Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 4
um komið í veg fyrir slysin. Aðeins við og eng- ir aðrir vitum hvar hættan er mest og hvar þarf að fara varlegast. Þess vegna verða það við, sem verðum að krefjast þess, að öryggis- ráðstafanir séu gerðar þegar í stað gegn slysa- hættunni. Við verðum að krefjast þess, að nefnd sú, sem við kusum í vetur, skili áliti á næsta fundi, sem við heimtum að verði næsta laugardag. Við heimtum ennfremur að fá að ræða þessar tillögur fyrst af öllu. 15. apríl 1931. DagsbrúnarféJagi. Kratarnir á Siglufirði kóróna svikin Eru á móti vantrausti á Framsókn. Samþykkja þingrofið. Kratamir á Siglufirði undir forustu meðlims Alþýðusambandsstj órnarinnar, Guðmundar Skarphéðinssonar, hafa rekið erindi auðvalds- ins og ríkisstjómarinnar dyggilega á Siglufirði. Áður hafa þeir bannað umræður um pólitík í verkamannafélaginu og klofið verkamannafé- lagið þar. Allt hefir Alþýðusambandsstjómin látið þetta óátalið. Nú hefur Sambandsstjórnin skipað Guðm. Skarp. og krötunum að halda mótmælafund gegn gerræði Framsóknarstjómarinnar. Krat- arnir svikust um það. Kommúnistamir gengust fyrir fundinum. En kratamir hafa nú samþykkt áskorun á Alþýðusambandsstjómina, að greiða ekki at- kvæði með vantrausti á Framsókn og lýsa því um leið yfir, að þeir álíti framferði ríkisstjóm- arinnar alveg rétt. Hvað gerir sambandsstjóm nú! Verkalýðurinn heimtar að þessir keyptu þrælar Framsóknar á Siglufirði, séu reknir úr flokknum! Verða kratarnir í Sambandsstjóm við því, eða halda þeir áfram í sporam „gerræðisstjóm- arinnar“ að reka Eggert Þorbjamarson og aðra beztu áhugamenn verklýðsæskunnar úr félög- unum? Mótmæli gegn valdaráninu Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Eskifirði 16. apríl 1931. Á sameiginlegum fundi verkamannafélagsins Árvakur, verkamannafélagsins Framsókn og jafnaðarmannafélags Eskifjarðar, voru í gær- kvöldi samþykktar eftirfarandi tillögur: Fundurinn mótmælir harðlega valdaráni landsstjómarinnar, þar sem hún í skjóli kon- ungsvaldsins hefir rofið þing, til þess að kom- ast hjá að vantraust næði fram að ganga á Al- þingi. Fundurinn skorar á báða arma Alþýðuflokks- ins að ganga sameinaða til kosninga um iand a’lt, gegn íhöldum og fasisma og að ákveða öll framboð í sameiningu. Samdægurs voru samþykktar eftirfarandi til- lögur á almennum borgarafundi: Fundurinn mótmælir því gerræði 1 ands- stjómarinnar að svifta, í skjóli konungsvalds- ins, fulltrúa þjóðarinnar löglegu umboði fyrir þær einar sakir, að hún er sjálf orðin í minni hluta á þinginu og átelur harðlega slíkt tví- mælalaust þingræðisbrot. Út af hinni herfilegu misbeitingu konungs- valdsins við þingrofið 1931 krefst fundurinn þess, að sambandslögin frá 1918 verði tekin til rækilegrar meðferðar á næsta Alþingi og að samningnum við Dani verði sagt upp og kon- ungsvaldið lagt niður eins fljótt og auðið er. Amfinuur. Hvað líður atvinnubótunum í vor? [Grein þessi, sem fjallar um mál verkamanna í Vestmannaeyjum, átti að koma í aukablaði Verk- lýðsblaðsins fyrir Vestmannaeyjar, sem út kom núna í vikunni, en varð að bíða sökum rúmleysis]. í vetur, þegar hvorttveggja í senn: atvinnu- leysið og kaupkúgunartilraunir atvinnurekenda herjuðu á verkamenn þessa bæjar, var það loks- ins eftir margra vikna bið, að bæjarstjómin treysti sér ekki lengur til að leiða málið hjá sér, því ekki er gott að vita hvað langhrjáður og atvinnulaus verkalýður getur tekið til bragðs, þegar úr hófi keyrir. Verkamannafélagið Drífandi hafði sent bæjarstjóminni bréf og farið fram á að hún semdi við það um kaupgjald fyrir þetta ár. Engum hefðu nú þótt það nein undur þó bæjarstjómin hefði tekið sæmilega í mál þetta og afgreitt það fljótt og vel, því það hljóta flestir að skilja, jafnvel bæjarfulltrúamir hér í Eyjum, að þegar við ekki höfum vinnu, eða að % Ei Eöginn veit hvenær slys ber að höndum. Líftryggið yður. ^ NDYÁIA, sími 1250 | hún er það illa goldin, að við ekki getum full- nægt af henni okkar brýnustu þörfum, getum við ekki heldur borgað í bæjarkassann. Jú, bæjarstjórninni þóknaðist að bera upp er- indi verkamannafélagsins, en sá enga ástæðu til að sinna því frekar. Fyrir hana skipti það engu máli, hvort verkakarlamir fengu nokkuð eða ekkert fyrir vinnu sína. Eftirminnilegast í þessu sambandi er það, hve allir bæjarfulltrU- amir voru innilega sammála urn þetta — „Jafn- aðarmennirnir" þekktust þarna ekki frá Ihalds- mönnum, þó grannskoðað væri. — Hér var því fengin vissa fyrir því að bæjarstjórnin, öll sem einn maður, stóð méð atvinnurekendum í bar- áttunni gegn okkur. Bæjarstjómin slapp þá ekki með þetta — hún var aftur vakin, af svefni „hinna réttlátu“ með öðru erindi frá verkamönnum, — það voru kröfur okkar um vinnu og brauð handa konum okkar og krökkum. Til að friða samvizku hinna hægfara i bæjar- stjóminni afgreiddi hún, eins og kunnugt er, þetta mál með því að senda þá Jóhann P. og bæjarstjórann með Guðlaug í taumi á fund Jónasar til Reykjavíkur, sem hafði aðeins þann árangur, að bæjarstjórnin gat á eftir friðað fólk með tálvonum um að senn yrði byrjað á vinnu við olíutanka Héðins eða sjógeymirinn. Auðvitað var, að þessu sinni ekkert úr nein- um atvinnubótum, því fyrst og fremst var það aldrei vilji bæjarstjórnarinnar að ráða bót á atvinnuleysinu, og í öðru lagi vissi hún, að þá í augnablikinu var það hugsmunamál atvinnu- rekendanna, að hér væri um þetta leyti at- vinnuleysi meðal verkamanna til að geta þving- að þá í vandræðunum inn á. hlutaráðninguna, eftir að mótstöðuafl þeirra var lamað. Nú er svo komið, að fjölda margir verkamenn þræla við fiskiveiðamar upp á aflahlut þann, sem enginn veit, fyr en seint og síðar meir hvort eða hvenær hægt er að koma í peninga og þeir, sem stóðust hlutar freistinguna, stunda nú lausavinnu við skipaafgreiðslur og það, sem til fellur í sambandi við fiskveiðamar. Er fyrir- sjáanlegt, að atvinna þessi verður bæði stutt og léleg og hrekkur lítið til að fylla upp skörð atvinnuleysisins í haust s. 1. og fyrri part vetr- ar. Heimamenn hér, hvort þeir stunda sjó eða landvinnu, verða því sýnilega bráðþurfandi fyr- ir atvinnu, strax að vertíð lokinni og jafnvel fyr. — Þá koma atvinnubæturnar í góðar þarf- ir — þær, sem átti að „geyma okkur til vors- ins“, eins og sumir bæjarfulltrúamir komust að orði. Við skulum þá ekki láta okkur koma til hugar að þær hlaupi þegjandi og hljóðalaust upp í fangið á okkur — atvinnubæturnar. Nei, við skulum vera vissir um, að hinir ráð- andi segi við okkur í vor: Farðu austur, farðu norður, eins og í fyrra o. s. frv. Þá þurfa þeir ekki lengur á okkur að halda í bráðina að þeim finnst. Þeim liggur það vitanlega í léttu rúmi þó við flækjumst frá kerlingu og krökkum út um land í atvinnuleysið, eða yrðum að gefa okkur þar í þrældóm upp á mat. Þeim yrði það auðvitað mest ánægjuefni að við yrðum þar verkfallsbrjótar, sjálfum okkur til skaða og skammar og stétt okkar til bölv- unar. Þetta er eitt af því, sem við verðum að íhuga og varast. Svo framarlega sem við eigum rétt á því að lifá, þá eigum við heimtingu á vinnu og brauði. Við verðum því sem allra fyrst að vekja sam- tök okkar af vertíðardvalanum og búa þau til baráttu, á ný fyrir þeim atvinnubótum, sem við vorum sviknir um í vetur — og ef þær ekki fást með góðu, þá að knýja þær fram með sam- tökum. Út á land förum við ekki nema með okk- ar eigin vilja og samþykki verkalýðssamtak- anna þar. Það skal aldrei um meðlimi Verkamanna- félagsins Drífandi spyrjast, að þeir geri sig að þeim afturkreistingum stéttar sinnar og vesa- lingum að verða verkfallsbrjótar í öðram landsfj órðungum. Stéttarbræður í Eyjum! Allir inn í Verkamannafélagið Drífandi í vor! Knýjum fram atvinnubæturnar. — Allir eitt. Verkamaður í Drífanda. msm Mótmæli gegn inngðngu islands í Þjóðabandalagið (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Akureyri 7. aprií. Jafnaðarmannafélagið mótmælir því kröftug- lega, að Island gangi í Þ jóðabandalagið, sem sýnt hefir sig í öllum atriðum fjandsamlegt verkalýðnum og margafhjúpað sig sem hern- aðarbandalag stórveldanna. Húsavík 6. apríl. Á fundi í „Verkamannafélagi Húsavíkur“ sunnudaginn 22. marz 1931 voru samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Fundurinn mótmælir að Island gangi í Þjóðabandalagið. Telur hann áhæfu að slíkt sé gjört án þjóðaratkvæðis. 2. Fundurinn mótmælir harðlega brottrekstri sjúklingsins Jakobs Árnasonar af heilsuhælinu í Kristnesi og Iýsir fyrirlitningu sinni á gerð- um stjórnarnefndar hælisins í þessu máli. Krefst þess að nefndum sjúklingi sé aftur veitt sjúkravist á hælinu. Ennfremur vottar fundur- inn sjúklingnum Jakob Árnasyni fyllstu samúð sína og virðingu. „ V erklýðsblaðið". Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bj&mason. — Árg. 5 kr., i iausasðlu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaBsins: VerklýíJsblaðiö, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.