Verklýðsblaðið - 12.04.1932, Page 4
„fslenzka" vikan
Nýjasta ráð borgaranna til þess að villa verka-
lýðnum sýn, er „íslenzka vikan" svonefnda, sem nú
er gumað mest af í blöðunum. það er auðvitað
engin ný bóla, að þjóðemisgaspur sé notað í þeim
tiigangi. Fossamálið sæla var eitt af vélráðum auð-
valdsins íslenzka og gafst sæmilega. Nú er al-
menningur hvattur til að kaupa aðeins íslenzkar
vörur og nota aðeins íslenzk skip. Kratarnir dingla
þar með í bandi og kunna víst vel við sig.
Forgöngumenn „íslenzku" vikunnar hafa gengið
eins og grenjandi ljón um bæinn og heimtað af
keppinautum sínum, sem hafa. á boðstólum er-
lendan vaming, að þeir sýni aðeins íslenzkar vörur
í gluggum, en engar ella; suma hafa þeir hrætt til
þess að taka vaming annarra kaupmatina í búðar-
glugga sína og jafnvel haft í hótunum.
Nú er öllum lýði ljóst, að þeir einú, sem hagnað
hafa af öllu þessu brölti, eru nokkrir innlendir
braskarar, sem af hendingu einni og í gróðavon
fást við íramlciðslu varnings hér á landi og svo
klíkan Jón þorláksson, Garðar Gíslasori og Jón
Árnason, sem með bandvitlausum fjáraustri og
trassaskap ltafa siglt Eimskipafélagi íslands í
strand. Fyrir það á almenningur að blæðii — fyrir
mennina, sem bundu skipin í höfn vikum saman,
til þess að pína niður kaup hásetanna um leið og
þeir hækkuðu kaup framkvæmdastjórans nýja
upp úr öllu valdi; sem enn þann dag í dag láta
Júlíus skipstjóra, sem sigldi „Goðafossi" í strand,
stjórna einu stærsta skipinu. Menn sem ekki geta
látið skipin halda áætlun, þannig að flestir kaup-
sýslumenn treysta ekki á ferðir þeirra.
Allt þetta brask er sagt að vera í þeim tilgangi
að efla atvinnu i landinu og þar með bæta afkomu
vinnandi lýðs. Trúa verkamenn því? Trúa menn
því, að Sláturfélagsgrósséramir, sem hafa sýnt þá
þjóðrækni, að selja bæjarbúum hér saltkjöt miklu
hærra verði, en þeir hafa fengið fyrir það í Nor-
egi og Finnlandi og jafnvel fleygt því í sjóinn, séu
haldnir af umhyggju fyrir verkalýð bæjarins?
Skyldi þeim nú, bjórbrugguranum Tómasi og Stef-
áni Thorarensen, handgengin umhyggja fyrir fá-
tæklingum í Reykjavik? (Hversvegna var Höskuld-
u.r þá ekki tekinn með?), eða Efnagerð Reykjavik-
ur, sem velnefndur, löghlýðinn borgari St. Thor. á
ásamt bróður sínum, sómamanninum Hinrik Siglu-
fjarðarla'kni? Eru þá eigendur Sápu- og kerta-
gerðarinnar „Hreins“ svo fágaðir frá þjóðernis-
sjónarmiði síðan í leppmennskumálinu fræga í
sambandi við ,Shell-félagið“, þeir herrar Hallgrímur
Benediktsson og nafni hans • Tulinius? þá kemur
Sigurjón hetjan á Álafossi. Ætli honum renni svo
í brjóst eymd atvinnulausra manna nú, eða hafa
menn gleymt barsmið hans á sjómönnum 1910 i
verkfallinu, vígamóð lians í „hvíta stríðinu" —
hann var þá við alvæpni, hyssu og barefli — eða
því, er hann vildi láta háseta sína taka einskis nýt
hlutabréf í „Walpole" upp í kaupið. Hefir klæða-
verksmiðjan „Gefjun“ verið svo hliðholl verkalýð
norðanlands um kaupgreiðslur og annað uppeldi?
Skyldi Sjóklæðagerðin hans Sigurðar frá Norðtungu
rekin af óeigingjörnum hvötum og ást á sjómönn-
um? Var það til þess að lækka smjörlíkisverð í
Reykjavík og úti á landi, að Smjörlíkisgerðirnar
fóni fram á verndartolla á aðfluttu smjörliki? Eða
Korpúlfsstaðamjólkin; er svo flekklaus kaup-
mennskuferill Thor Jehsen (ísland fyrir íslend-
inga!!!) i'Rorgarnesi, Akranesi, Hafnarfirði og ekki
hvað sízt i Miijónafélaginu sæla, að menn trúi því,
að það hafi verið með liag sjúklinga og bama fá-
tæklinganna hér í bæ fyrir augum, að mjólk hans
var drýgð með vatni?
Trúa menn fagurgala ofangreindra manna og
fyrirtækja um áhuga fyrir hag verkalýðsins til
sveita og sjávar? Halda menn að þessir vilji leggja
mikið í sölurnar fyrir fátækan verkalýð?
H. P.
SALA RAUÐA FÁNANS
í Reykjavík hefir salan gengið þolanlega af síð-
asta blaði Rauöa fánans, er nú þegar búið að selja
270—280 eintök að frátöldu því, sem einslaklingar
eða selluv hafa tokið að sér og ekki skilað fyrir
ennþá. — En betur má ef duga skal. Lágmark
lausasölunnar er 300 eint., en það minnsta, sem
FUK-félagar geta látið sér sæma eru 400 eint. —
F.nn eru ótæmandi sölumöguleikar. Félagar! komið
og seljið Rauða fánann.
Prentsmiðjan Acta.
Réttur komínn út
„Réttur“, eina íslenzka tímaritið um þjóð-
félagsmál, er nú fluttur suður til Reykjavíkur
og er 1. hefti hans nýkomið út. Er innihald
hans hið bezta að vanda og skal eftirfarandi
greina getið:
„Heimskreppa“ eftir Stefán Pétursson, lýs-
ing á kreppunni, skýring á orsökum hennar og
umræða um leiðimar út úr henni. Er það nauð-
synlegt fyrir alla þá að kynna sér þessa grein,
sem vilja skygnast vísýj^alega fyrir rætur
kreppunnar, sem nú kemur við hvern einasta
mann í auðvaldsheiminum að heita má.
„Shan-Fei“ er ágæt saga úr kínversku bylt-
ingunni eftir hinn fræga kvenrithöfund Agnes
Smedley. Bregður hún skæru ljósi yfir hve
djúptæk bylting á sér stað þar eystra.
„Sjómannadeilan í Vestmannaeyjum.“ heitir
góð og rækileg grein eftir Jón Rafnsson. Er
það í fyrsta skipti að einstök kaupdeila verka-
lýðsins er tekin til meðferðar í íslenzku tíma-
riti, til gagnrýningar og lærdóms.
„Heimsstríð?“ er smákaflaflokkur eftir rit-
stjórann um stríðið og hættuna á útbreiðslu
þess. Eru myndir í grein þessari.
Þá kemur grein, sem er með afbrigðum
skemmtileg:
„Hitler“ eftir einhvern snjallasta blaðamann
Bolsévismans, Karl Radek. Þjóðfélagsleg
og sálfræðileg skýring og gagnrýning á hjá-
goði rugluðu smáborgaranna í Þýzkalandi, bít-
andi háð og napurt gys að hugmyndarugli
„national-sósíalistanna“, pólitísk ádeila fyrir
óskammfeilna þjónustu „nazi“-flokksins við
einokunarauðvaldið — allt er það sameinað
snilldarlega í þessari grein. Kemur það mjög
mátulega á þá íslenzku apaketti, sem geta ekki
látið sér nægja „innlenda“ vitleysu sjálfs sín
mitt í íslenzku vikunni, heldur eru að panta
„idiota“ Hitlers frá Þýzkalandi til að bæta
gráu ofan á svart hjá fasistafíflum íslenzka
íhaldsins.
Síðasta grein heftisins er dálítið yfirlit yfir
atburðina og ástandið í heiminum og hér
heima.
Allir þeir, sem fylgjast vilja með í þjóð-
félagsmálum nútímans, verða að lesa „Rétt“.
Hann er auk þess lang ódýrasta íslenzka tíma-
ritið — aðeins 5 kr. árgangurinn.
Ölgerð Ihalds og Framsóknar
Rétt eftir að Ihaldsmenn og Framsóknar-
menn á Alþingi í sameiningu höfðu lagt fram
frumvarp sitt um leyfi til þess að brugga í
landinu helmingi áfengara öl en áður, gengust
menn úr sömu flokkum fyrir því, að ölgerð-
irnar „Egill Skallagrímsson“ og „Þór“ voru
sameinaðar í eitt hlutafélag, sem heitir „Öl-
gerðin Egill Skallagrímsson“. Hlutafé þess er
700000 krónur og forstjóri verður Tómas
Tómasson. I stjórn félagsins eiga sæti auk
hans: Jón Árnason forstjóri í Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga, Stefán Thorarensen
. lyfsali, Kristinn Sigurðsson og Björn Ólafs.
Jón Árnason, fulltrúi Sambandsins og Fram-
sóknar í ölgerðinni, er verkalýð Reykjavíkur
að „góðu“ kunnur úr garnaverkfallinu í fyrra.
; Það var hann, sem stóð fyrir kaupkúgunartil-
í raun Sambandsins við verkakonur, sem' við
|
j garnahreinsunina unnu og í tilefni af verkfalli
j þeirra og sigri hafði í „Tímanum“ í hótunum
| um það, að svelta verkalýðinn í Reykjavík til
i undanláts við kauplækkunarkröfur atvinnu-
rekenda. Því fleiri fyrirtæki, sem sameiginleg
verða með Sambandinu og kapitalistum, með
Framsókn og Jósafat, því meiri verða mögu-
leikarnir fyrir Jón Ámason á því að fram-
kvæma þetta mannúðarlega áform.
VERKLÝÐSBLAÐIÐ.
Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., i
lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaðs-
ina: Verklýðsblaöiö, P. O. Box 761, Reykjavík.
Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.
F. U. K. F. U. K.
Aðalfundur
Félags ungra kommúnista verður haldinn fimmtu-
daginn 14. apríl kl. 81/2 stundvíslega í fundar-
salnum við Bröttugötu.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar.
2. Kosning stjórnar og trúnaðarmanna.
3. „Marx“ lesinn upp.
4. Ásgeir Magnússon: 5 ái'a áæltunin nýja
5. Starfið við Höfnina. Umræður.
6. Stefán ögmundsson: Upplestur.
7. Áki Jakobsson: 1, mai.
8. Saga “Réttaru.
9. Utbreiðslufundurinn.
10. Rauði Fáninn.
11. Leshringir verkalýðsins.
Ungir kommúnistar! Fjölmennið: Komið stundvíslega
Stjórnin
íslenzkar vörnr
góðar og ódýrar:
Smjör, kr. 1.40 pr. Vá kg.
Ostur frá kr. 0,95 pr. V& kg.
Hænuegg, Andaregg.
Kartöflur og Gulrófur í lausri vigt.
Hamarbarinn riklingur í pk.
Freðfiskur.
DRÍFANDI
Laugaveg 63. Simi 2393.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^m■
0 Kol & Koks 0
Kolasalan S.f. - Sími 1514
D^T’ Hringið í Hringinn
sími 1232
Höfum alt af til leigu landsins beztu fólksbifreiðar
Bifreiðastöðin Hringurinn,
Grundarstí^ 2
Bifreiðastöðin H E K L A,
Lækjargötu 4.
hefir fyrsta flokks fólksdrossíur ávalt til leigu í
lengri og sfcemmri ferðir. Sanngjarnt verð
Reynið viðskiftin.
970 simí 970
Hár
við íslenzkan búning, unnið úr rothári.
VERSL. GOÐAFOSS
Laugaveg 5. Sími 436
Mótmæii gegn þrælalögum
Framsóknar
Fundur Kommúnistaflokksins á fimmtud.
var mjög fjölmennur, troðfullt hús í Bröttu-
götu. Á fundinym voru samþ. eftirfarandi
mótmæii gegn þrælalagafrumvarpinu:
„Fundur verkalýðs í Reykjavík haldinn í
fundarsalnum við Bröttugötu fimmtudaginn 7.
april, að tilhlutun Kommúnistaflokks Islands,
mótmælir harðlega frumvarpi því um breyt-
ingar á samvinnulögum, sem lagt hefir verið
fyrir þingið og skorar á Alþingi að fella þessi
nýju þrælalög tafarlaust“.
Samþ. með öllum atkv. gegn einu.