Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Blaðsíða 2
leigjendanna, koma í veg fyrir „ósanngjarnan leigumála í Reykjavík“, eins og Jörundur orð- ar það í frumvarpinu! Rulltrúar húseigendanna eiga að gæta hagsmuna leigendanna!! Dálagleg aðferð. „Kostnaður við nefndina greiðist úr bæjar- sjóði“, segir 1 13. gr. Það er gamla sagan, sem vill endurtaka sig: Verkalýðurinn borgar vönd- inn á sjálfan sig. Fram að tíundu grein er tekið fram hvernig nefndin eigi að starfa. Kærur til nefndarinnar komi annaðhvort munnlega eða skrifiega (ekki á skotspónum?) Nefndin leitar sér svo upplýs- inga, svo málið upplýsist sem be/t. Nefndin hef- ur gerðabók sem skrifað sé í o. 8. frv. I tíundu grein kemur svo rúsínan: „Það er bannað að leigja utanbæjarmönnum húsnæði í Reykjavík“. Með þessari kröfu ætlar „Framsókn11 að slá tvær fiugur í einu höggi: Stemma fólksstraum- inn í sveitunum svo bændurnir hafi meiri vinnu- kraft og aðkomumenn taki ekki vinnu frá þeim verkamönnum, sem í bænum búa. Gangi þessi krafa fram, er með henni lagð- ur grundvöllur að átthagafjötrum, því auðvitað kpma aðrir bæir á eftir með sömu kröfu, og svo kauptúnin og sveitirnar. Þar með er verka- lýðurinn ekki lengur orðinn frjáls að því að leita sér bjargar þar sem hana er að fá. En þegar kemur aftar í greinina sést að þessi krafa er ekki undantekningarlaus. Húsnæðis- nefnd getur veitt þeim leyíi til húsnæðis hér í bænum, er „sannar að hafa með fjárframlögum, er nemi að minnsta kosti eins mikiu eins og verðmæti umrædds húsnæðis, stutt að húsagerð í bænum“. — Þeir sem hafa ekki efni á því að byggja yfir sig hér í bænum mega ekki leita sér atvinnu hér. Hinir, sem hafa efni á því að byggja hér mega njóta þeirra réttinda að bera sig qftir björginni, þar sem hana er helzt að fá — þó ekki sé nema með því að byggja hús og leigja út. Þeir bændur, sem hafa efni á því að byggja hér í Reykjavík, ættu að hafa möguleika til að búa áfram í sveitinai,' vinna þar að framförum og véra stoðir sinna sveita. — Þá m,ega sveit- irnar sízt missa, ef hagur þeirra á að blómg- ast. Og þeir Lafa minnsta þörfina til að leita atvinnu ' til Reykjavíkur. Hinum sem ekkert hafa við að búa í sveitinni er bannað að leita sér atvinnu í Reykjavík. — Þeir eiga að verða það ódýra vinnuafl, sem Framsókn ætlar að láta „bændunum sínum“ í té. Efnaðri bændurnir r Heimskreppa sú, sem gengið hefir yfir öll auðvaldslönd síðan í árslok 1929, hefir nú vax- ið svo í Þýzkalandi upp á síðkastið, að hún hef- ir snúist æ meira upp í pólitíska kreppu hinnar þýzku borgarastéttar. Stéttamótsetningarnar vaxa þar með degi hverjum, verkamenn ganga í tugaþúsundatali yfir til kommúnistanna, flokkur sósíaldemókrata er í hraðri upplausn, fylkingar hins ósamstæða fasistaflokks eru teknar að riðlast, m. ö. o. hinn pólitíski grund- völlur borgarastéttarinnar riðar undir fótum hennar, byltingaskilyrðin myndast og vaxa. Hvemig stendur á því, að heimskreppan tek- ur svo hörðum höndum á Þýzkalandi öðrum londum fremur, þar sem þó ekki verður sagt, að kreppan hafi verið sérstaklega mjúkhent? Það stendur svo á því, að Þýzkaland hefir allt aðra aðstöðu á meðal ríkja auðvaldsins, en önn- ur auðvaldslönd. Þýzkaland hefir, síðan heims- ófriðnum lauk, verið skattlagt af sigurvegur- unum, Bandamönnum, það hefir verið skatt- skylt land, sem greitt hefir í botnlausa hít Bandamannaauðvaldsins miljarða marka. Blóð- skattur sá, sem verkalýður Þýzkalands hefir þannig orðið að greiða til Bandamanna, hefir aukið atvinnukreppu Þýzkalands um allan helm- ing,_hann hefir lagt slíkar byrðar á herðar hinni þýzku alþýðu, að hún fær ekki íengur „Ráð“ Framsóknar. Timinn skratar um dýrtið og heimtar ka,uplækkun. „Framsókn“ skrafar mikið um dýrtíðina í Reykjavík og heimtar, að hún sé minnkuð. Tel- ur „Tíminn“ í állri sinni speki dýrtíðina vera „orsök erfiðleikanna“ undirrót kreppunnar! Eftir því ætti alltaf að hafa verið kreppa í Reykjavík, því dýrtíð hefur verið þar síðustu 10 árin minnsta kosti. Er Tímaspeki þessi hjá- kátleg, þótt auðséð sé að tilgangurinn er að dylja fyrir bændum, að auðvaldsskipulagið, sem Framsókn er að vernda, sé eina orsökin til kreppunnar. Ætlar Framsókn ef til vill líka að leysa land- búnaðarkreppuna á sama hátt — með lækkun vöruverðs? Treystir ríkisstjórnin sér til að lækka áburðinn álíka eins og kjötið lækkar í haust, — eða verður hún að viðurkenna sig van- mátta leiksopp í^hendi auðhringanna og mark- aðsbraskaranna, — ef ekki annað verra? Samvinnan er lofuð sem eina ráðið, sem grípa beri til. Bjargar hún bændum frá verðfallinu? sem hafa efni á því að rækta jörðina og búa í sveitunum mega rífa sig upp og taka atvinnu hvar sem þeir geta. Fátækasti hluti bændanna verður að sitja eftir, þótt hann hafi ekkert við að lifa. Þarna sózt það preinilega að Framsókn erfull- trúi stórbændanna og gætir hagsmuna þeirra. Húsaleigan verður ekki lsékkuð með laga- ákvæðum. Þótt húsaleigan verði lækkuð af húsnæðisnefnd á pappírnum, hafa húseigendur næg ráð til að ná sig upp á allskonar fyrir- framgreiðslum, sem engir samningar ná til. Og þá ber aftur að sama brunni: Þeir fátækustu sitja á hakanum. Nei, eina ráðið gegn liúsaleiguokrinu er að auka húsnæðið svo um muni og gera verka- mönnum kleyft að eignast. sínar eigin íbúðir. Þá lækkar húsaleigan af sjálfu sér án nokk- urra lagaákvæða og nefndarskipunar. Og Jörundur má fara heim og læra betur áður en hann vélar verkalýðinn í’ Reykjavík með blekkingum sínum. Reykvískur verkalýður er nú orðinn þroskaðri, en þegar hann var undir forustu Jörundar Brynjólfssonar hér á, árunum. undir þeim risið og er því farin að búast til að varpa þeim áf sér. Af þessum ástæðum er heimskreppan í Þýzkalandi hálfu harðari en í öðrum löndum auðvaldsins. Skaðabótagreiðslur Þýzkalands til hins franska auðvalds og hins engilsaxneska auð- valds beggja megin hafsins hafa átt stærstan þátt í að lækka laun verkalýðsins þýzka, að skera niður lífsviðurværi hans og skapa það at-. vinnuleysi og þá eymd, sem skýrast kemur í ljós í hungurkröfugöngum hans, sem nú eru orðnar daglegt fyrirbrigði í Þýzkalandi. Þær hafa :í annan stað verið skálkaskjól hinu þýzka auðvaldi til að réttlæta árásir þess á launakjör og lífsviðurværi hinnar þýzku alþýðu. En skaðabótagreiðslurnar gera aðstöðu og baráttu hins þýzka verkalýðs nokkuð sérstæða. Barátta hans fyrir hærri launum og betra lífs- viðurværi er barátta í ennþá alþjóðlegri skiln- ingi en í öðrum löndum. Barátta hans er bein- línis barátta gegn öllum þeim auðvaldslöndum, sem fá sinn hlut af skaðabótagreiðslunum. Ilver sigur, er verkalýður Þýzkalands vinnur, er ekki aðeins sigur yfir hinni þýzku borg- arastétt, heldur einnig sigur yfir borgara- stétt Frakklands, Englands o. s. frv. Verkalýðs- bylting í Þýzkalandi er ekki aðeins bylting gegn auðvaldi Frakklands, Ameríku o. s. frv. Þess- vegna er það ekki að ófyrirsynju, að augu alls heimsins mæna nú á Þýzkaland. Verkalýður allra landa bíður með óttablandinni eftirvænt- ingu úrslita þeirrar baráttu, sem nú er þar háð milli verkalýðs og borgarastéttar. Hann veit að Tryggir hún að síldarverð og þorskverð fari ekki niður fyrir allt? Hefur hún orðið til að hækka bræðslusíldarverðið ? — Nei, með sam- vinnunni einni saman í auðvaldsskipulagi tekst ekki að gera mikið. Og það mun heldur ekki vera tilgangurinn hjá Fr^msókn. Bak við allt hjalið um dýrtíðina, • sem þeir ekki þora að ráðast á svo dugi, og samvinnuna, sem þeir hvorki þora né vilja beita sem gera skal, býr ein raunveruleg krafa og hún gægist fram í síðasta „Tímanum“ (55. bl.^ á eftir verðlækkunarkröfunum og hljóðar svo: „Og þegar svo er komið getur kaupgjaldið lækkað — og vitanlega veltur allt á að það lækki, svo framleiðsla geti átt sér stað“. Þarna kom úlfurinn undan sauðargærunni. í sömu andránni og þetta hræsnisblað talar um, að „miljónir manna hungri. undir veggjum troðfullra birgðaskálanna af mat og öðrum lífs- nauðsynjum“ (Tíminn, sama grein), og veit að þetta stafar af því að kaupgeta alþýðu er of lítil, af því auðvaldið rænir hana framleiðslunni í krafti eignarréttar síns og gín yfir afurðun- um og lætur þær ekki af hendi rakna, þó fólkið svelti til bana, þá heimtar það að kaupið lækki og telur alla framleiðslu vera undir því komna. Þegar framleiðslan stöðvast um allan auð- valdsheiminn, sökum þess áð verkalýðurinn vegna eignavalds auðmannanna ekki fær að njóta hennar, þá heimtar Framsókn möguleika. verkalýðsins til að njóta framleiðsunnar minnk- aða, kaupið lækkað. Það er hennar „ráð“. Framleiðslan veltur fyrst og fremst á því að framleitt sé til að fullnægja þörfum mannkyns- ins, — en ekki handa nokkrum auðmönnum til að braska með framleiðsluna á óvissum mörk- uðum. Og meðan braskframleiðslan og þjóðfé- lag hennar, — sem Framsókn verndar — ekki er afnumið er engra varanlegra bóta að vænta. Tilgangurinn með dýrtíðarhjali Framsóknar er eirigöngu sá að dylja, hvernig nún sjálf er að auka dýrtíðina, með því að stöðva húsabygg- ingar í stað þess að auka þær, með því að hækka tollana og framlengja í stað þess að af- nema þá, með því að vernda þjóðfélag lóða- braskaranna í stað þess að svifta þá eignavald- inu yfir lóðunum, sem fjórði partur þjóðarinn- ar verður að lifa á. Og þegar búið verður að skrafa nógu lengi um dýrtíðina, að menn verða orðnir leiðir á dýrtíðarhjalinu, fyrst ekkert er gert, — þá verður reynt að lækka kaupið, til að gera þó eitthvað! Og það er það, sem á bak við allt býr! En þá er verkalýðnum að mæta. örlög verkalýðshreyfingarinnar í V estur-Ev- rópu eru að miklu leyti undir því komin, hvort hinni þýzku alþýðu tekst að varpa af sér oki innlendrar og erlendrar auðvaldsánauðai. Og auðvald alls heimsins, sem hagsmuna á ab gæta í Þýzkalandi, skelfur af ótta við tíðindi þau, sem orðið geta á hverri stundu í Þýzkalandi. Mussolini skrifar langar greinar um „að menn- ing vor sé í hættu“, þ. e. að miljónagróða auð- valdsins í Þýzkalandi er hætta búin. Stjórn- málamenn Þýzkalands úr herbúðum borgaranna ganga á knjánum fram fyrir hástóla auðdrottn- anna í París, London og Washington, og biðj- ast hjálpar gegn „hinni bolsévistisku hættu“. „Bolsévisminn nemur ekki staðar við Rín“, er viðkvæðið í bænakvaki þeirra! „Hin rauða vofa“, sem Marx og Engels sögðu að færi um Evróþu um miðja seinustu öld, gengur nú svo Ijósum logum um öll ríki auðvaldsins, að borg- urunum kemur ekki blundur á brá. Heimsauðvaldið gengur að því gruflandi, að líf þess hangir á sama þræði og líf hins þýzka auðvalds. Sigursæl bylting í Þýzkalandi merkir byltingu á öllu meginlandi Evrópu. Bylting I Þýzkalandi*) kollvarpar því kerfi, sem klastrað var saman í Versailles 1919, gerir enda á öllum skaðabótagreiðslum og sviftir auðvaldið þeim gróða, er það nú hefir af miljónalánum þeim, sem það hefir veitt Þýzkalandi á síðustu árum. Allar þessar ástæður vöktu fyrir Hoover, er *) Hér pr auðvitað eingöngu átt við verkalýðs- byltingu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.