Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 2
Eyðileggur einkasalan síld fyrir tugi þúsunda króna til að þóknast sænska síldarauðvalldinu? Sjómenn verða að fá sínn hlut fullgreiddan í haust. stéttarinnar, sem enn fylgir þeim, áfram, svíkja þá hvað ofan í annað, en viðhalda þó með þessu móti fylgi þeirra við auðvaldsskipulagið. Hlutverk „Framsóknar“ er mikið og dýrð- legt. Hún á bæði að „vernda þjóðfélag“ auð- valdsins með ríkisvaldi því, sem henni er í hend- ur fengið með aðstoð „sjálfstæðisins,“ — og tryggja það, að bændur, sem auðvaldsskipulag- ið nú pínir og kvelur með kreppu sinni, verð- falli og vaxtaránum, haldi áfram tryggð sinni við „Framsókn“ — og þar með fylgi sínu við auðvaldsskipulagið. „Framsóknar“-höfðingjarn- i.r eiga að ofurselja bændur öllum afleiðingum kreppunnar og hindra um leið að bændur svari þeim með því einu, sem hægt er að mæta þeim, með miskunnarlausri baráttu gegn auðvaldinu. Fyrir þessa þjónustu sína, fá „höfðingjar“ þessir svo með hjálp Jóns Þorl. & Co. að ráða embættum og metorðum auðvaldsríkisins. Auðvaldið útlenda og innlenda hefir tryggð- an veðrétt sinn í höfðingjum beggja þessara fiokka. Því er nú um að gera að blekkja þau 80% íslenzkra kjósenda, sem enn fylgja þeim, til að gera það áfram. En skyldi þó svo fara, að þessir flokkar ekki gætu hamið fjöldann, þá er þriðja gildran til, til þess að fanga þá, sem alveg væru að tapa trúnni á tvo fyrnefnda auðvaldsflokka, og halda þeim rólegum samt. Krataflokkurinn hefir tekið sér það hlutverk á hendur að leika stjórnarandstæðinga — þ. e. a. s. ekki í bæjarstjórnum, þar sem þeir eru í meirihluta, eða í bönkum, þar sem þeir ein- hverju geta ráðið, — heldur í Alþingi, þar sem þeir ekkert geta hvort sem er af sjálfsdáðum. Hlutverk kratanna er það, að segja alþýðu að ástandið sé orðið bölvað, að auðvaldið sé vont og hinir flokkarnir séu „níðingar“, sem skríði saman og alþýðan skuli þessvegna aldrei kjósa svona vonda menn á þing oftar. Hún skuli bara bíða, þangað til kratamir séu komnir í meiri- hluta á Alþingi. — Að vísu gægjast víða fram öðruvísi hugmyndir hjá krötunum, t. d. að þeir eigi að hafa kosningabandalag við „sjálfstæðið“ í næstu kosningum — og í verkunum sýna þeir sig engu minni níðinga gagnvart verkalýð en hinir auðmannafulltrúarnir, samanber Norður- iandskratana. En það stafar af því að þar er verkalýðurinn orðinn svo róttækur, að kratarn- ir hafa orðið að sýna hið sanna andlit sitt sem klofningsmenn, kaupkúgarar og svikar'ar, sem berjast jafnvel með hnúum og hnefum við hlið atvinnurekendanna gegn verkalýðnum. En aðalhlutverk kratanna á nú að vera að segja það, sem fjöldinn er farinn að hugsa og sannfærast um: að auðvaldskipulagið sé orðið ófært og verði að falla. En þegar fjöldinn svo vill fella það, þá segja kratarnir: Nei, við verð* um að bíða, þangað til við fáum þingmeirihluta með úreltri kjördæmaskiptingu og ranglátum kosningarétti! Þeirra hlutverk er að hindra það, að alþýðan verði byltingarsinnuð, viðhalda hjá henni trúnni á þingræði borgaranna. En nú er þeim jafnvel sjálfum Ijóst, að með þingræðinu verð- iir ómögulegt að bjarga verkalýðnum út úr öng- þveitinu. Hjal þeirra um þingræðið er því aþ- eins blekking í þágu auðvaldsins, til að halda róttækri alþýðu frá vægðarlausri árás á auð- valdið sjálft, sem sök er í öllum hörmungunum. Og sú blekking er glæpur gagnvart alþýðu, því hún er notuð til að viðhalda þeirri kúgun og kvöl, sem alþýðan gæti afnumið. \ En auðvaldið hefir sinn trygga veðrétt í krataforingjunum sem hinum höfðingjunum. Þeir þora né vilja sig hvergi hreyfa. En verkalýður og fátækir bændur mega ekki láta blekkjast af verkaskiptingu þessara þriggja stóru flokka, sem vilja halda alþýð- unni rólegri undir okinu. Undir forustu Komm- únistaflokksins, þess eina flokks, sem berst fyrir algeru afnámi auðvaldsins, verður alþýð- an að sameinast til byltingarbaráttu gegn auð- valdsskipulaginu til að vinna sósíalismanum sigur og vinnandi stéttunum völd að dæmi verkalýðs- og bænda ráðstjórnarríkjanna. Það hefir heyrst, að Síldareinkasalan eigi enn eftir frá í fyrra um 3000 tunnur af síld, liggj- andi niðri í Svíþjóð, sem ekki hafi verið seld, af því Einkasalan vill yfirleitt ekki taka upp vægðarlausa baráttu við sænsku síldarauð- menn, sökum þess hve hún er háð þeim pen- ingalega. Ef þetta er satt, þá eru þessar 3000 tunnur líklega alveg ónýtar orðnar og þá fer að verða vafasamt um hvort mikið kemur í við- bót við þær 8,50 kr., sem nú hafa verið greidd- ar fyrir síldina í fyrra. Er þessi verzlunarpólitík Eínkasölunnar al- veg í samræmi við hagsmuni auðvaldsins og framferði allra auðhringa að láta vörurnar frekar eyðileggjast en láta þær komast ódýrt til neytenda, ef auðmennimir tapa við það gróðavon og fé. Fyrir sjómenn á síldveiðiskipunum, sem all- ir eru upp á hlut, er það óþolandi tilhugsun að eiga að hafa allt sitt undir braskinu á síldar- Atkvæðagreiðslunni um tillögur sáttasemj- ara í norsku vinnudeilunni er lokið. Verkamenn neituðu að láta lækka kaup sitt, svo vinnudeil- an heldur áfram. 80,000 verkamenn, þriðji hluti norsku verkamannastéttarinnar, heyir áfram baráttu sína við auðvaldið. En baráttan verður aldrei leidd fram til sig- rus meðan sósíaldemókratarnir, sem stjórna henni enn, fá að halda uppteknum hætti.. Auð- valdinu er leyft að stöðva aðeins þá fram- leiðslu, sem því þykir þægilegast, en sú er látin halda áfram, sem það græðir á og ómiss- andi er fyrir líf þess og völd. Ætli verkalýður- inn sér að sigra verður hann að stöðva þá vinnu, sem auðvaldinu kemur verst, flutningatækin, hafnarvinnuna, járnbrautirnar, jafnvel gas og rafmagn og öll borgarablöð. Það verður norski verkalýðurinn að knýja í gegn, með eða án for- ingja þeirra, sem nú reyna að halda honurn frá því, að láta auðvaldið kenna á mætti hans og rýra með því afstöðu hans í baráttunni og Hveitiverðið í Bandaríkjum Norður-Ameríku féll nú í júlí niður fyrir það lægsta, sem vei'ið hefir síðan kornskráningin hófst 1848. Meðal- verðið var 50 cent fyrir bushel (2 skeppur — 36 lítrar), en var í fyrra 88 fyrir það sama. Meðal bændanna vex hreyfing, er krefst gjaldfrests fyrir landbúnaðinn og andstaða bændanna gegn bönkunum skerpist. í ríkinu Oklohama hafa fjölmargir bændur hætt við að skera upp hveitið, þar sem aðeins átti að greiða markaðnum erlendis og verða auk þess að bíða eftir borguninni jafnvel heilt ár. Nú lítur út fyrir, að sjómenn fái ekki nema 4—500 kr., eft- ir að hafa þrælað allt sumarið — og það minnsta, sem þeir verða að krefjast er að fá út- borgun strax í vertíðarlok. En nú er vitanlegt, að útgerðarmenn reyna að hindra slika útborgun, því hún verður alltaf á þeirra kostnað, og þessvegna er viðbúið, að þegar vertíðinni lýkur, þá sigli þeir skipunum burt án þess að gefa sjómönnum nokkurt tæki- færi til að koma þessum kröfum í gegn og taka á móti útborgun. Þessvegna verða allir sjómenn nú þegar að koma fram með þessa kröfu og heimta svar undir eins. Sjómenn! Ef við aðeins erum nógu samtaka, getum við knúið þessa kröfu í gegn! Sultar- launin, sem auðvaldið skamtar okkur fyrir þrældóminn, eru nógu rýr, þó þau minnsta kosti fáist útborguð strax. stofna sigri hans yfir auðvaldinu í hættu. En ríkisvald atvinnurekendanna er auðsjáan- lega orðið hrætt um að kommúnistaflokknum norska takist að ná þeim áhrifum á verkalýð- inn, að hann grípi til þeirra ráða, sem með þarf til að sigra. Þessvegna hefir norska ríkisstjórn- nú með úrskurði bannað kommúnistum að taka þátt í þeim fundum, sem haldnir verða héðan af um sáttatilboð sáttasemjara. Er þar með verið með lagaboði að svifta hluta af verkalýðn- um — þann róttæka — skoðana- og málfrelsi, — til þess að gera „foringjunum“ hægra fyrir um að fá verkalýðinn til að ganga inn á tillögur þær, sem auðvaldinu eru þóknanlegar. Norska auðvaldið stígur hér skrefinu lengra í fasistaátt en það hefir gert hingað til. En sá norski verkalýður, sem háði bardagann við Menstad á dögunum mun ekki láta undan síga, þótt til skarpari kúgunarráðstafana verði grip- ið. heldur fylkja sér fastar um kommúnista- flokk sinn og sigra. þeim 25 cenþ fyrir bushel Annarsstaðar kreppir svo að bænduiíum að þáir verða að þola hungur. Alstaðar í auSjvalcBheiminum er sama sagan. Hér á íslandi finias'C bændum heldur ekki borga sig að hirða ullina, — eða ef þeir gera það skepnanna vegna þá ekki að þvo hana. Og íyrir 'sjómennina bárgar sig ekki að hirða síld- ina handa bræðslun«m, heldur láta hana eiga sig í sjónum. Þannig notar auðvaldsskipulagið gæði náttúrunnar, rieðan mennirnir hungra. Norska stórdeílan heldur áfram Verkamenn neita kauplækkun. Ríkísvaidið bannar með lagaboðí áhrif kommúnista! Ogurlegt hveitiverðfall í Bandaríkjunum Bændur hætta vsð að skera upp hveiti sökum hins lága verðs.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.