Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 3
Ihaldsmenn og kratar bjóðast til að mynda sambræðslustjórn Framsókn neitar að fara frá. Bandamennirnir renna af hólmi Er það brezka bankavaldið, sem fyrirskipar þjónum sínum í ríkisstjóminni að neita öllum ábyrgðum, spara, spara á þeirra vísu og svelta þannig verkalýðinn til kauplækkuna'r ? Eru samningarnir við Hambros Bank þannig, að sá banki ráði hvaða ríkisábyrgðir stjórnin gengur í? Alþýðin heimtar það upplýst hvað hér býr á bak við! Framundan er atvinnuleysi og hungur, ef ekki er nú þegar skipuð ný stjórn, er láti ráð- ast í framkvæmdir þær, sem Framsókn hefir stöðvað. Ábyrgðina ber, auk gerræðismann- anna, sá þingmeirihluta, sem eftir hans eigin áliti og áskorunum lýðsins, situr sem löglegt þing, ef þeir þora að breyta eftir sínum eigin skoðunum. Alþýðan heimtar lýðveldi og afnám konungs- valdsins! Þora íhald og kratar að framkvæma það? Alþýðan heimtai' brauð og atvinnu í sumar! Burt með sultaistjómir auðvaldsins, hverjii' sem skipa þær! „Réttvísin" gegn atvinnuleysingjunum Gissur skipaður setudómari. \ „Kristur stóð fyrir Kaifas Klögumálin gengu á víxl“. Laugardaginn, síðastliðinn voru 11 verkamenn lcallaðir fyrir rétt út af bæjarstjórnarfundinum 29. des. f. á. Voru 5 þeirra yfirheyrðir fyrir há- degi af skipuðum setudómara, Gissuri Berg- steinssyni fulltrúa í stjómarráðinu; hafði lög- reglustjóri ekki viljað dæma í málinu, þar sem hann var aðili sem bæjarfulltrúi. Ekki er vitan- legt að neitt nýtt hafi komið fram í málinu við þessar yfirheyrslur og ekki mátti seludómari halda áfram yfirheyrslum eftir hádegi umrædd- an dag sökum anna í stjómarráðinu (svo ekki er hann atvinnulaus, sem betur fer). En verka- mennimir, sem kaliaðir voru fyrir réttinn, þurftu víst flestir að sitja af sér einhverja vinnu fyrir þessa hnýsni „réttvísinnai',‘, máttu þeir þó mjög illa við því, sem hafa verið at- vinnulausir mestan hluta vetrarins. Er sorglegt til þess að vita, að „réttvísin“ skyldi ekki hafa fundið hvöt hjá sér til þess að Ijúka þessu „skyldustaríi“ sínu meðan þessir verkamenn höfðu ekkert annað að gera en að hlusta á lög- » mál „réttvísinnar“. Það hlýtur auðvitað að vera skylda „réttvís- innar“ í þjóðskipulagi auðvaldsins, að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum, sem gera hávaða út af kúgun verkalýðsins. Og barátta þessara forustumanna verkalýðsins væri áreið- anlega ekki nógu kröftug, ef „réttvísi“ borgar- anna sæi sér fært að láta hana afskiptalausa. En að eyða vinnutíma verkamanna í slíkt er cfyrirgefanlegt, þegar nógur atvinnuleysistími hefir verið hingað til, til þess að athuga málið og fullt útlit er fyrir, að nóg atvinnuleysi sé framundan. Nú, ef „réttvísin“ treystir því ekki, að nægi- legt atvinnuleysi sé framundan, til þess að búa málið undir dóm, gæti þá ekki komið til mála, að „réttvísin“ vildi gera þetta í eftirvinnu, svo verkamennimir þyrftu 'ekki að sitja af sér vinnu fyrir þetta. Og verkamennimir gætu sparað sér „bíó“ það kvöldið. Það er líka sagt, að fulltrúarnir hafi nóg að gera þessa dagana í stjómarráðinu við vor- hreingerningu áður en stjórnin flytur. Hinsvegar mælir enginn á móti því, að þesfei dómur sé uppkveðinn af skósveinum Jónasar frá Hriflu. Sá dómur gæti áreiðanlega orðið eitt laufblað í þann kfans, sem íslenzkur verkaiýð- ur leggur við legstein hans. Á miðvikudagskvöld tilkynnti Magnús Jóns- son af svölum Alþingishússins, að Ihaldsmenn og kratar hefðu eftir dægurlanga samninga sent þá Jón Þorláksson og Jón Baldvinsson til forsætisráðherra, til þess að tilkynna honum, að þingmeirihlutinn væri reiðubúinn að mynda stjóm, er myndi hafa stuðning beggja flokka, Ihaldsmanna og la’ata, og krefjast þess að Framsóknarstjómin segði 'af sér þegar í stað. Forsætisráðherra bað um frest þar til kl. 3 síðdegis. Þá kom svarið. Bauðst stjómin til að láta fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra segja segja af sér. En í þeirra stað skyldi einn af skrifstofustjórum stjórnarráðsins koma inn í ráðuneytið. Kváðust meirihlutaflokkarnir ekki gera sig ánægða með það svar. Kl. 9 lásu svo flokkarnir upp af svölum Alþingishússins skeyti, er þeir sendu konungi. Fóru þeir þess allra þegnlegast á leit við konung, að hann veitti stjórninni lausn, þar sem þeir væru reiðubúnir að mynda stjórn, er hefði þingmeirihluta að baki sjer. Þá er það orðin staðreynd, sem kommúnist- Hér við höfnina hefir orðið hvert slysið eftir annað í vetur og er það engin furða, þegar at- hugaður er útbúnaður vinnutækjanna og hinn mikli vinnuhraði. I vikunni sem leið urðu enn á ný tvö alvar- leg slys. Þegar hvert stórslysið rak annað hér við höfnina, fannst verkamönnum mál til komið að gera eitthvað til að afstýra þeim. Var þá kos- in nefnd í Dagsbrún. Einn fundur hefir verið Öryggi verkamanna við uppskipunarvinnu. haldinn síðan og lá álit nefndarinnar fyrir honum, en stjórnin kom í veg fyrir að það yrði rætt, með því að knýja fram burtrekstur Egg- erts Þorbjamarsonar og eyða öllum fundinum í það glæpsamlega athæfi. Því glæpsamlegt er það, að reka verkamenn úr verklýðsfélögum aðeins fyrh’ pólitískar skoðanir, þar sem þeim er þar með bannað að leita sér vinnu meðal fé- lagsbundinna manna og þar með gert ófært að lifa. Svona lagað gera ekki aðrir en þeir, sem óttast samtök verkalýðsins, vilja hans og afl og eru beinlínis fjandmenn hans undir sauðargær- unni. Slíkir menn munu aldrei standa með okkur þegar okkur ríður mest á. Þeir munu ávalt vera reiðubúnir að leika Júdasarhlutverk- ar hafa haldið fram og margir verkamenn hafa ekki viljað trúa, að kratamir væm reiðu- búnh,; að ganga í bandalag við versta fjanda- flokk alþýðunnar, hvenær sem klíkuhagsmunir þeirra krefjast. Þeim klýjar ekki við að mynda sambræðslustjórn við flokkinn, sem þoíi’ sjálf- ir með réttu hafa kallað ræningjaflokk, hall- ærisflokk, flokk miljónaþjófanna og vaxtatöku- mannanna. „Fylkið ykkur um meirihluta þingsins í þess- um málum og enga aðra*, stendur í fimmtu- dagsblaði Alþýðublaðsins. Þessu kjörorði mun enginn stéttvís verka- maður fýlgja. Enginn hugsandi verkamaður treystir þing- meirihluta, sem er samansettur af 17 íhalds- mönnum og 5 krötum. Hvaða alþýðumaður ^vill ljá íhaldinu og bandamönnum þess atkvæði sitt við næstu kosningar ? Fylkið ykkur um Kommúnistaflokk íslandsl Eina flokkinn, sem berst gegn öllu auðvaldi, hverju nafni sem nefnist. ið. Síðasti Dagsbrúnarfundur sýndi okkur það skýlaust, að Dagsbrúnarstjómin metui- meira sitt öryggi en okkar eyrarkarlanna. Félagar! Heimtum því ákveðið, að á næsta Dagsbrúnarfundi verði fyrst og fremst tekið fyrir öryggi verkamanna við höfnina. Getum við lengur liðið að kolatrogin séu höfð opin, sem valdið hefir mörgum slysum? Getum við liðið, að hinir og aðrir riðkláfar séu sendir hingað, hver eftir axman og drepi eða hálfdrepi fleiri menn, sökum ófullnægjandi eftirlits vinnutækja? Hvað hafa oft bilað vindur á skip- um hér í vetur, veit það nokkur? Hvað hafa oft dottið stykki úr kolatrogum? Veit það nokkur? Hvað hafa oft slitnað kaðiar, bilað boltar, blakkir o. fl.? Allt hefir þetta valdið slysum og þeim stór- um. Og síðast en ekki síst, hve marga er hinn gífurlegi vinnuhraði búinn 'að drepa og hálf- drepa hér við höfnina? Er það nokkurt vit, að líða aðra eins vinnu- þjökun og hér á sér stað? Það eru ótal sannan- ir fyrir því, að menn hafa verið reknir upp úr saltlestunum, ef þeú’ hafa ekki „haldið heis“ og það fullfrískir menn. Það eru líka mörg dæmi þess, að menn hafa orðið að hætta um miðja daga sökum þreytu. Ennfremur er það líka vitanlegt, að menn hafa legið í rúminu eftir saltuppskipun. Það þarf meira en meðal verklýðsböðul til að mæla slíku bót. Mér er nær að halda, að vinnuhraðinn mundi ekki vera svona mikill, ef verkstjórarnir og þeiira hús- bændur (sem þá reka áfram), ynnu í lestinni með okkur. Hugsast gæti að hinir vambsíðu þyrftu einhverntíma að pústa. Er forsvaranlegt, að hafa enga upphækltun á hafnarbakkanum? Er forsvaranlegt að standa á olíufötum við móttöku saltpokanna? Er öku- hraði bílanna við höfnina forsvaranlegur ? Félagar! Stundum getum við kennt okkur um slysin að nokkru leyti að minnsta kosti, en slíkt má ekki henda okkur. Við verðum að gá vel að því, að fara varlega við vinnuna. Við megum ekki láta neina óforsjála ofurhuga reka okkur áfram, þeir borga ekki líf okkar né iimi, ef illa fer. Það erum aðeins við sjálfir sem get- Slysin við liöfnimi I

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.