Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 3
Önnur 5 ára áætlun samin fyrir landbúnaðinn. Hvað liður atvinnubótunum ? Þann 4. júlí í sumar var kosin þriggja manna nefnd af Verkamannafélaginu Dagsbrún til að starfa í atvinnubótamálinu. Ég tók það ákveðið fram á þeim fundi, að verkamenn yrðu að fylgjast vel með því, er gerðist í málinu, því ef nokkuru ætti að verða framgengt í þessu efni, yrði verkalýðurinn allur að standa á bak við þær kröfur, sem bornar yrðu fram. Síðan er nú meira en mánuður liðinn og verkamenn eru nú að spyrja mig hvað gerist í málinu; þeir háfa ekkert frá okkur heyrt, frekar en starf okkar væri leynilegt. Ég nota því tækifærið nú til að gefa skýringu á því hvað gerst hefir — hvað nefndin hefir starfað. Fyrsta skrefið. Á fundinum 4. júlí var samþykkt, að Dags- brún léti fara fram skráningu atvinnulausra manna, og skildist mér, að sú ráðstöfun væri gerð til þess að komist yrði sem næst um það ástand, er ríkir í bænum. Af reynslu undanfar- inna ára vissi ég að skráning atvinnulausra, er fer fram eftir auglýsingu á ákveðnum stað og ákveðnum tíma, hefir aldrei orðið annan en handahófsskýrsla — spéspegilsmynd af ástand- inu. Fyrir því gerði ég þá tillögu í nefndinni að fengnir yrðu sjálfboðaliðar er færu um bæinn og tækju skýrslu á heimilunum og gætu um leið komist nær um það ástand, sem er hér. Al- menningur er ekki enn farinn að skilja þá þýð- ingu er skráning atvinnulausra hefir — skilur ekki að það er veigamikill þáttur í stéttabar- áttunni. En það hlýtur að vera í verkahring verkalýðsfélaganna að glæða skilnin'g almenn- ings á þessu atriði eins og öðrum þáttum stétta- baráttunnar. Bresti verkalýðinn skilning á stéttabaráttunni eða einstökum þáttum hennar, stafar það af því, að fræðslustarfsemi verka- lýðsfélaganna hefir ekki verið beitt þannig að hún hafi náð tilgangi sínum. En tillaga min var feld af meðnefndarmönnum mínum af þeirri ástæðu, að ekki mætti venja verkamenn á það að sækja skýrslur þeirra heim til þeirra. Það er það sama og að segja: Ef verkalýðurinn skil- ur ekki stéttabaráttuna, þá má ekki koma hon- um upp á það að fræða hann um hana og leiða hann út í hana. Hefði tillaga mín verið sam- þykkt og framkvæmd, var stigið spor í þá átt að kynnast kjörum verkafólksins og um leið að búa það undir þá baráttu, sem fyrir hönd- um er. Þá var tekin sú tillaga að halda almennan fund til að ræða atvinnuleysið og taka skýrslur um leið, var nefndin nokkurnveginn sammála um þá tillögu, en ekkert varð þó úr framkvæmd- um í þessu og féll það þannig níður. Var nú auglýst skráning á skrifstofu Dags- brúnar og stóð hún nokkra daga. Auk þess var nokkrum sinnum farið í Verkamannaskýlið og teknar skýrslur af þeim mönnum er þar náðist í. Létu skrá sig alls um 280 manns; hefir sú skýrsla verið birt og sýnt ástand þeirra manna, er létu skrá sig, svo ég tel óþarft að taka þá skýrslu upp hér, sérstaklega þegar þess er gætt, að þessir 280 eru aðeins nokkur hluti þeirra manna, sem nú eru ofurseldir atvinnu- leysinu hér í bænum. Skýrslurnar gefa því al- gerlega rangar hugmyndir um það raunveru- iega ástand eins og ]>að er nú. Fyrsta sporið var því víxlspor og gat því ekki náð tilgangi sínum. Frá hærri stöðum. Eitt af fyrstu störfum nefndarinnar var að skrifa fjárhagsnefnd bæj arstj órnarinnar og var farið þess á leit við hana að atvinnubótanefnd Dagsbrúnar fengi að koma á fund hennar og ræða við hana kröfur verkamarma. Fjárhags- nefnd hefir ekki svo mikið sem svarað því bréfi, og sýnir með því, að hún vill ekki virða verka- menn viðtals. Hún veit sem er að kröfur verka- manna myndi ekki falla í starfs-„kram“ hennar. Því næst var ákveðið að skrifa til Alþingis f Ráðstjórnarbandaríkjunum, þar sem verka- menn og bændur undir forustu kommúnista- flokksins fara með völd, er fimmáraáætlunin gamla að mestu framkvæmd, hváð landbúnað- inn snertir, á 2til 8 árum. Hefir nú landbún- aðarráðuneytið útbúið nýja 5 ára áætlun, sem nú er rædd af alþýðunni í ráðstjómarríkjun- um. Eftir þessari nýju áætlun á sáðflöturinn að vera orðinn 200 milj. hektara í lok hennar (var 1917 102 milj. h.). Framleiðslán á að tvöfald- ast. Kvikfjárframleiðslan 2faldast. Fram- leiðslaleiðsla jurta til iðnaðarnotkunar þrefald- ast. Allur landbúnaðurinn á að verða rekinn á grundvelli sósíalismans. Af sáðfletinum eiga samyrkjubúin að hafa 155 milj. ha., en ríkis- búin 45 milj. ha. Vélnotkun við landbúnaðinn á að aukast stór- kostlega, dráttarvélastöðvarnar eiga að hafa yfir 1G miljónum hestafla að ráða. Ræktun iðn- aðarjurca, mjólkun, skepnugjafir o. s. frv. verða alveg véíræn. Samgöngur í landbúnaðin- um verða mestmegnis vélrænar, mest með fiutningsbílum, sem eiga að verða 2miljón að tölu. Svo sem vænta mátti felldi Alþingi kröfu þá, sem kommúnistar kömu fram á atvinnu- leysisfundinum og kratarnir síðan tóku upp á Barnaskólaportsfundinum, um úthlutun á styrk, er næmi minnst 100,000 kr. til að lina í bráð böl atvinnuleysingjanna. Öll efri deild greiddi á móti tillögunni um og lofa því að heyra hvers krafizt yrði af því. Lagði ég fram í nefndinni kröfur til Alþingis er fóru mjög í sömu átt og kröfur þær er sam- þykktar voru á almennum verkalýðsfundi, er haldinn var í K.R.húsinu 16. júní að tilhlutun Reykjavíkurdeildar K. F. 1. út af atvinnuleys- inu (sjá Verklýðsblaðið 18. júlí, 84. tölublað). Voru þær kröfur samþykktar af öllum í nefnd- inni. En er kröfurnar höfðu verið vélritaðar og búnar til undirskriftar, höfðu ýmsar kröfurnar verið felldar niður og aðrar teknar upp. Ilöfðu kröfurnar þannig breytzt, að í stað þess að taka skýrt fram hvers verkamenn krefðust, voru þær meira bendingar til Alþingis hvað það gæti gert fyrir verkalýðinn; og þeim kröfum er mest snerta sumarið í sumar var helzt sleppt, eins til dæmis kröfunum um aukna síldarsöltun og rekstur síldarbræðslustöðvanna. Enginn sérstakur ágreiningur varð þó í nefndinni og voru kröfurnar undirskrifaðar og sendar til Alþingis. En ekkert svar eða fréttir af kröfum þessum höfum við fengið þaðan. Svo var bæjarstjórninni skrifað ítarlegt bréf og gerðar kröfur til hennar að framkvæmdir yrðu hafnar þegar á þeim verkum er fjárhags- áætlunin ætlar fé til, og að sömuleiðis yrði byrj- að á ýmsu öðru, er ekki var tekið upp í fjár- hagsáætlunina, en sem bærinn þarf nauðsyn- lega að koma í verk sem fyrst. Þetta bréf var komið til bæjarstjórnar áður en fundir byrjuðu aftur eftir sumarfríið, en ekki hefir henni þótt tímabært að taka málið rækilega fyrir þá — ætlar víst að salta það nið- ur eins og vant er um öll þau mál, er varða verkalýðinn. Landbúnaðurinn dregst inn í'rafnet landsins og fær 25 miljarða kílóvattstuhda þaðan. 10— 15 miljón hektara verða unnin með rafmagns- vélum. Aðalatriðið í þessari 5 ára áætlun er kvik- fjárræktin. Kjötframleiðslan á að tvöfaldast, mjólkurframleiðslan að þrefaldast. Árleg kjöt- neyzla á að verða 50 kíló á mann og mjólkur- neyzla 350 kíló (eða um pottur á dag). Ennfremur á áð tvöfalda bómullarræktunina og sykurrófaframleiðsluna. Bómullarnotkun og sykurneyzla fer- og fimmfaldast þar með. li/2 miljón verkfræðinga á að menta og komi þeir frá samyrkju- og ríkisbúnunum. 6—7 miljónir samyrkjubænda og verkamanna ríkis- búanna eiga að fá sérmenntun í landbúnaði. 1 miljón byggingarverkamanna eiga að menntast eingöngu til bygginga í sveitunum. 200000 manns eiga að vera á landbúnaðarháskólum bú- anna. Og nú hristir enginn höfuðið yfir þessari áætlun. Menn vita hún verður framkvæmd. En í auðvaldsheiminum brestur landbúnaður- inn saman og hrynur í rústir sakir skipulags- leysis og arðráns auðvaldsins. styrkinn, nema Jón Bald. og Guðrún. En nú auðséð að ríkisvaldið neitar fátækum, íslenzkum verkalýð um allt, hvað lítið sem það er. En hinsvegar er allt sjálfsagt — jafnvel 70 þús. kr. til eins einasta manns — bara ef hann er nógu ríkur, voldugur, útlendur og óþarfur! En alþýðan mun læra af þessu. Þetta er í stórum dráttum það starf sem nefndin hefir afkastað, og verður varla annað sagt, en það sé talsvert að vöxtum á borgara- legan mælikvarða. Hún hefir bent á ótal verk- efni, sem þarf að framkvæma og hún hefir beint til réttra aðilja mörgum þeim kröfum, sem verkalýðurinn atvinnulausi hlýtur að berj- ast fyrir nú þegar fer að hausta og nú þegar. En hún á óleyst það verkefnið, sem krefur mestrar atorku, en er mesta nauðsynin í þessu máli. Og það er að búa verkalýðinn undir þá baráttu, sem fyrir höndum er, og skipuleggja hann til atlögu. Takist henni það ekki er allt starf hennar unnið fyrir gíg. Nefndinni býðst liðsauki. Þegar ekkert fréttist af störfum atvinnu- bótanefndar Dagsbrúnar, Alþingi var komið saman og ekkert sérstakt fréttist þaðan er bent gæti á, að þar yrðu þessi mál tekin alvarlega, en útlitið alltaf að verða ískyggilegra, ákvað Reykjavíkurdeild K. F. f. að halda almennan verkalýðsfund um málið. Var sá fundur haldinn 16. júlí í K.R.-húsinu og sóttu fundinn um 400 manns. Var atvinnuleysismálið rætt ýtarlega og samþyktar kröfur út af atvinnuleysinu — kröfur, sem verkalýðurinn hlýtur að fylkja sér um er til baráttunnar kemur. (Sjá Verklýðs- blaðið 18. júlí, 34. tbl.). Þar var kosin 11 manna nefnd til að skipu- leggja baráttu atvinnuleysingjanna, bera fram og kynna kröfur þeirra o. fl. Þessi nefnd hefir þegar hafist handa. Hún hefir sent Alþingi Framh. á 4. síðu. Hllimi fellir etviinileimsljálp Rikisvaldið neitar atvinnulansum bágstöddum verkalýð um 100,000 kr. en kastar 70,000 kr. i stórrika erlenda idjuleysingja.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.