Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 4
Skrípaleikurinii | í Sogsmálinu Blekkingartilraunir kratanna. Hver yill veita erlendu auðfélagi einkaleyfi til að yirkja og starfrækja Sogið? Það var skýrt frá hinu nýja viðhorfi Sogs- málsins í síðasta blaði. Borgaraflokkarnir vilja sem minnst um raálið tala og mun kjöftugum hafa ratast satt á munn, þar sem „Tíminnu skýrir frá því að ákveðið hafi verið að halda málinu leyndu fram yfir kosningar. Hvert er nú hið raunverulega upphaf þessa máls? „Alþýðuleiðtoginnu Sigurður Jónasson er framkvæmdarstjóri og stór hluthafi í fyrirtæki því, sem nefnist Raftækjaverzlun íslands, um- boðs og leppmennskufélag auðhringsins þýzka A. E. Gr. (Innan sviga má geta þess að þessi sami „alþyðuleiðtogi“ er jafnframt framkvæmd- arstjóri og stór hluthafi leppmennskufélagsins: Tóbaksverslun Islands). Maður þessi, sem er al- þekktur „hugsjónamaður“ og alþýðuvinur hinn mesti hefur nú barist fyrir því undanfarin ár, að Sogið verði virkjað til þess að fátækling- arnir geti átt kost á að fá ódýrara rafmagn. Hann er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykja- vík og hefur komið drengilega fram í því, ásamt flokksbræðrum sínum þar að koma í veg fyrir þá svívirðingu að aðrir lampar, en hinir góðu rafmagnslampar frá Raftækjaverzlun Is- lands yrðu keyptir handa barnaskólanum! Samkvæmt því, sem framsóknarkratinn Helgi Briem upplýsti á fundinum í barnaskólaportinu á sunnudaginn var, er það einmitt Sigurður Jónaason fyrir hönd auðhringsins A. E. G. sem hefir nú útvegað Reykjavíkurbæ það kostaboð að ofurselja dýrmætustu auðlind landsins í hend- ur erlendu fjármálaauðvaldi. Og ákafi hans til að hrinda þessu „nauðsynjamáliu í framkvæmd, var svo mikil að hann sezt niður og skrifar grein í Alþýðublaðið þar sem hann berst fyrir því að einkaleyfið verði veitt. Stéttarbróðir hans. framkvæmdarstjórinn Héðinn Valdimarsson og Btór hluthafi í leppmennskufélagi breska auð- hringsins British Petroleum, sem hefir greini- lega sýnt velvilja sinn til alþýðunnar reykvísku (og Hjalta Jónssonar) með baráttu sihni i bæj- arstjórninni fyrir því að ekki yrði troðið á rétt Olíuverzlunar íslands í deilunni sem stóð um lóðirnar undir „tankau verzlunarinnar, komst á snoðir um þessa grein Sigurðar Jónassonar og fékk því til leiðar komið að hún yrði ekki birt fyrir kosningar, Ef þið svo, lesendur góðir, viljíð sjá áfram- hald skrípaleiksins, þá losið grein Héðins í Al- þýðublaðinu, þar sem hann ræðst á framsókn- armennina fyrir það að ætla sér að veita er- lendu auðfélagi einkaleyfi til að virkja og reka Sogið!! Hjósendafundurinn á sunnudaginn. Á sunnudaginn var, var haldinn almennur kjósendafundur í Barnaskólaportinu. Ilöfðu flokk- arnir jafnan ræðutíma. Var hafður hátalari, svo mikill mannfjöldi gat heyrt til ræðumanna. Eu ekki vildi Jónas frá Hriflu láta útvarpa um- ræðum, til þess bændur heyrðu ekki það ,em Framsóknarmenn segja við Reykvíkinga. Ræðum kommúnista var afar vel tekiö af al- þýðunni. Var það mál manna, að uðeins hefði verið deilt um tvu-r stefnur, — stefnu koramún- ista annarsvegai og stefnu allra hinna fiokk- anna hinsvegar. Kommúnistaíiokkiir íslands heldur almennan kjósendafund í dag (laugard.) kl. 8 e.h. í K.-H.-liúsinu Allir frambjóðendur B-listans og ^jöldi annara ræðumanna tala. Leikhóparnir sýna! - A!t alþýðnfólk fJOimenni! Fjandskapur Alþýðublaðsíns og Morgunblaðsins við barnadaginn Heimskulegar lygar. Morgunblaðið reiddist ákaflega þegar aiþýðu- börnin fóru upp í sveit undir rauðum fánum. Og tilfinningar Alþýðublaðsmannanna hafa auð- sjáanlega verið mjög líkar. Alþýðublaðið laug því að börnin hefðu verið látin borga fyrir sig. Allir, sem í ferðinni voru, vita að börnin fengu allt ókeypis, sem auglýst var, ókeypis ferðir og ókeypis 2 glös af mjólk og kökudisk, — hvert eitt einasta barn, sem í förinni var, en þau voru 600. Auk þess fengu bílstjórarnir ókeypis mjólk og brauð. Þá lýgur Alþýðublaðið því upp á vörubíla- stöðina, að hún hafi ætlað að taka 600 krónur fyrir bílana. Þetta eru mestu ósannindi. Bezta samkomulag hefir verið milli bifreiðarstöðvar- innar og P. U. K. Hvorki bifreiðastöðin né nokkur bílstjóri hefir kvartað yfir viðskiftunum. En ýmsir bílstjórar vildu keyra börnin ókeypis, eða fyrir lítið verð, og enginn hefir neitt við það að athuga. Pyrir alla bílana verður borgað eins og upp er sett. Undlr grein þessari stendur „Bílstjóri í Dags- brúnu. Bílstjórar fullyrða að enginn félagi þeirra hafi skrifað greinina, enda er ritháttur Ólafs Priðrikssonar auðþekktur. Þessi rógstarfsemi virðist heldur illa „skipu- lögðu. Allir bílstjórarnir vita að grein Alþýðu- blaðsins er lýgi, hvað þá snertir. Og 600 börn og foreldrar þeirra vita að greinin er lýgi frá rótum, hvað börnin snertir. Sigurjón og Magnús dósent Alþýðublaðið er altaf að bera saman Sigurjón Ólafsson og Magnús dósent. Hér er ofurlítill samanburður; Báðir greiddu þeir Sigurjón og Magnús at- kvæði með því að tollarnir yrðu hækkaðir. Tollahækkunin, sem þeir báðir greiddu atkvæði með, nam árin 1929—1930 samtals 5*4. miljón króna. Báðir eru þeir ákveðnir fylgismenn þess að ísland gangi í þjóðabandalagið, hernaðar- bandalag stórveldanna, sem er að undirbúa her- ferð gegn Sovét-Rússlandi. Báðir gerðu þeir sig ! „eftir atvikum11 ánægða með lausn Islandsbanka- ! málsin8, sem bakar alþýðunni yfir hálfrar mil- jón króna útgjöld á ári. Báðir voru þeir því fylgjandi, að lögregluliðið hér í Reykjavík, sem notað hefir verið á verkamenn í kaupdeilum, yrði aukið. Svo mætti lengi telja. Það er fleira sameig- inlegt, en það sem skilur. Enginn stéttvís verkamaður kýs þá samherj- ana Magnús dósent og Sigurjón Ólafsson á þing. „V erklýðsblaðið". : ibyigðsurm.: Brynjólfur Bj&rnason. — Árg. 5 kr., i | JauBasölu 1S aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: /eokSýdsblaðið, P. O. Box 761, Beykjavík. PventsHíiiðjaH A-cta. Bamaleikvellimir, sem Framsókn lofaði fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar. Hverjir kljúfa íslenska verklýðshreyfingu? Pyrst og fremst þeir, sem bregðast málstað hennar, hækka tollabyrðarnar, sækja fast að komast í þjóðabandalagið, hernaðarbandalag etórveldanna gegn Rússlandi, styðja fasistiska stjórn, taka höndum saman við II. Internatio- nale Alþjóðasamband verklýðssvikaranna, verk- fallsbrjótanna og klofningsmannanna. Allt þetta hafa íslenskir sósíaldemokratar gert. Og í kjölfar hins pólitíska klofnings sigldi beinn klofningur á verklýðssamtökunum. Á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna á Siglufirði í sumar höfðu kommúnistar 30 full- trúa en kratar 12. Eftir að þingið hafði staðið nokkrar mínútur gengu kratar af þingi og klufu sambandið. Á Alþýðusambandsþinginu í haust samþyktu sósíaldemókratar að kommúnistar mættu ekki gegna trúnaðarstörfum fyrir sambandið og að þau jafnaðarmannafélög sem ekki vildu reka kommúnista skyldu ræk úr Alþýðuflokknum. Þar sem kommúnistar voru í meiri hluta hlupu kratar burtu, þar sem þeir voru í minni hluta gerðu kratar þá ræka. Að undirlagi Guðmundar Skarphéðinssonar, frambjóðanda krata í Eyjafjarðarsýsýslu, var verkakvennafélagið á Siglufirði klofið í tvennt. Ólafur og Héðinn gerðu Eggert Þorbjarnarson rækan úr Dagsbrún, vegna þess að hann er kommúnisti. 0g nú bjóða kratar fram menn í Vestmanna- eyjum og á Akureyri til þess að fella frambjóð- endur verklýðsfélaganna þar, ísleif Högnason og Einar Olgeirsson, og koma íhaldsmönnunum að. Allir fullyrða að Einar hefði verið alveg viss á Akureyri, hefðu kratarnir ekki boðið Erling fram, til þess að koma Guðbrandi ísberg íhalds- manni að. Eins og skiljanlegt er, vilja kratar heldur ihaldsmenn en kommúnista á þing. Það væri verkalýðnum á Akureyri til sóma, ef hann léti krötunum ekki takast að koma íhaldsmanninum að, og sendi Einar á þing. Þeir sem eru samþykkir klofningstilraunum kratanna á- íslenskri verklýðshreyfingu kjósa A-listann. Hinir, sem vilja að verkalýðurinn sameinist undir merki stéttabaráttunnar kjósa B-listann

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.