Verklýðsblaðið - 13.12.1930, Page 4
Landráðamálið í Moskva
Fr*h. af 1. síðu.
hvatamaður ófriðar og hervaldsanda, einn af
ábyrgðarmönnum heimsstyrjaldarinnar og for-
göngumaður vopnainnrásar í Sovét-lýðveldin
1918 og 1920.
Rannsókn sakamálsins er nú lokið. Öllum fé-
lagsskap Ramzins og flokks| hans verjður nú
útrýmt og tjón það, sem þeir félagar hafa unn-
ið, verður bætt með auknuni áhuga milljóna
rússneskra bænda og verkamanna. Vald sósíal-
ista ríkisins mun vaxa, enda þótt ófriðarhætt-
an, sem ógnar viðreisnarstarfsemi verkalýðsins
í Sovét-lýðveldunum, sé ekki alveg liðin hjá,
þrátt fyrir að komizt hafi upp um þetta sam-
særi. Enda þótt glæpastarfsemi hervaldsins í
ölium löndum hafi beðið ósigur þania, mun hún
vissulega undirbúa nýjar áiásir kröftuglegar
en áðui’ og lymskulegar. Nú þegar þessari mál-
sókn gegn Ramzin og félögum hans er lokið, er
verið að undirbúa nýja sakamálsrannsókn út af
undirbúningi innrásar og ófriðar gegn Sovét-
lýðveldunum og er Poincaré engu síður flækt-
ui’ í það. Nú verður verkalýður auðvaldsland-
anna að leggja sitt til málanna.
Henri Valesski.
Síðari fréttir.
(Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins).
Moskva 8. des.
Málsrannsóknin um samsærið heldur áfram.
Fljótlega mun verða birtur dómurinn um máls-
rannsóknina í Moskva. Hann mun verða harð-
ur, til þess að verja byltinguna og árangur
hennar. Dómurinn mun uppfylla óskir miljóna
rússneskra verkamanna, sem komu af stað
afarmiklum kröfugöngum, þegar málsrann-
sóknin var hafin. Hann mun einnig láta rætast
vonir byltingarsinnaðra verkamanna um allan
heim, sem létu í ljósi, að þeir væru reiðubúnir
til þess að taka þátt í varnarráðstöfunum Sov-
ét-Rússlands,og vissu vel aðdómurdómstólanna
um örlög hinna átta fanga var ekki mestu varð-
andi í málsrannsókninni. Það er afarþýðingar-
míkið, að þetta er tilraun imperialismans (stór-
veldastefnunnar), með vopnaðri milligöngu, til
þess að undirbúa stéttarstríð gegn Sovét-Rúss-
landi, undir beinni handleiðslu hins ákafasta
imperialistiska stórveldis, Frakklands. Máls-
rannsóknin stóð yfir í 18 daga. Bæði sakborn-
ingar og vitni komu fram með afarmikil máls-
gögn. Augljósari staðreyndir komu í ljós, en
þær, sem teknar höfðu verið fi"am í kærunni.
Staðreyndir, sem drógu fram í dagsins ljós
hræðilega mynd af áralangri eyðileggingu og
svikavinnu. Rannsókn sækjanda birti og minnti
á sakborninga, sem áður voru óþekktir, og
mörg atriði, sem áður voru gleymd. Nokkur
vitni, sem ihöfðu á samvizkunni samskonar
glæpi, tóku. beinan eða óbeinan þátt í þessu, og
leiddu í ljós atriði, sem sakborningar höfðu
dulið, og að lokum afarmikla svikavinnu, sem
að gagnbyltingarsinnaður flokkur, kallaður
Iðnaðarflokkur, hafði komið í gegn. Afarmörg
verk voru unnin af undirróðursmönnum og
múturum í París, sem gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð, til þess að búa í haginn fyrir inn-
rás í Rússland. Það voru margskonar hjálpar-
sambönd sakborninga og aðstoðarmanna, sem i
voru í stjóm ýmsra fjármála og stjórnar- j
deilda, sem reyndu að gera skaða við tilbúning
atvinnuáætlananna. Takmark þeirra var ekki
aðeins að tefja fyrir fimm-ára áætluninni,
heldur að eyðileggja hana. Síðan reyndu þeir
að tefja fyrir iðnaðinum og samyrkjubúskapn-
um. Þeir reyndu að nota sér tækifærissinnana,
hægri kommúnistana, í þessu skyni. Þegar
þessi ráðagerð brást, vegna hinnar réttu stefnu
flokksins og sigurs fimm-ára áætlunarinnar,
reyndu 'eyðileggjendumir að koma í gegn mis-
hlutföllum í einstakar áætlanir, með því að
hraða fram úr hófi sumum greinum og seinka
öðrum. Þeir stefndu að því, að setja fjármagn-
ið fast í stór, dýr og óarðberandi fyrirtæki og
reyndu að svíkja Sovét, með því að flytja
inn vélar, sem hægt var að framleiða í Rúss-
Bókaverslum a,l|»ýdii h.f.
verður opnuð mánudaginn 15. þ. m. í Lækjargötu 4.
Selur:
Innlend og erlend fræðirit um jafnaðarstefnuna.
Nýtízku bókmenntir eftir frægustu höfunda. —-Ýmisleg ritföng.
landi. I verksmiðjum, þar sem verkfræðingar
unnu, beittu þeir hinni kænstu teknisku
svikavinnu. Schachte-málið, vorið 1929, gaf
dæmi um aðferðirnar við slíka tekniska svika-
vinnu. Schachte-„hetjurnar“ tilheyrðu Iðnaðar-
flokknum, og það kastar ljósi yfir síðustu til-
raun, til þess að eyðileggja varnarvald 'Sovéts,
eftir franskri skipun. Það hefir verið gerður
undirbúningur til þess að búa í ,haginn fyrir
innrás við Svarta- og Hvítahafið. Undir yfir-
skyni mikilvægra akuryrkjuáætlana, hafa eyði-
leggjendumir þurkað upp mýrar við vestur-
landamærin og með þessu búið til vegi fyrir ó-
vinaheri. Undir því yfirskyni, að vera að reisa
stórar timburgeymslur, hafa þeir byggt flug-
vélaskúra fyrir óvinina, nálægt landamærun-
um. Einnig hafa þeir útvegað benzinbirgðir
handa óvinunum. Að lokum hafa þeir röynt að
Verkamaðurinn og Mjölnir,
blöð verkalýðsins á Norðurlandi, fást á af-
greiðslu Verklýðsblaðsins.
Sérhver verkamaður, sem vill kynna sér
starf og baráttu norðlenzku félaganna, hefir
áhuga á að lesa þau.
koma á stað óánægju í Rauða-hernum. Þeir
gáfu stórveldunum skýrslu um þessi verk sín,
og einnig reglulegar upplýsingar um fjármál
og hermál. Upplýsingamar, sem sakborningar
gáfu réttinum um verk sín, voru mjög ná-
kvæmar. Þeir töluðu hiklaust, eins og prófess-
orar og verkfræðingar gera þegar þeir ávarpa
menntaða menn. Þannig var stríðið nákvæm-
lega og skynsamlega undirbúið. Þetta var ekki
undirbúningur undir neina venjulega stórvelda-
styrjöld milli þorpara, sem berjast um ný-
lendumarkaði, heldur hreinræktað stéttarstríð
borgaranna gegn verklýðsríkinu.
Inprekorr.
Síðustu fréttir.
Síðustu skeyti herma, að 5 af • landráða-
mönnunum hafi verið dæmdir til lífláts, en hin-
ir í 10 ára fangelsi. Dómurinn var mildaður
þannig, að líflátsdómnum var breytt í 10 ára
i fangelsi, en fangelsisvist hinna stytt um helm-
ing.
Morg’unbladid
Morgunblaðið þjónar yfirleitt húsbændum
sínum dyggilega. Stundum mistekst því þó,
eins og t. d. í grein sem það birti á þriðjudag-
inn og sem heitir „dómhneyksli í Moskva“, og
er það leitt, sérstaklega þar sem það virðist
vera klaufaskap einum að kenna.
Fyrst stendur, að „Vossische-Zeitung“ sé
.lafnaðarmannablað — nú við erum líka allir
jafnaðarmenn — og svo, að Rjabuschinski,
sem cr í „iðnaðar- og verzlunamefndinni“ í
París, sé iðnaðar- og verzlunarmálaráðherra og
sendill sovét Rússa, en að hann hafi (því mið-
ur) dáið í júlímánuði 1924, og að Vichnegrad
(vonandi Wyschnegradski) hafi verið grafinn í
Pére Lacheise-kirkjugarðinum í París hinn 9.
maí 1925. Ilér finnst mér nákvæmnin ekki
nógu mikil og ætti Mgbl. að læra af „Stefni“,
sem t. d. gat frætt lesendur sína (sem guði sé
lof eru þeir sömu) um það, hvað Stalin að-
hafðist hinn 13. júlí 1907 kl. 10 '/2 árd.
Svo fræðir Mgbl. mann um það, að Vichne-
grad (?) og Rjabuschinski séu meðal hinna
(átta?) ákærðu, sá síðarnefndi fyrir það, að
hafa ritað grein gegn bolsévikkum í sumar.
Satt er nú það, en hér finnst mér Mgbl. hafa
átt að segja okkur, hvað blaðið hét, sem sé
„Woroshjenije“, sem þýðir endurfæðing, svo
menn gætu skilið, að hann er endurfæddur,
rétt eins og Lenin, sem endurfæddist meir en
50 sinnum, samkvæmt ábyggilegum skeytum.
Ég vil því kurteislegast skjóta því að hlut-
höfum Morgunblaðsins, innanlands sem utan,
að setja sérstakan mann í að endurskoða fram-
vegis allar greinir um Rússland, og að honum
sé falið að sjá um, að þær verði í samræmi við
nýjustu uppgötvanir á sviði spiritismans og að
„Stefnir'* verði tekinn til fyrirmyndar í vís-
indalegri nákvæmni.
Bezt væri líka, fyrir hann að skrifa Rúss-
lands-frásagnaverksmiðjunni í Riga og biðja
hana að senda Mgbl. eitt eintak af „leiðarvísi
fyrir blaðamenn um það hvernig skuli rita um
landráðamálið rússneska“, sem kom út nýlega.
E. E. Morgunblaðsvimu’.
Morgunblaðið
Og
landbúnaðurinn í Rússlandi
Sumum mönnum er ef til vill ekki Ijóst hvei’s
vegna Morgunblaðið og önnur auðvaldsblöð
einmitt núna eru að fylla sína dýrmætu dálka
greinum um landbúnaðinn í Rússlandi?
En til þess að skilja það, þurfa þeir ekki
annað en að líta á töflu þá, sem hér fer á eftir
og serrj) sýnir, hverjir hafa umráðin yfir mark-
aðskorninu í Rússlandi (komi því, sem bænd-
ur þurfa ekki sjálfir að nota) fyr og nú:
(Af hundraði)
1926 1929 1930
fyrir til til til
stríð 1927 1930 1931
stóreignamenn . . . . 21,6 0 0 0
stórbændur („kúlak-
kar“) 50 20 23 3
smábændur og meðal-
bændur 28,4 74 65 44
ríkisjarðir og sam-
vinnubú, 0 6 12 53
Stóreignamennirnir og stórbænduimir hafa
þannig misst allt fjárhagslegt vald sitt! Fulln-
aðarsigur sósialismans í Rússlandi er tryggð-
ur! Þessvegna nötra nú auðborgarar allra
landa og hinir auðvirðilegu þjónar þeirra,
borgarablaðaritst j órarnir, fylla sorpblöð sín
hinum viðbjóðslegustu lygum og rógi um Ráð-
stjórnarbandaríkin og sérstaklega um foringja
hins sigursæla rússneska verkalýðs, kommún-
istaflokkinn. Því þeir óttast að verkamenn og
fátækii’ bændur fari nú að skilja að eina leiðin
út úr hönnungum þeim, sem þeir eiga við að
búa, er sú að þeir fari aði dæmi hinna rúss-
nesku stéttarbræðra sinna og kollvarpi auð-
valdsfyrirkomulaginu undir forustu kommún-
ísta og stofni ráðstjórnarríki allra landa. Þess
mun heldur ekki langt að bíða! E.
„Verklýðsblaði8“. Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu". —
Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i
lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaösins:
Verklýösblaöiö, P. O. Box 761, Reykjavík.
Prentsmiöjan Acta.