. nú útvegað sýnishom af smekklegum bún-
ingi fyrir sambandsmeðlimi. Er hann mjög
svipaður 'búningi þeim, sem rauðu framherj-
arnir (Roter Frontkampferbund) í Þýzkalandi
notuðu. Sýnishomin hafa nú verið send deild-
unum til umsagnar.
Stækkaður miðstjómarfundur. Stjóm S. U.
K. hefir ákveðið að kalla saman stækkaðan
miðstjórnarfund þann 1. desember n. k., til
þess aðallega að ræða skipulagsmál sambands-
ins. Á ráðstefnu þessari munu mæta fulltrúar
frá flestöllum deildum sambandsins.
Félagi Þoi'steinn Pétursson fór til Vest-
mannaeyja nú í vikunni til þess að halda fundi
með F. U. K. þar, sem nú er mjög að eflast.
Fréttir frá 7. nóvember verða að 'bíða til
næsta blaðs, vegna þrengsla.
'rmni-ffl'iihiim nnr nn i ini miiiimiiiiiii n r iriTrnir~ri-rnr'T—.~n
„Verklýðsblaðið". Ritstjórn: Ritneínd „Spörtu". —
Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., í
lausasölu 15 aura eintakið. — lltanóskrift blaðsins:
Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík.
Prentsmiðjan Acta.