Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.06.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 10.06.1931, Blaðsíða 4
Kjörseðill við alþíngískosníngar í Reykjavíkvík 12, júní A-listí X B-lístí C-listi D-listi Héðina Valdimarsson frkv.sij. Sigurjón Á. Ólafsson afgr.ni. Ólafur Friðriksson ritstjóri. Jónína Jónatansdóttir frú. Guðjón Benediktsson verkam. Ingólfur Jónsson bæfarstjóri. Brynjólfur Bjarnason kennari. • Hósinkranz ívarsson sjómaður. Helgi Briem bankastjóri. Jónas Jónsson alþm. Björn Rögnvaldsson byggingam. Pálmi Loftsson forstjóri. Jakob Möller bankaeftirlitsm. Einar Arnórsson prófessor. Magnús Jónsson prófessor. Helgi H. Biríksson skólastjóri. Svona lítur kjörseðillinn út, eftir að kosinn hefir verið listi Kommúnistaflokksins. Gætið þess vel, að setja kross framan við B-lista, en engin merki annarstaðar á seðilinn. 011 B-listann! Verkamenn og konur Fylkíð ykkur um B-listann Komniúnistaflokkur Islands 'er yngsti stjórn- málaflokkur landslns. En hann kemur ekki fram á sjónarsviðið hjúpaður blekkingum og umvafinn þoku stefnuleysisins. Stefnuskrá hans er birt öllum landslýð og hvergi farið dult með ætlun hans. Pram til orustu! Komið skipulagi jafnaðarstefnunnar á með aðstoð sjálfra ykkar! Afnemið sjálf fátæktina i landinu! Afnemið sjálf stéttaskipulag auðvaldsins! Hleypið sólarljósinu sjálf inn til ykkar! Lýsið heimilin og hitið sjálf á vetrum með rafmagni! Útrýmið berklaveikinni, ekki með „sparnaði" Framsóknar, heldur með skipulagðri herferð á hendur henni! Aukið og eflið sjálf heilbrigði ykkar og hreysti! Látið auðvaldið ekki leika forsjónina! Sjáið ykkur sjálf fyrir atvinnu! Látið auðvaldið ekki stjórna ykkur! Gerið það sjálf! Takið félaga ykkar í Rússlandi ykkur til fyrirmyndar. Vakni ð! Vinnið! Sigrið! Varpið áhyggjum ykkar ekki upp á aðra. Bíðið ekki gæfunnar, aðgerðalaus, hún kemur ykki til ykkar þess vegna. Hugsið sjálf! Starfið sjálf! Þroskið ykkur! Og landið er ykkar! Þarna er boðskapurinn og hans vegna kjósið þið öll B-listann. Hjálparstarfsemi verkalýðsins (A. S. V.) Jafnskjótt og sýnt þótti, að verkfallið á Isa- firði mundi standa um t'íma, hóf ASV innsöfn- un í öllum deildum sínum og víðar. Setti þp.ð upp hj Iparskrifstofu ásamt verklýðsfélaginu Baldur, sem stofnaði verkfallssjóð meðan á verk- fallinu stóð. Undirtektir urðu þegar góðar. Skrifstofan starfaði frá 11.—16. maí að báðum dögum með- töldum og safnaðist til ASV: Reykjavíkurdeild ...... kr. 353.50 Akureyrardeild....... — 65.50 Vestmannaeyjadeild..... — 130.00 Eskifjarðardeild....... — 125.00 Fulltrúaráð verklýðsfl. í Hafnar- firði sendi . . "...... — 130.00 ísafjarðardeild....... — 503.00 Kr. 1307.00 , í verkfallssjóð Baldurs safnaðist: Frá Jafnaðarmannnafél. Isafjarðar . kr. 50.00 Frá verklýðsfélagi Patreksfjarðar . — 100.00 Prá Dagsbrún........— 400.00 Frá ýmsum gefendum á ísafirði. . — 106.00 Kr. 716.00 ASV útbýtti aðeins vörum, og nam úthlutun in alls kr. 507.00, auk þess var greitt úr verk- fallssjóði í peningum kr. 314.63. Urðu 42 fjöl- skyldur með samtals 192 manns varanna að- njótandi. En 29 fjölskyldur með sarntals 130 manns fengu peningastyrk. Var á þeim 6 dög- um, sem skrifstofan starfaði, úthlutað að með- altali kr. 18.83 í vörum og peningum á hvert heimili er styrk fekk. Kaupfélag ísfirðinga gaf 20°/0 afslátt á vör- unum og er það til eftirbreytni fyrir kaupfélög annarsstaða á landinu. Atvinnurekendur litu hjálparstarfsemina illu auga og málgagn þeirra, Vesturland, birti ósvífna grein í þeim tilgangi, að gera hana tor- tryggilega í augum verkalýðsins. ASV er enn óþroskað og langt frá því skipu- lagt sem skyldi. En það hefir sýnt sig, í þau tvö skifti, sem það hefir starfað í kaupdeilum, að nauðsyn þess er mikil og samúð og hjálp- fýsi verkalýðsins er takmarkalaus, þegar. skór- inn kreppir einhverstaðar að. ASV er samhjálparstarfsemi verkalýðsins sjálfs. Deildir þarf að stofna um alt land, og verklýðsfélög þurfa að ganga í sambandið. Starfið er nægt innanlands og eins og við þurf- um kunnske oft að leita til félaga okkar er- lendis, eins þurfum við á hjálp þeirra að halda. Eins og barátta verkalýðsins á ísafirði er bar- átta verkalýðsins um land alt, eins er barátta íslensks verkalýðs í heild, barátta verkalýðsins um heim allan og gagnkvæmt. Verkalýðurinn á íslandi hefir alt of lengi dregið það, að efla sína eigin samhjálp, en nú er hann að vakna. Hvert verklýðsfélag þarf að stofna eigin verkfallssjóð, og ASV þarf að marg- faldast og eflast, sVo það \geti orðið öflugur þáttur í baráttunni. Ótal verkefni bíða úrlausnar. En fyrst og fremst þarf að hjálpa börnum verkalýðsins. Mæðravernd og barnauppeldi er meðal helstu og þýðingarmestu starfa ASV. Ingólfur Jónsson. Hvað má spara? Sþarið! Sparið! hrópar borgarastéttin einum rómi. Hvað meinar hún raeð þessu? Hún mein- ar að það eigi að stöðva opinberar framkvæmd- ir? Ætli það þætti ekki skrítinn bóndi, sem hætti að bera á túnið til að spara? Sparnaður, sem er í því fólginn, að stöðva opinberar fram- kvæmdir, og hindra virkjun Sogsins, er engu betri. • Með sparnaði meina þeir ennfremur, að það eigi að lækka kaup verkalýðsins,- til þess að gróði atvinnurekenda verði meiri, til þess át- veizlurnar geti orðið fleiri og íburðarmeiri, til þess að hallirnar þeirra geti orðið glæsilegri, jafnframt því sem hreysin sem verkalýðurinn verður að gera sér að góðu, verður hörmulegri. Þeir sem eru fylgjandi þesskonar sparnaði, kjósa andstæðinga kommúnista, 12. júní. En verkalýðurinn vill. líka spara. Hann vill spara óhóf yfirstéttarinnar, til þess að þeir sem vinna geti veitt sér brýnustu lífsnaudsynjarnar. Hvað mætti til dæmis spara með því.að ]"»kfra laun allra bankastjóra niður í 60n0 kro. i ? Um það munu kratarnir gcta gefið haldgóðar upplýsingar. En þesskonar sparnað vilja borg- araflokkarnir ekki. Eða hafa kratarnir kannske lagt kapp á það, að fá bankastjóralaunin lækk- uð, nú upp á síðkastið? Kommúnistaflokkurinn leggur til að kostnað- ur við ríkisstjórn og Alþingi lækki um 120,000 kr. Þetta má gera með því að afnema risnufé ráðherra og forseta Alþingis, miða launin við 6000 krónur, sem hámark o. s. frv. Kommún- istaflokkurinn leggur ennfremur til að laun há- launaðra embættismanna séu lækkuð um 200,000 krónur samtals og að bitlingar, sem nema jafn- hárri upphæð falli niður. Af öllu þessu yrði 520.000 króna sparnaður. Það samsvarar árs- launum 260 verkamanna í Reykjavík. Þeir sem eru fylgjandi þessum sparnaðartil- lögum, kjósa B-listann. Hvern yiltu styðja til yalda? Hver sá verkamaður, sem kýs A-listann, er annaðhvort að styðja íhaldsflokkinn eða Eram- sóknarflokkinn til valda. Annanhvorn þessara flokka munu kratarnir bræða sig saman við og 8tyðja eftir kosning- arnar. Hver sá verkamaður, sem ekki vill styðja þessa flokka tll valda, til höfuðs sjálfum sér, greiðir atkvæði á móti þeim 12. júní, greiðir atkvæði með sinni eigin stétt og kýs B-listann. Það þarf að gætn allrar varkárni. í fyrra sumar gáfu ungir jafnaðarmenn út bækling: „Ávarp til ungra alþýðumanna". Þeg- ar verið var að lesa prófarkir af bæklingnum, stóð á einum stað „brezka auðvaldið og ís- lenzkir leppar þess". V. S.* V., sem var við- staddur prófarkalesturinn, vildi óður og upp- vægur láta breyta þessu í „alheimsauðvaldið og íslenzka leppa þess", því annars mundi bölv- að íhaldið nota það á Héðinn og var það sam- þykkt. Það þarf sannarlega að gæta allrar varkárni. Þegar Héðinn talar sem framkvæmdarstjóri. Á fundi sem „Dagsbrún" hélt í vetur með, vörubílstjórum, til að ræða um kauphækkún fyrir þá bifreiðarstjóra sem vinna hjá stór- atvinnurekendum hér í bæ, talaði meðal ann- ars Héðinn. tíagði hann, að ef hann liti ákröf- ur bifreiðarstjóra sem atvinnurekandi, þá væri þær mjög ösanngjarnar og vafi væri á því hvort atvinnurekendur mundu geta greitt svo hátt kaup. Það er ekki amalegt að hafa verkamanna- foringja, sem þannig getur skift um ham. VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. —- Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.