Verklýðsblaðið - 12.04.1932, Page 2
stuðnings þjóðstjórnarkröfunni. Viðburðimir á
þinginu síðustu daga, er önnur hlið ]>essarar
sömu baráttu.
Þegar á allt er litið, má telja víst, að „þjóð-
stjómin" fæðist áður en langt urn líður, þó að
samningarnir kunni að stranda nú í bili. Hún
mun skapast upp úr vaxandi kreppu og þaraf-
leiðandi nauðsyn auðvaldsflokkanna til þess að
fylkja liði í árásinni á lífskjör alþýðunnar ís-
lenzku. Hún verður „Jósafat Jósafatanna“, sem
íslenzk alþýða verður að beita sameinuðum
kröftum sínum gegn í lífsbaráttu sinni.
H.
Keflavíkurosigurínn
og Sigurjón Á Ölafsson
Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómanna-
félagsins skrifar grein í Alþýðubl. til að af-
saka framkomu sína í Keflavíkurdeilunni, er
hann hindraði það, að hásetar og kyndarar á
„Vestra“ gerðu samúðarverkfall eins og þeir
höfðu ákveðið.
Innihald þessarar afsökunargreinar er eftir-
faiandi: •
1. Sigurjón viðurkennir, að Verklýðsblaðið
skýri í öllum atriðum rétt frá afskiptum hans
af „Vestra“.
2. Sigurjón skýrir frá því, að hann hafi
sagt „meðstjómendum“ sínum frá þessu og
hafi þeir verið á sama máli og hann. (Vafa-
laust er hér átt við Sjómannafélagsstjórnina
og verkamálaráðið).
3. Sigurjón segir að það hefði „varðað við
landslög“ ef hásetar og kyridarar hefðu gengið
úr skipsrúmi.
4. Loks segir Sigurjón að ef mennirnir
hefðu farið af „Vestra“ myndi skipstjóri óð-
ar hafa mannað skipið með verkfallsbrjótum,
og verkfall hásetanna og kyndaranna hefði því
enga þýðingu haft, þ. e. Sjómannafélagsstjóm-
in og „verkamálaráðið“ hefðu látið skipstjóra
fara frjálsan ferða sinna með verkfallsbrjót-
ana.
Fyrir þá, sem kunna að draga ályktanir af
því, sem þeir lesa, era þessar játningar Sigur-
jóns mjög lærdómsríkar. Því það er ekki nóg
aneð að Sigurjón játi að Verklýðsblaðið hafi
skýrt rétt frá framkomu hans, heldur er auk
þess viðurkennt, að kratamir í Sjómanna-
félagsstjóminni og verkamálaráðinu séu allir
meðsekir í þessu athæfi. Og það, sem mest
er um vert, Sigurjón skýrir hreinskilmslega
frá því, hvemig Sjómannafélagsstjómin og
Verkamálaráðið myndu hafa hagað sér, ef
skipsmenn á Vestra hefðu framkvæmt áform
sitt. Þeir ætluðu sér að svikja sjómennina á
„Vestra“ og lofa skipstjóra að manna skipið
með verkfallsbrjótum ,4 fullri sátt við Sjó-
mannafélagið“ án þess að grípa til þeirra ráð-
stafana, sem hverju verkalýðsfélagi ber skylda
til þegar þannig er ástatt.
Hvernig myndi verkamálaráðið og stjóm
fijómannafélagsins hafa hagað sér í þessu
máli, ef þar hefðu ráðið menn, sem gætt
hefðu einföldustu skyldu sinnar við verka-
lýðssamtökin ? Þeir hefðu þegar í stað til-
kynnt skipstjóra, að ef hann mannaði skipið
með verkfallsbrjótum, þýddi honum ekki að
reyna að sigla skipi til eða frá íslenzkum höfn-
um upp frá þvi. Því hvert það skip, sem hann
Tæri skipstjóri á, væri í banni verklýðssam-
takanna. Og ef skipstjóri hefði vitað það, að í
stjóm verklýðssamtakanna sætu sannir full-
trúar verkalýðsins, þá hefði honum ekki dottið
í hug, að reyna að fá verkfallsbrjóta á skip-
ið. Og ef þetta hefði verið gert, hefði orðið
að taka fiskinn aftur úr skipinu og samúðar-
verkfall hásetanna og kyndaranna á „Vestra'*
hefði getað ráðið úrslitum í Keflavíkurdeil-
unni og leitt hana til sigurs.
En Sigurjón og félagar hans svikust undan
merkjum. Og ekki nóg með það. Þessi grein
Sigurjóns í Alþýðubl., stappar nærri yfirlýs-
Prá Eyrarbakka
Verkalýðurinn samþykkir kröfur kommúnista
á þingmálafundi, sem Framsóknarþingmenn-
irnir boða til.
Á þingmálafundi sem að haldinn -var á Eyr-
arbakka í febrúarmánuði, fór Jörundur Bryn-
jólfsson nokkrum orðum um það, að Fram-
sóknarstjórnin hefði verið helzt til of bjart-
sýn á framtíðina, og ekki geymt tii vondu
áranna, sem stjórnin, eftir orðum þingmanns-
ins, ekki hafði dreymt fyrir, en það verður
að álíta að stjórnin hafi sofið, eða í það
minnsta haft lokuð öll skilningarvit, úr því
að stjórnin hafði litla eða enga hugmynd um
viðskiftakreppu þá, sem um hinn kapitaliska
heim hefir geisað undanfarin ár, og er nú
búin að læsa klóm sínum í landið. Þá talaði
Magnús Torfason um að hagur og líðan verka-
lýðsins hefði batnað mjög á seinni árum, en
í þess stað hefði hagur og öll afkoma (og þá
auðvitað líðan) atvinnurekanda versnað mjög,
og að lítil ástæða væri fyrir menn hér að
vera óánægða, því að allir hefðu nú alls-
næktir við að búa, eftir því sem hann sagðist
til vita, og mun verkamönnum hafa skilizt að
lítt gæti hann sett sig/ í spor atvinnuleysingj-
anna eða gert sér grein fyrir bágindum
þeirra, enda gat hann þess, þegar verkamenn
báru fram tillögur sínar (sem fara hér á eftir)
að hann teldi sér ei skylt að taka þær til
greina, þótt að samþykktar væru,. og að hann
væri nú ekki fulltrúi!! Eyrbekkinga. Hann
hvatti menn til að rækta jörðina og stunda
landbúnað, en þegar að fram kom tillaga
sem krafðist hjálpar til handa fátækum bænd-
um, kvaðst Magnús ei vilja ræða það mál við
Eyrbekkinga, en kvaðst hinsvegar mundi
ræða það mál við bændur upp um sveitir. „Á
skammri stund skipast veður í lofti“ og ann-
að mælti sá þingmaður 1 vor sem leið á fram-
boðsfundum hér.
Að tilhlutun kommúnista voru bornar fram
eftirfarandi tillögur:
ingu um það, að í svona tilfellum ætli þeir
altaf að svíkja. Hver sá skipstjóri, sem les
grein Sigurjóns, mannar skip sitt með verk-
fallsbrjótum, hvenær, sem honum býður við
að horía, svo framarlega sem hann hefir ekk-
ert annað að óttast, en Sigurjón, Héðinn og
aðra slíka.
Þá er mjög eftirtektarvert að Sigurjón for-
dæmir sjómennina á „Vestra“ fyrir það að
þeir voru reiðubúnir að gera verkfall, sem
„varðaði við landslög“. Virðingin fyrir lögum
auðvaldsins, má sín meira hjá Sigurjóni en
skyldumar við verklýðssamtökin. I stað þess
að benda öðram verkamönnum á hið ágæta
fordæmi sjómannanna á „Vestra“, er verið að
hræða stéttarbræður þeirra með „landslögum“
frá því að fylgja dæmi þeirra, þegar líkt er á-
statt. Bendir þetta ótvírætt í þá átt, að kröt-
unum myndu kærkomin lög, eins og þrælalög
þau, sem Framsókn er nú að reyna að koma
á. Þá væri hægt að afsaka sig með því, að
allar ráðstafanir til að hjálpa verkamönnun-
um, t. d. á Blönduósi, „vörðuðu við landslög".
Kratamir í Danmörku létu afgreiða „Brúar-
foss“, vegna þess að það „varðaði við lands-
lög“ að stöðva vinnu við hann. Mikil guðs-
blessun væri það, ef kratamir hér á landi
hefðu slík „landslög" (!!) En kratarnir í Dan-
mörku hafa líka ríkisvaldið í sínum höndum
og m'ega sín meira í þjóðfélaginu en veslings
kratamir hér heima. En eftir því sem AI-
þýðuflokknum vex fiskur um hrygg og miðar
áfram með „umbótastarfsemi" sína, er ekki
ólíklegt, að þeim auðnist að verða slíkra
„landslaga“ aðnjótandi. (!!)
„Verklýðsblaðið“ sýndi fram á að kratarnir
hefðu svikið vísvitandi í Keflavíkurdeilunni.
Hinar hreinskilnislegu játningar Sigurjóns
sanna þetta betur en nokkuð annað.
1. Tillaga um spamað (breytingartillaga við til-
lögu þingm.):
Fundurinn krefst þess að ýms útgjöld til yfir-
stéttarinnar á fjárlögum verði afnumjn, svo sem:
Borðfé konungs, allskonar bitlingar, kostnaður
við Alþingi og ríkisstjórn verði lækkaður, laun há-
launaðra embættismanna lækkuð allt niður í 6000
kr. á ári.
Fé þessu, sem þannig sparast, skal verja til þess
að hækka laun lægst launuðu starfsmanna og
verkamanna ríkisins og til að bæta úr atvinnu-
leysinu. Samþ. með þorra atkvæða.
2. Tillaga í atvinnuleysismálinu (breytingaytill.
við tillögu þingmanna):
Fundurinn krefst þess, að Alþingi geri stórfelld-
ar ráðstafanir til þess að bæta úr atvinnuleysinu,
með því að:
1. Setja lög um 8 stunda vinnudag með óskertu
öagkaupi.
2. Leggja fram svo ríflegar fjárupphæðir til at-
vinnubóta, að það nægi til að bæta úr atvinnu-
leysinu.
3. Setja lög um almennar atvinnuleysistrygg-
ingar eingöngu á kostnað atvinnurekenda og rík-
issjóð
4. Gera ráðstafanir til útbýtingar matvæla til at-
vinnuleysingjanna á kostnað banka- og atvinnu-
rekenda.
5. Breyta skattalöggjöfinni þannig, að atvinnu-
lausir verkamenn séu undanþcgnir öllum sköttum
og opinberum gjöldum. — Samþ. með öllúm gr.
atkv. gegn 2.
3. Lvixusibúðarskattur (róð til að bæta úr hús-
næðisvandræðunum):
Fundurinn krefst þess aö lagður verði hár skatt-
ur á Júxusíbúðir er nemi að minnsta kosti eina
mifjón króna um allt land, og verði það fé notað
til að byggja verkamannabústaði.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. Uppgjöf skulda fyrir fátæka bændur. Fundur-
inn skorar á Alþingi að gefa út sérstök iög um að
gefa að nokkru leyti eða öllu leyti fátækum bænd-
um upp skuhlir þeirra við banka og skúldunauta
þeirra (verzlanir og kauplélög), þar sem að vitan-
legt er, að þeir rísa ekki undir þessum_ skuldum,
sökum vaxandi landbúnaðarkreppu og lækkandi
verðs á afurðum þeirra.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ennfremur báru kommúnistar fram tillögu um að
cugj'ai'u' at viötæKjum íajKKaO) og aO ygeru
seld gegn vissum afborgunum.
Samþykkt í einu hljóði.
FundarmaSar.
Úr verkamannabréíi frá Norðiiröi
„.... Kratamir hafa nú myndað sér hér
pöntunarfélag; þar fæst aðeins gegn stað-
greiðslu. En enginn af þeim, sem eru í bæj-
arvinnunni — og það er nú eina vinnan hér
— getur notað sér kaupin þar, því að þeir fá
aðeins greitt í ávísunum á Sigfúsarbúð, —
sem er landsfræg.
Spaugilega fór með aðalfundinn. Sjómenn
fjölmenntu á fundarstað, fyrst þegar fundur
var boðaður og var illur kurr í þeim. Jónas
kom ekki á fundinn, — fékk honum frestað,
þóttist vera lasinn og ekki hafa tíma o. s.
frv. Svo frestaði hann fundi, þar til flestalhr
sjómenn voru komnir burt úr bænum. — Á
þann hátt tryggði hann sér völdin enn um
stund.
Ofurlítið þarf að leiðrétta frásögnina í Al-
þýðublaðinu af fundinum, sem verkamenn
boðuðu til, meðan Gunnar Benediktsson var
staddur hér. Sá sem fremstur stóð fyrir fund-
inum var einn af félögum úr verklýðsfélaginu
hér. Og þar sem í Alþýðublaðinu segir, að 80
verkamenri hafi gengið af fundi, þegar Einar
Sveinn byrjaði að tala, þá er sannleikurinn
sá, að Óli Magg, tryggasti fylgismaður Jón-
asar, kom inn á fundinn, meðan Gunnar tal-
aði, með 20 manna sveit, sem átti að standa
fyrir ati, þegar Einar byrjaði að tala. Og svo
fóra þeir út, þegar Einar tók til máls, — þó
( ekki. allir. Hinir bættust við í hóp þeirra
verkamanna, seml áður vora komnir á fund-
inn, og sátu fundinn á enda og talið óvíst
mjög, að þeir láti Jónas siga sér öðra sinni til
að gera at á fundum, sem verkamennimir
halda.