Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) III. árg. Reykjavík 1. marz 1932 9. tbl. BlMtWáwhi lÉrtti Allt hlutafé Utvegsbankans tapað á 2 árum Ríkíð tekur á síg ábyrgð á ðlium innstæðum bankans. Alþýðuflokkurinn með »þ|óðnýtingu skuldanna«. Effgert Claessen. Tveir mánuðir eru liðnir síðan „Verklýðs- biaðið“ fletti ofan af hneykslum gamla ís- landsbanka og ki-afðist þess að bankastjórar hans væru teknir fastir. Studdist það jafnvel við hæstaréttardóm í málinu. En valdastjórnin hefir hvergi rumskað og borgarablöðin, að Al- þýðublaðinu meðtöldu, þagað. Staðreyndimar hrópa til himins um glæp- samlegt athæfi Islandsbankastjóranna. Skrif- stofumaður hjá St. Th. á Seyðisfirði er ráðinn „eftirlitsmaður“ við útbúið á Seyðisfirði tU 5 ára og greiddar 75 þúsund krónur fyrirfram í '\ laun. Peningum er þannig stolið af banka- stjórunum sjálfum handa gæðingum sínum og í pólitískar mútur, en blöðin þegja! Dóms- málaráðherrann hreyfir sig hvergi. Claessen & Co. gengur laus — og rekur erindi útgerð- armanna og útgerðarbankans í Keflavík. Sæmundi Halldórssyni í Stykkishólmi eru greiddar 15000 krónur á mánuði í tvö ár, þrátt fyrir stórskuldir sem hann er í fyrir- fram. Hvort féð hefir farið til íhaldsblaðanna hér skal ósagt látið; á því leikur í öllu falli sterkur grunur. En bankastjórarnir ganga lausir. þegar Ó. Fr. skrifaði greinir í Alþýðublaðið til að vara við íslandsbanka. Nú rak hver greinin aðra í Alþýðublaðinu til að róma hin- ar nýju sparisjóðsbækur Útvegsbankans. Þeim var stillt út í glugga Alþbl. og menn óspart hvattir til að láta fé sitt á vöxtu þar, ef eitt- hvað ættu. En menn virðast lítt hafa trúað Alþbl. í þessu sem öðru — og fleiri urðu til að taka fé sitt út úr bankanum en leggja það inn. 3 miljónir króna eru teknar út úr bankanum á þessum 2 árum. En fyrst meðmæli Alþbl. ekki dugðu, tók Jón Bald. & Co. til sinna ráða. Altalað er að aðalráðið hafi verið eftirfarandi: Gamlir seðlar, sem átti að draga inn, eru látnir vera áfram í gangi. Bankinn svíkst und- an innlausnarskyldu sinni. Eða eins og sagt mundi vera ef aðrir ættu í hlut: falsar pen- ingaseðla fyrir 750 þúsund krónur og setur þá í umferð. Þannig útvegar hann sér veltufé er nemur 3/4 'miljón. I svokallaðri „skýrslu", sem birtist í Morg- unbl. hefir nú bankastjórnin játað, að hafa sett inndregna seðla í umferð í stórum stíl. Til þess að dylja seðlafölsunina, bætir bankastjórnin gráu ofan á svart og gefur ekki út yfirlitsreikninga yfir rekstur og hag bank- ans í 3 mánuði, ág.—okt. 1931. Ofan á seðla- fölsunina bætist í raun og veru reikningsföls- un. Hvað myndi hæstiréttur dæma um þessa aðferð við reikningsfærslu ? Þar sem þessar 750 þúsund krónur ekki nægðu var gripið til annars ráðs. Auk þess sem almenningur ng ríki eru svikin með ólög- legum seðlum, tekur bankinn, að sögn, upp á því, að svíkja inn á lánardrottinn sinn, Lands- banka íslands, falsaða víxla. Hljóðbær er eft- irfarandi saga orðin: Maður sem fengið hefir 400,000 króna víxil út á fisk, greiðir víxilinn að fullu og fiskurinn er seldur. En Útvegs- bankinn lætur hann skrifa upp á víxilinn á- fram, þó ekkert veð sé nú fyrir honum, — og víxillinn er lagður inn í Landsbankann sem trygging fyrir skuldum Útvegsbankans. Ónýt pappírsblöð eru látin gilda sem 400,000 kr. Þegar hætta er á að svik þessi komist upp, er auðvitað séð um að kippa öllu þessu í lag, allir ílokkarnir eru samábyrgir og enginn hreyfir sig. Nú er spumingin hvort bankinn viðurkennir þessar aðferðir sínar eða hvort séð verður um að eyðileggja allt sem sannað gæti málið, svo Útvegsbankinn gæti heimtað hvern þann sem ræðst á hann, dæmdan t. d. í i/2 miljón kr. sekt, eins og Islandsbanki gerði á árunum, þegar braskið var hvað ógurtegast. Yfirvofandi gjaldþrot, — hótun um að loka. En orðasveimur sá, sem út barst um aðferð- ir bankastjóranna mátti sín meir en meðmæli Alþbl. 3 miljónir króna eru teknar út úr bank- anum á skömmum tíma. 22. febr. er svo langt komið að bankastjórnin skrifar fjármálaráð- herra bréf þess efnis, að bankinn verði að loka um morguninn, ef ríkisstjómin ekki ábyrgist innstæðuna. Hnífurinn er settur á hálsinn. Peningamir eða lífið! — segir Útvegsbankastjórnin eins og fyrirrennari hennar fyrir tveimur árum. En nú rís enginn Jónas frá Hriflu upp til að ráðast á bankann í Tímanum. Nú myndast Al- þýðuflokkurinn ekki einu sinni við að sýna mótspyrnu á yfirborðinu. Nú ganga bæði „Jón- asarmenn“ og kratar með því að skella á al- þýðu allri ábyrgðinni á innstæðum í Útvegs- bankanum. Það reið baggamuninn að 1930 var íslandsbanki einkaeign Ihaldsins, ef svo má segja, og þess vegna var íhaldið og skyldfólk þess æstast í ábyrgðina þá, — en 1932 var Útvegsbankinn orðin sameign allra flokkanna þriggja og þess vegna gekk ábyrgðin svo greiðlega. Samábyrgð á skakkaföllimum — þjóðnýting á skuldunum. Alþingi Islendinga — bar sig auðvitað að, sem svo virðulegu 1000 ára þingi sæmdi, fór að dæmi forfeðra, er taka árásum ræningja karlmannlega — og gafst upp við fyrstu hót- un. Klukkan 10 um kvöldið var settur lokaður fundur í sameinuðu þingi og málið rætt, á- byrgðin ákveðin. Daginn eftir voru lög um! á- byrgð á innstæðum afgreidd frá Alþingi. — Það eru öðruvísi aðfarir en þegai' hungraðir atvinnuleysingjar biðja um styrk. Samábyrgð flokkanna þriggja um öll afglöp •auðvaldsins hvar sem er, hefir hvað áþreifan- legast sannast með atkvæðagreiðslunni um mál þetta. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæða- laust. Eitthvert eftirtektaverðasta atriðið í því sambandi er afstaða sósíaldemókratanna. Sömu mennirnir, sem árið 1930 þóttust vera algerlega andstæðir því að taka á sig ábyrgð- ina fyrir innstæðuna í íslandsbanka þá og stimpluðu slíkt sem „þjóðnýtingu skuldanna", greiddu nú atkvæði með ábyrgðinni. Alþýðu- sambandsstjórnin ákveður sjálf á sambands- stjómarfundi (að Ól. Fr. meðtöldum), að vera með þessu. Héðinn Valdimarsson var einn þingmanna andstæður þessari aðferð, en þorði samt hvorki eða vildi ganga móti hneykslan- legri samþykkt flokksins — og sat hjá. Afleið- ingin af að tveir af fjórum þingmönnum Al- þýðuflokksins eru bankastjórar í Útvegsbank- anum kemur nú í ljós. Samábyrgð kratanna og auðvaldsins er fullkomin. ,,Hjáseta“ H. V. er ætlað sem klókindabragð er verður hjákát- Og á meðan feta arftakar í fótspor þeirra. Eftir að gamli íslandsbankinn varð gjaldþrota 14. jan. 1930 og sendi sitt alræmda hótunar- bréf, hefir nú Útvegsbankinn á tveimur árum farið sömu leið og sendi nú 22. febr. sína til- kynningu um yfirvofandi lokun til ríkisstjórn- arinnar. Og hið nýja gjaldþrot Útvegsbankans á sér álíka forsögu og hitt, þótt ekki hafi enn tekizt að fá hana jafn rækilega birta. Seðlafölsun — víxilsvik? Það tók þegar síðastliðið sumar að kreppa að Útvegsbankanum. Kreppan hefir komið hart niður á honum, þrátt fyrir „þjóðstjóm" hans og „sósíalistiskan“ rekstur Jóns Baldv. og blessun þá, sem Alþýðusambandið lagði yfir hann. Nú var það af sem áður var, 1921,

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.