Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.08.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 01.08.1931, Blaðsíða 2
Megnasta óánægja sjómanna yíir kaupleysinu. 30. júlí var búið að salta um 54000 tunnur af síld. Voru þar af ca. 30000 sérverkaðar, en ca. 24000 venjuleg saltsíld. Fyrstu farmar salt- síldar eru nú ’famir út frá Einkasölunni og munu hafa selst á ca. 22—23 ísl. kr. tunnan með 85 kg. fob ísland. Gefur það ca. 7.00 fyrir innihaldið. En fyrsta síldin, sem seld var í fyrra fyrirfram, gaf 13.00 kr. innihaldið, en féll strax í byrjun vertíðar. Utan við landhelgi hafði veiðst þann 11. júlí um 40000 tn., en óvíst hve mikið hefir veiðst síðan, því stormasamt hefir verið. Sem stendur er lítil síld og erfitt að segja nm horfur. Síldareinkasalan er ekkert farin að greiða út enn þá og er hásetum öllum, sem eru því miður upp á hlut, hinn mesti bagi að. Eiga þeir meira að segja að greiða fæði sitt sjálfir — og hafa ekkert til neins. Vofir hörmungarástand yfir þeim, ef þann- ig heldur áfram. Kemur nú á daginn það, sem kommúnistar hafa haldið fram, að þeir ættu ekki að ráða sig nema upp á kaup. Eina ráð hásetanna er nú að fylkja sér um kröfur þær, sem verkalýðurinn á Akureyri byrjaði með í vor: 640 krónu lágmarkstrygging til hvers háseta á síldarskipi. Full greiðsla beint frá Einkasölnnni til há- setanna í síðasta lagi í vertíðarlok! mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn Draumur kratanna. „Alþýðublaðinu“ er tamast að birta myndir af fyrirmyndum sínum og tala mikið um þá. Þessvegna birti það um daginn langa grein um mánn einn, er grætt hafði, hálfa miljón á skömmum tíma, og mynd af honum. Þótti „Alþbl.“ þetta ljómandi gott. Síðan komu svo myndir af Jóni Bald. og Héðni! Sést nú hvert hjarta ritstjórans stefnir og hver framtíðardraumur kratanna ér! trá Maxim Gorky til útlendra verkamanna. Félagar! Þér, sem komnir eruð frá öðrum löndum, þér, sem fæddir voruð og hafið lifað undir því ástandi, er borgararnir hafa skapað með yðar eigin höndum, í þeim tilgangi að festa og tryggja vald sitt yfir verkalýðnum — auka hin daglegu þægindi sín og þjóðfélagslegu sér- réttindi. Jafnframt, sem kapitalistarnir eru umhyggjusamir fyrir þægilegu lífi, sem þeir \ eru færir um að veita sjálfum sér, án þess sjálfir að leggja mikið í sölurnar, hafa þeir skapað mjög viturlega heimspeki. Þeir hafa út- búið borgir sínar með góðum vatnsleiðslum og ræsum og sjálfa sig með siðalögmáli, er bezt hæfir lífi þeirra. Þeir hafa og framleitt marga aðra góða hluti, er varpa gullnum blæ á menn- ingu Evrópu. Þessi gylling, sem framleidd er með yðar eigin orku, blindar yður og felur yð- ur hið raunverulega ástand, sem þó er svo augljóst. Með hina nægtarlegu búðarglugga í Berlín, Róm og öðrum Evrópuborgum, fyrir augum, taka menn' ekki svo mjög eftir hinni pestþrungnu, rotnandi menningu borgaranna. Óneitanlega falla molar frá hinum ríkulegu borðum kapitalistanna til hins efnaðri hluta verklýðsstéttarinnar. Það er fyrir þessa mola, félagar, að sósíaldemókratarnir selja fæðingar- < rétt yðar í hendur kapitalistanna. Grænlandsmálið. Islenskir landvinningamenn láta til sín heyra. Þau tíðindi hafa gerzt nýlega, að Norðmenn hafa slegið eign sinni á hluta af Austur-Græn- iandi og Danir kært yfir þessu við dómstólinn í Haag. Kvað málið nú eiga að leggjast fyrir dóm alþjóðaauðvaldsins þar. íslenzka auðvaldið sá því að nú mátti ekki lengur bíða, ef það átti að tryggja sér einhver yfirráð yfir Grænlandi. Aðalfulltrúi þess á Al- þingi, Jón Þorláksson, bar því fram þingsálykt- unartillögu í sameinuðu þingi um að skora á stjórnina að gæta hagsmuna íslands í þessu máli. Talaði hann í framsöguræðu sinni mjög greinilega um, að þar væru góðir möguleikar fyrir atvinnurekstur, ef atvinnurekendur þyrftu að leita út fyrir landið sjálft. Öll bar ræða hans vott um, að hér var aðeins verið að hugsa um hagsmuni ísl. atvinnurekendastéttar- innar og að tryggja henni Grænland, ef henni af einhverjum ástæðum fyndist þægilegra að stöðva rekstur sinn hér um tíma eða fyrir fullt og allt. Vildi hann ekki láta sér nægja minna en gera kröfu til Grænlands í heild og var á móti allrí skiptingu þess meðal fleiri þjóða. ■ Lagði hann blessun sína yfir h'ina svívirðilegu kúgun Dana í Grænlandi með því að telja gott, að þeir hefðu útilokað aðrar þjóðir þaðan og fannst þeir með því hafa geymt það handa íslenzku atvinnurekendunum. Aðallega studdu íhaldsmenn kröfur sínar við hinn „sögulega rétt“, og reyndu að kæfa nið- ur þær raddir, sem komu frá helstu lögfræð- ingum borgarastéttarinnar um hið andstæða og vildu helzt telja slíkt landráð. Einar Arnórs- son taldi t. d. íslendinga engan sögulegan rétt hafa til Grænlands. En æstustu íhaldsmenn- imir vitnuðu þá með fjálgleik miklum í hve vel íslenzkt sauðfé þrifist í Grænlandi og hvemig „íslenzkur“ fiskur sækti þangað, víst til að sanna réttmæti yfirráða annara íslenzkra sauða og þorska á Grænlandi! Er hér beinlínis um landvinningastefnu ís- lenzka auðvaldsins að ræða og er það eftir-. tektarvert merki um siðferðis- og sjálfstæðis- hugsjónir þeirrar íslenzku borgarastéttar, sem fyrst nýlega hefir öðlast pólitískt sjálfstæði og losnað undan yfirráðum erlendrar þjóðar, að hún skuli nú strax gera k'röfu til að drotna yfir þjóð þeirri, er Grænland byggir, og „taka lands og sjávar gæði hennar til notkunar handa sér“, eins og J. Þorl. krafðisr. Fyrir hönd kratanna lýsti Héðinn Valdimars- son því yfir að þeir fylgdu tillögu Jóns Þorl., en vildu hinsvegar helst, að Grænland væri sett undir „alþjóðlega yfirstjórn“. Er vitanlegt hvað það þýðir: undir stjórn alþjóðaauðvalds- ins, skipt ef til vill upp á milli helztu auðvalds- ríkjanna til arðnýtingar. Kemur hér í ljós sem oftar nú á tímum, að íhaldið kemur fram sem erindreki innlenda auðvaldsins aðallega, en kratarnir sem erindrekar alþjóðaauðvaldsins. Ástæðumar til hins vaxandi áhuga fyrir Grænlandi af hendi Norðmanna nú stafa af því, að samkeppnin um fiskveiðamar er að harðna milli Norðmanna og Dana, síðan danska fjár- málauðvaldið og ríkisauðvaldið undir forustu sósíaldemókratisku ríkisstjómarinnar tók að útbúa hinn mikla fiskveiðaflota sem nú veiðir síld norðan íslands. Og ástæðurnar til afskipta íslenzka auðvaldsins af þessu nú stafa einnig af löngun þess til að tryggja sér yfirráð yfir grænlenzkum fiskimiðum og upplagsplássum síðar meir. Krafa kommúnista og allra þeirra, sem við- urkenna rétt þjóða til að stjórna sér sjálfar án erlendra afskipta — í meiru en orði kveðnu — er að Grænlandi verði stjómað af þeim, sem það byggja og með hagsmuni þeirra fyrir aug- um, en hvorki kúgaðir af dönsku einokunar- félagi eins og nú er, né norsku, íslenzku eða alþjóðlegu ríkisauðvaldi á næstunni. Eins og við berjumst fyrir frelsi hinna und- irokuðu stétta, eins berjumst við ennig fyrir algeru frelsi hinna undirokuðu þjóða og álíuum það skyldu allra þeirra, sem sjálfir heyja frelsisbaráttu sína, að styðja þá. Þér hafið komið frá ýmsum stöðum til Ráð- stjórnar-bandaríkjanna og höfuðborgarinnar, Moskva. Þér finnið þar 86% af einlyftum timburhúsum, er ekki hafa notið neinna endur- bóta í 17 ár og voru upphaflega byggð þannig, að götur Moskva lágu í ótal bugðum og krók- um. Þetta er óskemmtileg sjón og dapurleg — ber á sjer svip af menningarskorti. Mér þætti fróðlegt að vita, hve margir ykkar hafa gert sér það ljóst, að hús þessi verða ekki endur- byggð í sama stíl, heldur rifin til grunna og af- máð eins og allt hér það, sem úrelt er og óholt. Venjulega eru fyrstu áhrifin sterk og vara lengi. Yður mun finnast að flest hér hafi á sér lítið menningarsnið. Þessa skoðun byggið þér ef til vill á því, að verkamennirnir hér nota svo lítið línkraga og hálsbindi. Þér hætt- ir því við, útlendi félagi, að lítg á rússneska verkamanninn sem menningarsnauða veru í sambandi við þig. Yður virðist ennfremur, að rássneski verka- maðurinn sé illa þjálfaður, að hann vandi ekki vinnu sína eins vel og þjer eruð færir um. Þetta nálgaðist mjög hinn óskemmtilega sann- leika. En þetta — eins og allt annað í heimin- um — hefir sína skýringu. Verkamenn vorir hugsa ekki einungis um það, að framleiða vandaða vöu, heldur og um hitt, að byggja upp þjóðfélag sósíalismans, hið stéttalausa þjóð- félag, með sem mestum hraða. Þeg/rr ég segi þetta, hefi ég í huga þá verkamen.n, sem eru pólitískt þroskaðir og áhugasamastir. Án efa skiljið þér hversu ómögulegt það er að endur- skapa menningu verkalýðsins á 13 árum — þessara miljóna, er hafa verið tamdar til þess að mala kapitalistunum aub og sem ennþá ‘skilja ekki, að það er verkal ýðurinn, sem nú er húsbóndinn í landi þessu — að þeir bera ábyrgð á öllu, sem aflaga fer, öllum mistökum o. s. frv., bera ábyrgð á öllum sínum gjörðum, sem sameiginlegir stjórnendur landsins, sam- eiginlegir eigendur að öllum auð þess. Verka- lýður Ráðstjómar-bandaríkjanna á mikið starf fyrir höndum. Þér vitið, að jafnframt því, sem honum er nauðsyn á að koma á fastan fót ný- tízku iðnaði í landflæmi, er tekur yfir Vc hnattarins, verður hann að frelsa, 25 miljónir bænda undan ,/ánauð moldarinnar , hann verð- ur að fá þeim í hendur vélar, yfirstíga ein- staklingshyggju bændanna, þennan aldaarf; hann verður að þenna þeim samvinnu, hann verður að kenna þeim fjölbreyttari ræktun, hann verður að kenna þeim að byggja borgir í stað þorpa, hann verður að kenna þeim að leggja miljónir kílómetra af góðum vegum — hann verður, í fáum orðum sagt, að breyta al- gerlega hugsunarhætti 25 miljóna, sem um margar aldir hafa vanizt því að beygja sig fyrir dutlungum náttúrunnar og hindurvitnum kirkjunnar, er ráðið hefir yfir hugum þeirra. Auk þessa sögulega, óhjákvæmilega hlut- verks, verður vérkalýður Ráðstjómar-banda- ríkjanna að fylgjast með því, er gerist í öðr- u mlöndum. Sagan hefir gert hann að forvarð- arliði verkamanna og bænda allra landa. — Þetta er erfitt og ábyrgðarmikið hlutverk. Hann hefir risið upp á móti hinu dýrslega hatri kaptalista allra landa, hatri sníkjudýr- anna, hákarlanna, er nærast á líkum hins strit- andi fjölda. Kapitalistamir eru engir aular, þeir vita það, að öreigalýður allra landa mun óhjákvæmilega leggja út á þá braut, er lögð hefir verið af kommúnistaflokki verkalýðsins í Ráðstjómar-bandaríkjunum. Kapitalistamir eru (

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.