Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Síða 3

Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Síða 3
Verklýðssambandið Tillaga kommúnista á verklýðsráðstefn- unni um stofnun Verklýðssambands Islands Heimskreppan færist stöðugt í aukana og' nieð henni vaxa mótsetningamai’ milli stétt- anna með geysihraða. Auðmennirnir bindast samtökum í baráttunni gegn Raðstjórnarríkj- unum og verkalýð heimalandanna, sem tekur að skilja það, er hann sér sigur jafnaðarstefn- unnar í Ráðstjórnarríkjunum, að hann fær að- eins létt af sér okinu með harðri stéttabaráttu. Um allan heim reyna auðmennirnir að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar verkalýðsins. Svo er það einnig hér á landi. Sókn atvinnurek- enda gegn verkalýðnum er margþætt. I fyrsta lagi nota þeir afstöðu sína til að lækka launin svo sem auðið er, og í öðru lagi nota þeir ríkis- vald sitt til þess að hækka tollana, sem er sama sem launalækkun. Launalækkunarsókn íslenzkra atvinnurekenda til þess að velta byrðum krepp- unnar yfir á herðar verkalýðsins er þegar haf- in. Enginn vafi er á því, að þeir munu enn gera tilraun til að hækka tollana, þó varla verði bætt á drápsklyíj ar þeirra. í baráttu sinni fyrir því að.festa auðvaldið í sessi njóta atvinnurekendur aðstoðar sósíal- demókrata. Sósíaldemókratar vilja vernda vinnufriðinn. Þeir reyna að ginna verkamenn til að leggja sparifé sitt inn í auðvaldsfyrirtæki, til þess að tengja þá við auðvaldsþjóðfélagið og draga huga þeirra frá stéttabaráttunni. — Sósíaldemókratar taka þátt í stjórn auðvalds- fyrirtælyanna og í sfað þess að berjast fyrir stéttarhagsmunum verkalýðsins tala þeir stöð- ugt um hagsmuni „þjóðarinnar“. Af umhyggju fvrri þessum „þjóðarhagsmunum“ hjálpa þeir auðmönnunum til að lsékka launin og hækka tollana. Þrátt fyrii’ allt þetta grípa sósíaldemókrat- arnir til digurmælanna, þegar verkalýðurinn færist til vinstri og reyna þá að hrifsa til sín forustuna í baráttu verkalýðsins, til þess að geta kæft hana og lægt öldumar, þegar at- vinnurekendum ríður mest á. Fyrir þetta fá þeir feit embætti að launum, bankastjórastöður o. s. frv. og reyna jafnframt að telja verkalýðn- um trú um að hann eigi fulltrúa í stjóm ríkis- ins og auðvaldsfyrirtækjanna og eigi þannig hiutdeild í yfirráðunum í auðvaldsþjóðfélaginu. Kreppan færist yfir. Mótsetningarnar milli stéttanna eru skarpari en nokkru sinni fyr og fara fram atkvæðagreiðslu um það, hvort verk- fallinu skyldi haldið áfram — til málamynda, því samningurinn skuldbatt þá. En til þess að halda áfram verkfallinu þurfti 2/3 atkvæða, og þar sem nú hið sósíaldemókrat- iska íagsamband notaði alla sína miklu vél til að skipuleggja verkfallsbrotin, var samþykkt að hætta verkfallinu. Þó héldu 25 þúsund verka- menn áfram verkfallinu enn nokkra daga. Hinn 8. nóvember féll dómurinn. Launin skyldu lækka um 8% sem áður, en til þess að „hugga“ verkamennina skyldi lækkunin koma stig af stigi! Það er til marks um ótta verklýðssvikaranna við reiði verkamanna, að dagblað kommúnista „Rote Fahne“ var bannað sama dag undir lé- legu yfirskini, í heila viku! Hinn nýi lögreglu- stjóri í Berlín, sósíaldemókratinn Grzesinski varð til þess. En verkalýðurinn gleymir þessum böðlum sínum ekki á einni viku! Verkamennirnir biðu ekki dómsins. Hinn 30. október var rauða málm- iðnaðarverkamanna-sambandið stofnað. Hlut- verk þess er að safna öllum málmiðnaðar- verkamönnum Berlínar og alls Þýzkalands til baráttu gegn samfyíkingu auðvalds og sósíal- demókrata. Það mun leiða málmiðnaðarverka- mennina út í nýtt verkfall — og sigra. E.E. hörð stéttabarátta framundan. Samtímis eru foringjar Alþýðuflokksins gjörsamlega sam- grónir auðvaldsskipulaginu. Undir slíkum kringumstæðum, er það hin mesta villa að láta þokukenndar tálvonir um það að vinna Alþýðu- flokkinn fyrir stéttabaráttuna „með starfseml innan flokksins“, einhverntíma í fjarlægri framtíð, vefjast fyrir sér og tefja fyrir því að verkalýðurinn skapi sér sterk baráttusamtök í stéttaárekstrum þeim, sem vér eigum von á og ef til vill verða harðari en nokkum okkar órar fyrir. Öllum ætti að vera það ljóst, að þegar sósíal- demókratarnir eru farnir að neita mönnum um upptöku í verkalýðsfélög og hóta mönnum brottrekstri fyrir það eitt, að þeir hvetja verka- lýðinn til baráttu, þá er tími til kominn að losa verkalýðsfélögin undan yfirráðum þeirra. Af öllum þessum ástæðum leggjum vér til: 1. Að stofnað verði Verklýðssamband með öilum verklýðsfélögum á landinu. 2. Að Verklýðssambandið starfi á grundvelli stefnuskmr rauða alþjóða-verkamannasam- bandsins og í náinni samvinnu við byltinga- sinnaða verkalýðshreyfingu annara landa. „Rj ettur“ Tfmarit um þjóðfélags- og menningarmál. Kemur út 4 sinnum á ári. — Árg. kostar 5 kr MT Geríst áskrifendur. Afgreiðslumaður í Reykjavík: Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. Verklýðssamband starfar á breiðari grund- velli en pólitískur flokkur. Verklýðssambandið á að safna innan vébanda sinna öllum verka- mönnum á landinu án tillits til skoðana þeirra á almennum málum, til baráttu fyrir hinum daglegu hagsmunakröfum þeirra. Hlutverk Verklýðssambandsins er að skipu- lagsbinda alla verkamenn, og eigi aðeins þá sem eru sósíaldemókratar eða kommúnistar, heldur líka.þá, sem eru undir áhrifum borgaraflokk- anna. Það útilokar ekkert félag frá verkalýðs- sambandinu, að það tilheyrir pólitískum flokki, t.d. Alþýðuflokknum. Eina skilyrðið, sem ber að setja, er að félögin fylgi lögum og samþykkt- um sambandsins. Það er auðvitað verkefni sambandsins að fræða og þroska meðlimi sína pólitískt, og eins þá sem óskipulagsbundnir eru. Skýra fyrir þeim aðferðir og takmark stéttabaráttunnar í sambandi við allar deilur, sem háðar eru. Amsterdam-alþjóðasambandið, sem stjórnað er af sósíaldemókrötum, er ekki fært um að hafa á hendi forust.una í hinni alþjóðlegu stétta- baráttu. Amsterdam-sambandið er orðið verk- færi í hendi verkamálaskrifstofu þjóðabanda- lagsins, orðið verkfæri í baráttu auðvaldsríkj- anna gegn verkalýðnum. Foringjar Amster- dams-sambandsins hafa gerst alþjóðlegir verk- fallsbrjótar, eins og t. d. í kolaverkfallinu í Englandi, þegar deildir sambandsins i Póllandi og Þýzkalandi létu kolaverkamennina vinna eftirvinnu til þess að fullnægja koiaþörí Eng- lands og viðskiptavina ensku kolaburgeisánna. Sama sagan endurtók sig í finnska flutuingá- mannaverkfallinu, þegar Amsterdams-samband- ið brást gersamlega. í stað þess að hjálpa verkalýð nýlendanna í baráttunni gegn kúgur- unum, taka þeir þátt í kúguninni og foringjar Amsterdams-sambandsins eiga sæti í stjórnun- um, sem senda vígbúna heri til nýlendanna til þess að kæfa baráttu alþýðunnar þar í blóði. Þannig vinnur Amsterdams-sambandið að því að sundra verkalýðnum í stað þess að sameina hann. í mótsetningu við Amsterdams-sambandið vinnur rauða alþjóðaverkamannasambandið að því að sameina verkamennina um heim allar. á grundvelli stéttabaráttunnar, án tillits til þjóð- emis, höiundslitar eða trúarbragða o. s. frv. Rauða alþjóðasambandið safnar verkamönnun- um til baráttu um dægurkröfurnar og um ioka- takmarkið, sem er að ráðá niðurlögum auðvalds- þjóðfélagsins. Á sama grundvelli skal Verkalýðssamband íslands starfa. Það skal vera óháð öllum póli- tískum flokkum og safna verkalýðnum til bar- áttu um eftirfarandi kröfur: 1. Hærra kaup. Áherzla skal lögð á að rétta hlut verkamanna ríkissjóðs og verkamanna í smákauptúnum, þar sem samtökin eru veik, ennfremur vinnandi kvenna og unglinga. 2. Gegn sunnudagavinnu, næturvinnu og eft- irvinnu. I 3. Stytting vinnutímans niður í 7 stundir á dag almennt og 6 stundir við heilsuspillandi vinnu, án þess að dagkaup skerðist. 4. Tveggja vikna sumarleyfi’árlega með fullu kaupi. 5. Stytting á vinnutíma unginga frá 16—18 ára niður í 6 stundir á dag og niður í 4 stundir á dag fyrir unglinga á aldrinum 14—16 ára. 6. Bann við launavinnu barna innan 14 ára. 7. Almenn atvinnuleysisti’ygging á kostnað atvinnurekenda. Atvinnuleysisstyrkur sé jafn- hár meðaldaglaunum. 8. Vemd mæðra og barna. 9. Fullt frelsi fagfélaganna. 10. Gegn því að ríkisvaldið skipti sér af vinnudeilum. Gegn sáttasemjurum, gerðardóm- um, ríkislögreglu og opinberri vernd verkfalls- brjóta. 11. Gegn þátttöku verkalýðsfélaga í því að auka framleiðslumagn vinnunnar og í stjórn auðvaldsf yrritækj a. 0 Verklýðssambandið verður að styðja rúss- neska verkalýðinn með öllum ráðum í viðreisn- arstarfi hans. Það verður á allan hátt að vinna að aukinni samvinnu íslenzks verkalýðs við liinn sigri hrósandi verkalýð RáðstjórnaiTÍkj- anna. Það verður að útbreiða fræðslu um upp- byggingu jafnaðarskipulagsins í Ráðstjómar- lýðveldunum og umfram allt læra af reynslu rússnesku verkamannanna. Til þess að geta staðið í broddi fylkingai í baráttu verkalýðsins verða fagfélögin að losa sig við alla atvinnurekendur og umboðsmenn þeirra. Félagar fagfélaganna eiga aðeins að vera vinnandi menn og konur. Verkakonur og iðn- nemaiwerða skilyrðislapst að fá aðgang að fag- íélögunum í sinni atvinnugrein, og er þá heppi- legast að þau greiði hálft ársgjald. Öll félög í verkalýðssambandinu verða að starfa á lýðræðisgrundvelli. Stjórnir og starfs- menn séu kosnir á almennum fundum 0g al- mennur fundur geti vikið þeim frá hvenær sem er. Verklýðssambandið verður að taka iðnaðar- sambandshugmyndina, sem er í því fólgin að í hverri verksmiðju og í hverju fyrirtæki sé eitt félag eða deild, er síðan mynda samband sín á milli í sömu atvinnugrein, — upp á stefnu- skrá sína. Verkalýðssambandið setur sér það mark að skipulagsbinda alla verkamenn á Is- landi innan vébanda sinna, bæði í þeim félög- um, sem fyrir eru og í nýjum félögum, sem það stofnar. I þessu starfi sínu verður það að hafa iðnaðarsambandsfyrirkomulagið sér til fyrir- myndar. Fyrst í stað verður skipulag Verkalýðssam- bandsins þannig, að það hefir innan vébanda sinúa bæði sériðjusambönd og einstök félög. Ennfremur verða verkalýðsfélögin í hverjum bæ og í landshlutunum að hafa með sér samtök innan ramma Verklýðssambandsins. (Fulltrúa- ráð og fjórðungssambönd).

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.