Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 28.03.1931, Síða 4

Verklýðsblaðið - 28.03.1931, Síða 4
Þessir samningar voru undirskrifaðir þegar fiskiskipið var væntanlegt á hverri stundu og vinnuveitendur famir að sækja á með að fá að semja. Þegar kratamir höfðu leikið þetta fallega verk, boðaði stjórnin til fundar og lofaði og gylti mjög þessar aðfarir sínar fyrir verka- mönnum. En verkamenn og sjómenn voru mjög óánægðir út af þessu atferli. Á fundinum var borin upp eftirfarandi tillaga: „Fundurinn samþykkir, að kauptaxti, sem vinnuveitendur hafa lagt fram og stjóm jafn- aðarmannafélagsins hefir leyft sér að undir- skrifa, án vitundar og samþykkis félagsins, verði samstundis gerður ónýtur, en aftur á móti haldi félagið sig við kauptaxta sinn, sem var samþykktur af öllum félagsmönnum, sem lágmai'kskauptaxti, og sendur vinnuveitendum 12. jan. til undirskriftar, og víki í engu frá honum“. Gleymdi þá formaður fundarreglunum og neitaði að bera tillöguna undir atkvæði. Einn af þeim, sem hæst töluðu í umræðunum var Ámi þessi Ágústsson. Var hann reiður mjög og helti sér yfir kommúnista, sérstaklega Einar Olgeirsson. Þegar hann sefaðist, lagði hann þá spurningu fyrir verkalýðinn, hvort hann væri viö því búinn, að taka við atvinnu- fyrirtækjunum ef við létum kaupmennina hér velta. Játaði hann þar með að þessar tilslakan- ir nefðu verið gerðar af vægð við atvinnurek- endur. Út af ummælum Alþýðubiaðsins 4. febr., þar »em sagt er að verkfallið hafi staðið yfir í tvo mánuði, skal það endurtekið, að verkfallið stóð aðeins yfir í fjórtán daga. Verkamaður rekínn úr verkamannafélaginu „Dagsbrún“ fyrir kommúnistiskai* skoðanir. Frfi. af 1. síðu. arinnar, um að reka Eggert úr félaginu, með handauppréttingu. Tveir kratar voru látnir telja. Samkvæmt talningu þeirra var tillagan samþykkt með 73 atkvæðum gegn 47. En sam- kvæmt talningu annara, sem á fundinum voru, var tillagan felld með 53 atkvæðum gegn 51. Var nú þess krafist, að talið yrði í annað sinn, en Ólafur neitaði því og úrskurðaði talningu kratanna rétta. Brottrekstur Eggerts er því alls ekki löglegur. Kratarnir höfðu haft mikinn undirbúming í þessu máli og smalað öllum þeim á fundinn, sem þeir treystu til að fylgja sér gegn um þykkt og þunnt. Hinsvegar kom þessi brott- rekstur eins og demba úr heiðskíru lofti yfir hinn stéttvísari hluta „Dagsbrúnar". Margir af þeim sem greiddu atkvæði með tillögu stjóm- arinnar, voru menn, sem eru ókunnugir mála- vöxtum og sjaldan sækja fundi í „Dagsbrún“ (t. d. allmargir vörubílaeigendur). Menn þessir munu áreiðanlega skifta um skoðun, er þeir vita hið sanna í málinu. Kratamir sameinast Jónasi frá Hriflu og atviimurekendum I ofsóknunum gegn kommúnistum. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem Eggert hef- ir verið rekinn. Mörgum mun í fersku minni, að Eggert var fyrsti maðurinn, sem rekinn var úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri, vegna póli- tískra skoðana. Þessi brottrekstur var fram- kvæmdur að undirlagi Jónasar frá Hriflu. Egg- ert var gefið að sök, að hafa kommúnistisk á- hrif á félaga sína í skólanum. Eggert var rek- irm úr Dagsbrún af nákvæmlega sömu ástæð- um. Hvort brottreksturinn úr „Dagsbrún“ hef- ir verið framkvæmdur eftir beinni fyrirskipun dómsmálaráðherrans, er enn ekki uppvíst. En hitt er staðreynd, að hvorttveggja burtrekst- urinn er framkvæmdur af stuðningsmönnum Jónasar frá Hriflu. Mörgum sem þekkja Eggert, þykir það JaÆnadarmannafélagid „SPABTA“ ■ Fundor » verður haldinn þriðjudaginn 31. mars klukkan 8 V* e. h. á Kirkjutorgi 4 (uppi) Dagskrá: 1. Alþingiskosningarnar 2. Landráðamálin í Rússlandi 3. Þingmál Stjórnin ræsta undarlegt, að hann skuli hafa orðið fyr- ir barðinu á öllum þessum brottrekstrum. Eggert er nefnilega orðlagður fyrir framúr- skarandi háttprýði. — En svo er mál með vexti, að hér er um fasistiska skoðanakúgun og ofbeldi að ræða, sem þegar er farin að teygja arma sína inn í verkamannasamtökin með krataforingjana, semi verkfæri. í Dagsbrún eru verkamenn, sem hafa ýmsar pólitískar skoðanir. Þar eru bæði íhaldsmenn, Framsóknarmenn, sósíaldemókratar og kom- múinistar. Engum hefir dottið í hug að ýfast við íhaldsmönnunum og Framsóknarmönnun- um, enda væri það hin mesta villa. „Dagsbrún“ hefir sett sér það mark, að safna öllum al- mennum verkamönnum í Reykjavík í félagið, cg hefir samþykkt, að banna meðlimum sínum að vinna með utanfélagsmönnum. Samkvæmt þessari samþykkt, er verkamönnum í „Dags- brún* ekki leyfilegt að vinna með Eggert Þor- bjamarsyni. Einn aðalliðurinn í ofsóknum atvinnurekenda EBgmn yeit hvenær slys ber að höndum. Líftryggið yður. A N D V A K A, símí 1250 ^ S. U. K. Krónuveltan. Allt of fáir hafa skorað á í krónuveltunni. Félagamir þurfa að senda miklu fleiri áskoran- ir. Þá gengur veltan. Þessir hafa skorað á í síðustu viku: Gísli Indriðason Rvík skorar á Sveinfríði Sveinsdóttur Akureyri og Guðm. Bjamason ísafirði. Óskar B. Pétursson Rvík skorar á Sveinsínu Baldvinsdóttur Rvík og Ástu Pétursdóttur Rvík. Ármann Guðnason Rvík skorar á Svein Jón- asson Rvík og Snorra Hallgrímsson Dalvík. Hallgrímur Hallgrímsson Rvík skorar á Þor- stein Pétursson Rvík og Ragnar Ólafsson Rvik. F. U. K. félagar í Rvík sátu fund hjá F. U. J. í Hafnarfirði síðast sunnudag. Vom ágreiningsmál kratanna og kommúnista rædd af miklu fjöri. En greini- lega kom í ljós hin hörmulega vanræksla krat- anna í starfsemi þeirra meðal verklýðsæskunn- ar og fáfræði þeirra. Enda gáfust þeir flestir upp, þrátt fyrir fulloi'ðinsskapinn, og otuðu hinum útsenda glamrara, Áma Ágústssyni, fram, til að halda aðra hverja ræðu seinni part fundarins. Þrátt fyrir alla erfiðleika mun S. U. K. halda áfram sleitulausri baráttu fyrir því að sameina hafnfirska verklýðsæsku undir merki sitt. gegn kommúnistum, er að útiloka þá frá vinnu. Hefir þetta farið mjög í vöxt í seinni tíð um land allt. Var málið tekið sérstaklega fyrir á þingi Verklýðssambands Norðurlands, og sam- þykkt að svara með því að leggja vinnubann á þá atvinnurekendur, sem slíkum vopnum beita. Nú eru kratamir í stjóm „Dagsbrúnar" að koma atvinnurekendum til hjálpar. Þeir em að reyna að beita verklýðssamtökunum gegn verkalýðnum sjálfum. Kommúnista á að úti- loka frá vinnu, með því að útiloka þá frá verk- lýðsfélögunum. — En þar sem verkamaðurinn hefir engin önnur ráð til að lifa en að vinna sér fyrir brauði í sveita síns andlitis, er ætlast til að neyðin þröngvi þeim til þess að kasta burt skoðunum sínum og flýja á náðir krat- anna eins og V. S. V. og Ámi Ágústsson. Verður vart dregin upp skýrari mynd af samvinnu hinna ýmsu stoða auðvaldsins: at- vinnurekenda, ríkisvaldsins og kratanna. En þessar kúgunartilraunir munu stranda á því, að öllum heiðarlegum verkamönnum mun vera sönn ánægja að því, að vinna með félaga Eggert, og láta fyrirskipanir erindreka stéttar- andstæðingsins, sem vind um eyrun þjóta, í hvaða mynd, sem þær birtasit. Og rjett er að minnast þess, að bessi skoð- anakúgun og fasistisku tilhneygingar ríkis- valdsins og kratanna, eru allgreinileg veikleika- merki. Brottrekstri félaga Eggerts mun verða svar- að með margfalt ötulli baráttu en áður fyrir hagsmunamálum verkalýðsins og frámgangi kommúnismans. Rauði fáninn kemur út eftir belgina, mjög fjölbreyttur að efni. Mun hann ræða sendisveinamálið, at- vinnuleysið, ofsóknir andstæðinganna og fjöldamargt fleira, sem hinn vinnandi æskulýð- ui' þarf að lesa. Pölitískir anlabárðar Alþýðublaðið skýrir frá því, að Haraldur hafi, í nafni Alþýðuflokksins, boðist til að gera bandalag við Ihaldsflokkinn um að steypa stjóminni, ef íhaldsmenn vildu greiða atkvæði með frumvarpinu um opinbera vinnu. Ekki hafði íhaldsflokkurinn vit á að taka þessu boði. Hefði það þó ekki þurft að vera kostnaðarsamt. Opinberar framkvæmdir á að skera niður á þessu ári og næsta ár hefði mátt nema lögin úr gildi aftur. Öðru eins hefir nú verið kostað til af hálfu íhaldsmanna, til þess að komast aft- ui í stjórnarráðið. Er vandséð hvorir ei'u meiri pólitískir aulabárðar, íhaldsmenn eða sósíal- demókratar. „VerklýðsblaðiðA ÁbyrgSaxm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i iausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaösina: VerklýÖsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.