Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3
Alþýðuflokksmönnum sjálfum ofbjóða óheilíndi Alþýðusambandsstjórnenda. Erlingur Friðjónsson, meðlimur Alþýðusambandsstjórn- arinnar, kærður af formanni söltunarfélags verkaiýðsins fyrir svik. 1. ágúst Byltingasinnaður verkalýður allra landa undirbýr sig nú í óðaönn undir kröfugöngur og samkomur til mótmæla gegn stríðsáformum stórveldanna og árásarfyrirætlunum þeirra á hendur verkalýðsríkinu — Sovétlýðveldunum. Dagurinn — 1. ágúst — varð ekki af tilvilj- un fyrir valinu að vera baráttudagur verka- lýðsins gegn auðvaldssyrjöldum. 1. ágúst 1914 hófst fyrsta heimsstyrjöld kapitalistanna. Með aðstoð sósíaldemókrata tókst auðvaldinu að fleka verkalýðinn út í blóðbaðið mikla, sem stóð í fjögur ár, til þess að seðja gTæðgi kapitalistanna. Enn á ný undirbýr auðvaldið og skósveinar þess nýja styrjöld. Vígbúnaður auðvaldsríkj- anna, sem er stórkostlegri en nokkru sinni áð- ur .sannar þetta. Heimskreppan, sem hefir nú teygt hramma sína um öll lönd auðvaldsskipu- lagsins og allar atvinnugreinar, hefir ekki gert vart við sig á sviði hergagnaframleiðslunnar. Styrjaldarhættan er nú meiri en nokkru sinni áður. Að vísu eru hagsmunamótsetningar stór- veldanna innbyrðis miklar, en viðburðir síð- ustu mánaðanna sýna þó ljóslega að þær verði að víkja fyrir sameiginlegu hagsmunamál auð- valdsins: herferðinni gegn verkalýðsríkinu. y Herbúnaður auðvaldsríkjanna er hvergi meiri en í þeim löndum ,sem liggja að landamærum Sovétlýðveldanna. Árásarstyrjöldin væri fyrir löngu hafin ef verkalýðsríkið ætti sér ekki þann bandamann, sem hinn byitingasinnaði ör- eigalýður auðvaldslandanna er. 1. ágúst hefir því geysimikla þýðingu fyrir verkalýðinn. Hann er liðskönnunar- og baráttu- dagur öreiganna í öllum löndum. Því meir sem hin sósíalistiska framleiðsla Sóvétlýðveldanna sýnir yfirburði sína yfir skipulagsleysi auðvaldsþjóðfélaganna, því lengra sem líður að fullkominni framkvæmd hinnar stórkostlegu fimmáraáætlunar verka- lýðsins í Sovétlýðveldunum, því meiri verður hættan á árásarstríði auðvaldsheimsins gegn Sovétlýðveldunum og því meira ríður á sam- eiginlegri vörn verkalýðs allra landa og bai-- áttu fyrir verkalýðsríkin. Auðvaldið sér enga leið út úr hinni óskap- legu kreppu aðra en styrjöld gegn Sovétlýð- veldunum, og hyggst um leið að lægja öldur hinnar sívaxandi byltingahreyfingar verka- lýðsins heimafyrir. Baráttan gegn stríðsáformum stói’veldanna hefir því aldrei verið svo aðkallandi fyrir verkalýðinn sem nú, og íslenzki verkalýðurinn má og getur ekki látið hjá líða að taka virkan þátt í þessari baráttu. Island hefir hingað til verið hlutlaust í hern- aðarlegu tilliti. En svo sem kunnugt er, var ætlun íslenzku auðborgaranna að koma landinu inn í hernaðarbaridalag stórveldanna — Þjóða- bandalagið — á síðasta þingi. Nutu þeir fulls stuðnings sósíaldemókrata um þetta áform sitt. Vegna þingrofsins varð ekki úr þessu, en telja má víst að úr þessu verði á næsta þingi ef verkalýðurinn hindrar það ekk', með öflugri baráttu. Verkalýðurinn, með Kommúnistaflokk Is- lands í broddi fylkingar, verður að hefja öfl- uga baráttu gegn Þj óðabandalaginu, sem með lognu og lævísu friðarglamri hilmir yfir hina geigvænlegu hervæðingu stórveldanna og hern- aðaráform þeirra gegn Sovétlýðveldunum. Með sama friðarglamrinu dregur sósíaldemókratíið um allan heim ennþá mikinn hluta verkalýðs- ins á tálar og beinir athygli hans frá orsölv styrjaldanna — auðvaldsskipulaginu. Verkalýðurinn verður að afhjúpa friðarlyg- ar sósíaldemókratanna, sem sitja við hlið stríðsburgeisanna í Genf á svikráðum við verkalýð Sovétlýðveldanna og allra landa, þ. e. styðja bæði innlent auðvald gegn verkalýðnum í heimalandinu og útlent auðvald gegn verka- lýðsríkinu. Sífellt koma svik krataforingjanna betur og betur í ljós og er nú jafnvel Alþýðuflokks- mönnum sjálfum farið að þykja nóg um. Á Akureyri höfðu gerst þau tíðindi, að Er- lingui- Friðjónsson hafði verið með íhaldinu og „Framsókn“ í að samþykkja það, að gefa síld- arsöltunina frjálsa, til þess að reyna þannig að drepa söltunarfélag verkalýðsins. Sjálf hafði mannfýla þessi gert allt sem hún gat til að spilla fyrir félaginu með því að skrökva því upp, að það hefði skemt síld síðasta ár fyrir hirðuleysi. Þegar svo söltunarfélagið reynir að bjarga sér og tryggja meðlimum sínum, sem er eingöngu skipulagsbundinn verkalýður, atvinnu, ræðst E. F. heiftarlega á félagið í blaðsnepli sínum á Akureyri. Sam- tímis ráðast atvinnurekendur á kaup verka- lýðsins og reyna að lækka það. Er árás Er- lings á verkalýðinn beinn stuðningur við at- vinnurekendur, enda reynir hann að verja þá með því að söltunarfélagið knýi þá til launa- hækkunar með samkeppni sinni. Ki-atarnir berjast fyrir launalækkun. Stærstir þeirra atvinnurekenda, sem lækk- uðu laun verkalýðsins, eru þeir sósíaldemó- kratarnir Jón Kristjánsson og Hallgrímur Jónsson. Eru þetta aðalstuðningsmenn Erlings á Akureyri, sátu áður báðir í stjóm Verka- mannafélagsins, — og E. F. stilti þeim upp sem fulltrúum sósíaldemókrata við fulltrúa- kosningarnar í Verkamannafélaginu í vetur, þegar allir kratarnir féllu. Fór þá H. J. úr úr félaginu. Það var því eðlilegt að Ei’lingur styddi atvinnurekenduma. Það vai'ð hjá þessum mönnum, sem slagur- inn varð við söltun úr „Rán“. Óhróður og ósaunindi Alþýðublaðsins, til að dylja launalækkun kratanna. Kjölturakki brezku auðvaldsþjónanna, rit- stjóri Alþ.bl., er að reyna með lygum að dylja fyrir almenningi aðferð kratanna á Akureyri. Er hann að reyna að koma því inn hjá alþýðu, að það hafi verið eigendur ,,Ránar“*), sem neituðu að greiða hærra kaup við síldai’verk- unina. „Rán“ og hásetar hennar greiða hærra kaup hjá kratafélaginu en þeir hefðu þurft að greiða hjá söltunarfélagi verkalýðsins, — og það að Rán yfirleitt leggur upp hjá þessu kratafélagi, stafar af vélbrögðum þessara at- vinnurekenda, Jóns Kr. & Co., og óhróðri Er- lings og félaga hans um Söltunarfélagið. *) Jafnframt er hann með dylgjur um að E. O. sé hFuthafi í Rán, sem er haugalygi, eins og allt þvaður svikarans O. F. Kommúnistaflokkur íslands, sem brjóstfylk- ing verkalýðsins, verður þó umfram allt að fræða verkalýðinn um uppbyggingu sósíalism- ans í Sovétlýðveldunum, þar sem verkalýður- inn hefir hrist af sér þrældóm ríkjandi auð- valdsstéttar, þar sem verkalýðurinn hefir upp- rætt orsök styrjaldanna — auðvaldið. I hernaðarlöndunum er slagorð verkalýðsins 1. ágúst: Breytum stói’veldastríðinu og árásar- styrjöldinni á hendur Sovétlýðveldunum í stríð gegn auðvaldinu í heimalandinu. Borgarastéttin á íslandi á enn sem komið er ekki her. Verkalýðurinn hefir hindrað að það tækist. I kreppunni, sem harðnar óhjákvæmi- lega hér á landi mjög bráðlega, þegar atvinnu- reltendurnir hefja sókn á kaupgjald verkalýðs- ins, mun auðvaldið enn á ný reyna að skapa sér fast herlið til að berja á verkalýðnum. Þeir, sem neita að greiða hærra kaup, eru sósíaldemókratisku atvinnurekendumir á Ak- ureyri, hinir verðugu flokksbræður Jóns Bald. og Ólafs Fr. En þeir, sem síðan vega aftan að verka- lýðnum, eru ritstjórar Alþýðumannsins og Al- þýðublaðsins, — en hefði þó hinum síðar- nefnda að minnsta kosti verið skammarnær að reyna að sjá til þess, að sunnlenzkir sjómenn létu ekki hafa sig til að berja á norðlenzkum verkalýð. ' Er Alþýðusambandsstjórnandi hluthafi í at- vinnurekendafélaginu á Akureyri? En eftir áhuganum að dæma virðist meir en venjuleg illgirni og skilningsleysi kratafor- ingjanna Erlings og ó. F. búa á bak við þetta, — og liggur þá næst að ætla, að það sé það afl, sem mest áhrif hefir á smásálir eins og þeirra, — sem sé peningamir. Það er vitanlegt að 1928 var Erlingur Frið- jónsson meðlimur Alþýðusambandsstjómar- innar, hluthafi í félagi Jóns Kristjánssonar og fékk sinn ríflega gróða af þeirra ágóða þá. Hvort hann hefir hætt því síðan er oss ó- kunnugt, — en sé svo ekki, þá eru það jafn- framt hans persónulegu hagsmunir og gróði hans á vinnu verkalýðsins, sem Alþýðusam- bandsstjórnandinn er að verja. Svar Alþýðuflokksmanna á Akm’eyri. Kæra send á Erling. En þeim fáu sósíalistum, sem enn eru utan kommúnistaflokksins á Akureyri, ofbuðu að- farir Erlings. Varð það því úr, að sjálfur frambjóðandi Alþýðuflokksins í Skagafjarðar- sýslu, Steinþór Guðmundsson, sem er form. Söltunarfélags verkalýðsins, sendi kæru á Er- ling fyrir svik hans, til Alþýðusambands- stjórnarinnar. Er þai’ með gerð síðasta til- raun þeirra á Akureyri, sem halda að öll Al- þýðusambandsstjórnin sé ekki jafn. gerspillt, til að hnekkja svikum kratabroddanna. En svar Alþýðusambandsstjómarinnar hefir enn sem komið er ekki verið annað en það, að birta vísvitandi villandi frásagnir um verk- fallið, reyna að skrökva upp lygasögum um Einar Olgeirsson og harma, að þessi „prýði- legi maður“ Erlingur Friðjónsson skuli ekki hafa komist á þing! Slíkt framferði sem þetta opnar augu alls verkalýðs og sannra sósíalista fyrir því hve óhæf Alþýðusambandsstjómin er og haldi svona áfram, þá má ganga út frá að Alþýðu- sambandsstjómin tapi ekki aðeins kjósendum sínum, heldur og þeim fáu frambjóðendum, sem eru heiðarlegir sósíalistar, — og hvar stendur hún þá! Þessvegna verður verkalýðurinn 1. ágúst að hefja sókn gegn föstu herliði borgaranna, hvaða nafni sem það verður nefnt (að yfir- skini), en skapa sér vamarlið gegn lögreglunni og verkfallsbrjótum. íslenzki verkalýðurinn verður 1. ágúst að leggja sitt til að hlaða varnarmúr um fyrsta verkalýðsríkið í sameiningu með verkalýð ann- ara auðvaldslanda og rauða herinn, sem er alþjóðlegt iandvarnarlið verkalýðs allra landa, gegn sameiginlegum herjum auðvaldsheimsins. Barátta verkalýðsins gegn styrjöldum er jafnframt barátta gegn auðvaldinu, kúguninni, hungrinu og atvinnuleysinu. Baráttan fyrir vöm Sovétlýðveldanna er jafnframt barátta verkalýðsins fyrir frelsi, at- vinnu, mat, hollum húsakynnum, í einu orði barátta fyrir sósíalismanum. L

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.