Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Page 3

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Page 3
Sjómannaverkfallið i Evjum Utvegsbankinn í Vestmannaeyjum hefir forustuna í baráttunni gegn kröfum sjómanna um fast kaup. Tvær krötugöngur vikuna sem leið. A. S. V. og verkföllin. Söfnun hafin um land allt. Styrksending frá Berlin. Hinn 21. þ. m. hóf A. S. V. söfnun *sína til styrktar verkfallsmönnum í Keflavík og Vest-^ mannaeyjum. Þrátt fyrir atvinnuleysi og fjár- skort alþýðu hefir þegar safnast töluvert fé. Hér í Reykjavík eru komnar um 350 krónur til gjaldkera. í Vestmannaeyjum hafa safnast rúmar 800 krónur í peningum 'og á annað þúsund í vörum. Auk þess hefir frézt um söfnunina á Akureyri, Siglufirði og' fsafirði. Mörg verklýðsfélög hafa þegar samþykkt styrkveitingar til verkfallsmanna sumpart gegnum A. S. V. og sumpart beint. Járniðn- aðannannafélagið í Reykjavík gefur 100 krón- ur og Verkakvennafélagið Ósk á Siglufirði 30 krónur til A. S. V. Sjómannafélagið í Reykja- vík og Dagsbrún gefa 300 krónur hvort beint til verkfallsmanna. F. U. J. hefir haldið skemmtun til ágóða fyrir verkfallsmenn. Á lienni söfnuðust um 12 krónur til A. S. V. Þegar um leið og söfnunin var hafin sendi miðstjórn A. S. V. íslandsdeildarinnar skeyti til miðstjórnar A. S. V. í Berlín (alheims- Alþjóðleg aðstoð i vændum. Skeyti frá miðstjórn A. S. V. í Berlín. Mótmæli gegn grimdaræði atvinnurekenda. „Berlin 30. jan. 1932. f nafni þeirra 20 miljóna verkamanna, starfsmanna, bænda og menntamanna, sem eru í A. S. V. vottum við verkamönnunum og sjómönnunum sem í verkföllum standa, bróðurlegasta samúð vora og eldheítar baráttukveðjur. — Þótt nú séu gerðar til okkar kröfur til styrktar verkföllum í öllum auðvaldslöndum, munum við samt reyna að senda hjálp. Lifi sigursæl barátta sósíalistiskt verkalýðs gegn svívirðilegri launalækkun og fasistisku grimdaræði atvinnurekenda. Við heimtum fullkomið frelsi fyrir verklýðsfor- ingjana og fullkominn verkfallsrétt. Miðstjórn Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins. Klara Zetkin. Willi Múnzenberg. Henri Barbusse. Francesco Misiano. Sven Linderoth. Prófessor Alfons Goldschmith. Georg Ledebour. Poul Scholze.“ stjórnarinnar), skýrði frá hinni miklu þýð- ingu þessara verkfalla fyrir íslenzkan verka- lýð og bað um styrk. Svarið kom um hæl. Þrátt fyrir það þótt A. S. V. verði að styrkja ótal verkföll í öllum auðvaldslöndum, er heitið aðstoð. Skeytið birt- um vér hér í blaðinu. f öðru skeyti frá Berlín sama dag er tilkynnt að 100 mörk séu á leiðinni sem bráðabirgðastyrkur. í Vestmannaeyjum hefir á 10 dögum verið úthlutað 484 krónum í peningum og matvæli og fatnaður fyrir 1286 krónur. í Keflavík hef- ir ekki verið um neina úthlutun að ræða ennþá vegna þess, að deilan stendur nú aðeins milli atvinnurekenda og Alþýðusambandsins, en A. S. V. er hvenær sem er reiðubúin til að styrkja Keflavík, þegar þess verður þörf, og þess verður krafizt. Sama gildir um Blönduós. A. S. V. skorar á alla einstaklinga og félög sem enn hafa ekki styrkt söfnun þess, að gera það nú þegar, jafnframt er skorað á alla safnendur að skila af sér sem fyrst. og sem oftast. Miðstjórn A. S. V. fslandsd. Munið að úrslit verkfallsins í Vestmannaeyj- um velta á því hve mikla hjálp A. S. V. getur Veitt. — Notið hverja einustu frístund til að safna fyrir A. S. V. í síðasta blaði var ítarlega skýrt frá deil- unni í Vestmannaeyjum. í kaupdeilu þessari hefir ekkert nýtt gerst síðustu viku, stórút- gerðarmenn neita að semja við Sjómannafé- lagið og allt stendur við sama. En það sem eftirtektarvert er við verkfallið er það, að Útvegsbankinn hefir algjörlega í hendi sér forustuna í kaupdeilunni gegn sjó- mönnum. Það er reyndar ekkert nýtt að banka- valdið í Vestmannaeyjum hafi kúgað niður kaup verkalýðsins. En nú er svo komið, að bankinn neitar útvegsbændunum um lán nema með því skilyrði að þeir ráði sjómenn sína upp á hlut, eða með öðrum orðum, semji ekki við Sjómannafélagið. Kröfum útvegsbænda til bankans um að fá lán án milligöngu kaupmanna og kaupfélaga, hefir á engan hátt verið sinnt. Enn einu sinni eiga fátækir bændur og sjómenn í Vestmanna- eyjum að fá að þræla heila vertíð til þess að grynnka á eyðsluskuldum nokkurra ístru- belgjakaupmanna við bankann. Nú er svo komið að „allra flokka bankinn“, — banki Jóns Baldvinssonar — stendur fremstur í kaupkúguninni gegn verkalýðnum. Kratarnir reyna að veikja samtökin í Vest- mannaeyjum með rógburði. Jafnhliða því sem Jón Baldvinsson, forseti Alþýðuflokksins, rekur erindi atvinnurekend- anna í Útvegsbankanum, reyna kratabroddar að rógbera deiluna í Eyjum. Á fundi sem haldinn var í Sjómannafélaginu í vikunni sem leið, tróðu nokkrir kratar upp með hinar og aðrar lygar um sjómannasamtökin í Vest- mannaeyjum. Formaður félagsins, Sigurjón Ólafsson, greip lygar þessar glóðvolgar, hljóp á fund sem haldinn var í Verkakvennafélag- Allt stendur við sama í Keflavíkurdeilunni. Morgunblaðið heldur áfram að æsa til hermd- arverka og hefir á hverjum degi fundið upp nýjar lygasögur til þess að gera verkamála- ráð Alþýðusambandsins ábyrgt fyrir því að vélbáturinn „Hulda“ fórst. Er þetta gert í þeim tilgangi að æsa upp hugi smáútvegs- manna í Keflavík og rugla huga þeirra, svo að hann sé ekki móttækilegur fyrir neinum skynsamlegum rökum. Er Morgunblaðið og erindrekar bankavaldsins í Keflavík með þessu á góðum vegi að leggja útgerð smáútvegs- manna í rústir og gera þá sjálfa að öreigum. Flestir smáútvegsmennirnir í Keflavík hafa þegar fyrir löngu séð þetta og vilja semja. En vikapiltar Ólafs Thors hindra það. Samn- ingstilraunir hafa þegar verið gerðar, en árangurslausar. Um afstöðu Alþýðusambandsins verður að segja hér nokkur orð. Það hefir látið við bann- ið eitt sitja, enda þótt hér hafi verið nauð- syn á allt öðrum ráðum og gagngerðari. Því að með banninu einu varð ekki hindrað, að atvinnurekendur í Keflavík eyðilegðu verka- lýðsfélagsskapinn þar. Þetta hefir mönnum ÖREIGAÆSKA. Svo heitir bæklingur, sem Samband ungra kommúnista hefir gefið út núna nýlega. Fjall- ar hann um baráttu verklýðsæskunnar, bar- áttusamtök hennar, hlutverk hennar sem stoð í allsherjarbaráttu verklýðsins, nauðsyn- inu í sama húsi og hélt þar svívirðilega ræðu um samtökin. Sagði hann meðal annars að Sjómannafélagið hefði samið fyrir skammar- lega lágt kaup við smáútvegsbændurna og að aldrei hafi hlutur verið svo aumur að hann hafi ekki náð slíku kaupi. Sannleikurinn er sá, að kaup það, sem náðst hefir með samningum við smáútvegsmenn, er síst verra, en hinar upphaflegu kröfur sjó- mannafélagsins, sérstaklega vegna þess að tryggt er hækkandi kaup, með frekari krónu- lækkun. Kratarnir virðast því hreint og beint reka erindi Útvegsbankans og mæla með hlutnum, sem þýðir að sjómenn yrðu margir að ganga alveg kauplausir frá vertíðinni — og sumir þeirra jafnvel skuldugir fyrir mat- inn. Afstaða kratanna til hinnar harðvítugu deilu verkalýðsins í Vestmannaeyjum sýnir greini- legast hvaða hug þeir bera til verklýðssam- takanna, að þeir skuli grípa til þeirra ráða að veikja fylkingar verkalýðsins þegar mest á reynir að þær séu traustar, af þeirri einföldu ástæðu, að kommúnistar hafa forustu í deil- unni fyrir hönd verkalýðsins. Kröfugöngur í Vestmannaeyjum. Tvo daga í röð í síðustu viku gengu sjómenn í Eyjum kröfugöngu um bæinn til þess að bera fram kröfur sínar og hvetja alla alþýðu- menn að standa með verkfallsmönnunum. Jafn- framt báru þeir fram kröfur Kommúnista- flokksins fyrir hönd atvinnuleysingjanna um atvinnubætur eða atvinnuleysisstyrk frá bæj- arstjórn. Voru kröfugöngur þessar fjölmennar og tóku þátt í hinni fyrri 150 manns en í síð- ari kröfugöngunni voru 240 manns, þar af um 30 konur. eins og Ólafi Friðrikssyni og Héðni Valdimars- syni heldur ekki dulizt. Það er opinbert leynd- armál, að þeir gerðu eina tilraun til þess að manna bát og senda til Keflavíkur. Báðu þeir í þessum tilgangi um mótorbátinn „Faxa“, sem er eign Útvegsbankans. En þá brá svo ein- kennilega við, að Jón Baldvinsson, sem eins og allir vita er fyrst og fremst Útvegsbankastjóri og aðeins í öðru lagi forseti Alþýðusambands- ins, neitaði að lána bátinn og tók þar með fullkomlega afstöðu með atvinnurekendunum í Keflavík. Er þetta enn ein sönnun þess, að Alþýðusamband íslands er þess ekki megnugt að heyja þá stéttabaráttu, sem leiðir til sig- urs svo lengi sem agentar auðvaldsins spila þar fyrstu fiðlu. Keflvískir smáútgerðarmenn! Hagsmunir ykkar eru ekki sömu og fiskheildsalanna og bankanna í Reykjavík. Látið ekki vikapilta þeirra eyðileggja atvinnu ykkar, lífsmöguleika og framtíð. Gerið sömu kröfur og stéttarbræð- ur ykkar í Vestmannaeyjum. Þær fáið þið að- eins uppfylltar í bandalagi við verkalýðinn til sjós og lands! ina fyrir öflugri pólitískri forystu, er leitt geti hana fram til sigurs í baráttunni. Bæklingur- inn er ein örk og kostar 25 aura. Kaupið bæk- linginn og gerist útsölumenn hans. Hann fæst hjá Afgreiðslu Verklýðsblaðsins, Aðalstr. 9B, P. O. Box 761, Reykjavík. Kcflavikurdcilan

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.