Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Qupperneq 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚT<iEFANDi:JAfNA®ARMANNAEJEIAGI©,,Si>Ai*YA~ I. árg. Reykjavík 29. nóvember 1930 18. tbl Verklýðsr&ðfitefnan og Alþýðufiambandsþing;. • Tilraunir sósíaldemókrafa til að kljúfa islenska verkalýðshreyfingu Þeir spara engin ráð til að kljúfa samtðkin. Brottrekstur heilla félaga, tillðgur um að svifta kommú- nista pólitiskum réttindum og að uppleysa núverandi fjérðungssambðnd og setja í þeirra stað sésíaidemékratisk pappírssambðnd Þing- Alþýðusambands íslands hófst 25. þ. m. kl. 4 e. h. í Iðnó. Vart hafði þingið verið sett, fyr en sósíaldemókratar byrjuðu á iðju þeirri, sem þeir ætluðust til að yrði aðalverkefni þings- ins: að kljúfa. íslenzka verkalýðshreyfingu. Sambandsstjórn hafði borizt inntökubeiðni frá „Jafnaðarmannafél.“ Þórshamar í Vestmanna- eyjum og hafði hún veitt því viðtöku. Vildi hún nú fá til þess samþykki þingsins, en kjör- bréfanefnd lagði til, að fulltrúum frá „Jafnaðar- mannafél. Vestmannaeyja“, sem er hin póli- tíska deild Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum, yrði ekki veitt réttindi á þinginu. „Jafnaðar- mannafél.“ Þórshamar er félag liðhlaupanna og verkfallsbrjótanna frá í fyrra, mannanna sem stiltu upp sprengilista gegn lista Alþýðu- flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, mann- anna sem gerðu sérsamninga við atvinnurek- endum í kaupdeilunni í fyrravetur, mannanna sem greiða atkvæði í bæjarstjorn með stórkost- legum eftirgjöfum við stóratvinnurekendur í Vestmannaeyjum, mannanna sem greiða at- kvæði með frambjóðanda íhaldsflokksins í bæjarstjóraembættið, þegar prýðilega hæfur jafnaðaxmaður er í kjöri. Auk þess er nú uppvíst orðið, að meðlimaskrá „Þórshamars“ er fölsuð. Frá mönnum, sem skráðir eru meðlimir í félaginu hafa borizt yfir- lýsingar um, að þeir hafi aldrei verið félagar. Svo mikið kappsmál var sambandsstjórn að fá þetta félag- inn í Alþýðusambandið, að hún hikaði ekki við að brjóta lög sambandsins, til að geta veitt því viðtöku. Samkvæmt lögum getur aðeins eitt stjórnmálafélag á hverjum stað verið í Alþýðuflokknum. Þessi grein var sett inn í lögin 1926 til þess að fá átyllu til að synja Jafnaðarmannafél. „Spötru“ um upptöku. „Spörtu“ var neitað um upptöku vegna þess að til stóð að bera fram tillögu um þessa lagabreyt- ingu. — Nú er þessi fyrirhugaða tillaga orðin lög og nú eru þau virt að vettugi. — Ólíku er líka saman að jafna. Áður var það félag, sem starfaði á grundvelli stéttabaráttunnar, sem æskti upptöku, nú lá fyrir inntökubeiðni frá fé- lagi, sem gengið hefir í lið með stéttarandstæð- ingum gegn verkamönnum í Vestmannaeyjum. En sambandsstjórn tókst ekki þetta bi'agð. Upptökubeiðni „Þórshamars“ var felld með 23 atkvæðum gegn 22. Hiasvegar var „Jafnaðarmannafél. Vest- mannaeyja“ — félaginu sem hefir innan vé- banda sinna ágætasta forustulið verkalýðsins í Vestmamiaeyjum og suma góðkunnustu verka- lýðsforingja landsins — neitað um fulltrúarétt- indi. 0 Tillögur um lagabreytingar til að kljúfa Alþýðusamband Islands. Sósíaldemókratar hafá lagt fram breytingar- tillögur við lög Alþýðusambandsins, sem eru gerðar eingöngu í þeim tilgangi að kljúfa það og sundra samtökum íslenzkrar alþýðu. Fýrsta klofningstillagan hljóðar þannig: „Kjörgengi fulltrúa í fulltrúaráð á fjórðungs- þing, sambandsþing og aðrar ráðstefnur innan sambandsins, svo og opinberar trúnaðarstöður fyrir sambandsins hönd, er bundið við að full- trúinn sé Alþýðuflokksmaður og tilheyii eng- um öðrum stjórnmálaflokki“. Þessari tillögu er beint gegn kommúnistum. Það á að svifta kommúnista öllum réttindum í Alþýðuflokknum og kljúfa þanníg Alþýðusam- bandið og verkalýðsí'élögin. Öll norðlenzku fé- lögin, öll félögin í Vestmannaeyj um og auk þess sum félögin á Vesturlandi og Suðurlandi, senda kommúnista á öll þing og ráðstefnur og kjósa þá í allar trúnaðarstöður, fyrir sambandsins hönd. Öll þessi félög á að gera réttlaus eða með öðrum orðum flæma þau úr Alþýðusambandinu, — því ekki er líklegt, að félögin geri sig ánægð með að hafa engin önnur réttindi en að fá að borga skatt. — í þessu sambandi er rétt að geta þess, að sósíaldemókratar leggja til að skatturinn til sambandsins sé liækkaður um helming. Næsta klofningstillagan er um stofnun nýrra fjórðungssambanda. Stjórn þessara nýju fjórð- ungsambanda á að vera skipað þannig, að full- trúar sambandsfélaga í fjórðungunum á Al- þýðuflokksþingi kjósa 3 menn, en 2 menn úr stjórn Alþýðusambands íslands eiga sæti í henni. Með öðrum orðum: við hliðina á núvei- andi fjórðungssamböndum, sem hafa innan sinna vébanda næstum öll verkalýðsfélög í fjórðungunum, á að mynda sambönd þeirra ör- fáu félaga, sem eru í Alþýðusambandi Islands. í Norðlendingafjórðungi eru til dæmis 15 félög í fjórðungssambandinu, en aðeins 6 í Alþýðu- sambandi íslands. — Þannig á að tryggja sósíal- Framh. á 4. síðu. 1 Kaupkröf ur sjómanna í Vesímannaeyjum Sjómannafélag Vestmannaeyja hefir nú sam- þykkt kaupkröfur sjómönnum til handa fyrir komandi vertíð. Útvegsmenn í Eyjum, sem nú á síðastliðnu sumri hafa látið úr greipum sér ganga hvert tækifærið á eftir öðru, til að selja fisk sinn og sjá nú loksins fram á markaðs- vandræði og sitja ennþá með mestan hluta aflans frá síðustu vertíð, gera nú allt semvunnt er til að lokka fiskimenn á næstu vertíð til að ráða sig upp á hlut. Er það skýlaus tilraun í þá átt, að skella þeirra eigin afglöpum, afleið- ingum þeirra og heimskreppunnar, á herðar fiskimannanna. Hættu þessa verða ekki einungis sjómenn Eyjanna að gera sér ljósa, heldur og allir sem þangað hugsa í atvinnuerindum, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Hlutaráðningin er því það, sem fyrst og fremst verður nú að berjast í móti. — Einmitt þessvegna hefir Sjómanna- félag Vestmannaeyja samþykkt sem aðalkröf- ur fiskimanna nú á komandi vertíð, mánaðar- kaup í peningum, samkvæmt eftirfarandi: Fyrir háseta kr. 270.00 um mánuðinn, auk fæðis og húsnæðis. Fyrir vélamenn kr. 350.00 um mánuðinn, auk fæðis og húsnæðis. Kaupið greiðist mánaðarlega í peningum. Fæðispeningar séu minnst kr. 2.75 á dag. Er hérmeð skorað á öll alþýðufélög, einstakl- inga og blöð alþýðunnar, víðsvegar um landið, að stuðla að því eins og hægt er, að verkafólk ekki ráði sig eða flytji til Eyja fyr en Sjó- mannafélag Vestmannaeyja hefir fengið kröf- ur sínar uppfylltar og samið hefir verið. Skal það undirstrikað, að sjómannafélagið mun halda til streitu afnámi hlutaráðningunn- ar, en gengur það lengst til samkomulags, ef reynt verður að semja að einhverju litlu leyiti um verðlaun af þyngd eða stykkjatölu aflans. 15. nóvember 1930. Stjórn Sjómannafélags Vestm.eyja. Eidhúsdapr á þingi Alþýðusambandsins Undanfarna daga hafa verið miklar umræður um starfsemi fráfarandi sambandsstjórnar. Óánægjan með starf sambandsstjómar er mjög almenn, en hinsvegar eru það aðeins kommún- istar, sem hafa gert sér ljóst, að mannaskifti eru aðeins skóbótaskifti; það eru yfirráð sósí- aldemókrata, sem þarf að útrýma úr verklýðs- samtökunum. Kommúnistar hafa lagt fram tillögu, þar sem þeir fordæma stefnu sósíaldemókrata í Alþýðu- flokknum. Tillaga þessi verður birt í næsta blaði.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.