Verklýðsblaðið - 06.12.1930, Qupperneq 4

Verklýðsblaðið - 06.12.1930, Qupperneq 4
Ókeypis ferð tíl Sovét Rússlands (Moskva) með öllu uppihaldi í 6 v. Þad eru verðlannin sem Verklýðsblaðið veitir þeim sem safnar flestum áskrifendum aö blaðinu fyrir 1. febrúar. 1931. Öllum er gefið tækifæri til þess að taka þátt í samkepphi þessari. Hefurðu fengið þér söfnunarlista? Ertu byrjaður að safna? Ef ekki þá fáðu þér strax í dag söfnunarlista hjá útsölumauni blaðsins á þínum stað. ATHUGIÐ! Hinir nýju áskrifendur skulu skrá sig á lista þá, sem þar til eru gerðir. Lista þessa má jafnan fá hjá afgreiðslu- mönnum blaðsins. Fyrir hvem áskrifanda skal fylgja áskriftar- gjald fyrir einn ársfjórðung (kr. 1,25) fyrirfram. Söfniuiarlistam- ir sendist jafnóðum afgreiðslu blaðsins í Reykjavík og verður þá um hæl send kvittun fyrir tölu áskrifendanna. Samkeppninni lýk- ur 1. febrúar og skulu þá allir listar vera sendir. Auk þess verða tólf þeim næstu veitt bókaverðlaun. Enginn læt ur sér þetta einstaka tækifæriúr greipum ganga! Jafnaðarmannafélag'ið „SFARTA“ Fnndur verður haldinn sunnudaginn þann 7. þ. m. klukkan 2 e. h. í Kaupþing-salnum Dagskrá: 1. Skýrsla frá stofnþingi Kommúnistaflokks Islands. 2 Fréttir frá Alþýðusambandsþingi og Verklýösráð- stefnunni ’V'erkamerm. velkomnir á Stjórnin S. U. K. Baráttusjóður S. U. K. F. U. K. í Reykjavík hefir þegar stofnað deild úr Baráttusjóði S. U. K. og einnig á ísa- firði. Frá Reykjavíkurdeildinni Lnnkomið fyrir tvo síðustu fundi....... kr. 24,00 Innkomið fyrir sölu á myndum af sámbandsþinginu.........• • • • — 105,00 ‘ : Alls kr. 129,00 Félagar! Við þurfum að herða agitationina fyrir Bar- áttusjóð S. U. K. ennþá meir. Byrjunin er ágæt. Og munum, að takmarkið er að fá alla verklýðsæskuna, einnig hina óskipulögðu, til að styrkja Baráttusjóð S. U. K. Búningar S. U. K. Ef fleiri félagar ætla sér að fá búninginn, þá ættu þeir að snúa sér til sambandsstjórnar eða stjórnar F. U. K. Efri hlutinn kostar kr. 16,50, en buxuraar kr. 20,00. Frá Eyrarbakka Fyrir stuttu hélt verklýðsfélagiö á Eyrar- bakka fund. Var verklýðssambandið þar aðal- lega til ummræðu og gátu sósíaldemókratamir drepið tillögu fylgjandi því, með 1 atkvæðis meirihluta. Nýr formaður félagsins var kosinn Andrés Jónsson, ágætur verklýðsmaður. Einnig var kosin nefnd til að undirbúa árs- hátíð félagsins 12. des. Er mjög mikill áhugi fyrir að gera hana sem bezta. KlofninestiIIögurnar samþykktar Alíar klofningstillögurnar, sem getið var um í síðasta blaði,tillagan um að svifta kommúnista pólitískum réttindum í verkamannafélögunum og tillagan um stofnun nýrra fjórðungssam- banda, voru samþykktar á sambandsþinginu. Ennfremur var samþykkt tillaga frá Héðn i Valdimarssyni, um að meðlimir jafnaðar- rnannafélaga í Alþýðuflokknum megi ekki til- heyra öðrum stjómmálaflokki. Samkvæmt þess- ari tillögu yrði að leysa upp flestöll jafnaðar- mannafélög í flokknum. Á Siglufirði t. d. myndu líklega verða eftir 4 menn í félaginu þegar bú- ið væri að reka alla kommúnistana. Þessi tillaga sýnir bezt klofningsvígamóð kratanna. Loks var samþykkt að taka inn í sambandið verklýðssvikara- og verkfallsbrjótafél. Þórs- hamar í Vestmannaeyjum, þó áður væri búið að fella það. Svo mikils þótti við þurfa, að fundar- sköp voni brotin og fulltrúar knúðir til að greiða atkvæði eins og sósialdemókratarnir vildu. Rauði fáninn kemur út í næstu viku. Flytur m. a. grein- ir um brottvikningu Ásgeirs Magnússonar úr Menntaskóla Norðurlands o. fl. Eiður Thorarensen hefir beðið Verklýðsblaðið að geta þess, að hann hafi ekki skrifað grein þá um kjör verka- manna í Álafossverksmiðjunni, sem kom hér í blaðinu. fyrir skömmu. , „Verklýasblaði3“. Ritstjóm: Ritnefnd „Spðrtu". — Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaösins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.