Verklýðsblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 4
Þrátt fyrir innflutningshöft og kreppu
stendur okkar árfega vorútsala nú yfir.
•»
Allar yörur yerzlunarinnar eru seldar með miklum afslætti
Notið tækifærið, meðan úrval er nóg.
Marteinn Einarsson & Co.
íljótt og skilvíslega og vinna sleitulaust að
útbreiðslu þess.
Vérklýðsblaðið verður að gera þá kröfu til
iivers kaupanda síns, að hann meti það þess
að borga það hið allra fyrsta.
Verklýðsblaðið inn á hvers einasta heimili
vinnandi manna og kvenna á íslandi!
Verklýðsblaðið keypt og borgað af öllum
stéttvísum verkalýð og bændum.
Fangelsun
Islandsbankastjóranna.
Verkalýðurinn fylkir sér um kröfu
Kommúnistaflokksins.
Á þingmálafundinum á ísafirði báru kom-
múnistar fram eftirfarandi tillögu og var hún
samþykkt í einu hljóði:
„Fundurinn lítur svo á, að með dómi
Hæstaréttar í kaupkröfumáli Kristjáns Karls-
sonar, fyrv. bankastjóra í íslandsbanka, á
liendur Útvegsbankanum, hafi fengizt endan-
leg staðfesting á því, að fyrv. bankastjórar
Islandsbanka, þeir Eggert Claessen, Sigurður
Eggerz og Kristján Karlsson, hafi gert sig
seka um óverjandi útlán úr bankanum og fals-
anir á reikningum hans í því skyni, að halda
leyndum fyrir þjóðinni raunverulegum efna-
liag hans. Telur fundurinn að með því móti
hafi bankastjórarnir ekki einungis gert sig
skaðabótaskylda, heldur hreint og beint brot-
lega við hegningarlögin.
Fundurinn krefst þess af þessum ástæðum
að Alþingi hlutizt til um, að fyrverandi banka-
stjórar íslandsbanka verði teknir fastir, sett-
ir undir sakamálsrannsókn og látnir sæta
fullri ábyrgð fyrir allt það tjón, sem þeir hafa
bakað þjóðinni, með óstjórn sinni á bankan-
um“.
Svipuð tillaga var samþykkt á Þingmála-
fundi á Húsavík.
„Hluthafarnir“
f Utvegsbankanum.
Um. það leyti sem flokkamir þrír veltu 30
iniljón króna tapi íslandsbanka yfir á alþýðu
landsins og endurreistu bankann undir nafn-
inu „Útvegsbanki íslands“, æddu íhaldsmenn
um og ginntu fólk til þess að kaupa hlutbréf í
Útvegsbankanum fyrir þriðjung eða helming
af sparifjárinneign sinni.
Notuðu fhaldsmenn allar hugsanlegar leiðir
til þessa. 1 hvaða augnamiði ? Til þess að hindra
það að íslandsbanki yrði gerður upp og fjár-
svikin og miljónaskuldir útgerðarmanna og
reykvískra heildsala gætu óáreitt aukist.
Sem dæmi um þessar aðfarir fhaldsmanna
má nefna að gamall verkamaður í Vestmanna-
eyjum sem hafði sparað saman 12—14 hundruð
krónur í fjöldamörg ár, lét fyrir fortölur Jó-
hanns Jósefssonar ginna sig til þess að kaupa
hluti í bankanum fyrir helming innstæðunnar
og var honum sagt, að hann gæti hvenær sem
er selt þessi hlutabréf aftur með fullu verði.
Nú er þessi gamli verkamaður atvinnulaus
og heilsuveill og þarf á þessum peningum að
halda, en getur auðvitað ekki fengið þá.
Krafa verkalýðsins verður að vera sú, að
þeir menn, sem á þennan hátt hafa gert sig
seka um hrein fj'ársvik, verði látnir sæta
ábyrgð gerða sinna.
Verkalýður Akureyrar með K.F.I
Verkalýðurinn á Akureyri hélt fund fyrir
troðfullu húsi 25. febr.
Andrés Straumland flutti erindi. Leikhópar
sýndu þar smáleik.
Tillögur kommúnista í atvinnuleysismálun-
um voru allar samþykktar. Einnig áskoranir
til Alþingis um að samþykkja atvinnuleysis-
frumvarp K. F. I.
Kafli úr bréfí
úr Barðastrandarlireppi.
[Hðlundur þessa bréfkafla er bóndasonur í Barða-
strandarhreppi. Hefir hann skrifað nokkrar góðar
greinar í Alþýðubl. og hefir Ámi Ágústsson skrif-
að um hann verðskuldað lof fyrir hæfileika hans
og brennandi áhuga fyrir jafnaðarstefnunni].
........Rúmið í blaðinu er auðvitað allt of
lítið og stækkun blaðsins nauðsynleg nú þegar,
ef mögulegt væri. Verklýðsblaðið er orðið ótrú-
lega útbreitt út um land og mjög áhrifamikið,
þrátt fyrir hina ýmsu örðugleika. Fjárhagur
kaupenda blaðsins er óneitanlega mjög þröng-
ur, nú sem stendur, og á sennilega meirihluti
þeirra erfitt með að standa í skilum við blaðið
þrátt fyrir góðan vilja. En Verklýðsblaðið má
alls ekki hætta að koma út. Starf þess er of
þýðingarmikið fyrir framtíð verklýðssamtakanna
hér á landi að slíkt megi ske. Alþýðan í land-
inu á að slá skjaldborg um þetta eina lands-
blað sitt, því að eins getur það orðið henni sá
skjöldur sem það þarf að verða, í baráttunni
við auðvaldið og leppa þess.
Mér þykja Dagsbrúnar-kratarnir vera farnir
að færa sig upp á skaftið, að neita einum þekkt-
asta og mikilvirkasta verklýðsforingja á landinu
um upptöku í félagið. Að vísu voru þeir búnir
áður að neita þeim Hauki Björnssyni og Sig.
Halldórssyni um inntöku, og reka Eggert Þor-
bjarnarson úr félaginu, svo menn gátu búist
við ýmsu góðu frá þeim herrum. Þetta held eg
að flestum hafi komið á óvart, að Einari Olgeirs-
syni skyldi verða neitað um yfirfærslu úr Akur-
eyrarfélaginu í Dagsbrún, manninum sem mest-
an og beztan þáttinn hefir átt í því að skapa
sterk og áhrifarík verklýðssamtök norðanlands;
enda er norðlenzki verklýðurinn viðurkendur
einhver stéttvísasti og baráttufúsasti hluti ís-
lenzka verkalýðsins.
Reykjavíkurkratarnir með Héðinp og Olaf Fr.
í broddi fylkingar mega eiga það víst, að þetta
og annað því líkt framferði þeirra skaðar alls
ekki Kommúnistaflokkinn, heldur þvert á móti.
Með þessu auglýsa þeir sitt sanna innræti, og
þess mun skamt að bíða, að sá hluti verklýðs-
ins, sem enn fylgir þeim að málum, segi að
fullu og öllu leyti skilið við þá, og heyji bar-
áttuna við auðvaldið á þeim grundvelli, sem
Kommúnistafiokkur Islands vill.
Guðm. B. Vigfússon.
Eimskip leg-gur upp „Selfoss'* og
,,LagarloB8u. „Brúarfoss“ stöðvaður
hálfan mánuð.
Sífelt versnar óstjórn íslenzka auðvaldsins.
Framleiðslan stöðvast sökum þess að að fram-
leiðsluöflin þola ekki lengur yfirráð og
drottnun auðvaldsins.. Útflutningurinn minnk-
ar og þarafleiðandi sigla íslenzku skipin tóm.
„Eimskipafélag íslands“ hefir því lagt upp
„Selfossi“ um óákveðinn tíma og leggur
upp „Lagarfossi“ á næstunni. „Brúarfoss" er
stöðvaður fram til 8. marz. Atvinnuleysið
eykst, — en á sama tíma er „Eimskip“ að
reyna að auka atvinnu stéttadómara og fanga-
varða með því að fá leiðtoga verkalýðsins í
Vestmannaeyjum dæmda í fangelsi.
0 Kol & Koks 0
Kolasalan S.f. - Sími1514
Vinnuf atnaður
allskonar.
Ódýrast og bezt
hjá
O. Ellíngsen.
Gunnar Benediktsson
flytur erindi í Varðarhúsinu miðvikudaginn 2.
mars kl. 8V2 síðd.
EFNI:
Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16.
Aðgöngumiðar fást 1 Bókaverzlun E. P. Briem
Bókaverzlun Ársæls Árnasonar og Hljóðfæra-
húsinu Laugav. 38 (útibúi) í dag og á morgun
og við innganginn og kosta 1 kr.
Félag ungra
kommúnista
í Reykjavík
heldur félagsfund fimmtudaginn 3. þ. m. kl.
8V2 í fundarsalnum við Bröttugötu.
Mörg áríðandi mál á dagskrá.
Allir félagar verða að mæta og sýna skír-
teini við innganginn. Þeir félagar, sem ekki
ennþá hafa fengið sér skírteini, fá þau við
innganginn. Stjómin.
FJÁRBRUÐL ÚTVEGSBANKANS.
Sem dæmi upp á fjárbruðlið í Útvegsbank-
anum má nefna, að ein heildverzlun í Reykja-
vík, Hallgrímur Benediktsson & Co., mun nú
skulda bankanum um 2 milj. króna.
A. S. V.
Innheimtustjórar þeir, sem' ekki hafa enn
skilað • söfnunarlistum, eru beðnir að gera það
nú þegar. — Skrifstofan opin alla daga kl.
4—7 e. m.
LEIGJENDAFÉLAG
er í undirbúningi að stofna nú á næstunni.
Ættu leigutakar að hafa það hugfast og mæta
á stofnfundinum þegar til hans verður boðað.
VERKLÝÐSBLAÐIÐ.
ÁbyrgÖarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., 1
lausasölu 15 aura ointakiö. — Utanáskrift blaös-
ina: Verklýösblaöiö, P. 0. Box 761, Reykjavík.
Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.
Prentsmiöjan Acta.