Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 3
1. maí Stór kröfuganga undir stjórn Kommúnísta- flokksins. Kratarnir halda enga kröfugöngu I hinni sameiginlegu 1. maí-nefnd verkalýðs- félaga þeirra, sem eru í Alþýðusambandinu, voru kratarnir í meirihluta. Fundu þeir kom- múnistar, sem v’oru í nefndinni, það fljótt, að þeir vildu gera 1. maí að útbreiðsludegi fyrir krataklíkuna. Deild kommúnistaflokksins í Kröfugangan beygir inn í Lækjargölu. Reykjavík og F. U. K. fóru þess á leit að full- trúar þeirra störfuðu í þessari sameiginlegu nefnd. En því var neitað. Leitaði þá Kom- múnistaflokkurinn samkomulags um daginn við [ kratana. Buðu þeir að kröfuspjöld þau, sem krötunum var sérlegur þyrnir í augum, skyldu ekki vera borin, en fóru þess á leit að kommunistar fengju einn eða tvo ræðumenn. Skyldu ræðumenn hafa frjálsar hendur en eigi deila hver á aðra. En kratarnir höfnuðu öllu samkomulagi og kváðust undir engum kringumstæðum vilja samkomulag. Lýstu þeir því yfir, að þeir hefðu í hyggju að gera 1. maí að kosningaagitalions- degi fyrir sig. — Þegar kommunistar bentu á að 1. maí ætti að vera sameiginlegur baráttu- dagur alls verkalýðsins, vildu þeir ekki fallast á það', en kváðust sjálfir eiga daginn! Ekki þorðu kratamir. að leggja út í kröfu- göngu, enda þótti það varla gjörlegt, þar sem svo margir fínir menn eru í flokknum. Þessari vanvirðu á degi verkalýðsins, svör- uðu reykvískir verkamenn á viðeigandi hátt 1. maí. Kommunistaflokkurinn boðaði til fundar á gamla fiskplaninu við Steinbryggjuna kl. lJ/o. Safnaðist þar fljótt saman mikill fjöldi reyk- vískrar alþýðu. Héldu þeir Guðjón Benedikts- son, Eggert Þorbjarnarson, Brynjólfur Bjarna- son, Haukur Björnsson og Þorsteinn Péturs- son ræður. Var ræðum þeirra tekið með dynj- andi lófataki af mannfjöldanum. Engir kratar komu þangað til að trufla. Er slíkt lofsvert. Var þá lagt af stað í kröfugöngu undir rauð- um fánum og kröfuspjöldum. Söngflokkur gekk í broddi fylkingar. Var kröfugangan fullt eins fjölmenn og undanfamar 1. maí kröfugöngur, sem kratamir hafa tekið þátt í, og fór skipu- legar fram. Var gengið um aðalgötur bæjarins og staðnæmst á Austurvelli, þar sem kratamir héldu útifund. Voru örfáar hræður kring um ræðustólana þegar verkalýðurinn kom inn und- ir forustu kommúnista, eins og myndimar sýna bezt. Ræðum krata var heldur fálega tekið, en þó einkum ræðu Ólafs Friðrikssonar, sem ekki gat setið á strák sínum, og var með framórskar- í andi heimskulegar svívirðingar um einstaka kommunista. Um ieið hældi hann svo sjálfum sér að ýmsum fylgismönnum hans varð flökurt. Um kvöldið héldu kommunistar skemmtun í jj K.-R.-húsinu. Var húsið troðfullt. Skemmtu jj menn sér ágætlega og var hin fjölbreytta skemmtiskrá mjög í anda stéttabaráttunnar. Þessi 1. maí-dagur vai' reykvískum verkalýð til sóma. Sýndi hann baráttuhug verkalýðsins og spáir góðu um samfylkingu hans undir merki stéttabaráttunnar, á alvörutímum þeim, sem framundan eru. Út um land var 1. maí víða haldinn hátíðleg- ur við mikilli þátttöku verkalýðsins, t. d. á Ak- ureyri, Siglufirði, ísafirði og Vestmannaeyjum. Norðanlands og á ísafirði gengu nýjir kaup- taxtar í gildi þenna dag, og á ísafirði lagði verkalýðurinn út í harða baráttu fyrir kaup- hækkun og betri kjörum. Á Akureyri vai- geng- in kröfuganga. Slysín á togurunum Mörgum landmanninum mun finnast slysin vera nokkuð tið um borð í íslenzku togurunum, en aftur á móti mun þeim sjómönnum, er til þekkja, ekki finnast þau fleiri en von er á eftir þeim aðförum, sem hafðar eru við veið- arnar. Hvergi nokkursstaðar mun mönnum vera otað eins blint áfram þó augljós voði sé fyrir líf þeirra og limi, eins og á þeim skipum. Þess eru mörg dæmi að hásetar standi að blóðgun, í „kössunum“, meðan „slakað er út“, í því veðri að stórhættulegt má teljast, því falli maður á vírana er honum búið lima eða líf- tjón, án þess að nokkuð verði við ráðið, því þó mennimir sem „slaka út“ taki þegar eftir því, fá þeir ekki stöðvað „trommumar“ í hasti, rennblautar af ágjöfum. Oft standa menn við aðgerð þó það vont sé veður að sjórinn brjóti flatningsborðin og þeir skolist til og frá með hnífana í höndunum, og þá geta ailir séð að það er blind tilviljun sem ræður hvort ekki verða slys að. Þá er netavinnan á „síðunni“ oft engu hættuminni og veldur oft slæmum áföíl- um og vosi. Er það nú nauðsynlegt að lífi og limum manna sé teflt svo mjög í tvísýnu? Nei. Það er ekki, því þetta á ekki við nema þegar veður er það vont að skipið ætti að halda kyrru fynr og vera ekki að veiðum. En þama ráða hagsmun- ir útgerðar og skipstjóra meiru en öryggi sjó- mannanna, og þó einkum hagsmunir skipstjóra sem hefir laun sín af bruttóafla skipsins o>g hirðir þá ekki þó hann leggi menn sína í hættu ef einhver lítil aflavon er. Líka getur maður hugsað að skipstjórar verði kærulausir um líf og limi skipverja sinna, þegar aldrei er hafin rannsókn út af þeim slysum sem verða um borð í togurunum, hversu stórfengleg sem þau eru. Virðist það nokkuð mikið hirðuleysi af vald- höfunum, þegar þess er gætt, að hvað smá- vægilegur skaði sem verður á skipi eða farmi kostar rannsókn, en þó skip komi í höfn með marga menn meira eða minna slasaða, þá þykir ekki taka því að athuga það, bara henda þeim í land og fá aðra í staðinn. Sjómenn! Sameinist nú og krefjist þess að í hvert sinn er slys ber að höndum um borð í I látnir sæta ábyrgð, sem valdir eru að, ef ein- j hverjir eru. Frambjóðendur Kommúnistaflokksins Listi Kommúnistaflokksins í Reykjavík, sem birtur var í síðasta blaði, hefir nú verið lagður fram og verður B-Iisti. Listi sósíaldemókrata vei'ður A-hsti. 1 Vestmannaeyjum verður ísleifur Högna- son í kjöri fyrir hönd Kommúnistaflokksins og verklýðsfélaganna í Eyjum. Var framboð hans lagt fram á miðvikudag með 138 meðmælend- um, verkamönnum og konum. Samkoman á Austurvelli áður en kröfugangan kom. Samkoman á Austurvelli eftir að kröfugangan kom. (Myndirnar teknar með 5 mínútna millibili).

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.