Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 3
Opið bréf
Kratabroddariir taka yfirráðin.
Krötur verkalýðsius til kratameirihlutaus i einkasölunui
til Jónasar Guðmundssonar verklýðsformanns
á Norðfirði.
Ég veit naumast hvar ég á að bera niður, til
að lýsa starfsemi þinni í verklýðsmálum. Þar
er af svo miklu að taka. Hér hafa atvinnurek-
endur sagt upp samningum. Ætla mætti að
foringinn tæki þegar að halda fundi, til að
herða lýðinn í stéttabaráttunni. lýei. í þess
stað hélztu fund til að tvístra lýðnum.
Blaðið Verkamaðurinn kom af Akureyri. í
því var títuprj ónsstunga til „kratabroddanna“
hér á Norðfirði. Þú tókst hana að þér einum.
Þú varst einmitt að lesa þetta úti á götu, er
þú mættir mér og öðrum manni. Þér var mikið
niðri fyrir og spurðir okkur þegar hvort við
hefðum ritað þetta. „Nei“ sögðum við. Daginn
eftir auglýstir þú fund kl. 4. Ilann var aug-
lýstur samdægurs, svo það var ekki sólar-
hrings fyrirvari, eins og lög félagsins mæla
fyrir. Aðalstarf þitt á fundinum var að hella
úr skálum reiði þinnar yfir kommúnista. —
„Kommúnistar gera ekkert nema að eyði-
leggja alþýðusamtökin og eru hættulegustu ó-
vinir félagsskaparins“, sagðir þú. Merkilegt
var það, að þú gafst alls ekki kost á þér til
samninga, frá félagsins hálfu, eins og undan-
farin ár. Jafn harðvígug stéttabarátta eins og
nú er í uppsigiingu, mun þó aldrei hafa komið
fyrir íslenzkan öreigalýð. Að undirlagi þínu
— því gaztu ekki neitað á fundinum og þar
með er það sannað — lézt þú á næsta fundi
á undan kjósa 2 menn í samningsnefnd, sern
bæði þú og aðrir vissu að voru kommúnistum
fylgjandi, þó flokksbundnir væru. Var það
vegna þess að þú vonaðist eftir kauplækkun
og vildir láta hana skella á herðum þeirra?
Hélzt þú að hungrið mundi knýja fram kaup-
lækkun, án þess að þú þyrftir að vera við það
riðinn eins og undanfarin ár? Þú hefir jafnan
þakkað þér það, sem gert er hér. En það er
tvíeggjað sverð. Það má þá kenna þér urn það
að kaupið hér er lægst á Austurlandi, að und-
anskildum Fáskrúðsfirði, sem nýfarinn er að
heyja stéttabaráttuna. Enginn smábóndi var
svo aumur í gamla daga, að hann ekki léti
fjallgöngumenn sína hafa nesti og nýja skó
til ferðarinnar. Hvað lætur þú þína menn hafa,
sem eiga að ganga á milli herbúðanna? Róg-
burð í nesti. Svívirðingar í skófatnað. Einar
S. Frímann, annar kommúnistinn í nefndinni
— hinn er ég, sem þessar línur rita — hefir
verið varaformaður Verklýðsfélags Norðfjarð-
ar í ca. 18 mánuði. Hann býr í næsta húsi við
þig. Allan þann tíma hefir þú vandlega gætt
þess, að hann ekki fengi að vita um einn ein-
asta stjórnarfund. Svo segir þú: „Þessir menn
vinna ekkert eða illt eitt í félaginu“. Er þetta
að gefa mönnum kost á að vinna? í annari
setningunni á umræddum fundi sagði þú: „Ég
vil afsala mér formennskunni í hendur vara-
formanns'*. í hinni: „Það væri réttast að reka
þessa 2 menn úr félaginu“ og hirtir þann
þriðja í númerið. Þar held ég að þú hafir sett
met í „krata“-rökfræði hvað samræmi snert-
ir og ættir frægur að verða fyrir. Þú hótaðir
jafnvel að segja þig úr félaginu, í von um að
eitthvað af andlegum vankakindum og sauðar-
sálum gerði slíkt hið sama. Fari svo, þá hafa
þær aldrei verið í félaginu sín vegna, heldur
þín vegna. Þú veizt, að verklýðsfélagsmenn
hafa oft neitað að vinna með utanfélagsmönn-
um, til þess að fá þá inn í félögin. Er þá ekki
enn meiri ástæða til að neita að vinna með
mönnum, sem reknir eru úr félagi? Ég segi
jú. Hvað þýðir það? Hordauða. Þú telur með
öðrum orðum réttast að drepa þessa menn fyr-
ir það að þeir eru kommúnistar og það að há-
tign þinni var gefið ofurlítið olnbogaskot.
Sakir á þessa menn komu engar fram aðrar.
Ég spurði þig hvort þú skildir nokkuð hvað
kommúnismi væri. „Ég skil það sjálfsagt
miklu betur en þú“, var svarið. Gott og vel.
Höfuðdrættirnir á mínum skilningi eru þessir:
Síldareinkasala íslands er gjaldþrota, eftir
þeim upplýsingum, sem aðalfundur hennar gef-
ur. Hún skuldar 1.700.000 kr. og á upp í það
109 þús. tn. síldar, sem vart munu nægja fyr-
ir helming skuldanna.
Ekki vantar þó, að útgerðarmannastéttin,
sem ráðið hefir Einkasölunni með tilstyrk í-
halds, Framsóknar og krata, hafi ekki gert
nógu miskunnarlausar tilraunir til að bjarga
sér út úr öllu saman, með því að velta tapinu,
sem mest yfir á sjómenn og verkalýð í landi,
Sjómannalaunin hafa með aðstoð kratanna
verið sett niður í ekki neitt sakir hlutaráðn-
ir garinar. Verkakvennalaunin hafa verið lækk-
uð og í stórum stíl svikist um að greiða verka-
laun.
En allt kom fyrir ekki. Útgerðarmannastétt-
in setti samt einkasölu sína á hausinn og nú
sér allur landslýður þann skopleik hvernig
hver flokkurinn reynir að velta skuldinni af
sér. Útgerðarmenn og íhaldið þykjast nú vera
með afnámi einkasölunnar og langa aftur í
sína frjálsu samkeppni. En kratarnir vilja
halda henni áfram og hafa nú tekið völdin
einir saman. Boða þeir nú þegar minnkun
framleiðslunnar og þar með aukið atvinnu-
leysi í síldarvinnunni og lækkun kaups.
Stjórn einkasölunnar skipa nú: Erlingur
Friðjónsson, Finnur Jónsson, Jón A. Pétursson
og Gunnlaugur Sigurðsson Siglufirði.
Er Alþýðusambandsstjórnin þar með búin
að taka á sig ábyrgð og stjórn Síldareinkasöl-
unnar opinberlega. Varamenn eru: Halldór
Friðjónsson, Jón Kristjánsson, Þorsteinn Sig-
urðsson og Haraldur Gunnlaugsson, allir á
Akureyri. Þarf nú ekki frekar að spyrja hvers-
konar klíkustjórn verður í Einkasölunni þar.
En meðan kratar og íhald bítast um hvort
betra sé auðvaldseinkasala eða auðvaldssam-
keppni og vilja fá sjómennina til að ráða sig
upp á hlut næsta sumar, tekur verkalýðurinn
sjálfur sína afstöðu, undir forustu Kommún-
istaflokksins, móti drottnun útgerðarmann-
anna yfir síldarútveginum, móti auðvalds-
skipulaginu í síldinni, hvort heldur það birtist
í mynd frjálsrar samkeppni eða einkasölu,
hvort sem því er stjórnað af íhaldi, framsókn
eða krötunum, hverjum fyrir sig eða öllum
saman.
Á fjölmennum sjómannafundi sem haldinn
Róa skal að því öllum árum, að ala upp iiarð-
snúinn byltingasinnaðan lýð í stéttabaráttuna,
er lætur athöfn fylgja ákvörðun og aldrei
missir sjónar á mætti samtaka sinna, né held-
ur hinu að bylta um auðvaldsskipulaginu og
byggja siðan upp ráðstjórnarríki á rústum
þess. Ef þú skilur þetta betur en ég, hvers-
vegna ert þú þá, sjálfur öreigalýðsforinginn,
slíkur óvinur kommúnista, að þú stóðst í raun
og veru með hnífinn á hálsum þeirra, en brast
hug eins og Neró gamla forðum. Svarið við
óvináttu þinni við. kommúnista liggur þráð-
beint við. Þú óttast þá. Hversvegna? Vegna
þess, að þeir hafa þveröfugar skoðanir á þjóð-
félagsmálum við þig, því annars gæti ekki
verið um svona gífurlega óvináttu að ræða frá
þmni hálfu. En hverju fylgir þú þá? Auðvald-
inu auðvitað. Eða viltu benda mér á eitt ein-
asta ríki, þar sem auðvaldið hefir látið í minni
pokann fyrir samningavopnum kratanna. Ónei,
vesalingur, það munt þú aldrei geta. Og þú
j kallar þig öreigalýðsforingja. Á þessum sama
fundi sagðir þú: „Það er allt lýgi, sem er í
Verklýðsblaðinu“. Það prédikar skaðsemi auð-
valdsins, sem og ógnir kreppunnar. Ofanritaða
var í Varðarhúsinu 3. des., vóru eftirfarandi
tillögur samþykktar:
Fundurinn álítur að reynzlan af Síldareinka-
sölunni sé rohtögg á ríkisrekstur innan auð-
valdsskipulags. Jafnframt lýsir fundurinn
þeirri skoðun sinni, að gamia frjálsa sam-
keppnisfyrirkomulagið sé jafn ómögulegt nú
og áður, svo engin bót væri að því að fá það
aftur nú-
Þessvegna álítur íundurinn eina möguleik-
ann fyrir sjómannastéttina tii að öðlast
trygga afkomu og varanlegar bætur á kjörum
sínurn þann, að auðvaldsskipulagið með allri
sinni frjálsu samkeppni og einkasölum, sé af-
numið og sósíalisminn komist á. Skorar fund-
urinn á alla sjómenn að hefja harða baráttu
fyrir þessu takmarki og hugsjón allra vinn-
andi stétta, sem nú er eina björgunin út úr
því hörmupgarástandi, sem auðvaldið hefir
leitt alþýðu í.
En meðan auðvaldsskipuiagið stendur, skor-
ar fundurinn á sjómenn að fylkja sér urn eft-
irfarandi hagsmunakröfur, til þess að forða
þeim sem mest frá afleiðingum kreppunnar:
1. Afnám hlutaskiftanna, en í staðinn komi
kaup og premia, þó svo að lágmarkslaun
minnst 640 kr. séu tryggð sjómönnum yfir
síldveiðitímann.
2. Sjómenn fái í viðbót við núverandi út-
borgun 5 kr. á tunnu, er gangi á undan öllum
öðrum greiðsluni Síldareinkasölunnar.
Fundur sjómanna í Reykjavík skorar á
fulltrúa Alþýðusambandsins, sem nú hafa al-
ger yfirráð yfir Síldareinkasölunni, að fram-
kvæma undireins eftirtaldar kröfur sjómanna:
1. Greiða af því fé, sem inn kemur héðan af
til Síldareinkasölunnar, beint til sjómanna allt
upp í 7 kr. hlut á tunnu fyrir síldina í sumar
og gangi sú greiðsla fyrir öllu öðru.
2. Tryggja sjómönnum, sem á síld verða
framvegis, hvort heldur þeir eru ráðnir upp á
hlut eða kaup og premiu, lágmarkskaup, t. d.
640 kr., er þeim sé greitt beint frá Einkasöl-
unni.
3. Tryggja það að vinnulaun gangi sífellt
fyrir öllum öðrum greiðslum þannig, að sjó-
menn og verkafólk í landi fái kaup sífellt út-
borgað á haustin áður enn nokkuð annað er
greitt.
fullyrðingu fengu verkamenn beint í hausinn,
á fundi, frá þér, foringjanum, þegar þú áttir
af herða þá sem bezt í stéttabaráttunni, sem
fyrir höndum er. Með þessari síðasttalinni full-
yrðingu neitar þú því að nokkurt auðvald og
nokkur kreppa sé til. Hugsun þín er þá þetta.
Ykkur verkamönnum líður vel, því að engin
fjárkreppa eða fátækt sækir að ykkur. Látið
því allt kyrt liggja og sofið rólegir. Auðvald
er ekki til. Það er bara ein af lygum Verklýðs-
blaðsins. Hversvegna telur þú lýðnum trú um
þetta ef þú ekki fylgir auðvaldinu? Þú skipar
í raun og veru öreigum að sofa, til þess að
auðvaldið geti tekið vígi þeirra fyrirhafnar-
laust. Þú hefir ekki getað fundið betra ráð en
þetta til að sundra samtökum öreiganna, enda
mun það ekki gott og ósigur*vís, ef notað væri.
Fjármálastjórn þinni er þannig háttað, að
verklýðsfélögin hér Austanlands hafa kastað
mest öllu sínu fé í hina botnlausu eyðisluhít
þína, Jafnaðarmanninn. Hann hefir þó aldrei
fiutt ærlega setningu í stéttarbaráttumálum
öi'eigalýðsins, að undanskilinni einni smágrein,
sem einmitt er eftir Einar S. Frímann. Sex
hundruð króna blóðtaka þótti þér mátuleg í